Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
t
Móðir mín,
ÁSTRÍOUR ÓLAFSDÓTTIR,
lézt í sjúkrahúsinu á Selfossi 8 marz
Gunnar Gunnarsson.
t
Maðurinn mmn,
HANS NIELSEN,
mjólkurf ræðingur,
lézt að Vífilsstöðum 8 marz
Hallfríður Níelsen.
t
SVAVA ÞÓRLEIFSDÓTTIR,
fyrrverandi skólastjóri,
lézt á Borgarspítalanum. 7 marz
Vandamenn
Útför eiginkonu minnar. t
KATRÍNAR JÓNASDOTTUR HARRYS,
sem andaðíst 5 marz s.l.. verður gerð frá Breiðabólstaðakirkju á
Skógarströnd 1 1 marz n k kl 14
Blóm afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á
Breiðabólstaðakirkju Wayne Harrys.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför,
HELGA ODDSSONAR,
frá Bolungarvík
Oddur Kristjánsson.
Þorgerður Hermannsdóttir.
Sigurlaug Jónsdótt-
ir—Minningarorð
Fædd 9. október 1932
Dáin 26. febrúar 1978.
Ævigöngu góðrar konu er lokið
hér í heimi. Sporin hennar verða
minnisstæð og lærdómsrík.
Hún var dóttir hjónanna Guð-
rúnar Sveinsdóttur og Jóns Þor-
grímssonar bónda að Þönglaskála
á Höfðaströnd en hann lést árið
1969. í Skagafirði ólst hún upp
ásamt tveimur bræðrum, þeim
Þorleifi og Eysteini, sem báðir
eru búsettir fyrir norðan. Sigur-
laug stofnaði heimili hér í
Reykjavík með góð.um manni,
Rafni Andreassyni, með honum
eignaðist hún einkason sinn,
Gunnar Andra, sem nú er 10 ára.
Styrkri móðurhendi leiddi hún
hann og samtaka hafa þau Rafn
verið um uppeldi hans og velferð.
Fyrir nokkrum árum varð hún
fyrir heilsubresti og eftir erfiða
læknisaðgerð náði hún allgóðum
bata um sinn og lífið gekk sinn
vanagang, oft fór hún til vinnu
sinnar sárþjáð, þó sérstaklega
síðustu mánuðina. Osérhlífni
borin uppi af kjarki og hjálpsemi
gerði henni fært að standa meðan
stætt var.
Lilla var að ytra útliti nett og
fríð sýnum. Glaðlegt og elskulegt
viðmót ásamt góðum gáfum og
bjartsýni gerðu hana vinmarga
og návist hennar hlýlega. Hennar
mesta leiðarljós var sterk guðs-
trú, þangað sótti hún styrk og
gleði, samferðamenn sína bar
hún á bænarörmum með mikilli
samúð og kærleika. í ríkum mæli
átti hún þá eiginleika sem lýst er
í heilagri ritningu með þessum
orðum: „Verið í bróðurkærleikan-
um ástúðlegir hver við annan,
verið glaðir í voninni, þolinmóðir
í þjáningunni, staðfastir í bæn-
inni.
Minningin er ljúf um kæra
frænku og tryggðavin. Það eru
margir sem eiga um sárt að binda
við fráfall hennar, þó á mesta
samúð drengurinn hennar, móðir
og aðrir nákomnir. í þökk og bæn
er hún kvödd. Hún trúði á sigur
hins góða, birtu og frið.
Kristín Jóhannesdóttir.
Þá eik í stormi hrynur háa
hamra því beltin skýra frá,
en þegar fjólan fellur bláa,
fallio þaö enginn heyra má,
en ilmur er horfinn innir fyrst
urtabyggöin hvers hefur
misst.
Bjarni Thorarensen.
