Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Skógrækt á íslandi Þaö mun vera nokkuö sam- dóma álit manna, aö samfellt gróöurlendi á íslandi hafi verið um 50 hús km’ áður fyrr eöa um helmingur alls landsins, en nú er samfellt gróðurlendi aöeins um 20 pús km’. Af upphaflegu gróöurlendi voru um 40 pús km’ vaxnir birki- gróðri í einhverri mynd, skógum og einkum kjarri, og varöi hann gróður- lendíð og jaröveginn fyrir upp- blæstri, skriðuföllum og vatns- rennsli. Nú eru aöeins 1250 km’ landsins paktir kjarri og helmingur pess á mjög í vök aö verjast sakir ofnotkunar, pannig að stöðugt sígur á ógæfuhliðína. Ýmsir telja, aö nú sé frjósemi jarðvegs hér á landi einung- is brot af pví, sem áöur var, pegar gróðurlendi var meira og skógar og kjarr settu svip á landíð í mun ríkara mæli en nú er. Það er göfugt hlutverk að spyrna við fótum og reyna að endurheimta pað, sem glatazt hefur i pessum efnum. Skógrækt ríkisins og skógræktarfé- lög hafa unnið mikið starf og raunar snúið vörn í sókn. Mikið hefur áunnizt og ætla má, að með aukinni skógrækt sé unnt að græða landið, svo að pað minni í framtíðinni meir á pað, sem var í árdaga íslands- byggðar. Að pví eigum við að stuðla. Við eigum að rétta peim hjálpar- hönd, sem vinna peitta pjóöprifa- starf, en hitt er svo rétt, aö skógar eiga ekki heima alls staöar á Íslandí og menn eiga að fara varlega, pegar peir ákveða skóglendi, pví að skógrækt getur spillt landslagi, par sem hún á ekki við, á sama hátt og hún er stórkostlegur fengur, par sem hún er til skjóls og skrausts, svo að ekki sé talað um fjárhagslegan ávinning af skógræktarstarfsemi. Skógrækt ríkisins og Skógræktar- félag íslands gangast nú fyrir fræðslusýningu, „Skógrækt á ís- landi", í Norræna húsinu og ættu menn aö kynna sé sýningu pessa og leggja við hlustirnar, pegar rætt er um skógrækt og framtíð hennar hér á landi. Verður kynningarstarfsemin vonandi til pess að auka enn áhuga íslendinga á skógrækt og efla starfsemi skógræktarmanna. Skógræktin í landinu stefnir m.a. að verndun peírra leifa af kjarri og skógi, sem 1100 ára búseta hefur skiliö eftir. Þá er unniö að pví aö endurheimta landgæði með kjarri og skógargróðri. Friðun lands á vegum skógræk tarinnar hefur sýnt, að undirgróöur skóglendanna (birki- skóglendi) skilar af sér tveimur til premur sinnum meiri afrakstri en gróður á bersvæði. Að skógræktarstarfínu vinna auk Skógræktar ríkisins fjölmörg skóg- ræktarféiög áhugamanna, eins og kunnugt er. Skógræktarfélögin eru nú 31 að tölu og innan peirra eru rösklega 7000 manns. í skógræktar- starfinu er m.a. unnið að jarðvegs- og gróðurvernd, ræktun nytjaviðar á völdum svæðum, prýöi og varðveizlu útivistarsvæða, einkum í péttbýli, en peirra pekktust eru Heiðmörk og Kjarnaskógur við Akureyri, en auk pess eru öll friöiönd skógræktar- manna opin almenningi. Þá er unnið að ræktun skjólbelta o.s.frv. Mjög hefur gengið á nytjaskóga í heiminum á undanförnum árum, en pví hefur verið spáð, aö viðarparfir aukist mjög frá pví, sem nú