Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 Tónbókasöfn í Reykjavík A göngu út og suður í síöasta pistli var fjallaö allítarlega um þátt hiris ritaöa orös í tónlistarlífi okkar. Rifjaö- ar voru upp hugleiöingar mætra manna um útgáfu tónlistartíma- rita á íslandi. Bent var á nauosyn slíkrar starfsemi. í beinu framhaldi af þönkum um tónlistartímarit, skulum viö nú gjóa augum á annao fyrir- baeri svipaös eölis: bókina. Fjöllum sérstaklega um ao- stööu okkar, hér og nú, til aö nálgast þann fjársjóö fortíöar- innar, og spegil samtímans, sem bækur eru; tölum um tónbókasöfn í Reykjavík, höfuöborg íslands. í eftirfarandi umfjollun verður gengið út frá pví sem óumdeilanlegri staðreynd, að greiður aögangur aö vönduð- um tónbókasöfnum sé algjör forsenda fyrir eðlilegri, og óheftri, frampróun tónlistarlífs á íslandi. Ef til vill er Þetta ekki öllum Ijóst. Ef svo er, hljóta beír hinir sömu, að vera menntaðir við aðstæöur þar sem tónbókasöfn eru EKKI EINS SJÁLFSAGOUR HLUTUR og nótnapúltið og tónleika- salurinn. Svo má illu venjast að gott Þyki. Hvaö er til af tónlistarbókum í höfuðborg íslands? Hvert leitar maöur í því sambandi? Hverjir eru útlánsmöguleikar? Hvaö um magn og efnisflokka? Spurningar sem þessar eru áleitnar. Þeim veröur ekki öllum svaraö nú, aöeins borio niöur hér og þar. Áður en lengra er haldiö er rétt, og sanngjamt, að benda á, aö tónlistin á fjölda unnenda í bókavarðarstétt landsins. Ég leyfi mér jafnvel að fullyrða, aö þeir séu þar hlutfallslega fleiri en í flestum öðrum stéttum, enda andansmenn upp til hópa. En þeir eiga þaö því miður sameiginlegt með öðrum tón- lístarunnendum landsins, aö samstaöa, samstarf og sam- ræming er í molum hvaö þessa listgrein áhrærir. En er viö öðru aö búast, þegar þeir sem mestra hagsmuna eiga aö gæta, þ.e. tónlistarmenn sjálfir, knýja ekki á? Ekki minnist ég þess, að hafa í seinni tíð rekið augun í nein opinber skrif um, tönbókasöfn, og sjaldan heyrt starfsbræður mína minnast á þetta olbogabarn í hversdags- legum umræðum. Skáldiö kvað: Þaö ríkir kyrrð í tónadal, þótt duni óvirkjaður alheimsfoss í gljúfrasal. í hreiðrum söngfuglar hvíla rótt. Hafa þeir boðið góða nótt? ÚT OG SUDUR Bækur um tónlist eru að finna út og suöur í Reykjavík. Viö skulum nú leggja uppí gönguferð um borgina þvera og endilanga. Á Háskólabókasafn- inu er pínulítill tónbóka-hræri- grautur, og hefur „uppbygging" hillunar, sem tónlistarbækur hvíla á niörí kjallara, mótast af dánarbúagjöfum íslenskra tón- listarunnenda. Þeir í Háskóla- safninu álíta, og ekki að ósekju, að það hljóti að vera í verka- hring einhverrar annarrar stofnunar, að gera tónlistinni skil; enda tónlist ekki kennd sem fræðigrein viö Háskóla íslands. Svipaða sögu er aö segja um Landsbókasafniö, þótt úrvaliö sé eitthvað „fjölbreyttara". Ein- hverra hluta vegna fer því fjarri, aö tónbókaeign safnsins hafi náö skráningu. Það var fyrir hreina tilviljun, aö tókst að hafa uppá sumum þeirra tónlistar- tímarita er getiö var í síðasta pistli. Þó er hér um aö ræða brot af því litla