Þessar vel þekktu hendingar
hafa varla liðið mér úr minni
síðan Sigurlaug Jónsdóttir lézt í
Borgarspítalanum aðfaranótt
sunnudagsins 26. febrúar s.l. Hún
hafði verið þar til rannsóknar
nokkra daga og dó í svefni. Hún
kvaddi því veraldarsviðið jafn
hljóðlega og hún hafði gengið um
það, hún Sigurlaug „okkar“ eins
og fjölskyldan hérna í Njörva-
sundi 2 kallaði hana jafnan. Það
fór eins með hana og fleiri þætti
daglegs lífs; þeir eru fyrst metnir
að verðleikum, þegar þeir slitna
að fullu og öllu.
Sigurlaug var fædd 9. október
1932 að Bjarnastöðum í Unadal í
Skagafirði og stóðu að henni vel
þekktar norðlenskar ættir. Móðir
hennar, Guðrún Sveinsdóttir, er
af Urðaætt úr Svarfaðardal og
Bjarnastaðaætt í Skagafirði, en
faðir Sigurlaugar, Jón Þorgríms-
son, var af Bólstaðarhlíðarætt.
Sigurlaug átti tvo bræður yngri,
Þorleif bónda og Eystein smið,
sem báðir eru á lífi og búsettir
nyrðra. Hún var 14 ára, þegar
fjölskyldan flutti að Gröf á
Höfðaströnd. Jón faðir hennar
lést árið 1969, en Guðrún lifir og
er gift öðru sinni Birni Eggerts-
syni bónda. Sigurlaug lauk venju-
legu barnaskólanámi og tók síðan
inntökupróf upp í annan bekk
gagnfræðaskólans á Sauðárkróki.
Var til þess tekið, að á því prófi
fékk hún 10 í stærðfræði. Á
þessum árum stjórnaði sr. Helgi
heitinn Konráðsson skólanum og
minntist Sigurlaug hans alla tíð
með ást og virðingu. Að loknu
gagnfræðaprófi lá leið hennar í
húsmæðraskólann á Isafirði og
síðan til Reykjavíkur. Þar vann
hún nokkur ár í fyrstu kjörbúð
landsins, SÍS í Austurstræti, var
þar gjaldkeri eða „á kassanum"
eins og kallað er. Rúmt ár dvaldi
t
Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát bróður okkar,
HJÁLMARS JÓNSSONAR
skipstjóra,
Vestmannaeyjum.
Systkini
t
Sonur okkar og bróðir
GESTUR RÚNAR GUÐMUNDSSON
Ægisíðu 107
verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 10 marz kl 10 30
Þeir sem vildu minnast hans, láti Barnaspítala Hringsins njóta þess
Ásta Björnsdóttir
Guðmundur Gestsson
Helena G uðmundsdóttir
t
Innilegar þakkir fyrir sýndan vinarhug við andlát,
mannsins mins. föður okkar, tengdaföður afa. sonar og bróður,
MAGNÚSAR HELGASONAR,
Ása Snæbjornsdóttir og fjolskylda
Magnea G. Magnúsdóttir og f jölskylda
og aðrir aðstandendur.
t
SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR.
Framnesvegi 27,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 9 marz kl 1 3 30
Guðrún Sveinsdóttir,
Eysteinn Jónsson,
Gunnar Þórisson,
Þórleifur Jónsson.
t Innilegustu þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, eiginkonu minnar, móður okkar. tengdamóður, ömmu og langommu, ÞURIOAR DANÍELSDÓTTUR, Kirkjubraut 30, Akranesi. Þorleifur Sigurðsson. Hafþór Aðalsteinsson. Agatha Þorleifsdóttir, Sæunn Þorleifsdóttir, Ingvar Þorleifsson, Valdís Ingimundardóttir. Anna Þorleifsdóttir, Guðmundur Sigurðsson. Sigurður Þorleifsson, Heba Stefánsdóttir, Steinunn Þorleifsdóttir, Gisli Ellertsson, Bergmann Þorleifsson, Auður Sigurðardóttir, Ingunn Þorleifsdóttir. Gisli Eliasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, DAGBJARTAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Austurgötu 33, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 10 marz kl 2 Blóm og kransar afþakkaðir. en þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess Jón Eiríksson, Hafsteinn Jónsson, Stefanía Halldórsdóttir, Eiríkur A. Jónsson, Guðný Stefánsdóttir, Anna Magnea Jónsdóttir, Hjalti Sigfússon, Svala Jónsdóttir, Bragi Friðþjófsson, og barnabörn.
hún í Danmörku og náði svo
góðum tökum á málinu, að hún
afgreiddi um skeið í bókaverslun.
