Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978 13 margar erlendar þýðingar við að styðjast, bæði á bundnu máli og lausu. og að sjálfsögðu einnig lausa- máls-þýðingu dr. Jóns Gíslasonar. Þegar ég hins vegar var að bjástra við Ödípús, hafði ég eingöngu not af erlendum þýðingum, þvi þýðingu dr. Jóns Gislasonar á þvi verki hef ég aldrei heyrt né séð nefnda fyrr en í Morgunblaðs-grein hans sjálfs í gær, og hafði því ekki hugmynd um að hún væri til. Not þau, sem mér kunna að hafa orðið af þýðingum dr. Jóns við hliðina á þýðingum útlendinga, getur hver maður séð með þvi að bera saman þýðingar okkar dr. Jóns á Antígónu, sem báðar hafa verið gefnar út. Að vísu ber þá að hafa í huga, að vegna brags hlaut ég að leitast við að fylgja línu- og atkvæða-fjölda frumtext- ans gríska. Og að sjálfsögðu þarf sama orð í báðum þýðingum ekki endilega að sýna, að þar hafi ég fiskað i landhelgi dr. Jóns. Þegar þýðingar voru ósamhljóða um efnisatriði, valdi ég venjulega þann kostinn, sem flestum þeirra bar saman um. Nú fæ ég ekki betur séð, en þýðingar á verkum þessum séu dr. Jóni Gíslasyni snöggt um meira hjart- ans mál en mér. Skal ég þá gleðja hann með þvi, að ég mun ekki oftar láta til leiðast að þýða forngríska leiki, hvorki á laust mál né bundið, á hverju sem gengur. Barátta hans fyrir flutningi þýðinga sinna á leikritum Efripídesar mun því ekki stranda á því, að til sé þýðing á neinu þeirra eftir mig, eða að hennar sé von. Sama máli skal gegna um alla griska leiki, aðra en þessar tvær samstæður, sem ég nú þegar hef illu heilli of nærri komið og ýmist birt eða samið um við aðra. Auðvitað tek ég ekki þetta strik til þess að þóknast dr. Jóni, heldur vegna þess. að mér hefur alltaf blöskrað að þykjast vera að þýða úr máli, sem ég skil ekkert í. Ég er dr. Jóni sammála um það, að lausamáls- þýðingar þessara verka séu hæfar til flutnings. Þá er flutningur að sjálfsögðu mjög af öðru tagi en ljóð- flutningur, því þar er um annars konar verk að ræða, raunar lítt sambærileg. Ég teldi vel fært, að grísku leikirnir yrðu framvegis fluttir ýmist á bundnu máli eða lausu, þótt byrjað hafi verið á ljóðflutningi. Og ekki hef ég vit á öðru en þýðingar dr. Jóns séu hin mætustu verk, vandlega unnin af ágætum fræði- > manni. Eg vænti þess, að „óvinur'* dr. Jóns Gíslasonar sé að minnsta kosti orðinn nokkru sýnilegri' en var, svo hægara sé að hafa hendur í hári hans. En ég lýk þessum orðum á sama veg og fyrr nefndri athugasemd vegna Antígónu, með þökk til dr. Jóns fyrir prýðileg- an hlut hans að kynningu grískra gullaldar- bókmennta hér á landi, ekki aðeins með eigin ritum, heldur einnig með þýðingastarfi, sem að sínu leyti hefur rutt brautina öllum þeim þýðingum, bæði á Antígónu og Ödipúsi, í lausu máli og bundnu, sem áreiðanlega eiga eftir að reka hver aðra, vonandi i langri röð, þótt síðar verði. 16. febrúar 1978 Helgi Hálfdanarson. 19. ... Hd8? (Nauðsynlegt var 19. ... Re7 þó að eftir 30. Re5 hafi hvitur einhverja stöðuyfir- burði) 20. Hxd5! — Hxd5 21.' De8+ — Kh7 22. De4+ — g6 23. Dxd5. Svo einfalt var það. Hvit- ur hefur unnið peð án þess að svartur hafi fengið hið minnsta mótvægi og jafn vel þjálfuðum skákmanni og Dorfman veittist auðvelt að færa sér liðsyfir- burðina í nyt. Þar með var staðan jöfn, 2:2 og tvær skákir eftir. Fimmta skákin einkenndist af snarpri stöðubaráttu, en samið var jafntefli er skákin skyldi í bið. , * I * 15? í sjöttu og siðustu skákinni var andrúmsloftið þrungið spennu og taflmennskan bar töluverð einkenni þess. Dorf- man fékk betri stöðu eftir byrjunina, en varð á yfirsjón og Guljko tókst að ná mótspili. Síð- an var samið jafntefli eftir aðeins 28 leiki og keppendur því enn jafnir. Ef slíkt hefði átt sér stað á Skákþingi íslands er enginn vafi á að dregið hefði verið um titilinn, því að hér getur aðeins einn verið Skák- meistari Islands i einu. Fræg urðu t.d. einvígi Ingvars As- mundssonar við Ölaf Magnús- son 1973 og við Jón Kristinsson árið eftir, en þeim tapaði Ing- var báðum eftir hlutkesti._ Sovétmenn hafa hins vegar ekkert að athuga við það að keppendur geti verið jafnvel að sigrinum komnir og skiptu þeir Guljko og Dorfman því með sér titlinum eins og jafningjum sæmir. Slikt hefur reyndar gerst áður á Sovétmeistaramóti. Það var árið 1974 að þeir Tal og Beljavsky urðu efstir og jafnir og ekki var tími til þess'að tefla einvígi. rlands 23.-27.mars I þessari einstöku fimm daga páskaferð er enginn virkur dagur, því farið er á skírdag og komið aftur 2. páskadag. Flogið verður beint til Dublin og dvalist þar á tveimur eftirsóttum hótelum: Hótel South County Hótel Jurys TSamvinnu- ferðir Austurstræti 12 simi 2-70-77 Dublin er dœmigerð írsk stórborg og þar eru þjónustustöðvar almennings opnar meira og minna alla páskahelgina. Fararstjóri okkar aðstoðar og skipuleggur skoðanaferðir. Leitið nánari upplýsinga tímanlega og látið skrá yður í þessa eftirsóttu ferð. ® LANDSYN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.