Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 42. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. (AP-simamvnd) WAVERLY — Allt er nú á tjá og tundri eftir hina geysiöflugu sprengingu sem varð þar í gær er fljótandi gasi var dælt úr járnbrautarvögnum, sem farið höfðu af teinunum. Járnbrautarvagn springur í loft upp Waverly —25. febrúar AP— Reuler. SEX MANNS létu lífið, yfir hundrað særðust og 17 byggingar lögðust í rústir þegar járnbraut- arvagn með 75 þúsund lítrum af fljótandi gasi sprakk í loft upp í smábænum Waverly f Tennessee f gærkvöldi. Svo öflug var spreng- ingin að stjónarvottar segja að hún hafi helzt minnt á kjarnorku- sprengingu. Logar, reykur og brak þeyttust mörg hundruð metra í loft upp, og litlu munaði að annar járnbraut- arvagn, sem einnig var hlaðinn gasi, færi sömu leið. Eldur náði að læsast í þann vagn, en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum hans í tæka tið. Vagnarnir tveir höfðu farið af teinunum í járnbrautarslysi s.l. miðvikudag, en i gær var verið að dæla af þeim gasinu í öryggis- skyni og varð sprengingin vegna mistaka við þær ráðstaf anir. Miðbærinn í Waverly er lokað- ur almenningi i dag þar sem sprengihætta er ekki um garð gengin. Fyrstu fregnir af slysinu bentu til þess að mun fleiri hefðu látið lífið en síðar kom í ljós. Hinir særðu eru flestir með brunasár. Fordæma hergagnasölu Bandaríkjanna tíl Eþíópíu Ogaden-deilan til Öryggisráðs SÞ? Mogadishu — Washington 25. febrúar AP. Reuter. STJÓRN Sómalfu hefur fordæmt harðlega þá ákvörðun Banda- ríkjastjórnar að senda Eþíópum hergögn, en þar er um að ræða herflutningabíla og tengivagna, sem söiusamningur var gerður um f fyrra. Bandaríkjastjórn til- kynnti s.l. miðvikudag, að þessi flutningatæki, að andvirði 700 þús. dala, væru hluti af 6 milljón dala hergagnasölu, sem samið hefði verið um, og hefði verið ákveðið að afhenda þann hluta gagnanna, sem ekki gæti valdið manntjóni. í ljósi þeirrar fjölgunar sem orðið hefur í liði Kúbumanna í styrjöldinni um Ogaden undan- farið hefur Bandaríkjastjórn nú til athugunar að leggja málið fyr- ir öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins segir, að stjórn Carters sé enn þeirrar skoðunr að deiluefni Afríkuþjóða eigi að Bróðir „Che" Guevara fangi Buenos Aires, 24. feb. Reuter. YNGRI bróðir hins látna skæru- liðaforingja Ernesto „Che" Gue- vara situr f fangelsi fyrir stjórn- málaskoðanir f Argentfnu sam- kvæmt heimildum herstjðrnar- innar þar I landi. Nafn Juan Martin Guevara kom fram á lista stjórnarinnar yfir 511 fanga, sem nú sitja i fangelsi án undangenginna réttarhalda í Sierra Chica-fangelsinu um 500 kílómetra suðvestur af Buenos Aires. Alls munu póhtískir fangar í landinu vera 2.434 að sögn yfir- valda. leysa án íhlutunar utanaðkom- andi aðila, Yfirlýsing Brzezinskis öryggismálaráðgjafa Carters forseta í gær um að milli 10—11 þúsund Kúbumenn séu nú i Eþióþíu, eða um helmingi fleiri en fyrir aðeins viku, svo og sú staðreynd að þekktur sovézkur Samkomu- lag náðist í kolanámu- verkfallinu Washington, 25. febr. Reuter. LEIÐTOGAR námuverka- manna og vinnuveitendur haf a náð bráðabirgðasamkomulagi sem bindur endi á lengsta kolanámuverkfall í sögu Bandaríkjanna, en námarekst- ur getur ekki hafizt aftur að fullu fyrr en eftir þrjár vikur. Dagskrá sjónvarpsstöðva var rofin í gærkvöldi svo að Carter forseti gæti skýrt frá sam- komulaginu, tveimur klukku- stundum áður en hann ætlaði að ávarpa þjóðina til að skýra frá fyrirætlunum sinum um að neyða námumenn til að hefja aftur vinnu. Carter skoraði á námumenn að sámþykkja samkomulagið fljótt og varaði þá við því að hann mundi gera róttækar ráð- stafanir ef þeir felldu það. Frá því hafði verið skýrt i Hvita húsinu að Carter ætlaði að beita Taft-Hartley-lögunum til þess að neyða námumenn til að vinna í 80 daga meðan reynt Framhald á bls. 47. hershöfðingi stjórni aðgerðum stjórnarhersins á hendur