Morgunblaðið - 09.03.1978, Page 18

Morgunblaðið - 09.03.1978, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 Tillögur Verzlunar- ráðs Islands um verd- myndun atvinnuveganna í nýútkominni skýrslu Verzlunarráðs íslands fyrir árin 1976 og 1977 eru tillögur Verzlunarráðsins um verðmyndun atvinnuveg- anna nokkuð raktar og kemur þar m.a. fram að á árinu 1978 eru liðin 40 ár frá því að verðlagsnefnd tók fyrst til starfa. Þetta 40 ára tímabil hefur verið nær samfellt verðbólguskeið. Þegar nefndin tók til starfa, hafði verðlag vöru og þjón- ustu verið stöðugt eða farið lækkandi frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. A 40 ára starfstíma verðlagsnefndar hefur verðlag vöru og þjón- ustu hins vegar lækkað til jafnaðar um 14% á ári. Með verðstöðvunarlögum, sem gilt hafa nær samfellt síðan 1970, hefst þó fyrst veruleg óðaverð- hólga hérlendis: Hækkun verðlags vöru og þjónustu á árinu Ár 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 Af þessu má sjá, að hvorki verðstöðvun né önnur verðmynd- unarhöft hafa megnað að halda verðlagi stöðugu. Slíkt skal engan furða, þar sem þessar aðgerðir jeru gagnslausar til þess að halda jverðlagi niðri til langframa, þvert á móti hafa þær auðveldað Isamræmdar og almennar verð- jhækkanir. Ríkjandi verðmyndunarhöft 'hafa einnig í för með sér fleiri ókosti en hækkandi verðlag. Þau FIAT 127 langmest seldi bíllinn í Evrópu í 5 ár FIMMTA árið í röð er FIAT 127 langmest seldi bfllinn í Vestur-Erópu. Alls munu hafa selst 453.000 bflar á árinu 1977^, þar af um 243.000 á Ítalíu, 22.700 í Vestur-Þýzkalandi og 16.800 í Bretlandi, segir í frétt verksmiðjanna, sem eru í Turin. Að sögn verksmiðjanna er salan í Bretlandi um 5% af giarkaðnum þar á sama tíma og salan í Evrópu er um 5,5% af markaðnum. Segir verksmiðjan það takmark þeirra að í Evrópu verði hlutfallið orðið 6—6,5% á næsta ári. Þá segir að sala FIAT 127 með minni útgáfu af vél sé mun vinsælli á Ítalíu, en því sé alveg öfugt farið alls staðar annars staðar í Evrópu. Allt frá marz- byrjun 1971 þegar bíllinn var fyrst settur á markað hafa verið smíðaðar yfir 2 milljónir eintaka af honum á Ítalíu og um 750.000 á Spani, en í lok ársins 1972 yfirtók FIAT 127 stöðu Volks- wagen-„bjöllunnar“ sem vinsæl- asti bíllinn í flokki smábíla í Evrópu, segir að lokum í frétt verksmiðjanna. 3% 16% 35% 49% 42% 33% 34% SKEGG JASTAÐAH RE PPUR Byggdar jardir og eydijardir árid 1975. hafa slævt verðskyn almennings, leitt til óhagkvæmni og sóunar í atvinnurekstri, dregið úr sam- keppni milli fyrirtækja og inn- leitt ófrelsi og boðið heim spill- ingu. Eftir fjörutíu ára fram- kvæmd kerfis, sem hefur svo marga ókosti, má segja að kominn sé tími til að breyta um starfshætti og innleiða svipaðar verðmyndunar- og samkeppnis- reglur og tíðkast annarsstaðar á Vesturlöndum. í september 1976 voru félags- mönnum sendar tillögur um nýjar reglur um samkeppni, verðmyndun og samruna fyrir- tækja, sem nefnd á vegum ráðsins samdi í framhaldi af Viðskiptaþingi 1975. Síðan þá hafa þessar tillögur verið ítarlega ræddar og verið kynntar fjölda aðila: stjórnvöldum, samtökum atvinnuveganna, samtökum laun- þega og samtökum neytenda. Strax í upphafi lýstu fulltrúar smtaka atvinnuveganna yfir stuðningi við meginefni þessara