er. Afurðir skóga eru ekki aðeins timbur, heldur er mestur hluti pess pappírs, sem notaöur er í heiminum, unninn úr viði, auk pess er margvís- legur annar iönaðarvarningur unninn úr skógi og sífellt bætast fleiri greinar iðnaðar við, par sem viður er hráefni. i Vestur-Evrópu hafa viðarparfir veriö meiri en framleiðsl- an og hefur mismunurinn verið jafnaður með innflutningi viðar frá Kanada og Rússlandi. Pví hefur verið spáð, aö viðarparfir V-Evrópu Þre- faldist á árunum 1975—2000, en afrakstur skóga í V-Evrópu getur aftur á móti ekki aukizt að marki næstu árin, pví aö peir eru fullnýttir. Það er pví viðbúið, að skógarafurðir hækki til muna í verði. Hákon Bjarnason, fyrrum skógræktarstjóri, hefur bent á pað í erindi, sem hann flutti nýlega um skógrækt, að menn hafi treyst pví fyrir nokkrum árum að sækja mætti við og timbur til hitabeltisins, en sú von hefur að mestu reynzt tálvon af mörgum orsökum, sem of langt væri upp að telja. í Evrópu eru miklar lendur, sem fyrrum voru skógi vaxnar, en eru nú til lítilla nytja. „Enda pótt víða séu nú uppi miklar ráðageröir um að auka og stækka skóga V-Evrópu,“ segir Hákon Bjarnason ennfremur, „munu engar teljandi nytjar fást af peim fyrr en á öðrum tug næstu aldar. Því verður enn að leita á náðir Kanada og Rússlands næstu áratug- ina ...“ Kanadamenn hyggjast auka viðarframleiðslu sína, en peir munu fyrst og síðast sinna sívaxandi pörfum Bandaríkjanna. Viðarút- flutningur peirra til V-Evrópu gæti pví senn verið úr sögunni. Rússar geta enn um sinn selt við og timbur, en peir purfa aö sækja pessi gæði æ lengra inn í Síberíu. Enginn vafi er á pví, að pað muni hafa síaukinn kostnaö í för með sér. Því má búast við, að verð á skógarafurðum tvö- faldist eða jafnvel prefaldist á næsta aldarfjórðungi, en olíukreppa gæti aukið pessa veröhækkun til muna og ætti pví hver maður að sjá í hendi sér hvílík nauösyn er á pví, að við eflum skógrækt eftir fremsta megni. En getur pað haft einhverja raun- hæfa pýðingu fyrir okkur, munu ýmsir spyrja? Við skulum láta Hákon Bjarnason svara pessari spurningu. Hann segir í fyrrnefndu erindi: „Þeir menn eru pví miður alltof fáir hér á landi enn sem komið er, sem gera sér Ijóst, að við gætum framleitt um 90% af peim viði, sem notaður er á ári hverju. Til pess að fullnægja viðarpörfum okkar í dag pyrfti ekki stærra landsvæði en tvisvar sinnum, eða tveim og hálfu sinni stærð pingvallavatns, og vilji menn gera sér paö ómak að líta á íslandskort munu peir sjá, að pað er ekki stór hluti af byggðu bóli á íslandi. Og slíkt landsvæði mundi gefa af sér sama viðarmagn á ári hverju um alla framtíð." Hann bætir pví við, að óhætt sé að fullyrða, að mjög viða sé unnt að rækta hér á landi hraðvaxna skóga sem gætu gefið af sér mikið timbur í framtíðinni, ef rétt væri á haldið og við hagnýttum okkur pá reynslupekkingu, sem nú liggur fyrir af löngu og merkilegu starfi ís- lenzkra skógræktarmanna. Innflutningur á trjáplöntum hefur reynzt vel. Sitkagreni virðist bæði harögerara og vindpolnara