Morgunblaðið - 09.03.1978, Síða 28

Morgunblaðið - 09.03.1978, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Tæknifræðingur Fyrirtæki á stór-Reykjavíkursvæöinu vill ráöa skipa- eöa véltæknifræðing sem hefur nokkra starfsreynslu. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Tæknifræðingur — 9894“. Sendibílastöð Hafnarfjarðar óskar eftir bílum til aksturs á stöðinni. Upplýsingar í síma 51111. Sendibílastöð Hafnarfjarðar, Helluhraun 7. Peningastofnun í Reykjavík óskar eftir að ráöa gjaldkera (féhiröi.) Umsóknir merktar: „P — 4144 sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. marz. n.k. Laus staða Staða deildarstjóra dýrafræöideildar Náttúrufræðistofnunar íslands er 'laus til umsóknar. Samkvæmt lögum nr. 48/1965, um almenn- ar náttúrufræöirannsóknir og Náttúrufræöi- stofnun íslands, skal deildarstjóri dýrafræöi- deildar vera sérfræöingur í einhverri þeirra aöalgreina, sem undir deildina falla og hafa lokið doktorsprófi, meistaraprófi eöa ööru hliöstæöu háskólaprófi í fræöigrein sinni. Laun samkvæmt launake>fi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist menntamálaráöuneytinu fyrir 8. apríl 1978, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1978. Afgreiöslustarf — Eldhússtarf Aukavinna Starfskraftur óskast sem kalla má í eftir þörfum, aðallega á kvöldin og um helgar. Umsóknir leggist inn á afgr. Morgunblaösins fyrir 13. marz ,78. Meö upplýsingar um aldur, heimilisfang, símanúmer og síöasta vinnustaö. Merkt: „Heiöarlegur, duglegur — 4145“. Stúlka óskast til bókhalds og almennra skrifstofustarfa. Upplýsingar gefur Ragna Þóröardóttir eftir hádegi. Heildverzlun Eiríks Ketilssonar, Vatnsstíg 3. Ungur starfs- kraftur óskast til starfa hjá traustu innflutningsfyrirtæki í miöborginni. Starfiö er fólgiö í: afgreiöslu á vörum, útkeyrzlu og sendiferöum. Nauösyn- legt er, aö umsækjandi hafi ökuleyfi. Traust starf, fyrir traustan starfskraft. Tilboö merkt: „J — 4143“, sendist Morgun- blaöinu, fyrir 15. marz. Hótelstarfsfólk Viö óskum aö ráöa yfir sumartímann (maí/sept.). Yfirkokk, kokka í kalt og heitt/eldhús, eldhússtúlkur og stúlkur í uppþvott. Framleiöslustúlkur. Stofustúlkur. Laun samkvæmt launaákvæöum. Fastur vinnutími. Skriflegar umsóknir sendist: Lindström Turisthotell, 5890 Lærdal, Norge. Apotek Starfskraftur óskast í aþótek. Heildagsstarf eöa hlutastarf eftir samkomulagi. Umsókn sendist blaöinu fyrir 16.3. merkt: „Apótek — 4148“. Fasteignasala — Sölumaður Vanur sölumaöur óskast til starfa viö fasteignasölu í miðborginni. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiöslu Morgunblaösins fyrir 14. marz n.k. merkt: „Sölumaöur — 4147“. Oskum eftir að ráða karlmann eöa konu til símavörslu o.fl. í vörugeymslu okkar viö Njaröargötu sími 22620. Einnig viljum viö ráöa skrifara í vörugeymslu okkar á Grandagaröi sími 21166. Hafskip hf., Viljum ráða framkvæmdastjóra í hálfsdags starf nú þegar. Viökomandi þarf aö hafa áhuga á menntamálum og geta umgengist fók á öllum aldri. Mjög góörar enskukunnáttu krafist. Laun eftir samkomulagi. Umsóknir skulu hafa borist AFS fyrir 15. þessa mánaöar. AFS International Scholarships á íslandi Hverfisgötu 39 P.O. Box 753 Reykjavík — Þættir um ... Framhald af bls. 15 ar rannsóknarniðurstöður sem eru samhljóða eldri næsta gleymdum kenningum frá 1950 geti skýrt þetta vandamál. Svo virðist sem hluti blóðfitu sjúkl- inga, sk. „H.D.L. þáttur“ verndi fólk gegn kransæðasjúkdóm, en annar hluti sk. „L.D.L. þáttur stuðli að kransæðasjúkdóm. Blóð- fitugreining sem hér er lýst, er hafin hér á landi m.a. fyrir tilstilli Hjartaverndar. Nauðsynlegt er að efla þessa starfsemi til muna. Ef ofannefnd kenning reynist sönn mun mikilli orrahríð linna. Um mjóik Enginn vafi er á að mjólk er heppileg fæða fyrir börn á vaxtarskeiði. Ekki vegna fitunn- ar, heldur vegna kalkinnihalds enda aðal kalkgjafi okkar. Mjólk- in inniheldur D-vítamín, kalk og fosfór í heppilegu hlutfalli. Líkaminn nýtir mjólkurkalk mjög vel úr þessari blöndu. I hörðum áróðri gegn land- búnaðarvörum sem rekinn hefur verið hér, hefur mjólkin flotið með óafvitandi eða vitandi. Mér er kunnugt um að í sumum skólum hefur mjólkin beinlínis verið tekin af börnum. Bráða- birgðaniðurstöður úr neyslu- könnun