tillagna, enda mynduðu þær grundvöllinn að umsögn samtaka atvinnuveganna um dreg að frumvarpi til laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, sem Viðskipta- ráðuneytið sendi ýmsum aðilum til umsagnar 3. nóvember 1976. Afstaða stjórnvalda og Alþingis til tillagna Verzlunarráðsins er enn óljós, en markast á yfir- standandi þingi, þar sem varafor- maður Verzlunarráðsins Albert Guðmundsson, alþm., hefur nú flutt tillögurnar sem frumvarp á Framhald á bls. 27 SKÝRINGAR: ■ Byggd jörd drid 1975 x Jörd s«m sydst hsfur 1951 - 1975 — " Vegir ••••••• Hrappamök Haimild: Jardoskró Landnóms rikisins 1975-76. Framkvæmdastofnun ríkisins: Gera þarf stórátak í byggðaþró- unarmálum Skeggjastaðahrepps Atvinnulíf í Skeggjastaða- hreppi í Bakkafirði byggist að langmestu leyti á landbúnaði og sjávarútvegi. Tekjur verða ekki taldar góðar þar, ef miðað er við meðalbrúttótekj- ur framteljenda tekjuárið 1975. Hlutfallsleg aldursskipt- ing í hreppnum er allfrábrugð- in því, sem gerist á landinu í heild. Búast má við mannafla- fækkun í hreppnum næstu áratugi. Búferlaflutningar voru allnokkrir tímabilið 1966—1974. og hafa mun fleiri flust brott en sest að í hreppn- um á timabilinu, segir í nýútkominni Byggðaþróunar áætlun fyrir árin 1978—1983, sem Framkvæmdastofnun ríkisins hefur gert. Landbúnaður er með mjög smáu sniði í hreppnum. og voru þar 11 býli árið 1975. Búin hafa stækkað allnokkuð undanfarna áratugi eins og víða annars staðar á landinu, en þó eru þau miklu minni en meðalbú. Abúendum á setnum lögbýlisjörðum hefur fækkað mikið í hreppnum síðustu áratugi. Búseta verður þó að teljast örugg í nokkur ár á samtals 9 jörðum í hreppnum að öðru óbreyttu. Allmiklar þorskveiðar hafa verið stundaðar í Bakkaflóadjúpi undanfarin ár. Sjósókn Bakkfirð- inga er nú eingöngu bundin við grásleppu- og þorskveiðar. Fisk- vinnsla er nú eingöngu fólgin í söltun grásleppuhrogna og salt- fiskverkun. Fiskverkun er mjög einhæf, og þar sem fiskveiðar hafa einkum verið stundaðar á tímabilinu mars-september, þá liggja bæði fiskveiðar og fiskiðn- aður að mestu niðri yfir vetrar- mánuðina. Að óbreyttum framlögum til vegamála tekur bersýnilega lang- an tíma að ná því markmiði að gera vegakerfi hreppsins not- hæft, svo að ekki sé talað um gott. Er því lögð þung áhersla á úrbætur á þeim vegaköflum, sem eru hvað verstir. Heildarkostnaður forgangs- framkvæmda er talinn nema um 108 milljónum króna, ef koma á vegaköflunum í gott ástand, en 90 milljónir er áætlað að kosti að gera þá nothæfa. Þessar kostnaðartölur eru miðaðar við verðlag 1. ágúst Óhætt er að fullyrða, að léleg hafnaraðstaða hafi staðið útgerð frá Bakkafirði verulega fyrir þrifum. Bætt hafnaraðstaða verður að teljast grundvöllur fyrir útgerð stærri báta og þar með væntanlega aukinni fisk- vinnslu, en þessar atvinnugreinar verður fyrirsjáanlega að treysta á í náinni framtíð, ef byggð á að haldast í hreppnum. Talið er , að kostnaður við hafnarfram- kvæmdir á Bakkafirði verði það mikill, að tæplega verði í þær ráðist á áætlunartimanum. Því er lagt til, að kannaðir verði mögu- leikar á því að koma upp föstum krana á núverandi hafnarbakka, en á þann hátt mætti hugsanlega leysa til bráðabirgða vanda Bakkfirðinga á sviði hafnarmála. Flugvöllur við Bakkafjörð er um 2,5 