Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 48
(,iasin<;asimi\n KR: 22480 2W*Ta«tlbIflí«ÍÍI Al'íiLVSIN'íiASIMfNN ER: 22480 JHorjjimblníiiíi LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 V innuveitendur á fundi með r ikisst j ór ninni FULLTRÚAR vinnuveitenda gengu í gær á fund ríkis- stjórnarinnar og stóö fundur- inn í um klukkustund. Mbl. ræddi að fundinum loknum viö Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, Olaf Jónsson, forstjóra Vinnuveitendasam- bands íslands, og Júlíus K. Valdimarsson, framkvæmda- stjóra Vinnumálasambands Samvinnufélaganna. Þeir kváðust ekkert annað vilja segja en að fundarmenn hefðu skipzt á skoðunum, vinnuveitendur gert grein fyrir viðræðum þeirra og fulltrúa ASÍ og að staðan í kjaramálum, þar á meðal fyrirhugaðar aðgerðir Verka- mannasambandsins, hefðu verið til umræðu. Fundur Flugleiðir: Greiddu 71,5 millj. kr. i lifeyrissjóð flugmanna 1977 Á blaðamannafundi Flugleiða í fyrradag vegna kjaramála flug- manna kom það fram að Flugleiðir greiða 11% af launum flugmanna í lífeyrissjóð þeirra og flugmenn greiða 11% á móti, en að sögn Flugleiðamanna er þetta nær helmingi hærri hlutfallsgreiðsla en er í öðrum kjarasamningum. Alls greiddu Flugleiðir 71.5 millj. kr. árið 1977 í lífeyrissjóð 108 flugmanna Loftleiða og Flugfélags Islands. þessi var haldinn að ósk vinnuveitenda. Myndina hér til hliðar tók Ól.K.M. af fundarmönnum í gær. Menn frá BBC undir- búa töku sjónvarps- myndar hér á landi — eftir sögu Desmonds Bajrleys: Ut í óvissuna HÉR eru nú staddir menn frá BBC-sjónvarpinu til að undir- búa kvikmyndun á sögu Des- monds Bagleys, Ut í óvissuna, en sögusvið þeirrar bókar er ísland. Er ætlunin að kvik- myndataka fari fram í sumar og að gerðir verði þrír 50 mínútna sjónvarpsþættir. Fyrirhugað er, að íslenzkir leikarar leiki í myndinni og mun bæði um að ræða mögu- leika á stórum og smáum hlutverkum fyrir þá. Fyrir nokkrum árum kom höfundurinn hingað til lands ásamt kvikmyndahandritahöf- undi og var þá ætlunin að gera kvikmynd eftir bókinni. Af því varð þó ekki það sinnið. Sjómannafél. Rvíkur um löndunarbann Verkamannasambandsins: HUðstætt kúgunar- aðferðum erlendra ofbeldismanna STJÓRN Sjómannafélags Reykjavíkur samþykkti á fundi, sem haldinn var í fyrrakvöld að mótmæla harðlega ummælum og ákvörðunum stjórnar Verka- mannasambands íslands um að láta setja löndunarbann á íslenzk fiskiskip erlendis. Siglingar með afla til er- lendra hafna hafa tfðkast frá upphafi togaraútgerðar Verður útflutnings- bann ekki boðað á Suðurnesjum? og hafa aðeins stöðvazt, þegar erlendir ofbeidismenn hafa ætlað að kúga íslenzka þjóð — segir í ályktuninni. Ætlar sjómannafélagið að beita sér gegn slíku ger- ræði.“ Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, sem er svohljóðandi: „Fundur í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur haldinn 6.4.‘78 mótmælir harðlega ummæl- um og ákvörðunum stjórnar Verkamannasambands ís- lands um að láta setja löndunarbann á íslenzk fiski- skip erlendis. Stjórn félagsins felur starfsmönnum sínum að koma því á framfæri við þá, sem ekki virðast til þekkja, að siglingar togara á erlenda markaði hafa tíðkast frá því að togaraútgerð hófst hér á landi. Hafa þær til þessa aðeins stöðvazt, þegar er- lendir ofbeldismenn hafa ætlað að kúga íslenzka þjóð. Slíkar siglingar nú sem fyrr eru nauðsynlegar fyrir út- gerð skipa og skipshafnir til uppbótar á það þjónustu- starf, sem margir þeirra vinna. Jafnframt samþykkir fundurinn að gera þá kröfu til Sjómannasambands ís- lands að það mótmæli öllum slíkum ráðstöfunum við Al- þjóðasamband flutninga- verkamanna, sem Sjómanna- samband íslands er aðili að og að það beiti sér gegn slíku gerræði. Skulu fulltrúar Sjómanna- félags Reykjavíkur í stjórn Sjómannasambands íslands fylgja þessum mótmælum eftir með fullum þunga.