Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
JWí>r|pwMíiW§>
Útgefsndi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
R itstjórna rf u lltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarBar Kristinsson.
Aðalstræti 6. simi 1 01 00.
ASalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 90 kr. eintakið.
Til verndar
móðurmálinu
Mannréttínda ekki getið
í lok Belgradráðstefnu
Belgrad. 8. marz. Reuter. AP.
ÖryKgisinálaráðstefnunni í
Belsrad lauk í dag án þess að
minnzt væri á mannréttindi eða
önnur áRreiningsmál austurs og
vesturs í lokayíirlýsingu sem
var samþykkt.
Lokayfirlýsingin er óljóst
orðuð og þar er aðeins lauslega
minnzt á slökunarstefnuna,
detente, en ekkert á það minnzt
hvort mannréttindaákvæði
Helsinki-samningsins hafi verið
virt.
Aðalfulltrúi Bandaríkjanna,
Arthur Goldberg, sagði í ræðu á
ráðstefnunni í dag, að bandaríska
stjórnin mundi halda áfram að
beita sér fyrir mannréttindum og
harmaði að Rússar lögðust gegn
því að mannréttinda væri getið í
lokayfirlýsingunni.
Játað er í yfirlýsingunni að
þar sem reglur kvæðu á um
samstöðu hefði verið ógerningur
að ná samkomulagi í meiriháttar
málum. Yfirlýsingin var sam-
þykkt mótatkvæðalaust þegar
Malta hafði samþykkt á síðustu
stundu málamiðlunartillögu um
öryggi landanna við Miðjarðar-
haf eftir fimm daga umræður.
Ráðstefnunni lauk með því að
lagt var til að þriðja öryggis-
málaráðstefna Evrópu yrði hald-
in í Madrid 11. nóvember 1980 og
að samþykkt var að umræðum
um mál sem varða öryggi Mið-
jarðarhafs yrði frestað til þess
tíma.
Malta hafði beitt sér fyrir því
að viðræður um öryggi Mið-
jarðarhafs hæfust með sér-
fræðingafundi á Möltu í febrúar
á næsta ári. Onnur ríki voru
andvíg þessari tillögu þar sem
þau óttuðust að umræður um
þessi mál mundu snúast upp í
þref um ástandið í Miðaustur-
löndum og önnur deilumál.
Goldberg sagði að Belgrad-ráð-
stefnan hafnaði þeim
staðhæfingum kommúnistaríkja
að umræður um mannréttindi í
Austur-Evrópu jafngiltu afskipt-
um af innanríkismálum.
Han fordæmdi líka tilraunir
kommúnistaríkja til þess að
koma í veg fyrir umræður um
mannréttindi en án þess að nefna
Sovétríkir, á nafn.
„Tilraunir til að kæfa sannleik-
ann í Belgrad eða heima fyrir
munu ekki breyta sannleikan-
um,“ sagði Goldberg.
Lögð hefur verið fram á Alþingi merk þingsályktunartillaga
um að fela ríkisstjórninni „að sjá svo um, að sjónvarp og
útvarp annist kennslu og fræðslu í öllum greinum móðurmálsins.
