Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978 39 Honum lá lágt rómur, en röddin djúp og viðfelldin. Hinn 8. desember sl. sáumst við hinzta sinni á fundi hjá Sements- verksmiðjunni. Allir viðstaddir vissu þá að hverju dró með veik- indi Svavars. En hér voru við- skipti eins og venjulega. Sjálfur lék Svavar á als oddi og lét hvergi deigan síga. Undraði mig æðru- leysi hans, en sundlaði jafnframt sjálfan frammi fyrir þeirri stað- reynd, að enginn má sköpum renna og öll verðum við, fyrr eða síðar, að horfast í augu við stað- reyndir lífsins. Fyrir Svavar var þetta of snemma en því verður ekki breytt. Eftir er minningin um góðan mann. Fjölskyldu hans vil ég votta samúð mína. Friður sé með honum. Halldór Jónsson vcrkfr. Kveðja frá Félagi löggiltra endurskoðenda. Miðvikudaginn 22. febrúar s.l. var Svavar Pálsson framkvæmda- stjóri jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavik. , Við fráfall Svavars Pálssonar. löngu fyrir aldur fram. er. geng- inn sá félagi okkar sem um árabil hafði forustu meðal endurskoð- enda hér á landi. Svavar Pálsson hlaut löggild- ingu sem endurskoðandi árið 1945 og var ætið mjög virkur i Félagi löggiltra endurskoðenda. Hann átti sæti i stjórn félagsins i 11 ár og var formaður þess í 6 ár! Svavar var víðsýnn maður. laus við alla smámunasemi og sá hlut- ina alltaf i viðu samhengi. I for- mannstið hans tók félagsstarfið miklum stakkaskiptum til hins betra. Hann vildi framfarir með aukinni þekkingu meðal félags- manna og mótuðust störf hans fyrir félag okkar mjög af þessum viðhorfum hans. Svavar lagði áherslu á að félagsmenn fylgdust sem best með þvi sem var efst á baugi i faginu á hverjum tima. bæði hérlendis og erlendis og hann lagði grundvöll að ýmsu þvi sem enn er byggt á í félagi okkar. Þannig kom hann m.a. á föstu ráðstefnuhaldi þar sem félags- menn koma saman og ræða og fræðast um sin faglegu málefni. en þessar ráðstefnur hafa siðan verið taldar ómissandi þáttur i .fræðslu- og félagsstarfi löggiltra endurskoðenda. Áður en Svavar varð formaður Félags löggiltra endurskoðenda hafði litið samband verið haft við hliðstæð félög erlendis. Þetta breyttist fyrir tilstilli Svavars. en hann kom á virku samstarfi við félög löggiltra endurskoðenda á hinum Norðurlöndunum innan Norræna endurskoðendasam- bandsins. Hann vann Sér traust frænda okkar á Norðurlöndum og * hann var fyrsti tslendingurinn. sem kjörinn var til formennsku í norræna sambandinu. en for- mennsku gegndi hann þar árin 1968 og 1969 Þeim fjölmörgu málefnum. sem Framhald á bls. 46. Kveðja: Svavar Pálsson framkvœmdastjóri Svavar Pálsson, framkvæmda- stjóri Sementsverksmiðju ríkis- ins, var fæddur í Hrísey, hinn 23. september 1919, sonur hjónanna Páls Bergssonar, útvegsbónda og kaupmanns, og konu hans Svan- hildar Jörundsdóttur. Svavar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanuin á Akureyri 1938 og prófi úr hinni ungu viðskipta- deild Háskóla Islands 1941. Hann fékk löggildingu í endurskoðun árið 1945. Hann vann á endur- skoðunarskrifstofu Björns E. Árnasonar 1941—1953. Hann rak endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík i eigin nafni um árabil, sem enn starfar með hans nafni, auk þess sem hann var dósent við Háskóla Islands um árabil. Hann var framarlega í röðum sjálfstæðismanna og var formað- ur Varðar um skeið. Timamótamarkandi eru af- skipti hans af málefnum lamaðra og fatlaðra. Hann var helsti hvata- maður að stofnun Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1952, og var formaður þeirra samtaka frá stofnun í 20 ár. Hafa þau samtök unnið þjóðþekkt hjálparstarf, sem aðrir munu þó þekkja betur en ég. Hann átti sæti í stjórn Öryrkjabandalags tslands. Enn- fremur