Morgunblaðið - 23.03.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 23.03.1978, Síða 1
96 SIÐUR 61. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Begin í mótbyr í W ashington Washington, 22. marz. Keuter. MENACHEM Begin íor sætisráðherra átti í gær- kvöldi erfiðasta samninga- fund sem fsraelskur for- sætisráðherra hefur átt með bandarískum forseta og á eftir mætti hann harðri andstöðu þegar hann svaraði spurningum Sadat hló Kairó, 22. marz. Reuter. ANWAR Sadat forseti hló í dag þegar honum var sagt frá kviksögum um að hann hefði verið ráðinn af dögum. Blaðafulltrúi forsetans, Saad Zaghlul Nasar, sagði að Sadat hefði kallað fréttina „grátt gaman". Fréttin olli óróleika í kauphöllum í ýms- um löndum. Nasar sagði, að hann hefði talað við Sadat forseta í bústað hans í útborg Kaíró skömmu eftir fund sem hann átti um efnahagsmál. Hann staðfesti að forsetinn væri við góða heilsu. utanríkismálanefnda beggja deilda þjóðþingsins. Leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni, Jim Wright, neyddist til að fullvissa Begin um að nefndar- menn væru ekki fjandsamlegir heldur spyrðu spurninga á grund- velli áframhaldandi vináttu við Israel. Begin varði andstöðu sína gegn brottflutningi ísraelsmanna frá vesturbakka Jórdanár og þá afstöðu sína, að ísraelsmenn hefðu fullan rétt til landnáms á herteknum svæðum. Fréttir af fundinum benda til þess, að afstaða Carters forseta til friðarsamninga í Miðaustur- löndum njóti víðtæks stuðnings í þinginu. Bandaríkjamenn krefjast þess að ísraelsmenn flytji herlið sitt frá vesturbakkanum og eru andvígir landnámi Gyðinga á herteknum svæðum. Seinna héldu Begin og Carter með sér annan fund og ekkert bendir til þess að þeir hafi leyst ágreining sinn. Carter forseti tekur á móti Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels í Hvíta húsinu. Fyrstu gæzlusveitir S.Þ. komnar til Suður-Líbanons New York. Beirút. Tel Aviv. 22. marz. Reuter. AP. FYRSTU hermennirnir í gæzlu- liði Sameinuðu þjóðanna sem komið verður fyrir í Suður-Líban- on komu þangað í dag og var þar um að ræða lítinn flokk íranskra hermanna sem fluttur var ór búðum Sameinuðu þjóðanna í Gólanhæðum. Næstu daga eru væntanlegir liðsmenn í sveitina frá Frakklandi, Noregi, Svíþjóð, Nepal, Kanada, Austurríki og fleiri löndum. Alls er gert ráð fyrir að í gæzlusveitinni verði 4000 hermenn. fsraelsmenn sögðu í dag að engir bardagar hefðu verið í Barre býðst til að hætta París. 22. marz. AP. Reuter. RAYMOND Barre forsætisráð- herra bauðst til þess að segja af sér í dag til að Valery Giscard d'Estaing forseti gæti fengið frjálsar hendur til að mynda nýja ríkisstjórn eftir < kosningasigur stjórnarflokkanna. Talsmaður forsetans sagði, að Giscard d'Estaing mundi ákveða hvort hann ætti að taka boðinu „þegar þar að kæmi“, sennilega þegar nýkjörið þing kæmi saman 3. apríi. Enn er talið líklegast að Barre verði áfram forsætisráðherra en nokkrar breytingar ef til vill gerðar á stjórninni. Giscard d.Estaing hefur hins vegar ekkert viljað um það segja hvað hann hyggist fyrir. Forsetinn ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld til þess að skýra þjóðinni frá þeim ályktunum, sem hann drægi af kosningaúrslitun- um og jafnframt til að greina í höfuðdráttum frá þeim umbóta- málum sem hann berst fyrir að fá þingið til að samþykkja. S-Líbanon í dag og að vopnahléið, sem þeir lýstu einhliða yfir, virtist halda. Palestínumenn sögðust á hinn bóginn halda uppi eldflaugaárásum frá S-Líbanon inn í norðanvert Ísraelsríki og sögðust þeir ekki mundu leggja niður vopn gegn ísrael. Ezer Weizman varnarmálaráð- herra Israels sagði í dag í útvarpsviðtali að ísrael hefði náð öllum meginmarkmiðum sínum með innrásinni, bækistöðvar skæruliða hefðu að mestu verið eyðilagðar, fjölmargir skæruliðar hefðu verið drepnir og mikið af vopnum og skotfærum verið tekið herfangi. Hann sagði einnig að Israelsmenn mundu veita gæzlu- sveitum S.