Eftir heimkomuna starfaði hún
bæði í versluninni Liverpool og
húsgagnaversluninni Víði hér í
borg. Verslunarstörf féllu henni
vel. Hún var töluglögg og skrifaði
bæði „skýrt og rétt“ eins og
stendur í vísunni gömlu. Það eitt
út af fyrir sig ber vitni um góða
uppfræðslu og gott næmi hennar.
Árið 1966 hóf Sigurlaug búskap
með Rafni Andreassyni úr Vest-
mannaeyjum. Eignuðust þau einn
son, Gunnar Andra, myndarpilt,
sem nú er 10 ára, f. 29.7.1967. Var
hann yndi og eftirlæti mömmu
sinnar. Sigurlaug og Rafn slitu
samvistum fyrir rúmu ári. Var sá
skilnaður hvorki átaka- né sárs-
aukalaus, svo sem þeir vita, er
best þekktu til. Gott er þó að
minnast þess nú, að vinátta hélst
með þeim áfram, og drengurinn
þeirra var enn bandið, sem tengdi
þau meðan bæði lifðu. Síðast nú
um jólin heimsótti Sigurlaug
Rafn nærri daglega í sjúkdóms-
legu hans. Marinó, bróður Rafns,
og Monsu konu hans taldi hún
með sínum tryggustu vinum.
Hitti ég þau síðast öll saman við
sjúkrarúm Sigurlaugar viku áður
en hún lést.
Haustið 1970 réðst Sigurlaug
til starfa á heimili mitt og kom
hér oftast tvisvar í viku. Árið
1973 veiktist hún af krabbameini
og gekk undir mikla skurðaðgerð
á Landakotsspítala. Náði hún sér
þó furðufljótt, kom til okkar
aftur og var vel fagnað af
fjölskyldunni „sinni“ í Njörva-
sundinu. Sigurlaug aðstoðaði
viðar við hússtörf, en hvar það
var veit ég ekki og kem nú að
einum þætti, sem einkenndi þessa
vinkonu mína öðrum fremur.
Hún var svo einstaklega fátöluð
um sjálfa sig og sína hagi. Það
sem ég hefi fest á blað um hana
hér á undan hefi ég mest eftir
öðrum. Einstaka atvik skaust þó
upp úr henni sjálfri og þá nánast
af tilviljun. Slíkri hógværð og
lítillæti hefi ég varla kynnst.
Annars var hún ræðin, glaðleg í
viðmóti og hafði gaman af
spaugi. Við áttum það sameigin-
legt, að okkur þóttu báðum
heldur hvimleið þessi daglegu
hreingerninga- og tiltektarstörf,
sem eru að því leyti ólík ýmsum
öðrum störfum, að það er helst
tekið eftir þeim, þegar þau eru
ekki unnin. Þetta var okkur
báðum ljóst, og hún Sigurlaug
mín studdi mig meðan hún mátti
við þennan þátt heimilishaldsins.
Sama haust og hún hóf störf hjá
okkur varð faðir minn hér
heimilisfastur og tókust fljótt
með þeim góð kynni. Gunnar litli,
sem oft kom á heimilið með
mömmu sinni, tók bráðlega að
kalla hann afa eins og hin börnin
og.lét „afi“ sér það vel lynda. Ég
hika ekki við að segja, að þau
Sigurlaug og pabbi hafi orðið
trúnaðarvinir, þótt aldursmunur
þeirra væri meiri en 40 ár, og ég
veit, að hann kveður hana nú með
söknuði. Minnumst við bæði
margra góðra stunda með Sigur-
laugu yfir kaffibolla í eldhús-