Sómöl- um, er talin ástæðan fyrir því að Bandaríkjastjórn hyggist nú láta öryggisráðið fjalla um málið. Sovétmenn sitja nú í forsæti í Öryggisráðinu, og er ólíklegt að Bandaríkjastjórn visi málinu til ráðsins fyrr en um mánaðamótin, en þá taka Bretar við formennsku þar. Upplýsingamálaráðherra Sóma- lfu, Abdisalam Hussein, sagði á fundi með fréttamönnum að stjórn Sómalíu gæti með engu móti skilið mótsagnakennda af- stöðu Bandaríkjastjórnar til styrjaldarinnar i Ogaden. Það kæmi i rauninni ekki málinu við hvers konar hergögn Bandaríkja- menn sendu Eþíópum, þar sem hér væri um að ræða grundvallar- atriði. „Fyrst lýsir Carter forseti þvi yfir að Bandaríkin muni Iáta Sömölum í té aukna aðstoð til að vega upp á móti hergagnaflutn- ingum Rússa og Kúbumanna," sagði Hussein. „Næst segir hann að Bandaríkin muni hvorki láta Sómölum né Eþíópum i té vopn meðan þeir eigi í átökum, og nú er Bandarikjastjórn farin að senda hergögn til Eþíópíu." Lýðhylli Carters dvínandi New Vork. 24. feb. AP. ENNÞA virðist halla undan fæti fyrir Carter Bandarfkja- forseta hvað vinsældir varðar ef marka má skoðanakönnun fréttastofunnar „Associated Press". Virðist svo sem frammistaða forsetans í friðar- viðræðum i M-Austurlöndum og verkfalli kolanámumanna hafi sfður en svo orðið til að bæta hlut hans. Af 1600 manns, sem spurðir voru, svöruðu 34% þvi til, að Carter hefði unnið „ágætt" eða „gott" starf. Þetta er 7% færra en skoðanakönnunin sýndi að væru ánægðir í janúar. Þeir, ¦ sem töldu að forsetinn hefði staðið sig „sæmilega" eða „lak- lega", voru 63%, en 3% sögð- ust ekki vera viss. Þetta er lélegasta útkoma Carters í skoðanakönnun síðan hann tók við embætti forseta. Tölur þessar renna einnig stoðum undir þá skoðun að jafnt og þétt saxist á fylgi for- setans. Stefnan hefur að því er virðist verið í þessa átt æ síðan í maí en þá leiddi skoðana- könnunin í ljós að 61 % að- spurðra var ánægt með störf forsetans. Fundin 3.5 milljón ára mannsspor? Washington, 25. feb. AP REYNIST grunur mannfræðinga réttur hafa nú komið í leitirnar fótspor a.m.k. 3.5 milljón ára gamallar mannveru, sem varðveitzt hafa i steini f Tanzanfurfki f Afríku. Það hefur þó ruglað vfsindamenn nokkuð í ríitiínii að á sama stað hafa fundizt för eftir apa eða skepnu, sem stuðzt hefur við arma eða framfætur. Fram að þessu hefur verið talið að elztu fótspor, sem fram hafa komið og er að finna í Frakklandi, Framhald á bls. 47. Fylkiskosningar hafnar á Indlandi Nýju-Delhi, 25. feb. Reuter. FYLKISKOSNINGAR byrjuðu á Indlandi f dag en talið er að þær muni ráða miklu um hvort framhald verður á yfirráðum Janata-flokksins eða hvort andstæðingum hans I hinum tvfskipta Kongressflokki tekst að rétta Iilnt sinn. Kosið er til þings f fimm fvlkjum. A meðal þeirra eru Karnataka. Andhra Pradesh og Maharashtra á Suður- og Mið-Indlandi og norðausturfylkið Arunachal Pradesh. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur þátttaka í kosningunum verið með liflegra móti i sveitum. Kosningar þessar verða fyrsti prófsteinninn á vinsældir Indiru Gandhi, fyrrverandi forsætisráð- herra, eftir að hún klauf Kon- gressflokkinn i siðasta mánuði. Kosningarnar munu einnig leiða i ljós hve raunverulegt fylgi hins opinbera Kongressflokks er. sér- staklega í höfuðvigjum hans i Mamarashtra og Andhra Pradesh. Það. sem skiptir væntanlega mestu fyrir forsætisráðherra landsins, Moraji Desai. i þessum kosningum er að þær munu sýna árangurinn af viðleitni hans til að gera Janataflokkinn að eins kon- ar allsherjar-lndlandsflokki. Fylgi flokksins hefur hingað til verið mest á hindi-mælandi svæð- um N:lndlands. Hefur það kapp. er forsætisráðherrann leggur á kosningarnar. berlega komið i ljós i áróðursherferð flokksins á siðustu vikum. í heild mun vera um 5,804 frambjóðendur að ræða. Talning atkvæða mun hefjast i Karnataka á sunnudag en í öðrum fylkjum á mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.