Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978 í hádeginu alla daga ”Shawarma„ ísraelskur grillréttur Borinn fram í brauóhleif, með sinnepssósu og salati VeriÓ velkomin LOFTLEIÐIR Veitingabúð HOTEL — Að loknu Reykjavíkur- skákmóti Framhald af bls. 20 bara ekki nógu greinilegar og mjög erfitt fyrir annars mjög lipra drengi að fylgjast stöðugt með réttum tíma keppenda. Ahorfendum finnst að sjálf- sögðu spennandi að geta fylgst með hvað líður umhugsunar- tíma keppendanna og væri það verðugt verkefni að finna þarna leið til úrbóta. Aðstaðan á Hótel Loftleiðum Aðstaðan í Ráðstefnusalnum er vissulega skemmtileg og oft- ast voru einhverjir af okkar fremstu skákmönnum að út- skýra skákir en óneitanlega komu stundum eyður og bið eftir skýranda og var það óneitanlega löstur á annars mjög góðri framkvæmd þessa móts. En þess verður að gæta að mjög erfitt er að fá góða skák- menn til þess að taka slikt að sér. Fremstir i flokki skákskýr- enda sem höfðu ofan af fyrir áhorfendum voru þeir Ölafur Magnússon sem orðinn er einn okkar bezti skákskýrandi á slík- um kappmótum, Sævar Bjarna- son, Ingvar Asmundsson, Leif- ur Jósteinsson, Jón Þorsteins- son og fl. Hinn ungi skákmaður Jóhann Hjartarson sem einung- is er 15 ára tók að sér skákskýr- ingar í anddyri Ráðstefnusalar- ins og var það hans frumraun á þvi sviði. Mun honum eflaust farnast það mun betur þegar honum vex þroski og áræði þvi ekki skorti hann þekkinguna. Sjónvarpstæknin Nýtizkulegri sjónvarpstækni var beitt á sama hátt og í ein- víginu Spassky—Hort og gátu áhorfendur fylgst með einni vissri aðal skák allt kvöldið fyr- ir utan annan skerm sem sýndi allar skákirnar jöfnum höndum og var það á valdi drengjanna sem þar voru við stjórnvöl hverju þeir vildu beina til áhorfenda. Var það gjarnan einhver skák sem tekin var til skýringa á öðrum hvorum þess- ara fyrrnefndu staða og gafst þetta mjög vel. Er ekki hægt annað en dást að þessari miklu tækni sem þarna var fyrirkom- ið og var í einu orði sagt til fyrirmyndar. Skákstjórar Skákstjórar i þessu mikla móti voru ráðnir 4 en það voru úr stjórn. S.t. þeir Guðbjartur Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Ennfremur undirritaður, en aðalskákdóm- ari mótsins var Guðmundur Arnlaugsson og var samvinna þessara stjórnenda og kepp- enda mótsins algjörlega snurðulaus og kom aldrei upp neitt vandamál sem ekki var auðleysanlegt á svipstundu. Mótsblaðið Skákblaðið annaðist útkomu mótsblaðs og rituðu i það tveir ungir skákmenn. Er slíkt alls ekkert áhlaupaverk og má telja það til afreka að koma út slíku blaði eftir hverja umferð. Var það sennilega ekki hvað sízt að þakka ágætum starfsmanni Skákprents, Birgi Sigurðssyni, hversu vel til tókst. Þetta mótsblað er til sölu hjá Skákprenti en fyrirhugað er að gefa út bók um mótið á ensku með skýringum hinna ýmsu stórmeistara keppninnar. Er það skemmtilegt nýmæli hjá forstöðumönnum Skákprents og er ætlunin að selja bókina erlendis. Skákskýringar í sjónvarpi - Sigurður Sigurðsson annaðist Er hann gööur? — Þœgilegur? FÍAT EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SiOUMULA 35. SÍMI 85855 u Hvaö er DOLSK/ _ C--FW 9 — Kraftmikill? — Sparneytinn? Hann er allt þetta og mikið meira. Pólski Fíatinn hefur nú verið seldur á íslandi í nokkur ár með góðum árangri Sem dæmi um það sem fylgir með í kaupunum þegar þú kaupir Pólska Fiatinn má nefna: kraftbremsur með diskum á öllum hjólum, radial dekk, tvöföld fram- Ijós með stillingu, læst bensinlok, bakkljós, teppi horn i horn, örygg- isgler, 2ja hraða miðstöð, 2ja hraða