Morgunblaðið - 09.03.1978, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
Svæðid austan Aðalstrætis:
„Vísvitandi rangtúlkun Alþýdu-
bandalagsins á tillögu um deili-
skipulag hefur leitt tíl misskflnings”
- segir Birgir ísl. Gunnarsson
Eins og menn rekur minni til urðu fyrir nokkru allmiklar
umræður í fjölmiðlum vegna uppbyggingar á framkvæmda-
sviði austan Aðalstrætis. Á fundi borgarstjórnar 16.
febrúar urðu snörp orðaskipti milli borgarfulltrúa
varðandi þetta mál. Fyrir fundinum lá tillaga um
deiliskipulag austan Áðalstrætis. ólafur B. Thors formaður
skipulagsnefndar tók fyrstur til máls. Ræddi hann ítarlega
gang málsins, ennfremur greindi hann frá tillögunni, sem
fyrir fundinum lá.
í tillögunni er greint frá þeim meginatriðum, sem hafa
beri til hliðsjónar við nánari útfærslu skipulagsins.
Landnutkun. Uppbygging fari
fram á lóðunum Aðalstræti 3, 7 og
9, Austurstræti 1, 2 og 3, Hafnar-
stræti 2 og 4, Valiarstræti 4 og
Veltustundi 3 A og 3 B. Á fyrstu og
annarri hæð fari fram verzlunar- og
þjónustustarfsemi, samtals um 4900
fm. að gólffleti. Á efri hæðum verði
íbúðir, um 80 talsins, um 5800 fm. að
gólffleti. Auk þess verði byggt yfir
torg á lóðinni Austurstræti 2
(Hallærisplanið). Torg þetta verði
„opið“ svæði til fjölþættra athafna
borgaranna. Til athugunar er, hvort
hús þetta skuli rúma nokkra starf-
semi á annarri hæð, á einhvers
konar svölum. Umíerð. Umferð
bifreiða helzt um Austurstræti, þó
þannig að vesturendi strætisins
lokist; en umferð verður beint um
Vallarstræti í Hafnarstræti. Tillag-
an hefur ekki önnur afgerandi áhrif
á almenna umferð bifreiða. Við horn
Aðalstrætis og Hafnarstrætis við
Hafnarstræti er gért ráð fyrir
leigubílastöð svo og viðkomustað
SVR. Bifreiðastæði. Mælt er með, að
gert sé bifreiðastæði neðanjarðar á
einni hæð, sem er að mestu undir
Hótel Islands lóðinni. Stefna skal að
ekki færri stæðum en 140. Reikna
skal með, að húsbyggjendur kosti
eitt bifreiðastæði pr. íbúð og eitt
stæði pr. 150 ferm. í gólffleti
verzlunar- og þjónustuhúsnæðis í
þessari bifreiðageymslu sbr. ákvæði
aðalskipulags 1975—1995. Aðkpma
að bifreiðastæði verði frá Aðal-
stræti. Tryggja verður, að bifreiða-
stæði þetta sé öllum opið á almenn-
um verzlunartíma og engin stæði séu
merkt neinum ákyeðnum aðila.
Byggingarákvæði. í meginatriðum
er skipulagsnefndsammála þeirri
stefnu, sem mörkuð er í tillögu B frá
Teiknistofunni Garðastræti 17, þ.e.
að mesta hæð bygginga sé 5 hæðir,
að frá og með 3ju hæð skulu hæðir
inndregnar, áð öðru leyti vísast í
uppdrætti. Stjórnun. Itreka skal
eftirfarandi sjónarmið, sem fram
koma í bókun skipulagsnefndar frá
26. júlí 1977:
„Nefndin telur eðlilegt, að nánari
ákvæði um framkvæmd þessa skipu-
lags þróist í meðförum starfshóps,
sem skipaður væri fulltrúum lóða-
eigenda og borgaryfirvalda, enda
hljóti skipulag svæðisins þá fyrst
endanlega afgreiðslu nefndarinnar".
