Morgunblaðið - 09.03.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
23
Framleiðslu- og markaðsnefnd Búnaðarþings:
Nemendur Menntaskólans
við Sund sýna í Breiðholti
TALÍA, Leiklistarfélag Menntaskól-
ans viö Sund, frumsýnir á fimmtu-
dag í Breiöholtsskóla leikritið
„Stundum bannað og stundum
ekki“ eftir skopleikjahöfundana
Arnold og Bach í pýðingu Emils
Thoroddsens. Leikstjóri er Gísli
Rúnar Jónsson.
í frétt frá Talíu, segir að leikritið
hafi verið sýnt fyrst hér á landi í Iðnó
árið 1940 og hafi valdið þvílíkum
„úlfaþyt meðal stjórnvalda að þau
gerðu þegar ráðstafanir til að hindra
sýningar leikritsins og var til þess
kvödd sérstök dómnefnd sem í sátu
fulltrúar lögreglunnar og barna-
verndar auk Jónasar frá Hriflu, sem
vildi þegar í stað láta banna leikritið
sem hann taldi vera siðspillandi,
klúrt og með öllu óhæft til sýning-
ar.“
Reynt er í uppfræðslu M.S. að
líkja eftir stemmningu er var viö
frumsýninguna í Iðnó 1940 og er í
því skyni bætt viö forleik sem Jón
Hjartarson samdi fyrir L.A. þegar
það setti upp leikinn fyrir nokkrum
árum. Sviðsmynd hafa nemendur
gert eftir hugmyndum leikstjórans.
Sýningar á „Stundum bannaö og
stundum ekki“ verða dagana 9., 10.
12., 13. og 14. marz kl. 20.00.
Þjóðle ikh úsk órinn 25 ára í dag
TUTTUGU og fimm ár eru í dag
liðin frá stofnun Þjóðleikhús-
kórsins. Hann heíur tekið þátt í
öllum óperu- og óperettusýning-
um, söngverkefnum öðrum og
ýmsum leikritum Þjóðleikhúss-
ins allt frá stofnun kórsins,
segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu.
Þá hefur hann sungið bæði á
vegum ríkisútvarpsins með Sin-
fóníuhljómsveit íslands og fyrir
sjónvarpið og farið í söngferða-
lag til Ameríku með leikurum á
vegum Þjóðleikhússins o.fl.
Ætlunin var að Þjóðleikhús-
kórinn héldi afmælistónleika á
sjálfan afmælisdaginn í Þjóðleik-
húsinu, en í samráði við þjóðleik-
hússtjóra hefur þeim verið frest-
að þar til síðar á leikárinu, þar
sem söngfólkið er fast við æfing-
ar og undirbúning að frum-
sýningu óperunnar „Kátu
ekkjunnar", sem frumsýnd
verður 22. marz n.k.
Á afmælistónleikum Þjóðleik-
húskórsins verða flutt verk frá
þessum 25 ára ferli. Stjórnandi
kórsins á tónleikunum verður
Ragnar Björnsson hljómsveitar-
stjóri, en æfingar með honum
annast Carl Billich. Þjóðleikhús-
kórinn er blandaður kór, skipað-
ur um 40 söngmönnum. For-
maður hans hefur verið í rúm 22
ár Þorsteinn Sveinsson, en aðrir
í stjórn kórsins eru Svava Þor-
bjarnardóttir og Jónas 0.
Magnússon.
Skákþing íslands
hefst í næstu viku
SKÁKÞING ísland hefst 16.
marz n.k. og því lýkur um
páskana. Stendur skráning yfir
og er því ekki ljóst enn hvaða
skákmenn taka þátt í keppninni
að þessu sinni en vitað er að
hvorki Friðrik Ólafsson né
Guðmundur Sigurjónsson verða
meðal keppenda.
Að þessu sinni verður teflt á
tveimur stöðum í Reykjavík.
Landsliðs- og áskorendaflokkur
tefla í hinu nýja húsnæði Skák-
sambandsins að Laugavegi 71 en
meistaraflokkur, opinn flokkur
og drengja- og „telpnaflokkar
tefla að Grensásvegi 46. Keppt
verður í kvennaflokki eftir páska.
