Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
Vegur lagður
ad Hólmi
- saltið kom-
ið í land
Ólafsfirði, 6. apríl.
NÚ ER lokið við að koma á land
saltinu sem var um borð í
færeyska skipinu Hólmur og
ennfremur er búið að dæla
olíunni, sem var í skipinu á
land. Áður en hafist var handa
við að ná saltinu úr skipinu var
rutt upp vegi út að síðu
skipsins. Síðan var farið þang-
að með krana og mokaði hann
síðan saltinu úr lest skipsins á
vörubíla. Þá komu olíubílar út
á veginn og dældu olíunni upp
úr skipinu.
Hér er ekki kunnugt um
neina menn, sem hafa sýnt
verulegan áhuga á að kaupa
skipið, neraa hvað tveir hafa
komið tii Ólafsfjarðar til að
skoða það.
Bezta verður er nú á Ólafs-
firði, ládeyða svo mikil, að ekki
örlar á steini.
Jakob.
Lektorsstaða
í lagadeild:
2 umsækjenda
fengu jafn
mörg atkvæði
NÝLEGA rann út um-
sóknarfrestur um lektors-
stöðu við lagadeild Há-
skóla íslands. Þrír sóttu
um stöðuna og voru greidd
atkvæði um umsækjendur
innan lagadeildarinnar og
tóku prófessorar og dó-
sentar þátt í þeirri at-
kvæðagreiðslu. Svo fór að
tveir umsækjendur fengu
jafn mörg atkvæði eða 4,
þau Guðrún Erlendsdóttir
lögfræðingur og Björn Þ.
Guðmundsdon borgardóm-
ari. Menntamálaráðherra
veitir stöðuna.
INNLENT
MíJMSfM
Kjarasamningar voru undirritaðir 21. marz s.l. á milli Flugleiða og Félags flugumsjónarmanna á íslandi.
Myndin var tékin við það tækifæri, en á henni eru frá vinstrii Grétar Br. Kristjánsson, forstöðumaður
fiugstöðvadeiidar, Jón Júlíusson framkvæmdastjóri stjórnarsviðs og formaður samninganefndar, Júlí
Sæberg flugumsjónarmaður, Gunnar Jóakimsson viðskiptafræðingur, Ólafur Stefánsson flugumsjónar
maður og Valur Helgason flugumsjónarmaður. Á myndina vantar Má Gunnarsson, starfsmannastjóra
Flugleiða og nokkra samningamenn flugumsjónarmanna.
Allsherjamefnd Sameinaðs Alþingis:
Þrir á móti þjóðar-
atkvæði um bjórinn
- f jórði nefndarmaðurinn vill að
málið verði lagt ákveðnar fyrir
MBL. LEITAÐI í gær til þeirra
fjögurra þingmanna í allsherjar-
nefnd Alþingis, sem ekki standa
að því áliti að mæla mcð sam-
þykkt tillögu um þjóðaratkvæða-
greiðslu um áfcngt öl. Eins og
Mbl. skýrði frá í gær hafa þcir
Ellert B. Schram, ólafur G.
Einarsson og Magnús Torfi Ólafs-
son lagt fram nefndarálit með-
malt þjóðaratkvæðagreiðslu, en
þrír aðrir nefndarmenn voru
fjarverandi, er málið var afgreitt
í ailsherjarnefnd. en nefndar
menn eru sjö talsins. í samtali við
Mbl. boðar fjórði þingmaðurinn
sem viðstaddur var afgreiðsluna,
Jón Helgason. álit sitt og Jónasar
Árnason gcgn þjóðaratkvæða-
grciðslu og Jón Skaftason segir,
að hann sé á móti því að leggja
málið fyrir þjóðaratkvæði. Sjö-
undi nefndarmaðurinn, Lárus
Jónsson, segir í samtali við Mbl.,
að hann telji eðlilegt að láta fara
fram þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið. cn það verði að gerast með
miklu ákveðnari hætti en gert er
ráð fyrir í áliti þeirra Ellcrts,
Ólaf s og Magnúsar. Mbl. sneri sér
í gær til nefndarmannanna fjög-
urra og spurði þá, hvaða afstöðu
þeir hefðu til þjóðaratkvæðis um
bjórmálið og um afstöðu þeirra
til málsins cfnislega. Svör þeirra
fara hér á eftir>
„Ég er algjörlega andvígur því
að skjóta bjórmálinu til þjóðarat-
kvæðagreiðslu,“ sagði Jon Helga-
son, en hann sat fund allsherjar-
nefndar, þar sem málið var
„ÞAÐ hefur komið til tals milli
sjálfsta'ðismanna hér f Kópavogi
að athuga möguleika á sérstöku
framboði,“ sagði Eggert Stcinsen.
verkfræðingur í Kópavogi. í
samtali við Mbl. í gærkvöldi.
„Ástæða þessa er sú að niðurstöð-
ur prófkjörsins. sem hér fór
fram. voru ekki í heiðri hafðar.
þegar gcngið var frá framboðs-
afgreitt. „Ég mun síðar skila áliti
ásamt Jónasi Árnasyni, þar sem
við ætlum að leggja til að þings-
ályktunartillagan verði felld."
Jón sagði, að hann væri „á móti
bjórmálinu sem slíku“og kvaðst
Forsætis-
ráðherra
á fundi á
Hvanneyri
AÐALFUNDUR sjálfstæðisfélags-
ins í Borgarfirði verður haldinn að
Hvanneyri í dag. Fundurinn hefst
klukkan 14 og mun Geir Hall-
grímsson, forsætisráðherrá,- flytja
þar ræðu um stjórnmálaviðhorfin.