rúðuþurrkur, rafmagns- rúðusprauta, kveikjari, Ijós í far- angursgeymslu, 2ja hólfa karprator, synkromeseraður gir- kassi. hituð afturrúða, hallanleg sætisbök, höfuðpúðar o.fl. Það er óhætt að segja að þú færð mikið fyrir peninginn þegar þú kaupir Pólskan Fíat Að innan og utan er billinn laglega unninn og þægileg- ur. /--------------------------------------------- Otrúlega lögt verö Fólksbill kr 1.670.000. — Til öryrkja kr 1 270.000. — Station kr 1 820.000. - Til öryrkja kr 1.400 000. - fréttir frá skákmótinu i Rikis- útvarpi — Hljóðvarpi og sjón- varpið sýndi þætti frá mótinu þar sem þeir Ingvar Ásmunds- son og Jón Þorsteinsson önnuð- ust ágætar skýringar. Eina atriðið sem ég tel ámælisvert hjá Ingvari var þegar hann tók að lýsa hegðun sigurvegarans í keppninni og notaði óþarflega gróf orð og dómhörku. Þó fram- koma Brownes hafi verið óeðli- leg, kvörtuðu keppendur aldrei við stjórnendur mótsins yfir framkomu hans enda ekki ástæða til þó hann sýndi órólegt látbragð i tímahraki sem gætti fyrst og fremst i fyrstu umferð- unum eins og fyrr segir. Kvennakeppni Ein fremsta skákkona Breta, Jana Hartston, kom hingað í fylgd með skákmeistaranum Miles og var af þvi tilefni efnt til skákkeppni meðal kvenna og var tefít um meistaratitil Reykjavíkur en Jana var heiðursgestur keppninnar. Fóru leikar svo að Jana var hlutskörpust, gerði einungis eitt jafntefli við Islandsmeist- arann Olöfu Þráinsdóttur, en Guðlaug Þorsteinsdóttir var efst islenzku keppendanna og hlaut því titilinn Reykjavíkur- meistari kvenna 1978. Verðlaun voru hin myndar- legustu eða alls 125 þús. króna. Með gifurlegum dugnaði stjórnarmanna Skáksambands- ins undir forystu Einars S. Einarssonar tókst þeim að láta enda ná saman fjárhagslega varðandi þetta mót. Má þakka það að hluta hinni gifurlegu aðsókn að mótinu en áhorfend- ur voru þegar bezt lét allt að 700. Verðlaun voru óvenjuhá eða i 1. verðlaun $2.200, 2. verð- laun $1.500 o.s.frv. fyrir utan bónusgreiðslur til keppenda. Freistandi er að viðra þá hug- nynd að slík mót verði haldin hér árlega en þá þyrfti að koma til bein aðild t.d. Flugleiða og hótelsins sem tækju að sér ásamt Skáksambandinu og Taflfélagi Reykjavíkur sam- eiginlega fjárhagslega ábyrgð. Eftir vel heppnað mót á öll- um sviðum er það hvatning til frekari sóknar og áframhalds á slíkri skemmtun fyrir lands- menn á „dimmum og löngum vetrarkvöldum". — Fréttabréf Framhald af bls. 4 lag Reykdæla er að sýna leikritið „Klukkustrengi" eftir Jökul Jak- obsson um þessar mundir. Með helztu hlutverk fara Ingibjörg Helgadóttir, Gréta Ingvarsdóttir, Kristófer Kristinsson, Páll Guðnason, Hugrún Hauksdóttir, Þorsteinn Pétursson, Sigurður Jónsson og Brandur Högnason. Gleðir ýmsar eru nú sem óðast haldnar. Þorrablót, það siðasta á þorraþræl og taka þá við Góugleð- ir. — Kveðja Svavar Framhald af bls. 39 Svavar vann að fyrir löggilta end- urskoðendur, verða ekki gerð tæmandi skil hér, en óhætt er að fullyrða að hann skilaði þar þýð- ingarmiklu starfi, eins og á öðrum sviðum félagsmála, sem hann lagði hug og hönd að. Hann var allt til dauðadags tryggur félag- inu og þrátt fyrir störf á öðrum vettvangi siðustu árin slitnuðu böndin aldrei. Löggiltir endurskoðendur þakka störf Svavars og minnast has með virðingu. Sigriði eftirlif- andi eiginkonu Svavars sem tók virkan þátt í félagslifi endurskoð- enda með manni sinum, svo og börnum þeirra hjóna og fjölskyld- um, sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Félag löggiltra endurskoðenda. AUGLÝSINGASÍMINN ER: ■ 2248D JWovounbtnbií)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.