Lagt er til, að starfshópur þessi verði
þegar myndaður og vinni hann að
gerð byggingarforsagnar í samræmi
við hugmyndir lóðaeigenda um
nýtingu einstakra lóða og samkvæmt
liðunum hér að framan. Lóðahafar
skulu hafa forgöngu um skipan þessa
vinnuhóps (framkvæmdastjórn) og
kalla hann til starfa. Þá fyrst er
framkvæmdastjórn og hönnunarað-
ilar hennar hafa endurskoðað bygg-
ingarmöguleika svæðisins skal það
að nýju kynnt skipulagsnefnd og
tekur hún þá endanlega afstöðu til
uppbyggingarinnar. Framkvæmda-
stjórnin skai vinna í náinni sam-
vinnu við borgaryfirvöld. Skipulags-
nefnd hefur ekki á móti því, að
hönnunaraðilar verði fleiri en einn,
enda starfi þeir í anda skipulagsins
og í náinni samvinnu innbyrðis og á
vegum framkvæmdastjórnarinnar.
Fulltrúar lóðaeigenda í fram-
kvæmdastjórn skulu koma fram f.h.
lóðaeigenda gagnvart borgaryfir-
völdum. Ólafur B. Thors minnti á að
síðastliðið vor hefði aðalskipulag
Reykjavíkur verið samþykkt í borg-
arstjórn að undangenginni rækilegri
kynningu á skipulagssýningunni að
Kjarvalsstöðum. Hugsunin bak við
sýninguna hefði verið, að kynna hvað
í skipulagstillögunum fælist. Varð-
andi deiliskipulag austan Aðal-
strætis væri það að segja, að unnin
hefði verið greinargerð hvar þrem
valkostum var lýst. Ur einum
valkostinum hefði síðan verið unnin
umrædd tillaga. Eigendum lóðanna á
svæðinu hefði síðan verið kynnt
tillagan og þau áhrif sem hún myndi
hafa í för með sér. Ólafur B. Thors
sagði, að hér væri ekki verið að
samþykkja endanlegt skipulag held-
ur forsögn að skipulagi. Verið væri
að samþykkja hvernig tillaga að
skipulagi yrði unnin síðan yrði hún
send skipulagsnefnd og borgarráði
til umfjöllunar. Borgarfulltrúinn
sagði því augljóst að meðan ný
forsögn að tillögu um aðalskipulag
væri ekki samþykkt gilti sú gamla.
Það væri hins vegar borgaryfirvalda
að ákveða hvort breyting yrði gerð
á núgildandi aðalskipulagi. Ólafur
sagði ósatt, að meðferð borgar-
stjórnar á máli þessu væri brot á
skipulagslögum eins og fram hafði
verið haldið. Þetta mál hefði goldið
þess að vera misskilið. Hins vegar
ætti öllum að vera ljóst nú, að hér
væri verið að marka ákveðinn farveg
fyrir áframhaldandi skipulagningu.
Varðandi skipulag í Grjótaþorpi
sagði Ólafur, að nær óhætt væri að
fullyrða, að ný tillaga komi frá
skipulagsnefnd um það og það áður
en langt um liði. Yrði þar vernd að
einhverju leyti. Ólafur B. Thors
sagðist vilja vekja athygli að sem
gerast myndi á svæðinu þyrfti alls
ekki að vera í neinum tengslum við
það sem gerast myndi í Grjótaþorpi.
Svæðið austan Aðalstrætis væri
framkvæmdasvæði en Grjótaþorp
hugsanlegt verndunarsvæði.
Formaður skipulagsnefndar sagði
menn tala mikið um að lífga uppp á
miðbæinn og engin leið væri betri til
þess en sú sem gert væri ráð fyrir
í tillögunni en þar lagt til að 80
ibúðir verði. Ólafur lagði síðan til að
tillagan yrði samþykkt.
Sykurhuð á pillunni
Sigurður Harðarson (Abl) tók næst
til máls og sagði að með samþykkt
þessarar tillögu væri einungis verið
að hygla lóða- og húseigendum sem
ætluðu sér mikinn gróða þarna.