13 manna ráð, kosið hlutfallskosningu á Alþingi, skal hafa með
höndum stjórn þeirra mála.“
í greinargerð með tillögunni segir, að engum dyljist, að íslenzk
tunga eigi nú í vök að verjast og eigi þetta ekki sízt við um talað
mál, framburð og framsögn. Þá fari orðaforði fólks þverrandi
og erlend áhrif á tunguna vaxi. „Engum orðum þarf að fara um
nauðsyn þess að stemma stigu við slíkri óheillaþróun," segir í
greinargerð með tillögunni, „og snúa við inn á þá braut
íslenzkrar málhefðar, sem ein verður farin, ef íslenzk menning
á að lifa og dafna.“ Síðan er greint frá því, að Ríkisútvarpið hafi
lagt nokkuð af mörkum til fræðslu og kennslu í íslenzkum
fræðum, tungu og bókmenntum, en það sé aftur á móti skoðun
flutningsmanna, að enn sé ástæða til að leggja áherzlu á
markvissari ræktun tungunnar, og þá ekki sízt í opinberum
fjölmiðlum. Og enn segir: „Ahrifaríkasti fjölmiðillinn,
sjónvarpið, hefur hins vegar í engu sinnt fræðslu í meðferð
íslenzkrar tungu. Virðist jafnvel ekki lögð sérstök rækt við
orðfæri eða framburð þeirra, sem þar starfa. Á þessu þarf að
verða gjörbreyting. Langsterkasta áróðurstæki, sem flutzt hefur
inn á gafl á hverju heimili landsins, þarf að taka tröllataki til
eflingar íslenzkri menningu, sérstaklega til viðreisnar íslenzkri
tungu, en það er brýnasta verkefnið nú ...“
í framsöguræðu Sverris Hermannssonar, aðalflutningsmanns
tillögunnar, kemur fram, að mikill og almennur áhugi sé á
íslenzkri tungu og meðferð hennar og þá ekki sízt íslenzkum
bókmenntum, fornum og nýjum. Hann segir, að með lestri þeirra
og vandaðri kynningu verði tungan bezt efld og þarf ekki að
ganga að því gruflandi, svo augljóst sem það er. Á Islandi séu
til miklar og góðar bókmenntir og því af nógu að taka. Og enn
segir flutningsmaðurinn, að ekki þurfi um það að deila, að mæltu
máli íslenzku hafi hrakað að undanförnu „og á það aðallega við
í munni yngri kynslóðar þéttbýlis. Málskóli heimilanna og þó
einkum hinna öldruðu er þar aflagður, en erlend áhrif hvers
konar hafa vaxið að sama skapi. Ástæður fyrir erlendum
áhrifum eru augljósar og gætir í því efni ekki sízt áhrifa frá
hinum sterka fjölmiðli, sjónvarpinu, einmitt því tækinu, sem
getur gefið okkur kost á straumhvörfum í þróun og meðferð
málsins, ef farið verður að efni þessarar tillögu ...“
Þá bendir flutningsmaður á, að útvarpið hafi sýnt íslenzkri
tungu og bókmenntum ræktarsemi með ýmsu móti og vill ekki
gera lítið úr því hlutverki hljóðvarps, nefnir þætti orðabókar-
manna og fræðsluþætti um Daglegt mál „og eins lestur úr bókum
okkar, t.d. lestur Einars Ól. Sveinssonar úr Njálu á sinni tíð,
svo eitthvað sé nefnt. Ef ég væri útvarpsráðsmaður, myndi ég
leggja til, að á hverjum vetri yrði Njála lesin, Bandamanna saga,
Hrafnkels saga Freysgoða og enn fleiri fornrit okkar, auk
Laxness, Þórbergs og fjölda annarra höfunda síðari tíma.
Á annan tug ára er nú liðið síðan sjónvarpið hóf göngu sína.
Fyrir utan flutning íslenzkra leikrita hefur sjónvarpið í litlu
sinnt bókmenntum okkar og alls enga fræðslu veitt í meðferð
tungunnar. Má þó öllum augljóst vera, að í því efni hefur
sjónvarpið yfirburðaaðstöðu. Þetta sinnuleysi er gagnrýnivert og
raunar lítt skiljanlegt. En nú er lagt til, að á þessu verði
gerbreyting. í tillögu þessari er lagt til, að sjónvarpið sérstaklega
verði tekið til afnota til kynningar á íslenzkum bókmenntum og
til gagngerðrar fræðslu í öllum greinum íslenzkrar tungu ..
Morgunblaðinu þykir sérstök ástæða til að vekja athygli á
þessari þingsályktunartillögu um móðurmálið í opinberum
fjölmiðlum og leggur áherzlu á, að tillagan fái þá meðferð á
Alþingi, sem íslenzk tunga og menning eiga skilið af
þjóðkjörnum fulltrúum löggjafarsamkomunnar. Það er skemmti-
legt til þess að vita, að í öllum umræðunum um efnahagsmál
skuli a.m.k. heyrast ein rödd, sem talar máli íslenzkrar tungu
og þess arfs, sem við erum stoltust a.f, en án hans og tungunnar
væri hér hvorki sérstakt né sjálfstætt þjóðfélag, svo fámenn sem
við erum. Að höfðatölu erum við lítil þjóð, en stórveldi ef miðað
er við arf okkar og menningu og hún borin saman við menningu
margra annarra miklu fjölmennari ríkja. Flutningsmenn eiga
þakkir skilið fyrir tillöguna um eflingu menningar okkar og
móðurmáls.
Park hafnar
mútuásökunum
Washinrton. 8. marz. Reuter.
Auðkýfingurinn Tongsun
Park frá Suður-Kóreu hefur
neitað ásökunum um að hann
hafi verið viðriðinn samsæri um
að múta bandarískum þing-
mönnum.
