Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 Á hlaðamannafundinum moð dómsmálaráöherra. Frá vinstri eru Jón Thors deildarstjóri. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra. Eiríkur Tómasson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og Þorsteinn Jónsson (ulltrúi í fangelsismáladeild. Ljósm. RAX Boðin út vinna nýs gæzluvarð- haldsfangelsis í Reykjavík Breyting á skipulagi fangelsismála ÚtlitsteikninK að Kæzluvarðhaldsfanselsinu við Tunguháls. Útlitsteiknins að einanKrunardeild Vinnuhælisins að Litla Hrauni. Á NÆSTUNNI verður boðin út vinna við grunn og botnplötu nýs gæsluvarð- haldsfangelsis, sem rísa á við Tunguháls í Reykjavík. Mun þessi bygging leysa af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið í Síðumúla 28 og gegna hlutverki sem aðalgæzluvarðhaidsfangelsi landsins. Hafin var í haust bygging einangrunardeildar við Vinnuhælið að Litla- Hrauni, sem rúma á 10 fanga. Þá hefur að undan- förnu verið unnið að því á vegum dómsmálaráðuneytis- ins að gera nokkrar skipu- lagsbreytingar á sviði fang- elsismála hér á landi. Er um að ræða breytingar á yfir- stjórn þessara mála, í öðru lagi byggingu nýrra stofn- ana og endurbætur á þeim fangelsum og vinnuhælum sem fyrir eru, og í þriðja lagi nokkrar breytingar á skipulagi og rekstri þessara stofnana. Komu þessar upp- lýsingar fram á blaða- mannafundi sem dómsmála- ráðherra, ólafur Jóhannes- son, efndi til nýverið. Hið nýja fangelsi em rísa mun við Tunguháls mun rúma 52 fanga. Kom fram á fundinum að bygging þessa fangelsis er orðin brýn, þar sem Hegningarhúsið og Síðumúlafangelsið uppfylla hvergi nærri þær kröfur, sem gera verður til gæzluvarðhaldsfangelsis nú á dögum. Sagði Jón Thors deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu að m.a. að mjög hljóðbært væri í Síðumúlafangelsi og fangar í einangrun gætu því komið skila- boðum sín á milli. Fangelsið á Tunguhálsi er mesta framkvæmd á sviði fangelsismála Islandinga síðan Hegningarhúsið var reist fyrir liðlega eitt hundrað árum. Unnið héfur verið að undirbúningi að byggingu gæzluvarðhaldsfangelsisins síðan á árinu 1971. Á verðgildi síðustu mánaða er reiknað með að kostn- aður við bygginguna nemi um 500—800 milljóna króna. Sagði dómsmálaráðherra þó að nokkur tími liði þó áður en lokið yrði við byggingu fangelsisins. Sem liður í þeim skipulags- breytingum á sviði fangelsismála sem unnið hefur verið að innan dómsmálaráðuneytisins hefur verið sett á laggirnar sérstök fangelsismáladeild, en hún tók til starfa 1. marz. Deild þessi mun fara með yfirstjórn fangelsismála í landinu. Með tilkomu þessarar deildar mun ráðuneytið framvegis sjálft taka allar ákvarðanir er varða fullnustu refsivistardóma VIÐGERÐ á skrúfubúnaði vél- bátsins Valþórs frá Siglufirði lauk sl. þriðjudag i skipa smíðastöðinni í Klakksvik í Færeyjum og gat Valþór haldið áfram för sinni til Hull. Standa vonir til að báturinn geti selt aíla sinn. 60—70 tonn af þorski, í Hull á föstudaginn. Ef það tekst verður Valþór fyrsti ís- ienzki báturinn, sem selur ísfisk í brezkri höfn frá því löndunar- banninu var aflétt, en það var sett á í síðasta þorskastríði. Samkvæmt upplýsingum Jónasar Haraldssonar skrifstofu- stjóra LIÚ er líklegt að togarinn Dagný frá Siglyfirði selji næst í Hull, líklega á mánudaginn. Mjög mörg útgerðarfyrirtæki hafa hug á því að láta skip sín selja afla ytra um páskana og nota þann tíma til siglinga þegar þorsk- veiðibann verður í gildi hér við land en það verður í eina viku um páskana. Ennfremur hafa nokkur út- annarra en varðhaldsdóma fyrir ölvunarakstur. Hingað til hefur þetta vald verið í höndum yfir- sakadómara í Reykjavík, bæjar- fógeta og sýslumanna. Sagði Ólafur Jóhannesson að markmiðið með þessari breytingu væri eink- um það að samræma fullnustu gerðarfélög hug á því að láta skip sín selja í Þýzkalandi og þegar hefur verið ákveðið að einn togari selji þar ytra um páskana. Er það Karlsefni. fangelsisdóma og annarra refsi- vistardóma. Sagði ráðherra að þar sem dómar yfir einum og sama manninum hefðu heyrt undir fleiri en