Manneldisráðs bendir til þess að brýnna sé að „svipta“ börn og unglinga öðrum fæðu- tegundum en mjólk. Það er áhyggjuefni að sala gosdrykkja á undanförnum árum heíur aukist í öflugu hlutfalli við minnkun á mjólkurneyslu. Samtök barnalækna í Banda- ríkjunum hafa ítrekað varað við mjólkurtakmörkunum (J.A.M.A.) og mælt með að börn drekki V2 — 3A lítra af mjólk á dag. Eldri fullyrðingar um að sést hafi „kolesterolútfellingar" í æða- veggjum ungbarna virðast byggð- ar á misskilningi. Við nánari athugun virðist hér vera um afleiðingar vírussjúkdóma að ræða. Niðurstöður rannsókna í Bretlandi frá árunum 1976—77 hafa leitt í ljós að mjólk og undanrenna lækkar kolestrol- gildi blóðs, en að smjör valdi nokkurri hækkun. Þau börn, sem hafa mjög hækkað kolestreol vegna erfðasjúkdóms, þurfa sér- staka meðferð. Lokaorð Ráðleggingar um matarræði hljóta að mótast af niðurstöðum neyslukannana og upplýsinga um heilsufar. Hægt er að miða við nýlega gerðar rannsóknir svo sem dr. G. Sigurðssonar, sem til er vitnað framar í þessari grein. Nú voru þátttakendur fáir í þeirri rann- sókn og því má deila um hvaða ályktanir má draga af henni. Ekki sýnist mér niðurstöður gefa tilefni til byltingar í manneldis- málum okkar, en kalla frekar á víðtækari neyslukannanir. Helstu niðurstöður verða því eftirfarandi: 1. Heilsufarsrannsóknir hér hafa gefið til kynna að of mikill líkamsþungi sé nokkuð algengt fyrirbæri hér á landi. Fólki ber því að forðast ofát og draga stórlega úr neyslu sykurauð- ugra fæðutcgunda sem bæst hafa á matarhorð okkar s.l. 20—30 ár. Vil ég þar fremst nefna sælgæti og gosdrykki. En málið er ekki svo einfalt, því offituvandamálið er aðeins angi af miklu ofneysluvandamáli s.s. ofneyslu fæðu, drykkja, lyfja o.fl. Vandamálið snertir og aðra þætti samfélags okkar s.s. atvinnu- hætti, fjárhag, viðskipti, mennt- un, erfðir o.fl. 2. Brýn nauðsyn er að endurskoða rækilega vöruval söluturna. Manneldisráð mun á næstunni gera grein fyrir óheillavænlegupi áhrifum „sjoppusölu" á neyslu- venju unglinga. 3. Vitaskuld ber að gefa fólki kost á fiturýrari mjólk og kjöti. Mjólkursamsalan hefur rætt þau mál við ráðið og er von á fiturýrari mjólk á markaðinn á næstunni. 4. Hyggilegt er að stórauka íþróttaiðkanir. Ráð er að fyrir- tæki búi starfsfólki aðstöðu til líkamlegrar þjálfunar 2—3 klst. á viku, jafnvel í vinnutíma þess. Án efa er slíkt fyrirkomulag góð fjárfesting. 5. Brýnt er að auka stórlega rannsóknarstarfsemi stofnana er starfa að heilsuvernd svo og neyslukönnun á landinu. Sérfræðingum er starfa að manneldismálum er hollt að hafa í huga að ísland liggur við heimskautabaug og afrakstur landsins ræðst af jarðvegi og veðráttu. Hvort sem mönnum fellur vel eða miður erum við nauðbeygð að nærast á dýra- afurðum um ókomin ár. Okkur ber að hafa hugfast að allt frá því að efnahagur og félagslegur aðbúnaður hér á landi færðist í svipað horf og í nágrannalöndun- um, höfum við íslendingar státað af lengstu meðalævi í heimi. — Bridge Framhald af bls. 31. 40 pör þátt í keppninni. Keppt er í fjórum 10 para riölum, og eftir 1. umferö af fimm, eru eftirtalin pör efst: stig 1. Guðríður Guömundsdóttir Sveinn Helgason 140 2. Alda Hansen — Georg Ólafsson 131 3. Sigríöur Pálsdóttir — Eyvindur Valdimarsson 130 4. Lilja Petersen -»-s Jón Sigurösson 128 5. Steinunn Snorradóttir — Agnar Jörgensson 127 6. Osk Kristjánsdóttir — Dagbjartur Grímsson 126 7. Sigrún Ólafsdóttir — Magnús Oddsson 124 8. Kristín Þóröardóttir — Jón Pálsson 121 Meöalskor: 108 Næsta umferð í þessari keppni veröur spiluö mánudag- inn 20. marz og hefst keppnin kl. 20 stundvíslega í Domus Medica. — Stjórnar- frumvarp Framhald af hls. 21 sérmenntaðs og sérþjálfaðs fólks. Það er fyrst og fremst með hliðsjón af þessu sem frumvarp þetta er borið fram til þess að tryggja á sem bestan hátt, að störf á þessum vettvangi skili sem bestum árangri fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Að svo stöddu sé ég ekki ástæðu til þess að fara frekari orðum um frumvarp það sem hér liggur fyrir. Um einstakar greinar frum- varpsins sé ég ekki heldur ástæðu til þess að fjalla um á þessu stigi, en leyfi mér að vísa til athugasemda með frumvarpinu."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.