Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
47
Utlendingarnir kveðja í
pressuleik á sunnudag
Pressuleikur í körfuknattleik
fer fram í íþróttahúsi Haga-
skólans á sunnudaginn kl. 15.00.
Er leikur þessi liður í æfingapró-
grammi landsliðsins fyrir Norð-
urlandamótið. Polar Cup. sem
haldið verður hér á landi í lok
þessa mánaðar. í þessum leik
taka þátt margir knáir kappar
og verður forvitnilegt að fylgjast
með viðureign risans í landslið-
inu. Péturs Guðmundssonar. og
Bandaríkjamannanna, sem leika
með pressuliðinu, þeirra Dirk
Dunbar, Rick Hockenos og Mark
Christensen. Er þetta síðasta
tækifærið í vetur, sem körfu-
knattleiksunnendum gefst til
þess að sjá þá Dunbar og Hocken-
os í keppni og jafnframt í fyrsta
sinn f vetur, sem við sjáum hinn
hávaxna Pétur Guðmundsson í
leik.
Ætti ekki að þurfa að brýna það
fyrir fólki að fjölmenna í Iþrótta-
hús Hagaskólans á sunnudaginn.
Landsliðið, sem valið hefur verið
fyrir þennan leik, er þannig
skipað: Jón Sigurðsson, KR, Kári
Mariusson UMFN, Kolbeinn Krist-
insson ÍS, Torfi Magnússon Val,
Kristján Ágústsson Val, Gunnar
Þorvarðarson UMFN, Þorsteinn
Bjarnason UMFN, Pétur Guð-
mundsson Washington, Símon
Ólafsson Fram og Bjarni Gunnar
Sveinsson IS. Þjálfari er Helgi
Jóhannsson.
Lið pressunnar verður skipað
eftirtöldum leikmönnum:
Dirk Dunbar IS, Kristinn Jörunds-
son IR, Steinn Sveinsson IS, Rick
Hockenós Val, Bjarni Jóhannesson
KR, Einar Bollason KR, Geir
Þorsteinssin UMFN, Ingi Stefáns-
son IS, Mark Christensen Þór og
Jónas Jóhannesson UMFN. Liðs-
stjóri er Gunnar Gunnarsson.
ÍR-INGAR eru allt í einu komnir í fallbaráttuna í 1. deildinni, en géta hjargao ser meo sign gegn
KR-ingum í dag. Valsmenn eiga hins vegar enn nokkra möguleika á meistaratitlinum og á sunnudag
leikur liðið gegn Ármanni. Frá vinstrii Steindór Gunnarsson, Þorbjörn Jensson, Sigurður Svavarsson,
Jón Pétur Jónsson og Stefán Gunnarsson.
ÞRÍR mikilvægir leikir verða í 1.
— í 1. deildinni hjá kvenfólkinu.
í DAG ki. 15.30 hefst leikur ÍR og
KR í 1. deild karla, en' liðin eru
bæði í fallbaráttunni. Það lið sem
sigrar þokar sér af mesta hættu-
svæðinu og fari svo að ÍR-ingar
vinni leikinn má segja að þeir
þurfi ekki að óttast fallið. Tapi
KR-ingar hins vegar vandast
málið hjá Vesturbæjarliðinu og
líklegt að þeir verði að leika
aukaleik við HK eða Þrótt um sæti
í 1. deildinni næsta vetur. Að
loknum þessum leik eða klukkan
16.45 hefst síðan leikur KR og
Víkings í 1. deild kvenna, en þessi
lið eru meðal þeirra fjögurra, sem
eru með 9 stig á botninum í 1. deild
deildinni í handknattleik um helgina og einn — ekki síður mikilvægur
kvenna. Hin liðin tvö eru Ármann
og Haukar.
Annað kvöld verða tveir leikir í
1. deild karla í Laugardalshöllinni.
Víkingar leika á móti Fram
klukkan 20.10 og sigur í leiknum
færir Víking í átt að íslands-
meistaratign. Telja verður Víkinga
sigurstranglegri, en stig til Fram-
ara í leiknum kemur þeim endan-
lega úr fallhættu. Síðari leikurinn
er á milli Vals og Ármanns.
Valstnenn ættu að vinna því
Ármannsliðinu virðast allar
bjargir bannaðar um þessar
mundir og ekkert annað en fall
blasir við þessu unga liði.
Ekki má gleyma leik HK og
Þróttar, aukaleik í 2. deildinni, en
sá leikur er e.t.v. sá mikilvægasti
af öllum þessum leikjum. Liðin
mættust í fyrrakvöld í Laugar-
dalshöllinni í æsispennandi leik.
HK hafði betur og vann með einu
marki 22:21. Mikil barátta var í
þessum leik, ekki gefið eftir um
þumlung fyrr en blóðið rann.
Meiri stemning var í þessum
leik og oft betri taktar en sést hafa
í 1. deildinni í vetur. Liðin leika
seinni leikinn um rétt til aukaleiks
við næstneðsta lið 1. deildar í
íþróttahúsinu að Varmá klukkan
15.30 í dag. áij
Rick Hockenos verður meðal
leikmanna pressuliðsins í körfu-
knattleik f leiknum við langsliðið
á morgun.
