Morgunblaðið - 11.02.1978, Síða 44

Morgunblaðið - 11.02.1978, Síða 44
(il.YSINííASI.MINN KK: 22480 Jflarjjimblnliiíi LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1978 Lækkax hitakostnaðinn Krafla skilar nú 7-8 megavöttum Reiknað með stöðugri framleiðslu um 20. febr. AFLVÉLARNAR í Kröflu- virkjun hafa verið keyrðar í þrjá sólarhringa og hefur orkuvinnsla komizt upp í 7—8 megavött, en meðalorkuframleiðsla í þeim prófunum sem nú standa vfir er um 6 megavött. Þetta er nokkru meiri orkuframlei'ðsla en gert hafði verið ráð fyrir miðað við gufuvirkni f holunum á svæðinu. „Þetta gengur tiltölulega vel og við erum ánægðir með það sem komið er,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson rafmagnstækni- fræðingur, en hann hefur umsjón með prófununum nú. „Við höfum ekki lokið prófunum, en reynum holurnar með varfærni, því við vitum að þær eru misjafnar og það er mikil áhætta að missa út holu. Við förum því rólega í þetta og höfum keyrt stöðugt á 6 mega- vatta framleiðslu. Hæst höfum við komist í 7,5 megavött, en það þýðir 6,8 megavött út á línuna. Nú er reiknað með að hægt verði að keyra aflvélar Virkjunarinnar stöðugt upp úr20. febrúar." Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins: Álþýðuflokkurinn fær styrk að utan Engar upplýsingar um fjármálaumsvif Alþýðu- bandalags þrátt fyrir tugmilljóna hallarekstur „ÞAÐ leynir sér ekki að þetta frumvarp er ekki sett fram af siðferðiskennd, heldur til þess að koma pólitísku höggi á okkur Alþýðuflokksmenn," sagði Bene- dikt Gröndal alþingismaður og formaður Alþýðuflokksins í gær þegar Morgunblaðið spurði hann álits á frumvarpi sem fjórir alþingismenn úr Alþýðubanda- laginu, Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknar- flokknum, hafa lagt fram á Benedikt Gröndal Miles efstur SJÖTTA umferð Reykjavíkur- skákmótsins var tefld i gærkvöldi og að henni lokinni er Bretinn Miles efstur með 5 vinninga, en hann vann Kuzmin í gærkvöldi. Sjöunda umferðin verður tefld klukkan 14 í dag á Hótel I.oftleið- um og þá tefla saman Friðrik Ólafsson og IVIiIes. Sjá nánar á bls. 33 og 16. Aiþingi, en frumvarpið miðar við að banna fjárhagslegan stuðning erlendis frá við íslenzka stjórn- málaflokka og félagssamtök. „Ég flutti sjalfur" sagi Bene- dikt, „fyrir 2—3 árum síóan frum- varp til laga um stjórnmálaflokka þar sem gert var ráð fyrir því að Framhald á bls. 33. 1 -' -í ' f. f ' -'*■ i \ - loðnumiðunum Þessa mynd tók Öskar Sæ- mundsson fyrir nokkru á ioðnumiðunum norður af landinu, eða I kringum 68°N. Sólin er að setjast og skipið sem kemur siglandi úr sóiarátt er Isafold frá Hirtsháls. ■ , •,f \ « . • <■ ^ •v* ' kA -ivf vu Sjávarútvegsráðherra um skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar: Æ * „ Arangurinn byggist á viðtælm stjómun veiða” Smáfiskadráp úr sögunni „MÉR finnst ólíkt bjartara yfir þessari nýju skýrslu Hafrann- sóknastofnunarinnar en þeirri fyrri, og niðurstaða stofnunarinn- ar er ánægjulegur árangur, setn byggist á því að hér hefur verið tekin upp víðtæk stjórnun veiða,“ sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra þegar Morgunhlaðið leitaði álits hans á skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar um ástand nytjastofna á lslandsmiðum og aflahorfum 1978. „Möskvastærð í vörpum hefur verið breytt tvisvar í tíð núverandi stjórnar, fyrst úr 120 <mm í 135 mm og síðan i 155 mm. Stór svæði hafa verið friðuð um langan eða skamman tíma og ný stærðarmörk sett á fisk, sem veiða má. Síðast en ekki sizt ber að nefna, að við höfum losnað við útlendinga af fiskimiðunum og á ég sérstaklega við Breta, sem voru þekktir fyrir að veiða smá- fisk, eins og íslendingar gerðu reyndar einnig. Það er því mín skoðun, að smáfiskadráp sé úr Framhald á bls. 25. V Matthías Bjarnason 130 kr. fyrir kíló- ið af loðnuhrognum SAMKOMULAG tókst um verð á loðnu og loðnu- hrognum á fundi Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gær og gildir verðið á yfir- Efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar: Miðar að launajöfnuði Lágtekjufólk fær mestar verdbætur FRLMVARP ríkisstjórnarinn- ar til ráðstafana í efnahagsmál- um gerir ráð fyrir skertri vísi- tölu eins og komið hefur fram í fréttum. Skerðing verðbóta- ákvæða kjarasamninga kemur þó mjög mismunandi niður á einstaklingum eftir því, hve há- ar tekjur viðkomandi hefur. A láglaun, um 100 þúsund krón- ur, er skerðingin ekki nema um 20%, þ.e.a.s. verðbætur koma að 8/10 hlutum til fram- kvæmda þar. Hins vegar fer skerðing vísitölunnar stig- hækkandi með hækkandi tekj- um og verður inest helminguð við 174 þúsund króna mánaðar- laun, og breytist ekki eftir það, þótt laun hækki. Um þetta segir í athugasemd- um við 2. grein frumvarps rfkis- stjórnarinnar: „Með lágmarks- verðbótaákvæði i 2. gr. er svo komið í veg fyrir að skerðing verðbóta skv. 1. gr. komi fram af fullum þunga gagnvart hin- um tekjulægri í hópi Iaunþega, sem aðallega hafa tekjur af dagvinnu einni saman. Þannig verður hækkun lægstu kaup- taxta 1. marz, ef eingöngu er unnin dagvinna, rúmlega 8% miðað við að verðbótavísitalan hækki um 10%, og hækkun meðaldagvinnukauptaxta verkafólks verður um 7'Æ%. . Hækkun allra annarra Iauna verður á bilinu 5—7% 1. marz. Framhald á bls. 33. standandi loónuvertíð. Fyrir hvert kíló af loðnu til frystingar skal greiða 40 kr. og fyrir hvert kíló af loðnuhrognum er lág- marksverðið 130 kr. á kíló- ið. Þá er og sérstakt verð í gildi fyrir ferska og frysta loðnu til beitu og ferska loðnu til skepnufóðurs og fyrir hvert kíló skal greiða kr. 20. Island sendir ekki tilboð NÚ ER Ijóst að tsland mun ekki gera tilboð í heimsmeistaraein- vígið í skák milli heimsmeistar- ans Karpovs og áskorandans Kortsnoj, að því er Einar S. Einarsson forseti Skáksambands íslands tjáði Mbl. í gærkvöldi. í gær var fundur þeirra aðila, sem kannað höfðu möguleikana á Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.