Bandarísk þingnefnd hefur
yfirheyrt Park fyrir luktum
dyrum og honum hefur verið
heitið því að mál verði ekki
höfðað gegn honum.
Blaðamenn spurðu Park að
loknum vitnaleiðslum hvort hann
hefði sagt allan sannleikann um
Mendes-
France
neitar
París. 8. marz. Reuter.
PIERRE Mendes-
-France, fyrrverandi for-
sætisráðherra, neitaði
því í viðtali við blaðið Le
Matin að hann keppti að
því að verða forsætisráð-
herra þjóðstjórnar ef
vinstri flokkarnir sigr-
uðu í frönsku þing-
kosningunum.
Kommúnistaforinginn
Georges Marchais lét í
ljós ugg um að reynt yrði
að gera Mendes-France
að forsætisráðherra
vinstristjórnar til að róa
hægrimenn. Mendes-
-France sagði í viðtalinu,
að með afstöðu sinni
væru kommúnistar að
auka ágreining vinstri-
flokkanna rétt fyrir
kosningarnar.
tilraunir Suður-Kóreumanna til
að hafa áhrif á bandaríska
þingmenn.
Hann svaraði því til að hann
hefði aldrei tekið þátt í tilraun-
um til að hafa áhrif á bandaríska
þingmenn og gæti því ekkert um
málið sagt.
Aðspurður sagði Park að hann
hefði aldrei mútað núverandi
forseta fulltrúadeildarinnar,
Thomas 0,Neil, eða fyrrverandi
forseta fulltrúadeildarinnar, Carl
Albert.
Siðanefnd fulltrúadeildarinnar
komst að þeirri niðurstöðu eftir
opinberar vitnaleiðslur í október,
að fyrir lægju sannanir um
samsæri Suður-Kóreumanna um
að hafa áhrif á þingmenn og að
Park hefði tekið þátt í því.
Hreinsanir
í Rúmeníu
Vín. 8. marz. Rrutor
NICOLAE Ceausescu, forseti
Rúmeniu. hefur skýrt frá víð-
tækum hreinsunum í kommún-
istaflokknum og ríkisstjórninni
og segir að tilgangurinn með
þeim sé sá að efla umhótastefnu
sína í efnahagsmálum.
Samkvæmt tilksipun frá for-
setanum eru sjö ráðherrar og
fjórir af 10 riturum miðstjórnar
flokksins leystir frá störfum.
Mikilvægasta breytingin er sú
að a'ðalhugmyndafræðingur
flokksins, Cornel Burtica, hefur
verið lækkaður í tign. Hann var
leystur frá störfum flokksritara
og skipaður ráðherra utanríkis-
viðskipta sem hann gegndi á
árunum 1969 til 1972.
Tilskipunin var birt að loknum
fundi í æðstu stjórn flokksins og
samkvæmt henni er stofnað nýtt
embætti fyrsta aðstoðar
forsætisráðherra. í það embætti
var skipaður Ilie Verdet, sem
hefur verið talinn starfandi
forsætisráðherra sem var jafn-
framt vikið úr framkvæmda-
nefnd miðstjórnarinnar.
Ceausescu sagði á fundi í
miðstjórninni að breytingarnar
miðuðu að því að efla þau
ráðuneyti sem fjalla um efna-
hagsmál. Hann tilkynnti að
miðstjórnin yrði kölluð saman til
fundar í Búkarest 22. marz.
Mannrán í
tveimur löndum
Antwerpen, Mílanó, 8. mars. AP.
TVÖ mannrán voru framin í Evrópu
á þriðjudag og þriðjudagsnótt. í
Antwerpen í Belgíu hvarf góðkunnur
forstöðumaður tryggingafyrirtækis,
Charles Bracht, barón, að sögn
belgísku fréttastofunnar „Belga".
Honum var rænt á bílastæði fyrir
utan fyrirtækið, sem hann vinnur við
í borginni. Baróninn er heiðurs-
konsúíl Austurríkis í Antwerpen.
í Mílanó á Norður-Ítalíu var
mexíkönskum fjármálamanni, David
Beissah að nafni, rænt af fjórum
grímuklæddum mönnum úr bifreið
sinni á þriðjudagsnótt. Að sögn
lögreglu var eiginkona mannsins
áhorfandi að verknaðinum. Mann-
ræningjarnir munu hafa verið
vopnaðir vélbyssum.