Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978 47 — Samkomulag Framhald af bls. 1. væri að ná samkomulagi, fá þingið til að samþykkja að stjórnin tæki við rekstri nám- anna og skipa gerðardóm. Samkomulagið byggir á samningi sem náðist fyrr í vik- unni milli óháðs kolafyrirtæk- is í Pittsburgh og námumanna. Samkvæmt þeim samningi hækka laun námumanna um 2.40 dollara á klukkustund úr 7.80 dollurum. Viðræður deilu- aðila rofnuðu fyrir viku og sið- an hefur stjórnin ákaft reynt að koma þeim aftur af stað. Verkfallið hefur staðið í 81 dag, valdið miklum erfiðleik- um í um 12 ríkjum og haft í för með sér orkuskort og uppsagn- ir þúsunda verkamanna. — Mannsspor Framhald af bls. 1. væru 250.000 ára gömul. Dr. Mary Leakey 'og samstarfsmenn hennar sem komu auga á fimm fótspor í ævagömlum steingervingi í Laetolil í Tanzaníu, telja hins veg- ar að þau séu eftir mann eða einhvers konar frummann, sem hafi verið á kreiki fyrir 3.5 til 3.75 milljón árum. ,,En ég kýs að vera fullkomlega viss áður en ég kveð upp nokkurn úrskurð," sagði dr. Leakey, „og enn sem komið er verð ég að segja að líkurnar eru aðeins 75 af hundraði að ég hafi rétt fyrir mér,“ bætti hún við. Það torveldar lausn gátunnar að árið 1976 fundust i grenndinni sex fótspor af líkri gerð að því undanskildu að sporum þessum fylgja för eftir hnúa eða kjúkur og bendir það til þess að á ferð- inni hafi verið api svipaður górillu eða sjimpansa. Að sögn dr. Leakeys er hugsanlegt en þó ekki sennilegt, að bæði förin séu eftir sama dýrið en að hnúaförin vanti einfaldlega með þeim síðast- fundnu. En hvort sem satt kann að vera er hér um mikinn hval- reka á fjörur vísindamanna að ræða, segja mannfræðingar. — Kjaranefnd Framhald af bls. 48 flokks hækkun :ð jatnaöi, en í bréfi fjármálaráðherra til Hjúkrunarfélagsins 28. marz s.l. var gefið fyrirheit um, að við næsta kjarasamning yrðu kjör hjúkrunarfræðinga tekin til sér- stakrar meðferðar og kannað hvort kjör þeirra hefðu hækkað til jafns við kjör annarra aðildar- félaga innan BSRB. I úrskurði varðandi Póstmannafélagið hafa nokkur starfsheiti hækkað um einn launaflokk, t.d. bréfberar, hraðboðar, póstafgreiðslumenn og bifreiðastjórar, þ.e. þeir sem hafa lokið námi frá Póstskóla. Fjármálaráðherra mun hafa gefið Landssambandi lögreglu- manna fyrirheit um hækkun um einn launaflokk hinn 1. júlí 1977 nema fyrir lögreglumenn 3. stigs og meðan málið var til meðferðar hjá kjaranefnd ítrekaði varnar- aðili þetta fyrirheit og tók nefndin mið af því. — Verðbóta- hækkun Framhald af bls. 48 sl., sem er 1590 krónur. Hins vegar er í lögum um ráó- stafanir í efnahagsmálum sem samþykktar voru á Alþingi fyrir skemmstu kveðið svo á um að 1. marz, 1. júní, 1. september og 1. desember í ár skuli verðbætur á laun hverju sinni hækka sem svarar helmingi þeirrar hækkun- ar verðbótavísitölu og verðbóta- auka, sem Kauplagsnefnd reiknar samkvæmt ákvæðum kjarasamn- inga að hafi átt sér stað frá næst- liðnu 3ja mánaða tlmabili. Verð- bótavisitala fyrir mánuðina marz—maí í ár, reiknuð í_ sam- ræmi við þessi lagaákvæði, er 120,09 stig að meðtöldum verð- bótaauka. Hækkun launa ASÍ-fólks frá og með 1. marz nk. sem af þessu leiðir er mismunandi en oftast á bilinu 5,2 til 5,8%. Launahækkun- ina má reikna þannig að við mán- aðarlaun á yfirstandandi greiðslu- tímabili bætast við 6,93% en sið- an dragast frá 1700 k'rónur eóa þá með þeim hætti að færa fyrst febrúarlaun niður um 1590 krón- ur en hækka siðan niðurfærð laun um 6,93%. í tilkynningu Kauplagsnefndar er tekrð fram að framangreint varði eingöngu launahækkun 1. marz nk. vegna hækkunar verð- bótavisitölu en framkvæmd á ákvæðum um lágmarksverðbætur séu ekki i verkahring nefndarinn- ar. , í tilkynningu nefndarinnar um verðbætur frá 1. marz nk. til laun- þega innan BSRB og Bandalags háskólamanna kemur hins vegar fram að verðbótavisitala sam- kvæmt kjarasamningum þessara aðila við ríkið er samsvarandi og hjá ASÍ eða 123,24 stig, og að öðru leyti i öllum aðalatriðum hliðstæð því sem greint er frá hér á undan varðandi verðbætur ASI, þannig að frá 1. marz nk. greiðast samtals 20,09% verðbætur á laun BSRB- fólks og á laun BHM-fólks og seg- ir í tilkynningu Kauplagsnefndar að samkvæmt þessu sé hækkun launa hlutaðeigandi launþega 5,32% frá þeim launum er gilda til næstu mánaðamóta. Miðað við þessar verðbætur má taka sem dæmi, að 150 þús. króna laun samkvæmt BSRB-samningi munu 1. marz hækka um 7.980 krónur en samkvæmt ASÍ- samningum munu sömu laun hækka um 8.694 krónur. — Útlánaþakið Framhald af bls. 2 ið í lánsfjáráætlun ríkisstjórnar- innar, að lánveitingar viðskipta- bankanna til Framkvæmdasjóðs skyldu lækka úr 10% í 5% af heildarinnstæðuaukningu. Var fyrirhugað að nota það svigrúm, sem þessi lækkun á lánum bank- anna til Framkvæmdasjóðs skap- ar til þess að auka viðbótarlán viðskiptabankanna, jafnframt því sem hlutdeild Seðlabankans í af- urðalánum yrði hlutfallslega lækkuð. Verður fyrsti áfangi þessarar breytingar i þvi fólginn, að hlutfall endurkaupanlegra lána af afurðaverðmæti mun lækka um tvö prósentustig, en viðbótarlán viðskiptabankanna hækka að sama skapi. Heildaraf- urðalán munu því haldast óbreytt. Til dæmis má nefna, að lán út á útflutningsvörur eru nú samtals 75% af áætluðu afurða- verömæti, þar af er endurkaupan- legt lán Seðlabankans 58,5%, en viðbótarlán viðskiptabankanna 16,5%. Eftir breytinguna verður endurkaupanlegt lán Seðlabank- ans 56,5%, en viðbótarlán við- skiptabankanna 18,5%, svo að heildarlánin eru eftir sem áður 75%. Ofangreindar breytingar munu þó ekki koma til framkvæmda nema um leið og upphæð afurða- lána er endurskoðuð með tilliti til breytinga á verðlagi og gengi að undanförnu. Þannig verða af- urðalán út á helztu flokka sjávar- afurða endurskoðuð allra næstu daga, og munu þau yfirleitt hækka um 20% eða rúmlega það. Framleiðslulán iðnaðarins eru sömuleiðis i endurskoðun, og munu væntanlega hækka í svip- Uðum mæli. Minni breytingar eru framundan á afurðalánum land- búnaðar, enda helzti framleiðslu- timi landbúnaðarafurða um garð genginn fyrir nokkrum mánuð- um.