Sykurhúðin á pillunni væri svo
bygging 80 íbúða. Borgarfulltrúinn
sagði að sí og æ fjölgaði þeim
íbúðum í miðborginni, sem teknar
væru undir rekstur fyrirtækja. Hann
varpaði síðan fram þeirri spurningu
hvort ekki ætti að þinglýsa kvöðum
á íbúðanotkun í gamla miðbænum,
þannig þær yrðu aðeins notaðar til
íbúðar. Það væri skynsamlegra en
tildra upp 80 íbúðum á Hallæris-
planinu. Meðferð þessa máls sann-
aði, að borgarstjórnaríhaldið ræki
borgina eins og einkafyrirtæki.
Ein heild
Kristján Benediktsson (F) mælti
næst, hann las upp tillögu sína og
Björgvins Guðmundssonar (A) um
að efna til kynninga fyrir almenning
á tillögunni, en á meðan verði
afgreiðslu málsins frestað. Borgar-
fulltrúinn sagðist telja mikilvægt að
skoða allann miðbæinn og Grjóta-
þorpið sem eina heild. Hann teldi því
æskilegt að hafa þessa tillögu og
líkan til sýnis. Kristján sagði, að sér
virtist tillagan þvert á, að gamli
bærinn héldi sér, hún væri í algerri
mótsögn við aðalskipulagið. Hann
sagðist vilja, að menn gerðu sér
grein fyrir hvernig svæðið liti út
þegar búið væri að byggja fimm
hæða hús frá gamla krikjugarðinum
að Hafnarstræti Þá vantaði nú
heildaráætlun um umferðarmál mið-
bæjarins, enn hefði ekki verið sýnt
fram á hver áhrifin yrðu, ef
íbúðirnar myndu byggðar — á
umferðina. Þá væri það furðulegt, að
mönnum dytti í hug að setja
neðanjarðarbílastæði á landi neðan
við sjávarmál.
vegna hefi þegar í upphafi verið
ljóst, að mikil átök yrðu í borgar-
stjórn við afgreiðslu á tillögum um
endurnýjun eldri hverfa. Menn hefðu
vitað um hina miklu andstöðu
Alþýðubandalagsins og að þeir
myndu nota sér þá aðstöðu sem þeir
hefðu í ýmsum samtökum, máli sínu
til framdráttar. Borgarstjóri sagði,
að rauði þráðurinn hjá Alþýðu-
bandalaginu hefði síðan verið
Sigurður Harðarson arkitekt en
hann hefði beitt öllu er hann gat á
móti tillögunum. Björgvin Guð-
mundsson hefði setið hjá við sam-
þykh á tillögum um endurnýjun eldir
hverfa og ástæðan hefði verið, að
honum hefði ekki fundist nóg að
gert, í uppbyggingu. Þess vegna lægi
nú beint við að spyrja hvers vegna
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins sneri
nú máli sínu við og vildi tvístíga.
Birgir ísleifur sagði það hins vegar
ekki óvanalegt, að Kristján Bene-
diktsson og Björgvin Guðmundsson
hrykkju undan og tvístigu heyrðu
þeir orð utan að. Borgarstjóri sagði,
að bókun skipulagsnefndar fjallaði
um landnotkun, umferð, bifreiða-
viðmóti í Reykjavík. Þarna væru
gapandi brunagaflar yfir mismun-
andi förnum húsum og sum væru úr
sér gengin.
Bókunin
Borgarstjóri óskaði síðan eftir, að
eftirfarandi yrði fært til bókar frá
borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins. „Einn þáttur aðalskipulags þess,
sem samþykkt var í borgarstjórn
þann 25. apríl sl., var endurnýjun
eldri hverfa. Samkvæmt því var
miðborginni skipt niður í þrjú
meginsvæði, þ.e. framkvæmdasvæði,
endurnýjunarsvæði og verndunar-
svæði. Eitt þeirra svæða, sem
afmörkuð voru sem framkvæmda-
svæði, er svæðið austan Aðalstrætis,
sem nú er til umræðu hér í
borgarstjórn. í greinargerð skipuj
lagsnefndar var framkvæmdasvæði
skilgreint sem hér segir: „Hér er um
að ræða svæði, þar sem lagt er til,
að verulegar framkvæmdir og upp-
bygging eigi sér stað á skipulags-
tímabilinu. Á þessum svæðum er
rétt, að borgaryfirvöld eigi frum-
kvæði að sameiningu lóða, deili-
skipulagi og framkvæmd á áætlun-
um í samráði við eigendur viðkom-
andi fasteigna. Hér er lögð áherzla
á það, að byggð verði blönduð og að
inn á svæðin komi verulegt magn
íbúðarhúsnæðis.“ Á grundvelli þess-
arar samþykktar hefur verið unnið
að undirbúningi að skipulagi fram-
kvæmdasvæðisins austan Aðalstræt-
is. Tillagan, sem hér er til meðferð-
ar, felur í sér eftirfarandi meginatr-
iði: Ákvörðun um landnotkun og
umferð, ákvörðun um bifreiðastæði
neðanjarðar, svo og byggingar-
ákvæði þess efnis, að mesta hæð
bygginga sé 5 hæðir og að frá og með
3. hæð skuli hæðir vera inndregnar.