Verðlaun verða nú hærri en
nokkru sinni fyrr eða samtals 250
þúsund krónur og verða fyrstu
verðlaun í landsliðsflokki 100
þúsund krónur.
Fyrirlestur um þingkosn-
ingarnar í Frakklandi
FRIÐRIK Páll Jónsson frétta-
maður heldur fyrirlestur um
frönsku þingkosningarnar á
vegum Alliance Francaise í
franska bókasafninu. Laufás-
vegi 12. í kvöld kl. 20.30 (9.
mars).
Þingkosningarnar sem fram
munu fara sunnudagana 12. og
19. mars. vekja sérstaka athygli
að þessu sinni, vegna þess hve
úrslit þeirra eru tvísýn og búast
má við verulegum breytingum ef
vinstri flokkarnir sigra.
Friðrik mun fjalla um stjórn-
málaþróun í Frakklandi frá því
að De Gaulle komst til valda árið
1958, kynna helstu stjórnmála-
flokka og ræða horfur fyrir og
eftir kosningar.
Friðrik Páll Jónsson lauk
stúdentsprófi við Menntaskólann
í Reykjavík 1965. Hann stundaði
síðan háskólanám í París og lauk
þar prófum í heimspeki, rökfræði
og hagfræði. Hann hefur lengi
unnið við fréttastörf og starfar
nú á Fréttastofu útvarpsins.
Fyrirlesturinn, sem er á íslensku,
er öllum opinn og að honum
loknum fara fram almennar
umræður.
(Stjórn Alliance Francaise.)
Mælir með fóðurbætisskatti og
leiðbeiningum um samdrátt í
mjólkur- og sauðf járframleiðslu
Félagar í leiklistarklúbbí M.S.
byggingar á grænfóðuriönaði. í sam-
bandi við ráöstöfun kjarnfóðursgjalds
að öðru leyti leggur nefndin til aö
tryggt verði í lögum að álagning þess,
upphæð og notkun verði jafnan tekin
í fullu samráði viö Framleiðsluráð
landbúnaðarins. Heimilt verði að
endurgreiða gjaldið en sú endur-
greiðsla sé eingöngu bundin við
sérstakar landfræði-, veðurfars- eða
markaðslegar aðstæður og tekiö er
fram í greinargerð aö ekki komi til
mála að endurgreiða gjaldið til ákveð-
inna búgreina og er þá átt við svína-
og alifuglarækt. Bennt er á að vel beri
að athuga, hvort ekki sé hepþilegast,
að gjaldið gangi að mestu eða öllu leyti
til niöurgreiöslu á tilbúnum áburöi og
ekki komi til mála að kjarnfóðurgjald
verði notað sem rekstursfé græn-
fóðurverksmiðja.
( lok tillögunnar segir að þar eð
gjaldtaka af kjarnfóöri bitni mest á
mjólkurframleiðslu í hækkuðum fram-
leiðslukostnaöi, en lækkun áburðar-
verðs komi allri innlendri fóðurfram-
Framhald á bls. 27
Ný stjóm Verzlunarráðs
FYRSTI fundur nýkjörinnar
stjórnar Verzlunarráðs íslands
var haldinn nýlega> Á fundinum
var kosinn varaformaður
Verzlunarráðsins til næstu
tveggja ára. auk þriggja manna
í framkvæmdastjórn þess, en
formaður ráðsins hafði verið
kjörinn á aðalfundi þcss 23.
febrúar s.l.
Úrslit kosninga urðu þau að
framkvæmdastjórn Verzlunar-
ráðs íslands verður þannig skip-
uð árin 1978 og 1979.
Formaður: Hjalti Geir
Kristjánsson, forstjóri, Kristján
Siggeirsson hf.
Varaform: Ragnar Halldórs-
son, forstjóri, Islenzka álfélagið
hf.
Jóhann J. Ólafsson, forstjóri,
heildverzlun Jóhann Ólafsson &
Co, hf.
