Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur. Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6. simi 22480.
Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 90 kr. eintakiS
Með viðbrögðum nokk-
urra forystumanna
verkalýðshreyfingarinnar
við efnahagsráðstöfunum
ríkisstjðrnarinnar er ber-
sýnilega stefnt að því að
skapa ástand óvissu og
öryggisleysis í efnahags- og
atvinnumálum. Launþegar
vita ekki á hverju þeir eiga
von og öryggisleysið veld-
ur því, að atvinnurekstur-
inn getur ekki gert ráð fyr-
ir, að áætlanir sem gerðar
eru um reksturinn stand-
ist. Er slíkt óvissuástand
launþegum í hag?
Þeirri spurningu verður
að svara neitandi. Yfir-
gnæfandi meirihluti laun-
þega hefur áhuga á og
hagsmuni af því að festa og
öryggi ríki. Fólk vill búa
við góð lífskjör og þau lífs-
kjör hafa náðst á ný á síð-
ustu misserum. Það er
hagsmunamál launafólks
að takast megi að halda
þessu lífskjarastigi. Það
tekst ekki, ef ólöglegar að-
gerðir verkalýðshreyfing-
arinnar valda stórkostlegri
röskun í þjóðfélaginu. Það
er hagsmunamál launa-
fólks, að næg atvinna hald-
ist í laiidinu. Ef ríkisstjórn-
in hefði ekki gripið til ráð-
stafana í efnahagsmálum
hefðum við staðið frammi
fyrir mjög alvarlegu at-
vinnuleysi í vor og sumar.
Þetta vita foringjar verka-
lýðssamtakanna en neita
að viðurkenna það opinber-
lega.
Launafólk hefur tekið á
sig ákveðnar fjárhags-
skuldbindingar vegna
húsakaupa, bifreiðakaupa,
litasjónvarpskaupa o.sv.
frv. Launafólk vill standa
við þessar fjárhagslegu
skuldbindingar. Með ólög-
legum verkfallsaðgerðum,
skæruverkföllum og al-
mennu óvissuástandi, sem
af því hlýzt dregur úr
möguleikum fólks til að
standa við skuldbindingar
sínar. Þannig vinna þessar
fyrirhuguðu aðgerðir laun-
þegasamtakanna gegn
hagsmunum launafólks.
Öryggi og festa, að vita
að hverju menn ganga,
skiptir mestu fyrir yfir-
gnæfandi meirihluta
þjóðarinnar. Með ólögleg-
um aðgerðum sumra
verkalýðsfélaga er stefnt
að verulegri röskun á
þessu ástandi, röskun á
lífskjörum og lífsháttum,
röskun á áætlunum, sem
fólk hefur gert um framtíð-
ina. Allar aðgerðir, sem
draga úr festu og öryggi en
valda óvissu, eru andstæð-
ar hagsmunum yfirgnæf-
andi meirihluta þjóðarinn-
ar.
Ævintýramennska af
hvers kyns tagi er andstæð
hagsmunum mikils meiri-
hluta félagsmanna þeirra.
Framkvæmdavaldið hefur
ekki yfir þeim tækjum að
ráða, sem geta komið í veg
fyrir misnotkun aðstöðu
innan verkalýðssamtak-
anna.
Þegar slík staða er komin
upp er ljóst, að til þess
getur komið að þeir, sem
sjá, að beinlínis er unnið
gegn hagsmunum sínum,
verði að taka til sinna ráða.
Þá á almenningur tveggja
kosta völ. I fyrsta lagi er
mikill meirihluti fólks fé-
lagsmenn í launþegafélög-
um. Til þess hlýtur að
koma, að barátta á vett-
vangi þeirra um forystu
launþegafélaganna fari
harðnandi, ef svo fer sem
horfir, að sumir forystu-
menn þeirra telji sig hafna
yfir landslög. í öðru lagi
eiga kjósendur þann kost
að kveða upp sinn dóm yfir
athæfi verkalýðsforingj-
anna í almennum kosning-
um. Ríkisstjórn á líka þann
kost að leita beinlínis
stuðnings kjósenda til þess
að koma í veg fyrir og
stöðva lögbrot af því tagi,
sem sumir forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar
bersýnilega hyggjast
fremja.
