Morgunblaðið - 23.03.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 23.03.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 3 Minnisblað lesenda MORGUNBLAÐIÐ hefur aö venju leitað upplýsinga, sem handhægt getur veriö fyrir lesendur þess að grípa til um bænadagana og páskahátíðina. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhringinn, sími 81212. Slökkviðliðið í Reykjavík, sími 11100, í Hafnarfirði 51100. ' Bilanir. Hitaveitu- og vatns- veitubilanir skal tilkynna til Vélamiðstöðvar Reykjavíkur- borgar, en þar verður vakt alla hátíðisdagana í síma 27311. Símabilanir tilkynnist í síma 05. Sölututurnar verða opnir eins og venjulega á skírdag, laugardag fyrir páska og á annan í páskum. Hins vegar eru þeir lokaðir á föstudaginn langa og á páskadag. Vcrzlanir verða lokaðar frá og með skírdegi til og með annars í páskum. Þó verður opið frá klukkan 09 til 12 á laugardag fyrir páska. Lögreglan í Reykjavík, sími 11166, upplýsingasími 11110, í Kópavogi 41200 og í Hafnar- firði sími 51166. Sjúkrabifreið í Reykjavík, sími 11100, í Hafnarfirði •51100. Læknavarzla — Nætur- og helgidagavakt er fram til klukkan 08 á þriðjudagsmorgun 28. marz í síma 21230. Bensínafgreiðslur verða opnar á skírdag frá klukkan 09.30 til kl. 11.30 og frá klukkan 13 til 18. Á föstudaginn langa er lokað, en á laugardag fyrir páska er opið eins og venjulega frá klukkan 07,30 til 21.15. Stöðvarnar eru lokaðar á páska- dag, en opnar á annan í páskum frá klukkan 09.30 til 11.30 og frá klukkan 13 til 18. Strætisvagnar Reykjavíkur. Tannlæknavarzla — Neyðar- vakt verður í Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg alla bænadagana, laugardag fyrir Páska og báða páskadagana frá klukkan 14 til 15. Lyfjavarzla — Á skírdag yerður nætur- og helgidagavakt 1 Garðsapóteki, en auk þess er Lyfjabúðin Iðunn opin til klukkan 22. Á föstudaginn langa, laugardag, páskadag og annan í páskum verður nætur- °K helgidagavakt í Lyfjabúð Breiðholts, en auk þess verður Apótek Austurbæjar opið alla Pá sömu daga til klukkan 22, öema á páskadag. Messur. Tilkynnipgar um jnessur og guðsþjónustur yfir hátíðarnar eru birtar á öðrum stað í blaðinu í dag. Utvarp, sjónvarp. Dag- skráin er birt í heild á öðrum stað í blaðinu í dag. Á skírdag verða vagnarnir í förum eins og á venjulegum sunnudegi. Á föstudaginn langa hefst akstur vagnanna klukkan 13 og er ekið samkvæmt tíma- töflu helgidaga í Leiðabók SVR. Á laugardag verður akstri vagn- anna háttað sem á venjulegum laugardegi, en á páskadag hefst akstur kluVkan 13 og er ekið samkvæmt tímatöflu helgidaga í Leiðabók. Á annan í páskum er akstri vagnanna háttað sem á venjulegum sunnudegi. Strætisvagnar Kópavogs — Á skírdag og á annan í páskum hefst akstur vagnanna klukkan 10 og er ekið samkvæmt tíma- áætlun helgidaga í leiðabók vagnanna. Á laugardag fyrir oáska er ekið sem á venjulegum laugardegi, en á föstudaginn langa og á páskadag hefst akstur vagnanna klukkan 14 og er þá ekið samkvæmt tíma- áætlun helgidaga í leiðabók vagnanna. Reykjavík — Hafnarfjörður, Landleiðir h.f.: Akstri vagnanna verður hagað á laugardag fyrir páska sem um venjulegan laugardag væri að ræða. Hina dagana verður ekið eins og á sunnudegi. Hefst akstur klukkan 10 á skírdag og á annan í páskum, en klukkan 14 á föstudaginn langa og á páska- dag. 4 vor- feröunurnr Sérsíakuf ^árnaafsláttur GreiösJusfftJrn átar Enginn baðstaður Evrópu getur nú keppt við Costa del Sol, Miðjarðarhafsströnd Andalúsíu, með besta loftslag álfunnar, náttúrufegurð, sem óvíða á sinn líka, einkum á vorin þegar allur gróður er í glóma. Enginn staður í álfunni tryggir ferða- manninurii betur hinn eftirsótta fagur- brúna hörundslit, því að hér skín sólin frá morgni til kvölds í a.m.k. 320 daga ársins án þess að geislar hennar verði óþægilega heitir. Allar upplýsingar um Útsýnar- feröir 1978 eru í Útsýnarblaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu í gær. ÞAÐ ER MEÐ ÚTSÝN, SEM FERÐIN BORGAR SIG Austurstræti II. hæd, sími 26611. 17, Utsýnar- kvöldið að Hótel Sögu 2. í páskum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.