Morgunblaðið - 23.03.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 23.03.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 11 r r Olafur Emilsson formaður HIP: Grípa verður til aðgerða þegar félaginu er storkað „Ég mun ekki greiða sektina,” segir einn hinna sektuðu prentara EINS og frá var greint í Morgunblaðinu í gær, sekt- aði Hið íslenzka prentara- félag 5 akureyska prentara fyrir að hafa unnið verk- fallsdagana 1. og 2. marz siðastliðinn. Þrír prentarar fengu 50 þúsund króna sekt, einn 10 þúsund króna og einn 5 þúsund krónur. Vegna rúmleysis í blaðinu í gær, var ekki unnt að birta umsagnir aðila þessa máls í heild. Morgunblaðið ræddi í fyrradag við einn þeirra prentara, sem sektaður hefur verið, Einar Árna- son, sem vinnur hjá Valprent á Akureyri. Einar kvaðst hafa hald- ið í upphafi, að þetta verkfallsmál yrði sem í öðrum félögum, að lagt yrði að mönnum að hætta vinnu, en það yrði mönnum þó í sjálfsvald sett. „Okkur fannst þessi ákvörðun félagsins algjörlega óþörf, vissum að verkfallið var ólöglegt, svo að við ákváðum hér þrír hreinlega að vinna. Þessi ákvörðun félagsins að skikka menn til þess að vinna ekki, hleypti aðeins illu blóði í okkur." Einar sagði að þrír fulltrúar HÍP hefðu síðan komið til þeirra umræddan verkfallsdag, tveir starfsmenn Prentverks Odds Björnssonar og einn úr Prent- smiðju Björns Jónssonar, trúnaðarmenn félagsins. Mæltust þeir til þess, að prentararnir við Valprent hættu störfum, en þeir neituðu. „Svo hringdi formaðurinn í okkur eftir hádegið," sagði Einar Árnason, „og reyndi að fá okkur til að hætta. Þeir hótuðu okkur sektum og brottvísun úr félaginu og ég veit ekki hvað og hvað. Vorum við ákveðnir að láta reyna á þetta. Svo gerist það að prentar- ar í POB ákveða að skrifa heldur vinalegt bréf til prentarafélagsins. Ég þori ekki að fullyrða efni bréfsins, en við höfum heyrt, að þeir krefðust þyngstu refsingar yfir okkur. Ef þeir megi eljki gera neitt, þurfi að klekkja á okkur. Virðist svo sem þeir hafi talið ástæðu til að herða eitthvað á formanninum." „Síðan fáið þið bréf frá HÍP?“ „Síðan gerist ekki neitt og þeir fara að verða eitthvað órólegir í POB og hringja suður til þess að fylgjast með því hvað sé að gerast. Kom svo í síðustu viku express-ábyrgðarbréf á allt liðið, 50 þúsund króna sekt á mann.“ „Og ef þið ekki borgið hana, þá hvað?“ „Ég veit í raun ekki, hvað gerist," sagði Einar, „en það kemur aldrei til að maður borgi þessa sekt, a.m.k. ekki ég, og ég efast um að nokkur hér geri það. Við höfum ekki gert neitt í þessu enn, en finnst þetta anzi hart. Formaðurinn sagði í símtali við okkur, að hann vissi að hann ætti von á málssókn frá prentsmiðju- AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA eigendum og sagðist jafnframt gera sér grein fyrir því, að prentarafélagið tapaði því máli. Ég sagði að okkur þætti það anzi skrítið, að það væri verið að hóta okkur fjársektum og jafnvel brott- rekstri úr félaginu fyrir að brjóta ekki landslög. Sagði hann þá, að þetta ætti ekki að vera mál okkar heldur félagsins. Sagði ég þá, að við teldum hreinlega að við værum að hafa vit fyrir þeim. Það vildi hann ekki — hér væri aðeins um að ræða mál félagsins." „Við hér erum ekki sérlega ánægðir með vini okkar í POB. Okkur fannst þetta algjör óþarfi af þeirra hálfu. Þeir bentu alltaf á það, að stjórn prentarafélagsins væri löglega kjörin stjórn og væri þar með fær um að dæma um það, hvort við ættum að fara í verkfall. Við svöruðum því þá til, að þá hlyti hún einnig að vera einfær um að dæma í okkar máli — því þyrfti ekki sérstakt bréf frá POB til þess. Þá höfum við heyrt um fleiri vinnustaði, m.a. í Reykjavík, sem prentarar voru við vinnu umrædda daga, en þeir hafa ekki fengið neina sekt.