“ — Atvinnu- greinar... Framhald af bls. 23 um búnir að borða drógu þeir upp skambyssurnar sínar, fóru að bera þær saman og ræða kosti þeirra og galla, rét\ eins og menn annars staðar bera saman kveikjarana sína, armbandsúr, penna eða annað þviumlikt. Yfirvöld i Kólumbíu virðast ráðalitil við mannránunum. Kem- ur það fram í ýmsum ráðstöfun- um þeirra að undanförnu; þær eru nefnilega flestar á þá lund að fela óbreyttum borgurum sjálfum löggæzluna. Til dæmis að nefna verða menn nú ekki lengur sóttir til saka er þeir drepa mannræn- ingja eða árásarmenn yfirleitt, al- menningi leyfist að kaupa og bera vopn „eftir þörfum“ o.s.frv. Það er sem sé fangaráð yfirvaldanna, að menn gæti sin sjálfir. — TIMOTHY ROSS. Við kynnum hér 4 frábærar plötur Disco Fever, Dynamite, Feelings og Classic Rock Allt saman plötur sem eiga erindi til allra. Láttu ekki dragast að tryggja þér eintak. Bullsjóðandi stuðplata inniheldur m.a. So You Win Again/ Hot Chocolate — Ang- elo/ Brotherhood of Man — Red Light Spells Danger/ Billie Ocean — You've Got what it Takes/ Showaddywaddy og 16 önnur. Dynamite Hættulega kraftmikíl stuSplata. Inniheldur m.a. Yes sir I Can Boogie/ Baccara — Rockollection/ Laurent Vaulsy — Oh Me. Oh My. Goodby/ Champagne — Year of the Cat/ Al Stewart og 16 önnur. • WStnnrl Feelings Einstaklega falleg og rómantisk lög m.a. Feelings/ Johnny Mathis — Mandy/ Barry Manilow — You don’t have to Stay You Love Me — Guys in Dolls Raindrops Keep Falling on My Head/ B.J. Thomas, og 16 önnur. Karnabær 11 n ui i n i Fyrir 2 plötur ókeypis burðargjald Fyrir 4 plötur10% afsláttur og ókeypis burðargjald. GbdysKiu^tStnvFlps AIIByMvsv* AnvmrviiM' Kiki IYv Sollfairp rVtdvWlkirn- ‘ Ikm't (mvUpOtilK Classic Rock: Sinfóniuhljómsveit Lundúnaborgar tekur nokkur þekktustu popplög síðari tima til flutnings. Óvenjuleg og frábær plata. P0P/R0CK I 1 Linda Ronstadt — Simple Dreems. n Fleetwood Mac — Rumours. O Herman Hermits — Greatest Hits. I I Dave Clark Five — 25 Greatest Hits. n ABBA — Allar Plöturnar. I i Bellamy Brothers— Let Your Love Flow. [1 Jackson- Browne — Running on the Empty. I | Sweet — Ný plata. 'v Ó Manhattan Transfer —- Phastics. f v O EricClapton — Slow Hand. ' O Randy Newman—Little Criminals. N Q] Harpo — Hollywood Tapes. t. \ I I BillBruford — FeelsGood to Me |~1 Arlo Guthrie — Best of. n Jean Luc Ponty.— Enigmatic Ocean. n Foreigner — Foreigner. Spilverk Þjóðanna — Sturla Gamlar Góðar Lummur. David Bowie — Heroes. Disco/ Soul. I 1 Bee Gees o.fl. — Saturday Night Fever. I | ÝmsirGóðir—SaulCity. n Chic — Chic. (Inniheldur m.a. lagið Dance Uance Dance). Manhattan Transfer— Phastice. Glady's Knight & the Pips — Greatest Hits. Earth Wind & Fire — AII’nAII Odyssey — Odyssey. □ □ □ □ Krossið við þær plötur er hugurinn girnist. Komið siðan skilaboðunum til okkar og við sendum svo samdægurs í póstkröfu. Kamabær, Hljómplötudeild \ Laugavegi 66 \ S.28155 \ Austurstræti 22 S.28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.