Að lokum segir fólkið í
landinu síðasta orðið. Þeir
sem vilja halda lögin í
heiðri þurfa ekki að kvíða
þeim dómi, sem kjósendur
að lokum kveða upp.
Stjórnleysi og upplausn,
ólöglegt athæfi og virð-
ingarleysi gagnvart lögum
er andstætt hagsmunum
mikils hluta þjóðarinnar.
Sá þjóðarmeirihluti mun
láta rækilega til sín heyra
ef þörf krefur.
Gegn hagsmunum
launþega
Að hverju
er stefnt?
Margir hafa furöaö sig á því
offorsi, sem gripið hefur um sig
meöal ráðamanna verkalýðshreyf-
ingarinnar vegna þeirra ráðstaf-
ana, sem ríkisstjórnin beitti sér
fyrir í efnahagsmálum á dögun-
um. Þegar vel er skoðað kemur í
ljós, að þessar aðgerðir voru eins
mildar gagnvart launþegum eins
og framast var unnt og mun mild-
ari en t.d. efnahagsráðstafanir
vinstri stjórnarinnar vorið 1974.
Það var andstætt meginstefnu
þes'sarar ríkisstjórnar i kjara-
máium að grípa inn í gerða kjara-
samninga og gera á þeim þær
breytingar, sem nú eru orðnar að
lögum. En eftir að ráðherrar, sér-
fræðingar og þingmenn stjórnar-
flokkanna höfðu farið yfir alla
stöðu efnahags- og atvinnumála
mánuðum saman varð öllum ljóst,
að svo örlagarík glappaskot höfðu
verið gerð með kjarasamningun-
um sl. sumar og í framhaldi af
þeim kjarasamningum opinberra
starfsmanna, að óhjákvæmilegt
væri að gera nokkrar leiðrétting-
ar, ef ekki ætti til að koma mjög
almenn stöðvun atvinnurekstrar
og atvinnuleysi. Við blasti, að
kaupgjald mundi hækka á þessu
ári um a.m.k. 50% til viðbótar
þeim 60—80%, sem kaupgjald
hækkaði um á.sl. ári. Við blasti,
að verðbólgan mundi magnast. á
ný í 45—50%. Frammi fyrir þess-
um staðreyndum tók ríkisstjórnin
af skarið, og hefði kallað yfir sig
ámæli og ásakanir, ef hún hefði
ekki gert það.
En hvað veldur offorsi ráóa-
manna verkalýðshreyfingarinn-
ar? Hafa verður í huga, að vorið
1974 greip önnur rikisstjórn til
róttækra aðgerða í efnahagsmál-
um. Það var vinstri stjórnin. Hún
tók vísitöluna alveg úr sambandi
og hafði haft uppi áform um að
lækka allt kaup, sem hækkað
hafði umfram 20%. Hver voru
viðbrögð verkalýðshreyfingarinn-
ar þá? Hún mótmælti i orði en
ekki á borði. Alþýðusamband Is-
lands undir forystu Alþýðubanda-
lagsmannsins Snorra Jónssonar
lét sér nægja vorið 1974 að mót-
mæla í ályktun efnahagsráðstöf-
unum vinstri stjórnarinnar en
hafðist ekkert að. Nú stendur
Alþýðusamband Islands frammi
fyrir ráðstöfunum, sem cru
ekkert i Iíkingu við þær, sem grip-
ið var til vorið 1974 að því leyti til,
að þær eru mun mildari. Hvernig
stendur á þvi, að sá hluti verka-
lýðshreyfingarinnar, sem þessir
menn stjórna, fyllist slíku
offorsi?