en ís- lenzka birkið, ef fræ er sótt til nógu norðlægra staöa. Þá er reynsla okkar af ræktun skóga komin svo langt, að flestar pær trjátegundir, sem fluttar hafa verið til landsins úr héruðum með svipaö verðurfar og hér er, hafa pegar borið proskað fræ. Sumar hafa sáð sér sjálfar út um skógana og landið umhverfis og pað sýnir betur en nokkuö annað, að ræktun peirra er örugg og bíður framtíöarinnar. Þess má og geta, að haustið 1976 var safnaö um 30 kg af sitkagrenifræi auk fræs af öðrum tegundum s.s. rauðgreni, hvítgreni, blágreni og svartgreni, stafafuru, sveigfuru, lindifuru og broddfuru. Fræið var yfírleitt vel proskað og sumt með árætum. Þessar innfluttu trjátegund- ir hafa unnið sér pegnrétt í íslenzk- um gróöri og eigum við eftir að hafa af peim yndi og unað í síauknum mæli. Framtiöin mun áreiðanlega eiga eftir að pakka og blessa störf peirra, sem lagt hafa eitthvað af mörkum til pess, að pau skóglendi nái proska, sem nú eru óðum aö vaxa úr íslenzkum jarðvegi. Og nú pegar er Heiðmörk að verða eftir- sóknarverðasti útivistarstaöur höfuðborgarbúa á sumrin. Lista- skáldið góöa, Jónas Hallgrímsson talar jafnvel í sömu andránni um skógrækt og frjálsa menn — og má minnast pess. En fjármunir til skógræktar eru nú orðnir of litlir. Skógræktarmenn verða að draga saman seglin, ef ekkert verður að gert. Við blasir, að fjárfesting til peirra getur ekki staöið undir ööru en föstum kostnaöi, svo að ekkert verður eftir til fram- kvæmda. Morgunblaöíð heitir pví á alla, sem geta, að leggja skógrækt- inni liö, svo að peir aöílar, sem sinna henni geti starfað eðlilega. Sú hugsjón Valtýs Stefánssonar, rit- stjóra blaðsins, ætti að vera okkur öllum í senn hvatning og leiðarljós. Jón Sveinsson forstjóri Stáivíkur með módel af skrokk nýja togar- ans. Ljósm. Mbl.i RAX. „Ákveðið er að á þessum togara verður stýranlegur skrúfuhringur og verður ábyggt stýri á hann. Þá er ákveðið að aftast á vinnuþilfari verði vatnsþétt þil, til að fyrirbyggja að sjór geti fyllt vinnuþilfariö, ef hann kemst niður í gegnum fiskilúguna. Þetta er öryggisatriði, sem Hjálmar R. Bárðar- son siglingamálastjóri hefur lagt mikið uppúr, en hann hefur fylgst náið með hönnun þessa togara og var m.a. viðstaddur módelprófanirnar í Lyng- by.“ Stálvík er nú að Ijúka við smíöi togara fyrir Saefinn h.f. og verður smíöi hans lokið í næsta mánuöi. Að sögn Jóns, þarf fyrirtækið að vera byrjað á smíði nýja togarans áöur, og þarf því að geta byrjað smíði hans í þessum mánuði. Er áætlaður smíöatími nýja skipsins aðeins 8 mánuðir, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Ný gerð skuttogara hjá Stálvík: ari af minni gerð Olíusparnaðurinn allt að Skipasmíðastööin Stálvík í Garöabæ er um þessar mundir að hefja smíði á 499 tonna skuttogara. Það þykir svo sem ekki merkilegt nú til dags, að hafin er smíði skuttogara hjá Stálvík eða Sliþpstöðinni á Akureyri, en togarinn sem Stálvík er nú aö hefja smíði á, er með algjörlega nýju botnlagi. Módel af þessum nýja togara hafa verið reynd í