Þ. alla mögulega aðstoð og að Israelsmenn mundu draga allan herstyrk sinn til baka frá Líbanon ef trygging væri fyrir því að svæðið yrði ekki aftur þakið hryðjuverkamönnum og PLO-hreyfingin tæki ekki aftur yfir fyrri bækistöðvar, sem ísra- elsher hefði nú á valdi sínu. Opinberar tölur ísraelsmánna um mannfall í innrásinni eru þær, að 250 skæruliðar hafi verið drepnir en 18 ísraelskir hermenn hafi látiö lífið. Egyptar hafa ákveðið að senda lækna og hjúkrunargögn til S-Líb- anons til að hlynna að palestínsk- um fórnarlömbum innrásar ísra- elsmanna og kemur þessi ákvörð- un, sem Sadat forseti er sagður hafa tekið sjálfur, nokkuð á óvart í ljósi hinnar stirðu sambúðar Egypta og Palestínumanna að undanförnu. 170 þús. t hafa lekið úr geym- um olíuskipsins Brest, Frakklandi, 22. marz. AP. Reuter. LJÓST er nú, að um 170.000 tonn af hráolíu hafa lckið úr geymum risaolíuskipsins Amoco-Cadiz, sem strandaði úti af strönd Bretagne-skaga á fimmtudag. Er þetta mesta olíumengun sem nokkru sinni hefur orðið í heiminum, og talið er líklegt að mengunin eigi eftir að verða meiri áður en yfir lýkur. Harry Renkama, einn af eigend- um skipsins, sagði að rannsóknir sem gerðar hefðu verið á skips- flakinu bentu til þess að allir 13 olíugeymar skipsins væru skemmdir og að aðeins 50.000 tonn af þeim 220.000, sem voru í Háttsettur Spánverji myrtur Madrid 22. marz. AP. HERMDARVERKAMENN myrtu í dag framkvæmdastjóra spánskra fang- elsa, Jesus Haddad, átta dögum eftir að fangi var barinn til dauða í Carabanchel-fangelsinu í Madrid. Andlát fangans vakti mikla reiði á Spáni og fjölmargar mótmælagöngur voru farnar til að mótmæla aðbúnað- inum í spánskum fangelsum. Haddad var myrtur er hann var að leggja af stað til vinnu sinnar árla morguns. Hann var kominn út í bifreið sína er þrír vopnaðir menn réðust að bifreiðinni, yfirbuguöu bílstjóra Haddads og skutu á Haddad úr vélbyssum og skammbyssum. Kona Haddads stóð á svölum húss þeirra hjóna og horfði á morðiö en henni var ekki gert mein. Haddad var þegar í stað fluttur á sjúkrahús, en hann var látinn er þangað kom. Jesus Haddad var fertugur að aldri, en hann var skipaöur í embætti framkvæmdastjóra fangelsa í desem- ber síöastliönum. geymum Amoco-Cadiz er það strandaði, væru þar enn. Tilraunir til að dæla olíunni yfir í annað olíuskip hafa hingað til mistekizt vegná erfiðra veðurskil- yrða og hættulegra skerja við strandstaðinn. Veðurofsinn hefur dreift oliunni yfir stórt hafsvæði og talið er að olíubrákin þekji nú Framhald á bls. 19. Eigin vöm var hafnað Torino, 22. marz. Reuter Hermdarverkamönnunum 15 sem nú eru fyrir rétti í Torino var í dag neitað um að fá að flytja mál sín sjálfir eins og þeir hafa krafizt. Flestir lögfræðinga þeirra hafa sagt sig frá málinu og stutt kröfur hermdarverkamannanna. Eftir að úrskurður dómstólsins um þetta efni hafði verið kveðinn upp var réttarhöldunum frestað þar til um miðja næstu viku. Lögregla leitaði í dag ákaft að Aldo Moro leiðtoga kristilegra demókrata en án nokkurs árangurs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.