SOVÉZKA utanríkisráðuneytinu
hefur verið afhent svar Geirs
Hallgrímssonar, forsætisráðherra,
við bréfi sem honum barst frá
Leonid Brezhnev, forseta Sovét-
listanum á miðvikudagskvöldið.“
Eggert Steinsen sagði, að á
fundi fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Kópavogi á miðviku-
dágskvöldið hefði m.a. verið felld
tillaga hans um að láta niðurstöð-
ur prófkjörsins gilda fyrir sex
efstu sæti listans og að listi sá,
sem ákveðinn var á fundinum væri
í litlu samræmi við niðurstöður
prófkjörsins.
telja rangt, að Alþingi skyti sér
undan því að taka afstöðu í
málinu.
XXX
„Ég hef aldrei litið á bjórinn
sem stórmál. Ég er með þjóðarat-
kvæðagreiðslum um stærri mál, en
bjórinn fellur ekki undir þá
skilgreiningu í mínum huga,“
sagði Jón Skaftason, alþingismað-
ur, en hann var fjarverandi, þegar
málið var afgreitt frá allsherjar-
nefndinni. „Ég er hins vegar
reiðubúinn til að taka efnislega
afstöðu til þess, hvort leyfa eigi
bjórinn eða ekki, en að vísa málinu
til þjóðaratkvæðagreiðslu tel ég
vera tilraun til að skjóta sér undan
því að taka afstöðu til málsins.
Ég var á sínum tíma meðflytj-
andi að bjórfrumvarpi, en afstaða
mín til málsins nú er töluvert
önnur en þá var. Það gæti alveg
eins farið svo að ég greiddi
atkvæði þveröfugt við það, sem ég
gerði þá. Það, sem hefur breytt
minni afstöðu, er það, sem ég hef
séð gerast hjá nágrannaþjóðum
Framhald á bls. 28
ríkjanna, 5. janúar s.l. um fram-
leiðslu nifteindasprengjunnar. Var
öllum stjórnarleiðtogum ríkjanna,
sem þátt tóku í Öryggisráðstefnu
Evrópu sent slíkt bréf.
í frétt frá forsætisráðuneytinu
segir að í svari sínu minni
forsætisráðherra á þá alkunnu
staðreynd að íslendingar hafi ætíð
verið andvígir hvers konar gjör-
eyðingarvopnum. Með stofnaðild
sinni að Atlantshafsbandalaginu
hafi þeir tekið þátt í sameiginleg-
um aðgerðum bandalagsríkjanna
til að tryggja eigið öryggi og alls
Norður-Atlantshafssvæðisins.
Þátttaka landsins í bandalaginu
sé sérstæð að því leyti, að ísland
er vopnlaust. Forsætisráðherra
ítrekar þá stefnu íslenzku ríkis-
stjórnarinnar að stefnt skuli að
raunhæfri allsherjar afvopnun en
segir, að það takmark náist ekki
nema kjarnorkuveldin sameinist
um frekari aðgerðir til að ná
samkomulagi á öllum sviðum
afvopnunar,- en það sé skylda
þeirra.
Kópavogur: Sérstakt
framboð sjálfstæðis-
manna til umræðu
Geir svarar Brezhnev:
Stefnt skuli að raunhæfri
allsherjar afvopnun
Árvakur frá
störfum um
ófyrirsjáan-
legan tíma
VARÐSKIPIÐ Árvakur verður
frá störfum um ófyrirsjáanleg-
an tíma vegna bilunarinnar,
sem varð í vél skipsins.
Sveifarásinn er mikið
skemmdur og nú er verið að
kanna, hvort unnt er að gera
við hann, eða panta verður
nýjan erlendis frá.
15 erlendir
línuveiðarar
FIMMTÁN erlendir línuveiðar-
ar eru nú á íslandsmiðum; tólf
færeyskir og þrír norskir.
Færeyingarnir voru vestur af
Snæfellsnesi í gær, en tveir
Norðmannanna um 100 sjómíl-
ur vest-suð-vestur af Reykja-
nesi og sá þriðji suðvestur af
Surtsey.
Yfirkjör-
stjórn við
borgar-
stjómarkjör
BORGARRÁÐ hefur lagt til við
borgarstjórn að eftirtaldir
menn skuli skipa yfirkjörstjórn
við borgarstjórnarkostningarn-
ar sem fram eiga að fara 28.
maí nk.: Björgvin Sigurðsson
hri., Guðmundur V. Jósefsson
gjaldheimtustjóri og Ingi R.
Helgason hrl., en til vara
Hjörtur Torfason hrl., Helgi V.
Jónsson hrl. og Arnmundur
Bachman hdl.
Stolið úr
bátum í
Hafnar-
fjarðarhöfn
ÞJÓFAR voru á ferð í Hafnar-
fjarðarhöfn á þriðjudagskvöld-
ið og stálu þeir dýrum búnaði
úr tveimur bátum. Úr Blika GK
hirtu þeir rafmagnshandfæra-
rúllu, sem kostar á annað
hundrað þúsund krónur og úr
minni bát var stolið netarúllu,
sem kostar rúmar 200 þúsund
krónur. Mál þessi eru í
rannsókn.
Skelli-
nöðru
stolið
UM síðustu helgi hvarf skelli-
naðra frá húsinu nr. 12 við
Skaftahlíð í Reykjavík. Hefur
það gerzt milli kl. 23:30 og 1:30
aðfararnótt aunnu(^a8s'ns 2.
apríl. Er þetta Susuki AZ-50
árgerð 1973 og er bensíntankur
hennar gulur að lit.
Skrásetningarnúmer hennar er
R-636 og eru þeir sem orðið
hafa hennar varir beðnir að
snúa sér til lögreglunnar.