Einn kafli bókunar skipulagsnefndar
Yfirbygging
Hallærisplans
— góð hugmynd
Björgvin Guðmundsson (A) sagði,
að vegna mikilla mótmæla gegn
fram kominni tillögu væri full
ástæða til að doka við og kynna hana
betur, áður en hún yrði keyrð í gegn.
Hann sagði sína skoðun að vernda
bæri Hótel Vík. Athuga beri vel
hvort ekki skuli varðveita einhver
hús líka annars staðar en þarna og
til þess máls þurfi borgarstjórn að
taka afstöðu. Björgvin sagði sér litist
vel á yfirbyggingu Hallærisplans og
það mætti gera þó húsin í kring yrðu
vernduð. Varðandi nýjustu hug-
myndir áhugamanna, sem birst
hefðu í fjölmiðlum væri að segja,
þær bæri að athuga vel.
Dauðadómur
tíu hiísa
Þorbjörn Broddason (Abl) sagði,
að ef þessi tillaga yrði samþykkt
væri með því kveðinn upp dauða-
dómur yfir tíu húsum í miðborg
Reykjavíkur. Þegar 40 arkitektar
sendu ósk úm frestun á afgreiðslu
málsins til borgarstjórnar væri
erfitt að hafna slíku. Formaður
skipulagsnefndar væri niðurrifsmað-
ur með því að vilja láta rífa tíu hús
og í staðinn reisa þúsundir fermetra
í steinhúsum. Alþýðubandalagsmenn
væru uppbyggingarmenn með því að
vilja vernda þessi umræddu hús.
Alþýðubandalagið væri að reyna að
forða þeirri gerræðisákvörðun að
tillagan yrði samþykkt og þar með
niðurrif tíu húsa í miðborginni.
Sigurður Harðarson
vísvitandi rang-
tiílkaði tillöguna.
Borgarstjóri Birgir ísleifur
Gunnarsson (S) tók næst til máls.
Hann sagði, að við afgreiðslu á
aðalskipulagi borgarinnar í apríl sl.
hefði Alþýðubandalagið nánast verið
á móti skipulaginu. Það hefði verið
á móti uppbyggingu eldri hverfa,
ennfremur setið hjá við afgreiðslu á
uppbyggingu nýrra svæða. Þess
stæði, byggingarákvæði og stjórnun.
Sérstaka athygli bæri að vekja á, að
myndaður verði starfshópur lóðaeig-
enda og borgaryfirvalda og vinni
hann að gerð byggingarforsagnar í
samræmi við hugmyndir lóðaeigenda
um nýtingu einstakra lóða og
samkvæmt fyrrgreindum liðum.
