Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 48
targitii'ÞXiifrfö SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978 Seðlabankinn veitir / Utvegsbankanum sér- staka fyrirgreiðslu „1 SAMBANDI við samninga viðskiptabankanna og Scðlabank- ans um útlánaþak á þcssu ári veitti Seðlabankinn tJtvegs- bankanum ákveðna fyrirgreiðslu í sambandi við skuld, sem myndast hafði hjá 'Seðlabankan- um á síðasta ári,“ sagði Bjarni Guðbjörnsson, bankasjtóri (Jt- vegsbankans í samtali við Mbl. í gær. „En ég vil benda á að (Jtvegs- hankinn á alltaf á móti bundið fé í Scðlabankanum vegna bindi- skyldunnar." Bjarni Guðbjörnsson sagði það enga launung að lausafjárstaða (Jtvegsbankans væri mjög erfið. „Útvegsbankinn hefur farið meira fram úr útlánaþakinu en aðrir bankar, þar sem erfiðleikar sjávarútvegsins hér á suðvestur- horninu og í Vestmannaeyjum hafa bitnað illa á bankanum. Af heildarútlánum Útvegs- bankans hafa á undanförnum ár- um verið þetta 61—65% í sjávarútveginum og auk þess erum við svo með þessi hefðbundnu viðbótarlán, sem hækka nú í 32,7%. Það gefur auga leið að svo einhæf útlána- starfsemi kemur illa niður á bankanum, ekki sízt þegar um erfiðleika er að ræða í viðkomandi atvinnuvegi." Mbl. spurði Bjarna Guðbjörns- son um viðræður á sl. ári milli Útvegsbankans og Landsbankans undir forystu Seðlabankans um það, að viss skipting færi fram milli útibúa Útvegsbankans og Landsbankans i Keflavík. Sagði Bjarni að þær viðræður hefðu legið niðri undanfarna mánuði. Borgin ogbygginga- meistarar semja um Mjóumýrina GENGIÐ hefur vcrið frá sam- komulagi milli borgaryfirvalda í Reykjavik og Meistarasambands byggingarmanna um tilhögun úthlutunar byggingasvæðis í Mjóumýri, rétt hjá Seljahverfi f Breiðholti. Þarna er um að ræða bygginga- svæði með lágri blokkabyggð og raðhúsum á 2—3 hæðum, alls um 200 til 230 fbúðir. Borgin mun eftir sem áður annast verkfræði- lega hönnun og skipulags- teikningar svæðiðsins en sú nýbreytni er hins vegar tekin upp að byggingaaðilar annast sjálfir allar framkvæmdir frá fyrsta stigi til loka, svo sem lagningu skolp- og vatnslagna, gatnagerð og fleira, sem borgin hefur hingað til annast sjálf. Að sögn Gunnars Björnssonar, formanns Meistarasambandsins, er gert ráð fyrir því að gerður verði verksamningur milli borgar og byggingaaðila um þessa undir- búningsframkvæmdir samkvæmt ákveðnum skilmálum, sem samið hefur verið um en hann bjóst síðan yið að byggingaaðilar myndu í flestum tilfellum bjóða út undirbúningsframkvæmdirnar til undirverktaka, þar sem þarna væri um að ræða jarðvegsvinnu sem byggingaaðilar hefðu í fæst- um tilfellum tækjakost til að annast. Gunnar kvaðst mjög forvitinn að sjá hvernig til tækist með þessa nýbreytni, því að ef hún heppnaðist mætti búast við frekari samvinnu borgaryfirvalda og byggingameistara varðandi skipulag nýrra hverfa. Á hrafnaþingi. Ljósm. Mbl.: Ol. K M Verðbótahækkun launa 1. marz n.k.: 150 þúsund kr. mánaðarlaun hækka um 8-9 þúsund krónur MANAÐARLAUN launþega inn- an Alþýðusambands tslands munu hækka á bilinu 5,2—5,8% hinn 1. marz n.k. vegna gildandi verðbótaákvæða og hjá opinber- Úrskurður kjaranefndar: Ekki miklar breyt- ingar hjá aðildar- félögum BSRB KJARANEFND hefur úrskurðað í málum 16 félaga innan BSRB gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisst jórnar og borgarstjóra fyrir hönd Reykjavíkurborgar og féll úrskurður hennar nú fyrir helgina. Blaðinu hafa borizt þessir úrskurðir og skv. þeim er ekki um að ræða mjög miklar breytingar á kjörum flestra fé- laga og starfshópa, sem hér eiga hlut að máli. Félögin eru þessi: