Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 11 aetlaöir eru sérstaklega til viðarfram- leiðslu. En það gildir um þetta hvo'rutveggja og þá ekki síst jólatrés- reitina að nauðsynlegt er að bera á hæfilegan áburð öðru hvoru, bæði með tilliti til litarins og vaxtar. Þá er þess að geta að til þess að hægt sé að nýta jólatré og hnaus- plöntur sem við grisjum út, verður að leggja traktorsbrautir um landið og það er töluverö vinna við það“. Ágúst dregur fram stórt kort af skógræktarsvæöinu í Skorradal. Því er öllu skipt í reiti, misjafna að stærð en merkt inn á þá tölur og númer. Þessu tilheyrir síðan mikil spjaldskrá en á hvert spjald er rakin ef svo mætti segja ævisaga hvers reits með upplýsingum um tegundir vöxt og viðgang, áburðargjöf, grisjun, skógarhögg o.fl. Og Ágúst heldur áfram: „Þetta er held ég það helzta sem telja mætti varðandi skógræktar- starfið. Á sumrin er starfandi hjá okkur vinnuflokkur frá 6—8 og upp í tíu manns en á veturna erum viö venjulega 3 við skógarhögg og flutninga. Loks mætti líka geta þess að plöntunin sjálf er ekki ýkjastór liöur í starfseminni. Þar kemur sem sagt annað til, grisjunin og girðingarvinna og smalamennska." „Smalamennska?" „Já, samkvæmt landslögum á hver jaröeigandi aö smala sitt 1and og Skógrækt ríkisins á mikið land utan giröingar í Skorradal. Þaö kemur því í hennar hlut að smala, því gengiö er út frá sauöfjárbúskap á öllum jörðum. Þarna er því allstór kostnaöarliöur og var hann t.d. á síöasta ári 166 þúsund krónur. Kostnaður við girðingar tengist líka fjárbúskap bænda að vissu leyti.“ Og Ágúst heldur áfram: „Eiginlega mætti skipta skógrækt í þrjá liði: í fyrsta lagi skógrækt til viöarframleiöslu — í öðru lagi til jólatrjáræktar og í þriöja lagi til aö rækta upp útivistarsvæði fyrir al- menning með skógarstígum og tjaldstæðum eins og tíökast erlendis. Uppgræðsla hlýtur líka aö vera verulegur þáttur í Skorradal því illa fariö land er mikiö hjá okkur. Innan giröingar eru 925 ha lands og af því er kjarrlendi minna en helmingur. Þar eru víða gróðurlitlir melar og í þá er þýðingarlítið að gróðursetja barr- plöntur strax. Við græðum því landið fyrst upp með lúpínu. Stundum er þó gróðursett gisið fyrst, aöallega stafa- furu og lúpínu síðan sáð á eftir." „Hvaða trjátegundir hafa reynzt bezt í Skorradal?" „Þar hafa þrjár tegundir skarað fram úr. Það er stafafura frá Skagway. Hún hefur víða staðið sig vel hérlendis en sérstakiega í Skorra- dal. Þá er rauögreni ákaflega áfalla- laust frá 1952. En þaö þarf góöan jarðveg. Það gefur fyrst og fremst jólatré í aðra hönd. Og loks er það sitkagrenið. Það varð fyrir alvarlegu áfalli í hretinu 1963. En á seinni árum hefur það náð sér vel og vex enn betur en rauðgrenið. Alls eru gróður- settar 24 tegundir í Skorradal fengnar frá 62 stöðum víðs vegar um heimsins lönd.“ „Hvað um þinn feril á skógræktar- brautinni, Ágúst? Hvenær fékkst þú áhupann?" „Eg er nú alinn upp á skóglausu landi í Rangárvallasýslu, að Holts- múla í Landmannahreppi. Ég var þó harla smávaxinn þegar ég minnist þess að „farið var í skóg" eins og kallað var. Þá var tínt töluvert sprek í eldiviö og grisjað í skóginum í árefti á útihús. Við bræðurnir fengum fljótt áhuga á að safna fræjum af þessum hríslum og við dunduðum við aö sá þeim í smágarö við bæinn. Síðan fór ég í Skógaskóla og kynntist þar Jóni Jósep Jóhannssyni, sem var kennari og mikill áhugamaður um skógrækt. Arið 1951 fór ég til Svíþjóðar og var við nám í Terna-folkskolan en