Morgunblaðið - 09.03.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
5
A.S.Í. mótmælir
útgáfu reglugerðar
um verðbótaákvæði
Vegna útgáfu forsætisráðuneytisins, á reglugerð um
verðbótaákvæði hefur Alþýðusamband’ íslands sent frá sér
eftirfarandi fréttatilkynningu.
Reglugerð sú um verðbótaviðauka, sem verið hefur í smíðum
undanfarnar vikur og forsætisráðuneytið sendi frá sér í dag,
staðfestir svo ekki verður um villst, þær fullyrðingar samtaka
launafólks, að ekki sé unnt að framfylgja kjaraskerðingarlögun-
um nr. 3/1978.
Þar kemur glöggt fram, að þessi reglugerð skerðir laun
láglaunafólks umfram það sem ákveðið er í umræddum ólögum.
Sem dæmi má nefna, að í 5. grein reglugerðarinnar segir, að
launþegi sem búi við verðbótakerfi Alþýðusambandsfólks og nái
169 þúsund krónum í heildarmánaðarlaun eftir 1. mars 1978,
samkvæmt töxtum vinnuveitenda, fái ekki svokallaðan
verðbótaviðauka. Launþegi sem var í lægsta launaflokki
Alþýðusambandsfólks fyrir 1. mars 1978, skaðast umfram það
sem lögin gera ráð fyrir um 800 krónur á mánuði, sé farið eftir
þessu ákvæði reglugerðarinnar.
DÆMI.
Lægsti taxti iðnverkafólks 1. mars 1978, skv. kaupgjaldsskrá
VSÍ nr. 35: Kr. 111.475.
Kaup fyrir 49,6333 næturvinnutíma (eða ígildi þeirra) skv.
sömu heimild: 49,6333 x 1.159 = Kr. 57.525.
MÁNAÐARTEKJUR SAMTALS. Kr. 169.000.
Þar af vegna verðbóta:
Dagvinna:l/3 ,78 skv. kaupgjaldsskrá VSÍ 111.475 kr.
Dagvinna: 1/12 ,77 skv. kaupgjaldsskrá VSÍ 105.840 kr.
Mismunur 5.635 kr.
Næturvinna: 1/3 ,78 skv. kaupgjaldsskrá VSÍ 1159 kr.
Næturvinna: 1/12 ,77 skv. kaupgjaldsskrá VSÍ 1100 kr.
Mismunur 59 kr.
59 x 49,6333 = kr. 2.928
VERÐBÆTUR SAMTALS KR. 8.563.
Lágmarksverðbætur skv. lögum: 880 x 10,64 — kr. 9.363.
SKERÐING UMFRAM LAGASKERÐINGU KR. 800 á mánuði.
Heiöursfélagarnir prír, f.v. Hilmar Ó. Sigurösson, Ragnar Jónsson, Helgafelli og Ragnar Jónsson
hrl.
3 heidursf élagar í Félagi
íslenzkra bókaútgefenda
Á SIÐASTA aðalfundi Félags ís-
lenzkra bókaútgefenda á sl. ári
voru Orír núverandi og fyrrverandi
félagsmenn kjörnir heiðursfélagar,
beir Ragnar Jónsson, bókaútgef-
andi, Ragnar Jónsson hæstaréttar-
lögmaður og Hilmar Ó. Sigurðsson
framkvæmdastjóri. Formaður
félagsins afhenti bremenningun-
um heiðursskjöl sín sl. miövikudag
að viöstaddri stjórn félagsins og
framkvæmdastjóra bess. Fór for-
maður félagsins par nokkrum
orðum um störf Dessara manna í
bágu félagsins og bókaútgáfu í
landinu.
Þáttur Ragnars Jónssonar í
íslenzkri bókaútgáfu er alþjóð kunn.
Forlag hans, Helgafell, hefur um
áratugaskeið verið í fremstu röð
íslenzkra bókaforlaga og hefur um
árabil annazt útgáfu flestra verka
fremstu rithöfunda þjóðarinnar,
segir í frétt félagsins. Þá segir:
Ragnar Jónsson, hrl., rak um
alllangt skeið umfansmikla og
merka bókaútgáfu og var virkur
félagi í Bóksalafélagi islands, eins
og Félag ísl. bókaútgefenda hét á
þeim árum, sat lengi í stjórn þess
og gegndi formennsku í því
1952—1957. Átti hann mikinn þátt
í að móta störf félagsins og breyta
lögum þess í samræmi við kröfur
tímans.
Hilmar Ó. Sigurðsson var um
aldarfjórðungs skeið starfandi í
félaginu og gjaldkeri þess í tíu ár.
Vann hann félaginu í því starfi mikið
gagn og átti hvað mestan þátt í því
að félagið festi kaup á húsnæði fyrir
starfsemi sína, og á það án efa eftir
að vera félaginu traustur bakhjarl í
framtíðinni.
Njarðvíkur-
veitan skuld-
ar 10 millj.
Athugasemd
frá RARIK
VEGNA athugasemdar Alberts
Sanders, bæjarstjóra í Njarð-
víkum, í Morgunblaöinu í dag um
að Rafveita Njarðvíkur sé ekki í
vanskilum við Rafmagnsveitur
ríkisins vill stofnunin taka fram,
að Rafveita Njarðvíkur skuldar
enn röskar 10 milljónir króna
vegna viðskipta sl. árs, þar af eru
7 milljónir króna vegna raforku-
kaupa en röskar 3 milljónir króna
vegna dráttarvaxta. Ágreiningur
um upphæð dráttarvaxta breytir
framangreindri skuldarupphæð
lítið.
Það hörmulega wlys varð sem
kunnugt er í Súgandafirði í lok
síðasta mánaðar, að ungur
drengur beið bana þegar snjó-
dyngja brast undan honum og
félaga hans. Félaginn slapp
lifandi. Drengurinn sem lézt hét
Egill Traustason, 8 ára gamall.
Er myndin af honum.
Wj&tXfr*:
Bing Crosby b Louis Atmstrong
John Coltrane
— Love Supreme
Louis Armstrong — Greatest ffíts
Ornette Coteman
Biliy Holfíday
- Lady sings the B/ues
Coleman Hawkins
Quartet - Crisis
Davé Brubeck
: — All time Greatest Hits
Keit Jarret
— Romantic Warrior
Mitt Jackson - Sou/ Fusion
Weather Report Flestar
Oscar Petetson
Joe Zawinu! - Zawinu!
The Duke EHington Songbook
Al Di Meola
— Landof
the Midnight Sun
Gerry MuWgan
- The Arranger
Charles Mingus
- East Coasting
Crusaders - F/estar
Ray Charles Et Milt Jackson
- Sou/ Meeating
Art Tatum
The Tatum
So/o Masterpieces
S. B467G
S. 18670
S. 121ÍÖ
Suðurlandsbraut 8
Laugavegi 24
Vesturveri
Mi/$s Davies