í kjaradómi og var í milli- þinganefnd í skattamálum 1959. Hann kvæntist árið árið 1942 Sigríði Stefánsdóttur, vatnsveitu- stjóra Ölafssonar frá Akureyri. Þau hjón eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi. Attu þau hjón fagurt heimili að Selvogsgrunni 16, sem gott var að heimsækja. Svavar lézt í Reykjavík hinn 14. febrúar 1978 af þungbærum sjúk- dómi. Kynni okkar Svavars hófust þegar hann kom að Sementsverk- smiðjunni, nokkuð skyndilega, vegna erfiðra mála, sem þar komu upp. Var Svavar settur forstjóri þar fyrirvaralítið haustið 1968. Hafði hann þá verið endurskoð- andi fyrirtækisins um alllangt skeið. Það hefur án efa vérið erfitt fyrir ótæknilærðan mann að koma svo fyrirvaralaust inn í jafn margbrotinn rekstur og Sements- verksmiðjan er og þurfa að fara að stjórna þar öllum hlutum, við- skiptalegum sem tæknilegum. Stærstu viðskiptavinirnir, steypu- stöðvarnar í Reykjavík, sóttu fast á um bætt viðskiptakjör, deilt var á ráðningu Svavars af Verkfræð- ingafélaginu, sem vitnaði í lög um Sementsverksmiðju, sem sögðu að forstjóri skyldi vera verkfræðing- ur og gæði sementsins voru væg- ast sagt umdeild. Haustið 1971 var málefnum verksmiðjunnar svo ráðið, að skipaðir voru 2 fram- kvæmdastjórar, Svavar sem við- skiptalegur og dr. Guðmundur Guðmundsson sem tæknilegur framkvæmdastjóri. Verður ekki annað séð en að samstarf þeirra hafi tekist með ágætum. En Svavar var sem sagt einn á báti við stjórn verksmiðjunnar framan af og þurfti að glíma sjálf- ur við vandamálin, stór og smá, um þriggja ára skeið. En hann greip fljótlega farsællega á. flest- um málum. Hann sótti innlenda og erlenda sérfræðinga til ráðu- neytis og gæði sementsins fóru fljótlega bátnandi, og hefur í raun verið svo síðan þó enn vanti ýmislegt á, að óskir okkar notend- anna séu uppfylltar. Enda eru ís- lenzkar náttúruaðstæður fremur erfiðar til sementsgerðar og stöð- ugrar viðleitni því þörf, til þess að þróa hina réttu tækni. Svavar var vaxandi maður í starfi sínu hjá Sementsverksmiðj- unni, réttsýnn og lipur í viðskipt- um og drengur góður. Mér finnst að hann hafi að miklu leyti þurrk- að einokunarsvipinn af þessu rikisfyrirtæki og að viðhorf okkar hjá steypustöðvunum í Reykjavik hafi breytzt smám saman úr tor- tryggni i venjuiegt viðskipta- andrúmsloft. Hann var djarfur að framkvæma þá hluti, sem hann sá að verksmiðjunni voru nauðsyn- Sveinn Egilsson hf. FORD HÚSINU SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 legir og hirti þá kannski ekki allt- af um réttar boðleiðir í kerfinu. Hjálpsemi i greiðsluerfiðleikum sýndi Svavar viðskiptavinum oft- lega sem hann mátti. En hann var líka fastur fyrir, og þegar hann sagði hingað og ekki lengra, þurfti ekki að ræða málið meira. Og loforð brutu menn yfirleitt ekki nema einu sinni á honum. Við tókum oftlega tal saman þá er við hittumst og viðskiptamál- um var lokið, sem stundum fóru ekki fram á neinu rósamáli. Fannst mér jafnan bæði gagnlegt og skemmtilegt að ræða við Svav- ar, enda maðurinn skarpgreind- ur, ofar því skynsamur, raunsær og skopskynið næmt. Auk þess kom til staðgóð þekking á mönn- um og málefnum. Svavar var hár maður og myndarlegur að vallarsýn, svip- stór, brúnamikill og dökkur á hár. Ford Fiesta er rúmgóður 4 manna bíll með 3 dyrum og sameinar því alla kosti fólks- og stationbíla. Ford Fiesta er hannaður með hagkvæmni og ódýran rekstur í huga. Árangur þess kemur best í Ijós í lítilli bensíneyðslu og sérstaklega góðri nýtingu á rými. Ford Fiesta: Heimilisbíllinn með framhjóladrifinu KR. 2.190.000 60 BÍLAR A SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI: FIESTA 1100L CA M/RYÐVÖRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.