Starfsmanna- félag Sjúkrasamlags Reykjavikur, Félag starfsmanna stjórnarráðs- ins, Félag forstjóra Pósts og síma, Póstmannafélag íslands, Tollvarðafélag íslands, Hjúkrunarfélag Islands, Ljós- mæðrafélag tslands, Félag flug- málastarfsmanna ríkisins, Félag ísl. símamanna, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Samband ísl. barnakennara, Landssamband framhaldsskólakennara og starfs- mannafélög ríkisútvarpsins og sjónvarpsins. Samningarnir gilda frá 1. júli 1977. Sem fyrr segir hafa ekki orðið verulegar breytingar á kjörum flestra félaganna sem hér um ræðir, en Hjúkrunarfélag Islands hefur til dæmis hlotið eins launa- Framhald á bls. 47. um starfsmönnum um 5,32% samkvæmt ákvæðum um verðbæt- ur f kjarasamningi BSRB og BHM við fjármálaráðherra. Þetta hefur ( för með sér að 150 þúsund króna laun hækka um næstu mán- aðamót um milli 8 og 9 þúsund krónur. Verðbótavísitalan er reiknuð eftir framfærsluvísitölu hinn 1. febrúar sl. en hækkun hennar á síðasta tímabili eða frá nóvember- byrjun til febrúarbyrjunar var 95,56 stig eða 11,38% samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar. A þessum grundvelli hafa einnig verið reiknaðar út tryggingabæt- ur, sem hækka munu um 5,5% og einnig tekjutrygging sem sam- kvæmt lögum er ákveðin 2% hærri eða 7,5% og að sögn Páls Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra i heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, munu þessar bætur koma til útborgunar nú þegar 10.—15. marznk. í tilkynningu Kauplagsnefndar um verðbætur frá 1. marz nk. til launþega innan Alþýðusambands Islands kemur fram að verðbóta- vísitalan reiknuð eftir fram- færsluvísitölu 1. febrúar sl. sam- kvæmt ákvæðum i kjarasamningi ASÍ og vinnuveitenda frá því í sumar er nú 123,24 stig miðað við grunntöluna 100 1. maí 1977. Verðbótaauki samkvæmt fyrr- greindum ákvæðum er sem svarar 2,91 stigi í verðbótavísitölu og verðbótavísitalan að viðbættum verðbótaauka er þannig 126,15 stig, sem er 12,13 stiga hækkun á þeirri visitölu, sem verðbætur eru greiddar eftir á yfirstandandi 3ja mánaða greiðslutimabili. Hækk- un þessi er 10,64% en vegna breytts launagrunns 1. desember 1977 felst í þessu að viðkomandi kjaraákvæðum óröskuðum 12,33% hækkun á núgildandi mánaðarlaunum eftirað þau hafa verið færð niður sem svarar fjár- hæð verðbótaauka 1. desember Framhald á bls. 47. Erfiðleikar við borun 1 Eyjafirði TVEIR borar Orkustofnunar, Dofri og Narfi, eru þessa dagana við borun eftir heitu vatni f Eyja- firði fyrir Hitaveitu Akureyrar. Narfi er kominn á um 400 metra dýpi í fyrstu holunni á Ytri- Tjörnum, norðan Laugalands, en Narfi er hins vegar á Syðra- Laugalandi. t byrjun vikunnar brotnuðu álagsstengur Narfa á rúmlega 1600 metra dýpi, um 100 metra frá botni. Þegar verið var að taka borinn upp festist hann sfðan á 600 metra dýpi og þar við situr. t vikunni verður borað með- fram bornum til að reyna að losa hann og síðan að ná upp neðsta hluta borsins, sem eftir er á botni holunnar. I siðustu holunni, sem Narfi boraði á Syðra-Laugalandi fékkst nokkurt vatn, en nú er unnið að dæluprófunum á holunni, þannig að ekki er ljóst hve mikið vatn hún gefur. Boraðar hafa verið 7 holur á Laugalandi, 1 á Grisará og verið er að bora eina á Ytri- Tjörnum fyrir Hitaveitu Akureyr- ar. 2 holanna á Laugalandi eru mjög góðar, tvær þeirra eru rétt sæmilegar, en hinar þrjár hafa ekki gefið mikið vatn. Holan á Grisará gefur sæmilegt vatns, en vegna þess hve fjarri hún er Laugalandi hefur hún ekki verið tengd kerfi Hitaveitunnar hvað sem verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.