er ritaö hefur veriö um tónlist á íslenska tungu. Einnig er rétt aö geta þess, aö bækur fást ekki til útlána af Landsbókasafninu, og því varla mikið um almenna notkun. Fræðimenn hafa hins Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON vegar ágæta aðstööu á safninu, og þá sérstaklega á Handrita- deild, er hefur aö geyma margt stórmerkra tón-handrita er bíða þess að einhver fari um þau höndum. Um Borgarbókasafnið er þaö aö segja, aö þar var stofnuö sérstök tónlistardeild fyrir nokkrum árum, um 1974 eða þar um bil. Rétt er að hrópa ferfalt húrra fyrir þeirri fram- kvæmd. Og þó. .. Tónlistar- deildin er til húsa í einu útibúa Borgarbókasafnsins, nánar til- tekiö í Bústaðakirkju viö Bústaöaveg. þar getur aö líta sex hillur af tónlistarbókum, og á aö giska tvö hundruð hljóm- plötur og segulbönd. Til staöar eru vönduö hljómflutningstæki, sem almenningur hefur aögang aö á vissum tímum. Ekki sem verst, hugsar margur, en því miður fylgir böggull skammrifi. Hljómplötu- og segulbanda- safnið er ekki til útlána, og ónæöi oftast svo mikið á safninu, aö til tíöinda telst ef „alvöru" tónlistarunnandi sest niöur til aö hlusta. Blessuð börnin í Bústaðahverfinu sækja þetta safn af mikilli skyldu- rækni, og gjarnan háreysti í fuglagerinu. Til skamms tíma stafaöi sérmenntaöur tónbóka- vörður við tónlistardeildina, Friðrik Guðni Þorleifsson að nafni. Hann er því miður hættur störfum við safniö, og varla ætlandi almennum bókavörö- um að hlaupa í skaröiö. Nú ríkir algjör stöðnun á tónlistardeild- inni, og þaö litla sem áunnist hafði kannski að fara forgörð- um. Ekki verður hér farið í feluleik við önnur tónbókasöfn, enda ekki íkja burðug. Þó skal lítillega minnst á Bókasafn Sambands íslenskra barna- kennara, sem eitthvað smáveg- is á af barnaskólatónbók- menntum. Svo eru tónlistar- bækur og uppsláttarrit að finna (að sögn) hingaö og þangaö í Hljóðvarpsdeild Ríkisútvarps- ins, og ekki örgrannt um, að margt forvitnilegra handrita, frá fyrstu árum þeirrar stofnunar, er hún var allt í öllu á íslandi, séu nú í „einkaeign" útí bæ. Sinfóníuhljómsveit Islands á að sjálfsögðu sitt nótnasafn. Menntaskólar borgarinnar, og jafnvel erlend sendiráö, eiga einnig eitt og annaö er viðkem- ur tónlist. TÓNLISTARSKOLARNIR Og nú spyr einhver: Hvaö meö tónlistarskólana í Reykja- vík? Er það ekki hlutverk þeirra, aö sjá tónlistarnemum, og þá um leiö tónlistarunnend- um almennt, fyrir tónbókasöfn- um? Það skyldi maöur ætla, því slíkt tíökast erlendis... En svo er ekki. Tónlistarskólar borgar- innar eiga engu aö síöur eigin söfn, þó misjöfn séu aö gæöum og smá í sniðum. Tónmenntaskólinn, skóli hinna yngi, á gott safn bóka um tónlistaruppeldi, sem því miöur er ekki opið almenningi, enda hlutverk þess aö vera skóla- stjóra og kennurum til fulltingis. Ekki veit ég til að Tónmennta- kennarafélag íslands annist fremur slíka þjónustu viö tón- menntakennara landsins, þó ærin nauösyn sé á. Tónlistars'kólinn í Reykjavík stendur einnig illa aö vígi í þessum efnum, svo sem kennarar og skólastjóri hafa bent á. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir úrbót þegar nýja Tónlistarskólahúsiö verður tek- ið í notkun. Ekkert hefur hins vegar heyrst í þá veru opinber- lega uppá síökastio Tónskóli Sigursveins, Söng- skólinn, og Söngskóli Þjóö- kirkjunnar, eiga sín söfn; smá eftir atvikum. Svo er aldrei aö vita nema eitthvaö leynist af tónlistarbókum inná Laufás- vegi, þar sem Félag íslenskra hljóöfæraleikara, STEF, og Tónskáldafélagiö og fleiri og fleiri hafa bækistöö VEGGFOOUR Um bækur í einkaeign er þetta aö segja: Einkasöfn eru alltof mörg! Einmitt sökum ringlureiöar í bókasafnsmálum borgarinnar, hafa daglaiina- menn tónlistar fremur variö fjárfúlgum úr eigin vasa, til kaupa á rándýrum heimildarrit- Framhald á bls. 33. Tónlistar- hátíð Norræns æskufólks Um þessar mundir fer fram í Bergen í Noregi U.N.M. þing, eða það sem kalla mætti uppá íslensku Tónlistarhátíð Nor- ræns Æskufólks. Þetta er mikil menningarsamkoma þar sem mættir eru til leiks tónsmiðir, hljóðfæraleikarar, og aðrir þeir af yngri kynslóöinni sem á einhvern hátt eru tengdir tónlist, t.a.m. tónfræðingar, tónmenntakennarar, og gagn- rýnendur. Síöasta U.N.M. þing var haldið í Reykjavík í sumar, og þóttist takast með miklum ágætum, nema hvað tónlistar- unnendur sátu á liöi sínu; tónleíkasókn nokkuð dræm. Einn aöalgesta Reykjavíkur- þingsins var bandaríska tón- skáldiö George Crumb, sem tvímælalaust er í framvarða- sveit nútímatónskálda. Hlutverk U.N.M. þinga er fyrst og fremst það, aö veita ungum tónskáldum tækifæri til að heyra verk sín flutt opinber- lega. Einnig þaö, að skiptast á skoðunum, og að spjalla viö þá tónskáldagesti eldri kynslóöar- innar sem ætíð er boðin seta viö háborð þingana. Þorkell Sigurbjörnsson varð þess heiðurs aðnjótandi nú; verður forsvarsmaður þeirra eldri og lífsreyndari. Þrír ungir tón- smiöir voru kjörnir eiginlegir fulltrúar íslands, Hér um ræðir Áskel Másson, Karólínu Eiríks- dóttur, og Snorra Sigfús Birg- isson. Ásamt þessum fríða flokki tónskáida eru í förinni eftirtaldir hljóðfæraleikarar: Lilja Hjaltadóttir, Birna Braga- dóttir, Lovísa Fjeldsted, og söngkonan Signý Sæmunds- dóttir. Þrjú íslensk tónverk verða fluft. Hljómsveitarverkið Hughrif eftir Áskel Másson, kammerverkið Six Poems from the Japanes eftir Karó- línu Eiríksdóttur, og loks hljómsveitarverkið Songs and Places eftir Snorra Sigfús Birgisson. Verk Áskels, Hughrif, var hljóðritað af Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir skömmu, sem og Songs and Places Snorra Sigfúsar. Heimildarmaður Tónhvísls, Friðrik Baldursson, sem nú er formaður íslensku U.N.M. nefndarinnar, segist halda aö verk Karólínu hafi ekki verið flutt áður. Friðrik sagði jafn- framt, að Sinfóníuhljómsveit íslands hyggðist flytja Hughrif Áskells á opinberum tónleikum bráölega. Ber að lofa í hástert þá stefnu Sinfóníuhljömsveitar íslands, að styðja viö bakið á íslenskum ung-skáldum. Nánar veröur sagt frá U.N.M. þinginu í Bergen þegar íslenska sendinefndin snýr heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.