Astæðan er sú, að þeir hafa
pólitísk markmið fyrir augum en
ekki fagleg. Foringjar ASÍ og
BSRB stefna ekki út í ólögleg
verkföll nú vegna þess, að þeir
vilji mótmæla kjaraskerðingu
heldur vegna hins, að þeir stefna
að því að koma ríkisstjórninni frá
áður en kjörtímabil hennar er
runnið út. Það er ákaflega mikil-
vægt að fólk geri sér grein fyrir
þessu. Nokkrir Alþýðubandalags-
menn og Alþýðuflokksmenn, sem
trúað hefur verið fyrir mikilvæg-
um trúnaðarstörfum innan verka-
lýðshreyfingarinnar m.a. með
stuðningi launþega úr öðrum
flokkum ætla að misnota þau
launþegasamtök, sem þeir ráða
yfir í pólitískum tilgangi. Þeim er
ljóst, að þeir geta ekki annað en
valdið umbjóðendum sinum fjár-
hagslegu tjóni með þessu fram-
ferði, en offors þeirra er slíkt, að
þeir sjást ekki fyrir. Tilgangurinn
með ólöglegum verkföllum um
næstu mánaðamót er því ekki að
ná fram kjarabótum fyrir laun-
þega eða koma í veg fyrir kjara-
skerðingu heldur sá að koma
höggi á löglega kjörna ríkisstjórn.
Aðferðin
Nú er út af fyrir sig hægt að
skilja það, að þeim Alþýðubanda-
lagsmönnum og Alþýðuflokks-
mönnum, sem hér er um að ræða
líki ekki við núverandi ríkis-
stjórn. Þeir hafa hazlað sér vett-
vang í flokkum, sem eru í stjórrt-
arandstöðu og ekkert við því að
segja, þótt þeir séu andvígir ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks. Hitt er mun alvar-
legra, að þeir eru bersýnilega
staðráðnir í að gripa til ólöglegra
aðferða til þess að koma á hana
höggi.
Það er alvarlegt mál, þegar fjöl-
menn almannasamtök á borð við
ASl og BSRB hvetja fólk til lög-
brota. Alþýðusamband íslands
hefur enga heimild til að boða
verkfall 1. marz n.k. Segi aðildar-
félög þess upp samningum fyrir
lok þessa mánaðar getur ASI boð-
að verkföll frá 1. apríl n.k. BSRB
hefur enga heimild til þess að
hvetja sitt fólk til verkfalls-
aðgerða 1. og 2. marz n.k. Samn-
ingar BSRB eru í gildi fram á
sumarið 1979 og til þess tima hef-
ur BSRB engan verkfallsrétt eins
og Kristján Thorlácíus, formaður
þeirra samtaka tók skýrt fram i
viðtali við Morgunblaðið hinn 17.
febrúar sl. Þegar þessi tvö fjöl-
mennu almannasamtök taka því
höndum saman og boða almennar
verkfallsaðgerðir fyrstu tvo daga
marzmánaðar eru þau að hvetja
til lögbrota og hyggjast standa
fyrir lögbrotum.
Hér er um að ræða grundvallar-
atriði í okkar þjóðfélagsbyggingu,
„prinsippmál". Með þessum að-
gerðum eru þessi samtök að draga
í efa rétt Alþingis til þess að setja
lög. Hvar erum við sem þjóð á
vegi stödd, ef félagasamtök
hverju nafni sem nefnast ákveða
að taka lögin i sínar hendur, þeg-
ar þeim þóknast og þegar þeim
hugnast ekkí aðgerðir þjóð-
þingsins? Þau lögbrot, sem fram-
in voru í fyrsta verkfalli BSRB sl.
haust voru verulegt áhyggjuefni
en þau voru þó barnaleikur hjá
þvi, sem hér er að gerast. Laun-
þegasamtökin eru á ískyggilegri
braut þegar þau hvað eftir annað
gripa til ólöglegra aðgerða. Því
miður er þetta ekki í fyrsta ^kipti,
sem Alþýðusamband Islands
stendur að slikum ólöglegum
aðgerðum. Það gerðist einnig i
vinnudeilu ríkisverksmiðja fyrir
nokkrum misserum en þá og sl.
haust voru lögbfotin þó ekki
framkvæmd í jafn stórum stíl og
nú er áformað. Þessi tilhneiging
verkalýðsforystunnar til þess að
líta svo á, að hún sé hafin yfir
landslög og geti farið sinu fram á
hverju sem gengur er ef til vill
alvarlegasti þáttur þessa máls nú.
Sumir verkalýðsforingjar eru
bersýnilega búnir að telja sjálfum
sér trú um að vegna stöðu þeirra í
forystu launþegasamtaka leyfist
þeim hvað sem er.
Ef launþegasamtök undir for-