“ K. B. Andersen óskaði eftir heimsókn til Austurlands FÉLÖG um hverfis land allt að Vestfjiirðum undanskildum og Suðurnesjum höfðu í gær boðað útflutninKsbann það. sem Verka- mannasamhand íslands hafði lagt til að aðildarfélög þess boðuðu. Eitt félag, Verkalýðs- félag Reyðarfjarðarhrepps, felldi hins vegar tillögu um að boða til útflutningsbanns. Þá höfðu fclög á Ilofsósi, Djúpavogi, Þórshöfn og Borgarfirði eystra ekki boðað útflutningshann f gær. Svo lítur út fyrir að menn séu ekki eins einarðir í samstöðu um útflutningsbann og af hefur verið látið. Á blaðamannafundi Verka- mannasambands íslands, sem haldinn var í vikunni, kom greini- lega í ljós, að formaður VMSÍ og varaformaður voru ekki á einu máli og setti Karl Steinar Guðna- son ákveðinn fyrirvara fyrir þátt- j töku Suðurnesjamanna í út- flutningsbanninu. I gær höfðu félögin á Suðurnesjum, í Keflavík, Sandgerði, Garði og Grindavík, enn ekki boðað aðgerðir. Þá virðist og sem sjómannafélög líti öðrum augum á málin. Sjó- mannafélag Reykjavíkur mót- mælti í gær harðlega ummælum og ákvörðunum Verkamannasam- bandsins um að láta setja löndunarbann á íslenzk fiskiskip erlendis og bendir á í ályktun að siglingar íslenzkra fiskiskipa hafi því aðeins stöðvazt að erlendir ofbeldismenn hafi ætlað að kúga íslenzka þjóð. í gærkveldi var búizt við því að félögin á Suðurnesjum myndu fjalla um útflutningsbannið á fundinum. Þegar er ljóst að Vestfirðingar taka ekki þátt í útfiutningsbanni að svo stöddu. í gær hafði verið boðað útflutn- ingsbann í Reykjavík, á Akranesi, á fjórum stöðum á Snæfellsnesi, Stykkishólmi, Ólafsvík, Grundar- firði og Hellissandi. Þá haföi útflutningsbann verið boðað á Sauðárkróki, á Siglufirði, Akureyri, Dalvík, Hrísey og Ólafs- firði. Þá var í fyrrakvöld út- flutningsbann samþykkt á Húsa- vík og Raufarhöfn. Á Þórshöfn hafði útflutningsbann ekki verið tekið fyrir. Hins vegar var það samþykkt á Vopnafirði, Seyðis- firði, Fáskrúðsfirði, Norðfirði og Eskifirði, en á Reyðarfirði var bannið fellt á fundi. Á Hornafirði var bannið samþykkt, eins og í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn og í Hafnarfirði var útflutnings- bann samþykkt í fyrrakvöld. Á Suðurnesjum voru síðan boðaðir fundir í gærkveldi eins og áður sagði. K.B. Andersen, utanríkisráð- herra Dana, og Grete kona hans koma í opinbera heimsókn á fimmtudaginn og samkvæmt sér- stakri ósk ráðherrans munu þau m.a. heimsækja Austurlandt fljúga til Egilsstaða og fara til Reyðarfjarðar. Með ráðherra- hjónunum koma 5 embættismenn og 3 blaðamenn. Á fimmtudagskvöld munu ráð- herrahjónin snæða kvöldverð á heimili Einars Ágústssonar utan- ríkisráðherra og Þórunnar Sigurð- ardóttur. Á föstudaginn sitja gestirnir hádegisverðarboð borg- arstjóra að Höfða, en klukkan 14 hefjast viðræður í utanríkisráðu- neytinu. Að þeim loknum gengur K.B. Andersen á fund forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárns, og síðan ræðir hann við forsætisráð- herra, Geir Hallgrímsson. Síðdegis heldur danski utanríkisráðherr- ann blaðamannafund og um kvöld- ið heldúr Einar Ágústsson hóf að Hótel Sögu. Þennan dag mun Grete Andersen heimsækja barna- spítala Hringsins, Listasafn Is- lands og Sigurjón Ólafsson mynd- höggvara, og einnig ætlar hún að Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.