Hörður Sigurgestsson, fram-
kvæmdastj., Flugleiðir hf.
Ólafur B. Ólafsson, forstjóri,
Miðnes hf, Sandgerði.
Skrifstofur Verzlunarráðs ís-
lands eru að Þverá, Laufásvegi
36, og er Þorvarður Elíásson
framkvæmdástjóri þess.
Heitt vatn
finnst við Ytri-Tjarnir
BORINN Narfi kom niður á
heitt vatn um hádegi í dag. þar
sem hann er að störfum á
Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Gizk-
að er á að þarna hafi fundizt um
20 sek/1 af 60—70 stiga heitu
vatni, en mæling hefur ekki
farið fram enn, þar sem stöðva
þarf borinn til þess að unnt sé
að mæla vatnsmagn og hitastig.
Vatnsæðin sem fannst er á 473
metra dýpi, og glæðir vonir
manna um að þarna kunni að fást
enn meira vatn neðar, en ætlunin
er að bora að minnsta kosti 1000
metra niður á þessum stað. Þá er
ekki talið ólíklegt, að þarna sé um
annað vatnskerfi að ræða eh á
borsvæðinu við Laugaland.
Þá bar það einnig við r morgun
að mönnum tókst að losa borinn
Dofra, sem hefur verið fastur á
500 metra dýpi í holu á Lauga-
landi. Þar var Dofri búinn að
bora um 1700 metra niður en
ekkert vatn hafði fundizt í þeirri
holu. Ekki er ákveðið hvort borun
verður hætt á þeim stað eða
einhverjar frekari tilraunir
gerðar. — Sv.P.
„BÚNAÐARÞING 1978 lýsir fylgi sínu
við pá afstöðu Stéttarsambands
bænda aö mæla með álagningu
sérstaks gjalds á innflutt kjarnfóður
sem færustu og fljótvirkustu leið til
að draga úr framleiðsluaukningu
landbúnaðarvara." Þannig er komist
að orði í tillögu að ályktun, sem
Framleiöslu- og markaðsmálanefnd
Búnaðarpings lagði fram á fundi
Þingsins í gær. Þá lagði nefndin
einnig fram tillögu Þar sem lagt er
fyrir leiðbeiningarÞjónustu land-
búnaðarins að hefja baráttu fyrir
nokkrum samdrætti í framleiöslu
mjólkur og sauðfjárafurða en auka
verulega sumar aukabúgreinar.
Miklar umræður uröu á fundum
Þingsins í gær um pessar tillögur og
komu Þar fram skiptar skoðanir
varðandi réttmæti álagningar kjarn-
fóðursskatts. Tillögurnar verða báðar
teknar til síðari umræðu og af-
greiðslu á fundi Þingsins í dag en
gert er ráð fyrir að BúnaöarÞingi 1978
veröi slitið Þá síödegis.
Eins og fyrr sagði mælir nefndin í
tillögu sinni með álagningu kjarnfóð-
ursskatts og segir að auk þess að
draga úr framleiösiuaukningu þá felist
líka í þeirri aðgerð áhrifamikil vernd
fyrir innlenda fóðurframleiðslu. Minnt
er á ályktun síöasta Búnaðarþings um
álagningu kjarnfóðursskatts til upþ-
Staðan í útvarpsskákinni
NÚ STENDUR yfir skákkeppni
milli Norðmannsins Leifs
Ögaard og Jóns L. Árnasonar
heimsmeistara sveina og er hún
í daglegu tali nefnd „útvarps-
skákin“. Fer hún þannig fram.
að í fréttatíma útvarpsins í
hádcginu dag hvern er lesinn
einn leikur og leika því skák-
kapparnir einn leik annan
hvern dag.
Nú er lokið 6 leikjum í skák-
keppninni og hefur skákin teflzt
sem hér segir:
Hvítt: Leif Ögaard.
Svart: Jón L. Árnason.
1. d4 - Rf6, 2. c4 - c5, 3. d5 -
e6, 4. Rc3 — exd5, 5. cxd5 — d6,
6. Rf3 - g6.
Staðan í skákinni er þessi: