Morgunblaðið - 09.03.1978, Side 13

Morgunblaðið - 09.03.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 13 Atvinnuleik- hús í uppgangi Um þessar mundir sýnir Leikfélag Akureyrar „Alfa Beta" á litla sviðinu í kjallara Þjóðleikhússins. í tilefni af því ræddi blm. Mbl. við annan leikaranna. Sigurveigu Jóns- dóttur. og bað hana að segja sér lítillega frá sjálfri sér og leikhúslífinu fyrir norðan. „Ég byrjaði að leika með leikfélaginu árið 1949, og var það mest fyrir tilviljun. Einn úr stjórn félagsins kom að máli við mig og spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að leika í „Orrustunni á Hálogalandi" sem átti að fara að sýna. Það var úr að ég lék Anne-Lise Hansen í leikritinu, fær- eysk-danska konu. Ég varð að tala með hreim, og þótti það nokkur fyndið. Síðan kom hlé hjá mér, og næst lék ég ekki fyrr en fjórum árum síðar, en síðan þá hef ég leikið um 50 hlutverk. Leiklistaráhugi hefur alltaf verið mikill fyrir norðan og ég man eftir því, að þegar ég var krakki, var ekkert bíó á Ólafs- firði þar sem ég er fædd. Ég fór því oft á leiksýningar og sá öll leikrit sem ég mögulega gat séð. Um jólin færðu ýmis félög og klúbbar leikrit upp á svið, og minnist ég þess að kvenfélagið og slysavarnadeildin sýndu bæði leikrit ein jólin. Þegar ég byrjaði að leika fyrir alvöru 1953 var öll leikhúsvinna sjálfboðavinna, unnin á kvöldin og næturnar^ þegar fólkið hafði frí frá öðrum störfum. En vinnufélagarnir voru mjög skilningsríkir og allt blessaðist þetta einhvern veg- inn. Síðar, þegar frumsýnd voru fjögur — fimm leikrit á „Kaupið sem vio fengum greitt var alveg hlægilega lágt og í raun og veru var varla hægt að kalla það kaup,“ sagði Sigurveig. hverjum vetri, sáu allir að þetta gat ekki gengið og það varð úr að leikárið 1973—‘74 voru átta leikarar ráðnir upp á hálft kaup í níu mánuði. Þangað til hafði aðeins fram- kvæmdastjóri L.A. verið á kaupi og var Sigmundur Örn Arngrímsson, er var fram- kvæmdastjóri 1970—‘71, sá fyrsti sem var á föstum laun- um. Kaupið sem við fengum greitt 1973 var alveg hlægilega lágt og í raun og veru var varla hægt að kalla það kaup. í fyrra var svo í fyrsta skiptið farið að greiða leikurum full laun fyrir vinnu sína en að vísu eru aðeins fimm fastráðnir. Þegar farið er að greiða leikurum full laun fyrir vinnu sína, má segja að þáttaskil verði hjá L.A og þá fyrst er hægt að kalla leik- félagið raunverulegt atvinnu- leikhús. Vinnutími okkar nú er frá tíu á morgnana til átta á kvöldin alla daga vikunnar nema mánudaga, en mánudag- ar eru frídagar. Þó segir í reglum að sé frumsýning í vikunni megi halda æfingar á mánudögum. Vinnutíminn er hafður svona rýmilegur til að geta einnig nýtt starfskraft þeirra leikara sem vinna annað starf utan leikhússins. Leiklistaráhugi er mikill á Akureyri og í fyrra sáu um 12.000 manns sýningar L.A., sem svarar til þess að hver íbúi bæjarins hafi farið einu sinni í leikhús á árinu. Þá er einnig mikill áhugi á leiklist í byggðarlögunum í kringum Akureyri, og varla er það þorp til við Eyjafjörð, þar sem ekki er leikfélag starfandi. Leik- ferðir eru oft farnar, og það eru fleiri félög en L.A. sem fara þær, litlu félögin sýna oft í nágrannasveitum þeirra og maðan við sýnum „Alfa Beta“ í Þjóðleikhúsinu, sýndu Dalvík- ingar „Fjölskylduna" og Menntaskóli Akureyrar „Hlaupvídd sex“ í okkar húsi. Annars er það svo að fólki hættir til að gleyma því að það eru þrjú starfandi atvinnuleik- hús í landinu, það einblínir á leikhúsin í Reykjavík og man ekki eítir Leikfélagi Akureyr- ar. Við gjöldum dreifbýlisins í þessum efnum. „Alfa Beta“ er fjórða leikrit- ið sem leikfélagið frumsýnir á þessu leikári, hin eru söng- leikurinn „Loftur", „Snæ- drottningin" og „Galdraland". „Galdraland" frumsýndum við í Hrísey annan marz en frum- sýningin á Akureyri er þann 10. Við lentum í hrakningum við að komast frá Hrísey, og Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur Gíslason í hlutverkum sínum í „Alfa Beta“. sýnir það hve erfitt það getur verið að halda uppi öflugri leiklistarstarfsemi á Norður- landinu um hávetur. Við fórum til Hríseyjar með ferju og gekk það vel fyrir, en þegar við ætluðum að halda aftur til Akureyrar að frumsýningunni lokinni hafði dregið í skafla. Við komumst þó til lands með ferjunni, en til að komast til Akureyrar urðum við að fá aðstoð bóndans á Hellu með traktor og snjóblásara til að koma okkur yfir nokkra skafla. Þaðsama var uppi á teningnum þegar við sendum leikmuni okkar, sem notaðir eru í „Alfa Beta“ til Reykjavíkur, það tók bílinn, sem var með leikmun- ina, viku að brjótast suður." Upphaflega stóð til* að hafa sex sýningar á „Alfa Beta“ á litla sviðinu, en vegna verk- fallsins varð að fækka þeim um þrjár. Var verkið frumsýnt á sunnudag og hefur það hlotið góða dóma. Er nú uppselt á allar sýningarnar, en leikritið verður síðan. sýnt aftur á Akureyri á sunnudaginn. „Alfa Beta“ er eftir E.A. Whitehead og er þetta annað leikrit höfundar. Það var fyrst frumsýnt í Apollo-leikhúsinu í London 1972 og síðar sama ár í Royal-Court-leikhúsinu. Árið eftir var það sýnt í New York og síðan hefur það verið sýnt víða um heim. Leikstjóri verk- sins hér er Brynja Benedikts- dóttir, Kristrún Éymundsdótt- ir hefur þýtt leikinn, en leik- myndina gerði Þráinn Karls- son, hana fluttum við ekki með suður, heldur aðeins húsgögn- in, leikmuni og búninga. Hlut- verk eru tvö og fara þau Sigurveig Jónsdóttir og Erling- ur Gíslason með þau. Leikur- inn er í þremur þáttum og fjallar um hjón í borginni Liverpool í Englandi. Fjallar leikritið um það hvernig um- hverfi og uppeldi marka mann- skepnuna. Næsta viðfangsefni L.A. verður leikritið „Hunangsilm- ur“ eftir Shelagh Delaney, og mun Jill Brooke Árnason leik- stýra því. Kristín Á. Ólafsdótt- ir og Sigurveig leika mæðgurn- ar í verkinu, þær Jo og Helenu, en karlhlutverkin þrjú leika fastráðnir leikarar félagsins, þeir Gestur E. Jónasson, Aðal- steinn Bergdal og Þórir Stein- grímsson. / Stationgerðirnar af Citroén GS og CX flytja fólk og vörur jöfnum höndum. Og það er nóg rými. Auk þess fer vel um það sem flytja skal. Hvort sem það er brothætt gler, múrsteinar eða manneskjur. Citroén tæknin sér um það: Vökvafjöðrun, snjall tæknibúnaður, sem CITROÉr byggir þó á einföldu lögmáli. Hæðar og hleðslujafnari, sem tryggir alltaf jafna hæð undir bílnum, óháð hleðslu. Þrjár mismunandi hæðarstillingar. Straumlínulögun sem eykur á þaulhugsaðan hátt aksturseiginleikana, einkum þegar veður versnar eða hraðinn vex. Auk þess er sparneytnin rómuð. Endingin einnig, því opinberar sænskar kannanir sýna að Citroén bílar eru með þeim endingarbestu þar í landi. í Citroén bílnum fer því svo sannarlega saman þægindi og hagkvæmni. CITROEN * CX Komið og reynsluakið — það er raunhæfast Globus H LÁGMÚLI5, F SÍMI81555 CITROÉN*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.