Skibsteknisk Laboratorium í Lyngby í Danmörku, og útkoman er sú aö hinn nýi togari á aö eyða 39% minna af olíu en meðalskut- togari af minni gerð eyddí á íslandi á s.l. ári, en þá eyddu minni skuttogar- arnir olíu fyrir um 49—50 milljónir króna að meðaltali. Togarinn, sem Stálvík er nú að hefja smíði á, hefur alfarið verið hannaður af íslenzkum tæknifræðingum, en aðalhöfundur skrokksins er Sigurður Ingvason skiþatæknifræðingur, sem starfar í Svíþjóð. Þegar Morgunblaöið hafði samband við Jón Sveinsson forstjóra Stálvíkur sagði hann, aö sem kunnugt væri heföi Sigurður Ingvason innt af hendi mikla vinnu við íslenzkan skipasmíðaiðnað og s.l. sumar hefði hann lokið við skýrslu um þróunaráætlun tslenzkrar skipasmíði. Aður hafði Sigurður verið einn af forstjórum Kockums í Svíþjóð, en ræki nú sjálfstæöa skipateiknistofu þar. „Það var í framhaldi af þessu. sem við fengum Sigurð til aöstoöar við okkur, og byrjaði hann á aö hanna nýja skuttogara frá grunni, skip sem er 56 metra langt og 499 brúttórúmlestir. Nú er undirbúningur smíöi þessa skips þaö langt kominn, aö Siglingamála- stofnun ríkisins er búin aö samþykkja gerð hans. Tilraunir með módelið af togaranum gengu mjög vel og miðað við gefinn hraða er olíusparnaðurinn 39%, og er þá gengiö út frá svipaöri stærö togara. Við hönnun togarans höfum við þrjú aöalmarkmið þ.e.: 1. Vandaö skiþ, er henti til fiskveiða við ísl. aöstæöur; 2. Betra skipslag er leiði til olíusparnaö- ar; 3. Betri hönnun, er leiði til vinnusparnaðar og lægra verðs, betri rekstarafkomu í skipasmíöi og út- gerð,“ sagði Jón. í skýrslu, sem Skibsteknisk Laboratorium hefur sent frá sér vegna módelprófana skuttogarans segir að stofunin hafi aldrei fengið skipsmódel til reynslu, sem haft hafi jafn litla mótstöðu og notaði það 8—53% minni orku miðað við gefinn hraöa en önnur skip, sem þeir hafi gert tilraunir með, en stofnunin hafi reiknað út 600 módel á s.l. 6 árum. í skýrslunni frá Skibsteknisk Laborta- torium segir að Stálvíkurtogarinn eigi aðeins að þurfa 940 hestafla orku til að ná 12,5 mílna hraða og til að ná 11 mílna hraða aðeins 530 hestöfl. 19,5 m. kr. á ári „Hinn nýi skuttogari verður með 660 rúmmetra lest eða 50% stærri en í þeim skuttogurum, sem hafa verið smíðaðir hér að undanförnu,“ segir Jón. „Ef við víkjum einnig að sjálfum framleiðsluþættinum, þá höfum við fækkaö ýmsum smáhlutum um alls 2500, miðað við fyrri skip og við teljum okkur fá betra skip fyrir bragðiö auk þess sem skipulag um borð er allt miklu betra. Þá má geta þess að í botni skipsins verður 12.5 mm þykkt stál og í sjólínu verður byrðingurinn 16 mm þykkur. Þetta er miklu þykkara stál en fram til þessa hefur verið notað í skuttogara og er munurinn 4—6 mm. Á móti kemur svo, að aðeins lengra verður á milli banda.