km frá þorpinu. Þar er ein flugbraut, um 600 m löng, og er ekki fyrirhugað að lengja hana í náinni framtíð. Hins vegar hefur Flugvallanefnd mælt með nokkr- um framkvæmdum, og miða þær að því að fullnægja settum lágmarkskröfum um öryggi og aðbúnað. Skortur á íbúðarhúsnæði virð- ist standa í vegi fyrir flutningi fólks til Bakkafjarðar. Þrátt fyrir óbreyttan íbúafjölda verður byggingarþörfin talin brýn í þorpinu. Kemur þar bæði til endurnýjun á eldra íbúðarhús- næði og væntanleg fækkun íbúa á íbúð. Lauslega er áætlað, að á áætlunartímabilinu verði bygg- ingarþörf á Bakkafirði um 10 íbúðir. Mannfjöldaþróun í Skeggja- staðahreppi sýnir glöggt, hve byggð hefur grisjast þar mjög síðustu áratugi. Ekki verður annað séð en að á næstu árum verði byggðaþróun í Skeggja- staðahreppi með svipuðum hætti og verið hefur, ef ekki verður gripið til aðgerða til að sporna þar á móti. Talið er æskilegt að miða opinberar aðgerðir við jafna og stöðuga uppbyggingu, sem tryggir frumkvæði heimamanna enn sem fyrr. í því skyni er hér sett fram sem meginmarkmið, að á næstu fimm árum verði unnið að því að , treysta undirstöðuatvinnugreinarnar og aðgerðir miðaðar við stuðning við landbúnað og framtíðaruppbygg- ingu í sjávarútvegi. Áætlað er, að heildarkostnaður framkvæmda á sviði landbúnaðar í Skeggjastaðahreppi verði varla lægri en 95—105 milljónir króna. Ríkisframlög samkvæmt jarð- Framhald á bls. 27 Tala um óeðlilega skulda söfnun ekki réttmætt? Mjög mikið hefur verið rætt hérlendis um óeðlilega skuldasöfnun rikisins, þannig að skuldir á hvern einstakling væru mun meiri en alls staðar í heiminum. Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að svo er ekki. T.d. eru við íslendingar rétt um miðjuna í hinum Vestræna heimi hvað þetta snertir um síðustu áramót eins og sést glögglega á meðfylgjandi súluriti. 1) Japan — skuldir á cinstakling DM 2274 eða 330.000 íslenzkar krónur. 2) Ítalía — skuldir á einstakling DM 3301 eða 396.000 íslenzkar krónur. 3) V Þýzkal. — skuldir á einstakling DM 4752 eða 570.000 íslenzkar krónur. 4) Holland — skuldir á einstakling DM 6504 eða 780.000 íslenzkar krónur. 5) Noregur — skuldir á einstakling DM 7768 6) Belgía — skuldir á einstakling DM 8675 eða 1040.000 íslenzkar krónur. 7) U&A — skuldir á einstakling DM 10578 eða 1270.000 íslenzkar krónur. 8) Svíþjóð — skuldir á einstakling DM 8115 eða 975.000 íslenzkar krónur. 9) Sviss skuldir á einstakling DM 7576 eða 910.000 íslenzkar krónur. 10) Bretland — skuldir á einstakling DM 6496 eða 780.000 íslenzkar krónur. 11) Island — skuldir á einstakling DM 5735 eða 690.000 íslenzkar krónur. 12) Danmörk — skuldir á einstakling DM 3686 eða 440.000 íslenzkar krónur. 13) Austurr. — skuldir á einstakling DM 2954 eða 355.000 íslenzkar krónur. 14) Frakkl. — skuldir á einstakling DM 2340 eða 280.000 íslenzkar krónur. eða 930.000 íslenzkar krónur OPINBERAR SKDLDIR VESTRÆNNA RÍKJA Á HVERN ÍBÚA LANDSINS UM ÁRAMÓT 1977 1. DM 2274 Japan 2. DM 3301 Ítalía 3. ÐM 4752 V-býzkal. 4. DM 0504 Holland 5. DM 7768 Norejfur 6. DM 8675 BelKÍa 7. Ml) 10578 USA 8. DM 8115 Svíþjóð ft. DM 7576 Sviss 10. I)M 64ft6 Bretland 11. DM 5735 ísland 12. DM 3686 Danmörk 13. DM 2954 Austurríki 11. DM 2340 Frakkland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.