eitt embætti hefði af því hlotizt nokkurt óhagræði og jafn- vel ósamræmi. Deildarstjóri hinnar nýju deild- ar verður Jón Thors. Honum til aðstoðar verður Þorsteinn Jóns- son, og gert er ráð fyrir einum fulltrúa að auki. í starfsreglum fangelsismáladeildarinnar er gert ráð fyrir stofnun nefndar sem ætlað er, að láti í ljós álit sitt á öllum umsóknum um reynslu- lausn, náðun og uppreisn æru. Skipar ráðherra í nefnd þessa, en henni er ætlað að tjá honum hvort umsækjendur geti talizt hæfir til að fá reynslulausn, náðun eða uppreist æru. Ólafur Jóhannesson sagði að umsögn nefndarinnar væri ekki bindandi fyrir ráðherra. „Sérstaklega þarf þó að standa á ef ráðherra þarf að fara öðru vísi að en nefndin segir til um,“ sagði Ólafur á fundinum. Dómsmálaráðherra skýrði frá, að hafin hefði verið í haust bygging einangrunardeildar við Vinnuhælið að Litla-Hrauni. Er um að ræða viðbyggingu sem rúma á 10 fanga í tveimur aðskildum álmum. Deild þessi er einkum ætluð erfiðum föngum, sem brotið hafa gegn reglum vinnuhælisins svo og föngum sem öryggis vegna er talið nauðsynlegt að hafa í strangari gæzlu en ella. Að sögn ráðherra er áætlað að bygging þessi kosti u.þ.b. 80—90 milljónir króna, en reynt verður að draga úr byggingarkostnaði með því að nýta að einhverju leyti vinnuafl þeirra vistmanna sem dvelja á hælinu. Sagði ráðherra mikla þörf vera fyrir slíka ein- angrunardeild og gert er ráð fyrir að deildin á Litla-Hrauni rísi á skömmum tíma og verði tiltæk fljótlega. Auk gæzluvarðhaldsfangelsisins við Tunguháls og einangrunardeildar- innar við Litla-Hraun hafa átt sér stað nokkrar aðrar framkvæmdir á sviði fangelsismála. Á síðast- liðnu ári var lokið við að ganga frá þeim hluta lögreglustöðvarinnar á Akureyri sem ætlaður er afplán- unarföngum. Þess er vænzt að deild þessi verði tekin í notkun innan skamms, en þar verður rúm fyrir 5—6 fanga. Þá var reistur vinnuskáli við Vinnuhælið á Kvía- bryggju á árinu ‘77, en í þeim skála verður hluti framleiðslu hælisins. Um þessar mundir er verið að vinna að heildarendurskoðun á viðurlagakerfi refsilaga og al- mennra hegningarlaga sem sér- refsilaga. Er endurskoðuninni sérstaklega beint að því að athuga möguleika á enn rýmri heimildum til að beita sektarrefsingu ein- vörðungu, einkum um minni háttar brot, en um meiri háttar brot verði eftir atvikum beitt sektarrefsingu samhliða fangels- isrefsingu. Jafnframt verður kannað hvort fært sé að taka upp nýjar refsitegundir er komið gætu í stað refsivistar í vissum tilvik- um. Fram kom á fundinum að við endurskoðunina yrðu ýmis fjár- muna- og skjalabrot höfð í huga. Sagði ráðherra að í flestum tilvikum kæmi fjársekt verr niður en stutt fangelsisdvöl á þeim sem slík brot framkvæmdu. Ég er kaupandi að raðhúsi í Fossvogi ef um semst. Húsið þarf að afhendast í ágústmánuði n.k. Tilboð sendist til Mbl fyrir 16 þ m merkt: Heimþrá — 4142" Byggingasamvinnufélag ungs fólks í Mosfellssveit Félagið er að byrja byggingu annarra áfanga af raðhúsum í landi Bjargastaðar, þeir félagsmenn sem óska að vera með snúi sér til undirritaðs sem veitir allar nánari upplýsingar 9. og 10. marz í síma 66567 Byggðarholti 9 milli kl. 1—5. Örn Kjærnested. Ábyrgðartryggingin upp í 100 þús. kr.? VERÐI beiðni tryggingafélag- anna um 67% hækkun áhyrgð- artryggingar bifreiða sam- þykkt munu iðgjöld þessarar tryggingar fara yfir 100 þús- und krónur á jeppum og stórum fólksbifreiðum. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær mun ársiðgjald af minnstu gerð fólksbíla hækka úr 44.700 kr. í 74.600 krónur verði beiðnin samþykkt óbreytt, en þá er ekki reiknað með neinum bón- us, sem er allt að 50% á þessa upphæð en síðan þarf að bæta við söluskatti. Iðgjald bifreiða í milliflokki, t.d. á Cortínu, hækkar úr 53.300 krónum í 89.000 krónur, iðgjald stórra fólksbifreiða, t.d. ame- rískra, hækkar úr 61.800 krón- um í 103.200 krónur og á jeppum úr 59.900 krónum í 100 þúsund krónur réttar. Valþór selur 1 HuU á f östudag Margir ætla aö sigla medan þorskveidibannid stendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.