Reykjavíkur-
mótiö í fótbolta
byrjar í dag
REYKJAVÍKURMÓTIÐ í knattspyrnu hefst í dag á
endurbættum og breyttum Melavelli. Fyrsti leikurinn
verður á milli Þróttar og KR, en um helgina verður einnig
leikið í Meistarakeppni KSÍ og litlu bikarkeppninni.
í meistarakeppninni leika ÍBV fyrir páska hefðu breytingunum
Mikilvægir leikir
í handknatdeiknum
og Valur í Eyjum í dag klukkan 14
og á sama tíma hefjast tveir leikir
i litlu bikarkeppninni. Skagamenn
fá Keflvíkinga í heimsókn og
Breiðablik ieikur gegn Haukum í
Kópavogi.
Eins og áður sagði leika Þróttur
og KR í Reykjavíkurmótinu í dag
og hefst leikurinn klukkan 14.
Þróttarar sigruðu sem kunnugt er
í 2. deild í fyrra, en KR-ingar féllu
niður í 2. deild. Má því segja að
liðin mætist í dag á miðri leið á
milli deildanna. Á morgun á sama
tíma hefst leikur Víkings og
Ármanns á Melavellinum og á
mánudagskvöldið klukkan 20 byrj-
að síðan þriðji leikur 1. umferðar
mótsins. Valur leikur gegn Fylki,
en Fylkir hefur ekki áður haft
leyfi til að senda lið í keppni
meistaraflokkanna í Reykjavíkur-
mótinu. Með því að komast upp í
2. deild í fyrra fékk liðið þennan
rétt og verður fróðlegt að sjá til
Fylkismannanna i mótinu.
Það var gott hljóðið í Baldri
Jónssyni vallarstjóra á Melavellin-
um er við spjölluðum við hann í
gær. Sagði Baldur að gamli góði
Melavöllurinn ætti alls ekki að
vera lakari í framtíðinni en hann
hefði verið áður. Breytingarnar á
vellinum hefðu gengið vel og ef
veður hefði ekki spillzt dagana
verið lokið fyrir viku
ráðgert hefði verið.
eins og
áij
Víðavangs-
hlaup ÍR
VÍÐAVANGSHLAUP ÍR verður
háð í 63. sinna á sumardaginn
fyrsta að vanda. Hlaupin verður
sama leið og í fyrra, nema að
hringurinn í Vatnsmýrinni verð-
ur nú hlaupinn réttsælis.
Þátttökutilkynningar, með
upplýsingum um fæðingardag
keppenda, verða að berast til
Guðmundar Þórarinssonar í síma
12473 í síðasta lagi sunnudaginn
16. aprfl næstkomandi.
t'
Alafosshlaupið
ÁLAFOSSIILAUPIÐ. scm ungmenna-
fclagið Afturclding í Mosfcllssvcit
gengst fyrir, vcrður háð í dag.
Hlaupið hcfst klukkan 14 á mótum
Ulfarsfellsvegar og Vcsturlandsvcgar
og endar við nýju vcrksmiðjuna á
Alafossi. Kcppt vcrður í tveimur
flokkum kvcnna og þrcmur flokkum
karia. Utlit cr fyrir að margir af
bcztu hlaupurum landsins verði mcðai
þátttakcnda.
HRESSILEGT
HJÁ KR-INGUM
ÞAÐ ER heldur óvenjulegt, aö 1. flokks lið í körfuknattleik skori yfir 100 stig
í leik, hvað þá áð skoruð séu 138 stig eins og 1. flokkur KR gerði gegn Fram
í íslandsmótinu á dögunum, en leiknum lauk með 138:76 sigri KR. Telja má nær
fullvíst að KR-ingar verði íslandsmeistarar í þessum flokki, Þeir hafa ekki tapað
leik í mótinu og eiga aðeins einn leik eftir. í liðinu leika margir kunnir kappar,
en stigahæstur í leiknum gegn Fram var hinn ungi og efnilegi unglingalandsliðs-
maöur Garðar Jóhannsson með 35 stig, en Gísli Gíslason.'Ólafur Finnsson og
Sófus Guðjónsson geröu 20 stig hver. Þess má að lokum geta, að KR-ingar
hafa unnið íslandsmeistaratitilinn í þessum flokki 11 sinnum á síðustu 12 12
árum. ÁG.
Reykjavíkurmót
lyftingamanna
Á MORGUN vcrður haldið Reykja-
víkurmeistaramót í lvftingum. Mótið
vcrður haldið á anddyrir Laugardals-
hallarinnar og hcst kl. 14. Mót þctta
cr síðasta þolraun þcirra lyftinga-
manna. scm kcppa á Norðurlanda-
mcistaramótinu í lyftingum scm fram
fcr í Kotka í Finnlandi dagana 15. og
16. apríl n.k.. cn það cru Kári Elísson
Á. Már Vilhjálmsson Á. Birgir Þór
Borgþórsson KIl. Ágúst Kárason KR
og Gústaf Agnarsson KR.