“ Jón Sveinsson gat þess einnig, að þótt þessi togari væri í raun 50% stærri en þeir togarar, sem Stálvík hefði byggt til þessa, ætti smíðakostn- aðurinn að vera mjög svipaöur. Á þessum myndum sést hvernig straumlínur skipsins liggja beint að skrúfu jij r~" ' ‘ 1— ; r —í—r 11' ' —i • rrr; ! ' ! f — : Útlitsteikning af nýja skuttogaranum. Greinilega sést hvað togarinn er mikið dreginn upp að aftan. Þessar þrjár myndir voru teknar við módelprófanir hjá Skibsteknisk Laboratorium í Lyndby í Danmörku. Myndin tii vinstri sýnir togarann á 13 mílna hraða. Á myndinni fyrir miðju sést aftan á togarann á 15 mílna fcrð og á myndinni til hægri er togarinn á 15,5 mflna ferð. Greinilega sést að skipið dregur sama og engan sjó á eftir sér. 50% stærri en eyð ir 39% minni olíu en meðalskuttog- Ljóðalestur Jóhannesar úr Kötlum á plötu Strengleikar, dótturfyrirtæki Máls og menningar, hafa sent frá sér nýja hljómplötu. Hún nefnist Stjörnufákur og hefur að geyma upplestur Jóhannesar skálds úr Kötlum á eigin Ijóðum. Á þessari plötu eru mörg af vinsælustu ljóðum skáldsins, t.d. Stjörnufák- ur, Islendingaljóð, Brot, Ef ég segði þér allt, Skerpluríma, Þula frá Týli, Einfari. Upptökurnar eru úr vörslu Ríkisútvarpsins, frá árunum 1959 — 1970. Óskar Halldórsson annað- ist útgáfuna og segir m.a. í stuttri Iláskólakórinn á æfingu í fyrradag. STJÖI FÁKUR JOHANNES ÚR KOllJJM L.B EIGIN LJÖÐ umsögn aftan á plötuumslagi: „Jóhannes úr Kötlum var í fremstu röð samtímamanna sinna bæði sem skáld og upplesari. Hann var um áratuga skeið einn vinsæl- asti flytjandi fagurbókmennta í útvarp, jafnvígur á fornan og nýjan skáldskap bæði í bundnu máli og lausu. Ýmsir dagskrár- gerðarmenn sóttust að vonum eftir liðsemd hans, en sjaldan eða aldrei mun hann hafa átt frumkvæði að flutningi úr eigin verkum. Þær upptökur eru því færri en skyldi en þeim mun áhugaverðari er varðveisla þeirra og dreifing." Stjörnufákur er önnur platan sem Strengleikar gefa út, fyrst var platan Fráfærur með hljómsveit- inni Þokkabót, sem kom út 1976. (Fréttatilkynning). Listi Alþýdu- bandalagsins á Norður- landi eystra Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra hefur ákveðið framboð flokksins til alþingiskosninga á sumri komanda og skipa listann eftirtaldir: 1. Stefán Jónsson alþingismað- ur, Ytra-Hóli S.Þing., 2. Soffía Guðmundsdóttir tónlistarkennari, Akureyri, 3. Helgi Guðmundsson trésmiður, Akureyri, 4. Steingrím- ur Sigfússon jarðfræðinemi, Framhald á bls. 39. Háskólakórinn á tónleikum í dag Háskólakórinn kemur fram á háskólatónleikum, sem haldnir verða í Félagsstofnun stúdenta á morgun, laugardag. Á efnis- skránni er eingöngu norræn tón- list, bæði þjóðlög og nútíma kórverk. Stjórnandi kórsins er Rut Magnússon. Þetta er sjötta starfs- ár kórsins. Á næstunni fer hann í söngferð til Norðurlandanna, en um miðjan þennan mánuð fær kórinn í heimsókn norskan kór og stúdentahljómsveit. Er þar um að ræða alls um 180 manns. Háskólatónleikarnir á morgun hefjast kl. 15, en á sunnudaginn endurtekur kórinn hljómleikana á sama tíma, og þá á eigin vegum. „Maðurinn og hafið” — sérstakir menningardagar í Vestmannaeyjum í sumar í SUMAR verða haldnir í Vest- mannaeyjum svokallaðir menningar dagar sjómanna og fiskvinnslufólks og nefnast „Maðurinn og hafið“. Verður dögunum 29. júní — 2. júlí varið til þessa móts. Menningar- og fræðsiusamband alþýðu stendur fyrir þessu móti ásamt fjölda samstarfsaðila í Vestmannaeyj- um og er það liður í samnorrænu verkefni hliðstæðra samtaka á Norðurlöndum. Með mótinu í Eyjum er í fyrsta sinn efnt til menningardaga al- þýðu á íslandi og að því er segir í fréttatilkynningu framkvæmda- nefndar menningardaganna, þá hefur tekizt samvinna við Vest- mannaeyinga á breiðum grund- vellL Mun bæjarstjórn Vest- mannaeyja m.a. taka þátt í móts- haldinu og býður fulltrúum vina- bæja Vestmannawyjakaupstaðar á Norðurlöndum til mótsins og notar um leið tækifærið til að þakka fyrir aðstoð við uppbygg- inguna í Eyjum eftir gosið, en daginn eftir að menningardögun- um lýkur, þann 3. júlí, verða liðin 5 ár frá því að gosi lauk. Dagskrá menningardaganna er ekki endanlega fullmótuð, en hún verður mjög fjölbreytt. M.a. verður komið upp margskonar sýningum, listsýningum, sýning- um á veiðarfærum og vélum, á vinnu skólabarna o.fl., auk þess sem Byggðasafnið, Bókasafn Vest- mannaeyja og Fiskasafnið leggja sitt af mörkum. Ennfremur verða kvikmyndasýningar daglega og þá sýndar myndir frá Eyjum. Formleg setning menningardag- anna verður að kvöldi 29. júní í íþróttahúsinu. Á meðan á mótinu stendur verða haldnir klassískir tónleikar og einnig popptónleikar. Sérstök útidagsskrá verður þann 1. júlí. Vitað er að hópur þátttakenda er væntanlegur frá Norðurlöndum og Verkamannasamband íslands og Sjómannasamband íslands munu beita sér fyrir að senda fulltrúa til ráðstefnunnár sem víðast af landinu. Reynt verður að sjá öllum fyrir gistiaðstöðu og er þá m.a. gert ráð fyrir svefnpoka- plássum, gistingu í verbúðum, auk þess, sem tjaldstæði verða skipu- lögð. Happdrætti Fjölnis Um næstu tvær helgar verða félagar í Lionsklúbbnum Fjölni á kvöldin við samkomu- hús og á morgnana við sund- staði borgarinnar við sölu á því sem eftir er af þeim 25000 happdrættismiðum sem prent- aðir hafa verið og úr dregnir annan maí næstkomandi um fjórar sólarlandaferðir, fjögur litasjónvarpstæki og tvö ferða- útvarpstæki. Allir eru vinning- arnir skattfrjálsir og ágóða varið til styrktar líknarsjóði Fjölnis, segir í frétt frá Fjölni. Merki menningardaganna í Eyjum — Maðurinn og hafið. Samkór Selfoss ásamt stjórnanda sinum Björgvin Þ. Valdimarssyni. Vortónleik- ar Samkórs Selfoss Samkór Selfoss mun á næstunni halda nokkra tónleika og fóru fyrstu tónleikarnir fram í Selfoss- bíói á föstudagskvöld. Næstu tónleikar kórsins verða að Flúðum laugardag 8. apríl kl. 21 og á Selfossi sunnudag kl. 16. Þá verða tónleikar að Félags- lundi í Gaulverjabæ þriðjudag 18. apríl kl. 21 og í Þorlákshöfn sunnudag 23. apríl kl. 21. Einnig mun kórinn taka þátt í 40 ára afmæli Landssambands blandaðra kóra sem haldið verður í Reykjavík dagana 14. og 15. apríl. Á efnisskrá kórsins eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Stjórnandi kórsins er Björgvin Þ. Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.