“ „En var ekki unnið í annarri prentsmiðju á Akureyri en Val- prent?" „Jú, í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar. Þar unnu tveir, en hættu, þegar trúnaðarmennirnir komu. Þeir fengu 5 og 10 þúsund króna sekt. Er mér ekki ljóst, hvers vegna þeir fengu mismunandi sektir. Þá höfum við heyrt frá starfsmanni POB, að hann hafi skrifað undir bréfið, þar sem ef stjórn prentarafélagsins hefði ekki sektað okkur, þá hefði hann talið sig geta gert hvað hann vildi í næsta verkfalli og þyrfti ekki að fara eftir ákvörðunum félagsins." Mbl. ræddi í fyrrad. við Ólaf Emilsson, formann Hins íslenzka prentarafélags, um þessi mál.. Hann sagði: „Á félagsfundi í félaginu var ákveðið að taka þátt í samræmdum aðgerðum verka- lýðsfélaganna til þess að mótmæla kjaraskerðingunni, sem leiðir af lögum ríkisstjórnarinnar. Full- trúaráðsfundur haldinn nokkrum dögum seinna ræddi ástandið á hverjum vinnustað, og komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri um annað að ræða en senda út formlega tilkynningu til félags- manna á grundvelli samþykktar félagsfundarins um að öllum félagsmönnum sé skylt að leggja niður vinnu." Morgunblaðið ræddi í fyrradag við Ólaf Emilsson, formann Hins „Þetta er löglega gerð samþykkt í félaginu," sagði Ólafur Emilsson, „fyrst á félagsfundi en síðan í fulltrúaráði og það verða allir félagsmenn að hlýða lögum og löglega gerðum samþykktum inn- an félagsins hverju sinni. Eftir- litsmenn félagsins komu að þess- um mönnum við vinnu. Létu þeir okkur um leið vita. Hið sama gerðist í hinu tilfellinu hjá Skjald- borg — Prentsmiðju Jóns Björns- son. Eftir að ég hafði fengið vitneskju um að þeir væru allir að vinna, 3 í Valprenti og 2 í Skjaldborg, þá hringdi ég og talaði við mennina. Bað ég þá um að virða samþykktir félagsins, sem væru löglega gerðar og leggja niður vinnu. Þeir vildu ekki hlíta þessum samþykktum félagsins og sögðust ætla að vinna áfram hjá Valprenti, en þeir í Skjaldborg sögðust mundu leggja niður vinnu þá um leið og símtalinu lauk. Eftir á kom í ljós að þeir höfðu gert það i Skjaldborg, unnu þvi aðeins 2 tíma annan daginn, en á hinum vinnustaðnum unnu þeir báða dagana, þrátt fyrir að ég ítrekaði við þá að félagið hlyti að grípa til i .^i,n,hygfra,. róóa. t ,ef. rnenn ,brytua Fjallað m.a. um geimgeisla og virkjun hraunhita í Eyjum löglega gerðar samþykktir félags- ins. Þegar stjórn og fulltrúaráði félagsins er storkað svona, er ekki um annað að ræða en grípa til einhverra aðgerða. Aðgerðir voru þær að þeir voru sektaðir í samræmi við heimild í félagslög- um um 50 þúsund krónur hver í Valprenti, en í Skjaldborg var annar sektaður um 10 þúsund krónur, vegna þess að þar var um ítrekað brot að ræða, en í hinu tilfellinu um 5 þúsund krónur, þar sem þar var fyrsta brot og hann lagði niður vinnu, þegar við hann var rætt.“ Að lokum sagði Ólafur Emils- son: „Ég harma að þessir menn skuli ekki virða samþykktir félags- ins, þar sem félagið er alltaf að berjast fyrir hagsmunum félags- manna og það er erfitt að halda uppi baráttu fyrir félagsmenn, ef ekki er samstaða fyrir hendi um þau mál, sem samþykkt hafa verið." A VEGUM Eðlisfræðifélags Is- lands verða á næstunni haldin fimm fræðsluerindi um eðlisfræði- leg efni. Þau verða vikulega á þriðjudögum kl. 16:30 í kennslu- stofu 158 í húsi Verkfræði- og raunvísindadeildar háskólans við Hjarðarhaga og hefjast í vikunni eftir páska. Erindin eru þessi: 28. mars Jakob Yngvarsson: Þróun skammtasviðsfræðinnar. 4. apríl Einar Júlíusson: Geim- geilsar. 11. apríl Jón Pétursson: Ljós í leiðslum og rásum. 18. apríl Rögnvaldur Ólafsson: Ofurleiðni. 25. apríl Sveinbjörn Björnsson: Aðferðír til virkjunar hraunhita í Vestmannaeyjum. Ollum er heimill aðgangur að erindum þessum. Eðlisfræðifélag íslands var stofnað á síðasta ári og er því m.a. ætlað að beita sér fyrir fræðslu um eðlisfræðileg efni fyrir eðlis- fræðinga og aðra áhugamenn. Það er fyrst og fremst félag eðlisfræð- inga og annarra, sem menntun hafa hlotið í eðlisfræði eða skyld- um fræðasviðum, svo sem jarð- eðlisfræði, stjörnufræði og eðlis- verkfræði, en öðrum áhugamönn- um um eðlisfræði stendur til boða að tengjast félaginu með því að gerast aukafélagar. I stjórn félagsins eru prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson, dr. Guð- mundur Pálmason og Þórir Ólafs- son, menntaskólakennari. Jk. G F — 1704 H/E TÆKIÐ ER MEIRA EN BARA FERÐATÆKI Auk margra aukahluta hef- ur þaS sérstakt mikrafón kerfi sem gerir þér kleift að syngja me8 þinni upp- áhaldshljómsveit eða söngvara. E8a a8 búa til þinn eigin skemmtiþátt þar sem þú ert ~>sjálfur kynnirinn. Gefur til kynna í upptöku pegar skipta parf um rafhlöóur. Auk fjölda annarra atriSa sem skipta máli SHARPGF 1 704 er tæki sem vert er aS skoða og hlusta á Hljómdeild Simi frá skiptiborði 28155 ific Automatic Level Control sér um a8 upptaka sé jöfn. LED 5íuto Sjálfvirkur stoppari slekkur á tækinu þegar bandiS er búiS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.