Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978 Bridge hjá prenturum Hin árlega bridgekeppni prentara, tvimenningur, hófst sl. sunnudag. Þátttaka var óvenju dræm og varð stjórn- andi að taka upp nýstárlegt form keppninnar, sem er á þá leið að spilað er tvimenningur i sveitakeppnisformi. Seinni umferðin verður spil- uð á sunnudag og hcfst keppnin klukkan 13.30 stundvíslega. Bridgefélag Reykjavíkur Að loknum 10 umferðum af 13 i Board a match keppninni cr sveit Sigurðar B. Þorsteins- sonar efst með 20 stig, sem þýð- ir að þeir félagar hafa fengið hærri tölu en andstæðingarnir í þessum fjölda spila. Siðan eru þrjár sveitir jafnar með 13 stig, sveit Guðmundar Hermanns- sonar, sveit Páls Valdimarsson- ar og sveit Stefáns Guðjohn- sens. Þetta er þriðja árið sem BR heldur Board a match keppni og hcfir hún reynzt vinsæl. Keppt er um farandbikar sem Valur Fannar gullsmiður hefir gefið og er hann nefndur Stcfánsbikarinn. Keppninni lýkur á miðvikudaginn. Miðvikudaginn 8. marz hefst aðaltvímcnningskeppni félags- ins. Spilað er í tveimur flokk- Brldge Umsjón: Arnór Ragnarsson um, 16 pör í hvorum flokki og er spilað með barometerfyrir- komulagi. Meistaraflokkur er skipaður átta efstu pörum i tví- menningskeppni sem fram fór í desember, ásamt öðrum átta pörum sem náð hafa hæstu samtölu útgefinna bronsstiga í keppnum vetrarins hjá BR. Kemur þannig í Ijós i lok Board a match keppninnar hvernig meistaraflokkur verður skipað- ur. Sérstaklega verður vandað til verðlauna i 1. flokki og má segja að hann sé nú þegar full- skipaður. Stórmót Bridgefélags Reykjavíkur Eins og að Ifkum lét höfðu margir áhuga á að taka þátt f móti þessu sem fram fer dag- ana 4. og 5. marz. Spilað verður á Hótel Loftleiðum og verða sænsku Evrópumeistararnir Anders Morath og Hans Göthe meðal þátttakenda. Við birtum hér lista yfir þátttakendur en listinn hefir beðið birtingar vegna verkfallsins. Anders Morath Hans Göthe Ar- mann J. Lárusson Jón Páll Sig- urjónsson Asmundur Pálsson Hjalti Eliasson Björn Eysteins- son Magnús Jóhannsson Bragi Erlendsson Ríkarður Stein- bergsson Einar Þorfinnsson Sigtryggur Sigurðsson Gestur Jónsson Sigurjón Tryggvason Gísli Steingrímsson Sigfús Arnason Gísli Torfason Magnús Torfason Guðlaugur R. Jóhannsson Örn Arnþórsson Guðmundur Hermannsson Sævar Þorbjörnsson Guðmund- ur Pétursson Karl Sigur- hjartarson Gunnar Guðmunds- Framhald á bls. 35 UTANKJORSTAÐAKOSNING vegna prófkjörs um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu borgarstjómarkosningar, verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Kosningin hefst miðvikudaginn 22. febrúar og fer fram daglega milli kl. 5—7 e.h., en laugardag frá kl. 10—3 og sunnudag frá kl. 2—5. Utankjörstaðakosningunni lýkur föstudaginn 3. marz. Utankjörstaðakosningin er þeim ætluð, sem fjarverandi verða úr borginni aðalprófkjörsdagana 4., 5. og 6. marz, eða verða forfallaðir. Þannig lítur kjörseðillinn út: ATKVÆÐASEÐILL í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík 4., 5. og 6. marz 1978 Albert Guðmundsson, átórkaupmaður, Laufásvegi 68 Ásgrímur P. Lúðvíksson, bólstrarameistari, Úthlíð 10 Baldvin Jóhannesson, símvirki, Otrateig 30 Bessí Jóhannsdóttir, kennari, Hvassaleiti 93 Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, Fjölnisvegi 15 Björgvin Björgvinsson, lögregluþjónn, Fífuseli 36 Davíð Oddsson, skrifstofustjóri, Barmahlíð 27 Eggert Hauksson, iðnrekandi, Vesturbergi 48 > fL f Elín Pálmadóttir, blaðamaður, Kleppsvegi 120 Garðar Þorsteinsson, stýrimaður, Hjarðarhaga Grétar H. Óskarsson, flugvélaverkfræðingur, Huldulandi 1r^#|j Guðmundur G. Guðmundsson, iðnverkamaður, Langholtsvegi 182^ Guðríður Guðmundsdóttir, verkstjóri, Kleppsvegi 44 Gunnar Hauksson, verzlunarmaður, Austurbergi 16 Gústaf B. Einarsson, verkstjóri, Hverfisgötu 59 Hilda Björk Jónsdóttir, verzlunarmaður, Kötlufelli 9 Hilmar Guðlaugsson, múrari, Háaleitisbraut 16 Hulda S. Valtýsdóttir, húsmóðir, Sólheimum 5 Jóhannes Proppé, deildarstjóri, Sæviðasundi 90 Kristinn Jónsson, prentsmiöjustjóri, Fornastekk 7 Kristján Ottósson, blikksmiður, Háaleitisbraut 56 Magnús Ásgeirsson, viðskiptafræðinemi, Meðalholti 6 Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri, Geitastekk 6 Margrét S. Einarsdóttir, ritari, Hraunbæ 68 Markús örn Antonsson, ritstjóri, Krummahólum 6 Ólafur Jónsson, málarameistari. Brautarlandi 14 Ólafur B. Thors, forstjóri, Hagamel 6 Páll Gíslason, læknir, Rauðagerði 10 Ragnar Júlíusson, skólastjóri, Háaleitisbraut 91 Sigríður Ásgeirsdóttir, lögfræðingur, Fjölnisvegi 16 Sigurður E. Haraldsson, kaupmaður, Hvassaleiti 5 Sigurjón Á. Fjeldsted, skólastjóri, Brekkuseli 1 S|ýlj Möller, kennari, Þykkvabæ 2 ^vei^^örnsson, kaupmaður, Leifsgötu 27 SveinWÍBjörnsson, verkfræðingur, Grundarlandi 5 Valgarð Briem, hæstaréttarlögmaður, Sörlaskjóli 2 Þórólfur V. Þorleifsson, bifreiöastjóri, Gautlandi 11 Þórunn Gestsdóttir, húsmóðir, Fjólugötu 19 b Þuríður Pálsdóttir, söngkona, Vatnsholti 10 ATHUGIÐ: Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12. - Skal það gert með því að setja krossa í reitina fyrir framan nöfn frambjóðenda, sem óskað er að skipi endanlegan framboðslista. FÆST8 - FLEST 12. RÁÐLEGGING TIL KJÓSENDA í PRÓFKJÖRINU: Klippið út meðfylgjandi sýnishom af kjörseðli og merkið það eins og þér hyggist fylla út atkvæðaseðilinn. Hafið úrklippuna með yður á kjörstað og stuðlið þannig að greiðari kosningu. Minnist þess að kjósa á með því að merkja með krossi fyrir framan nöfn 8 frambjóðenda minnst og 12 mest. . Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.