Þá fyrst er framkvæmdastjórn og
hönnunaraðilar hennar hafi endur-
skoðað byggingarmöguleika svæðis-
ins skuli það að nýju kynnt skipu-
lagsnefnd og tæki hún þá endanlega
afstöðu til uppbyggingarinnar. Borg-
arstjóri sagði, að hvergi stæði
hámarkshæðin fimm hæðir um öll
húsin, það bæri að undirstrika. Hér
væri alls ekki verið að taka endan-
legt skipulag til samþykktar né
niðurrif húsa, heldur væri verið að
byggja ákveðinn grunn. Alþýðu-
bandalagið með Sigurð Harðarson í
broddi fylkingar hefði vísvitandi
rangtúlkað umrædda tillögu. Hann
hefði þá fræðilegu þekkingu að geta
það. Birgir Isleifur Gunnarsson
sagði gagnrýni hafa komið fram á
mikla nýtingu. En hvar vildu Islend-
ingar helzt vera er þeir kæmu
erlendis? Hvernig væri með Kaup-
mannahöfn? Fara Islendingar sem
þangað koma ekki alltaf á Strikið og
göturnar þar í kring? Jú, það gerðu
þeir. Og af hverju skyldu Islendingar
fara þangað? Vegna þess, að þar iðar
allt af lífi, þar er hátt nýtingarhlut-
fall. Erlendis væri raunin sú, að
íslendingar sæktust alltaf í þétta
byggð. Því miður hefðum við ekki
getað haldið lífi í gamla miðbænum,
nú værum við á síðasta snúningi að
skapa þá sál sem borg þarf og leiðin
til þess væri að flytja íbúa og
þjónustu í miðbæinn. Birgir ísleifur
minnti á, að hérlendis hefði Reykja-
víkurborg haft frumkvæði um vernd-
un gamalla húsa. Borgarstjóri sagði
ástæðulaust vanmat á íslenzkum
arkitektum, að þeir geti ekki teiknað
hús, sem féllu vel inn í gamla byggð
og bæri nýbygging við gamla Eim-
skipafélagshúsið bezt vitni um það.
Hann sagðist ekki hafa vanmat á
íslenzkum arkitektum. Svipmót
þessa umrædda svæðis austan Áðal-
strætis væri eitt hið ömurlegasta í
er um stjórnun og segir þar: „Itreka
skal eftirfarandi sjónarmið, sem
fram kom í bókun skipulagsnefndar
frá 26. júlí 1977: „Nefndin telur
eðlilegt, að nánari ákvæði um
framkvæmd þessa skipulags þróist í
meðförum starfshóps, sem skipaður
væri fulltrúum lóðareigenda og
borgaryfirvalda, enda hljóti skipulag
svæðisins þá fyrst endanlega af-
greiðslu nefndarinnar." Lagt er til,
að starfshópur þessi verði þegar
myndaður, og vinni hann að gerð
byggingarforsagnar í samræmi við
hugmyndir lóðareigenda um nýtingu
einstakra lóða og samkvæmt liðum
2—5 hér að framan. Lóðarhafar
skulu hafa forgöngu um skipan þessa
vinnuhóps (framkvæmdastjórn) og
kalla hana til starfa. Þá fyrst, er
framkvæmdastjórn og hönnunarað-
ilar hennar hafa endurskoðað bygg-
ingarmöguleika svæðisins, skal það
að nýju kynnt skipulagsnefnd og
tekur hún þá endanlega afstöðu til
uppbyggingarinnar." Eins og ljóst er
af framansögðu felur sú ályktun,
sem nú kemur til atkvæða, í sér
nokkur grundvallaratriði varðandi
skipulagið, en hér er ekki um
endanlegt skipulag að ræða, eins og
rangtúlkað hefur verið af ýmsum
þeim, sem mælt hafa gegn þessu
skipulagi. Endanleg ákvörðun skipu-
lagsins kemur aftur til meðferðar í
skipulagsnefnd, borgarráði og borg-
arstjórn, þegar nánari útfærsla þess
hefur farið fram og nánara útlit
svæðisins mótast betur í meðförum
skipulagsmanna og arkitekta, sem
vinna munu á vegum einstakra
lóðareigenda og húseigenda. Á þessu
stigi felur tillagan því ekki í sér
ákvörðun um niðurrif á neinu húsi,
né ákvörðun um endanlegt útlit
þessa svæðis. Við munum greiða
atkvæði með þessari tillögu, en
leggjum áherzlu á, að þegar skipu-
lagið hefur verið nánar útfært, verði
það kynnt almenningi með almennri
sýningu, þar sem allir borgarbúar
eigi greiðan aðgang að og vegið og
metið þær tillögur, sem þá munu
liggja fyrir.
Borgarstjóri Birgir ísleifur Gunn-
arsson las síðan eftirfarandi tillögu
Sýning verður á endanlegum tillögum við lokaafgreiðslu málsins