síöan í skógræktarnám við Malma-plant- skolan við VesterÁs. Þegar heim kom settist ég í skóla Skógræktar ríkisins sem þá var rekinn og lauk þar námi. Síðan hef ég starfað á vegum skógræktarinnar. Árin 1957 — 58 fékk ég Rotary-styrk og fór til Bandaríkjanna. Var við nám í Hum- bolt State College í Kaliforníu og vann næsta sumar hjá U.S. Forest Service á tilraunarstöð. Um haustið fór ég á vegum bandarísks fræ-firma til Alaska í fræsöfnun. Það var lærdómsríkt á margan hátt. Fræsöfn- un á þessum slóðum er m.a. fólgin í því að stela vetrarforða frá íkornum og hann gat veriö mikill hjá þeim sem fyrirhyggjusamir voru. Ég komst upp í að ná fjórum 50 kg kartöflupokum fullum á einum staö. íkornarnir sátu hinir rólegustu hjá og horföu á mig á meöan ég var aö næla í þetta frá þeim. Þeir eru spakir þarna enda óvanir mannaferðum. Þarna var ég í 3 mánuði við fræsöfnun. Síðan námi lauk hef ég starfað á Tumastöðum og á Hallormsstaö og loks í Skorradal síöan árið 1959.“ „Og að lokum: Nokkur orð um álit þitt á framtíð skógræktar hér á landi." „Framtíð skógræktar hér á landi er háö afstööu fólksins til skógræktar. Ekki veröa gerð stórátök í upp- græöslu eða skógrækt nema fólkið í landinu vilji það. Það er því áríðandi að landsmenn fái vitneskju um þann árangur sem náöst hefur í skógrækt hér á landi. Reikna verður með því að skógræktarskilyröi eru víða mjög erfið hér aö landi en byggja verður á þeirri dýrmætu reynslu sem tengin er á undanförnum árum. Flestir ser.. skoðað hafa skógrækt- ina á Stálpastööum hafa orðið hrifnir af vexti barrtrjánna þar og margir spurt: Eru þetta góöur vöxtur ef miðað er við svipaöa staði í Noregi? Því er til að svara að Jarl Bergan tilraunastjóri í Norður-Noregi hefur rannsakað vöxt rauðgrenis nærri skógarmörkum í Norður- Mið- og Suður-Noregi. Hann telur að árlegur æðarvöxtur rauðgrenis viö miðlungs vaxtarskilyröi séu um 5,6 cm fyrstu 23 árin. Samkvæmt mælingum til- raunastöðvar Skógræktar ríkisins var samsvarandi ársvöxtur í Borgarfiröi á rauögreni 6,5 cm, sitkapreni 6,6 cm og starafuru 11,0 cm. Eg tel að viö þennan samanburö megum við vel una. Við megum muna það að okkar fyrstu hvíla var vagga úr viði og okkar síðasta hvíla verður úr sama efni. Skógurinn er fasttengdur menning- unni í fortíð og framtíð. Ef við vanrækjun skoginn og eyðum honum þá vinnum við að eyðingu okkar eigin lífríkis,- H.V. Umf. Hvöt minn- ist 70 ára afmælis Umí. Hvöt Grímsnesi er 70 ára um þessar mundir. Það var stofnað 22. des. 1907 og er því elsta ungmennafélag austan heið- ar. Pélagið hefur starfað í anda ungmennafélagshreyfingarinnar gegnum árin með því að halda uppi hvers kyns starfsemi íbúum á félagssvæðinu til fræðslu og skemmtunar. Pélagið hyggst minnast þessara tímamóta á ýmsan hátt m.a. með útgáfu afmælisrits, þar sem minnst verður á það helsta úr sögu félagsins. Þá verður afmælishóf 29. apríl nk. sem hefst kl. 21.00 í Félags- heimilinu Borg, og eru þar allir núverandi og fyrrverandi félagar velkomnir. Núverandi stjórn skipa: Guð- mundur Guömundsson Ljósafoss- skóla formaður, Guðný E. Gunnarsdóttir, Klausturhólum og Björn Sigurjónsson, Stóru-Borg. (Fréttatilkynning) Nýr hæstarétt- arlögmaður BRYNJÓLFUR Kjartansson hdl. lauk nýlega flutningi síðasta prófmáls síns fyrir Hæstarétti og hefur honum verið veitt leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Verðlagsmálafrumvarpið: Stórkaupmenn eiga eftir að fjalla betur um frumvarpið MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Jóns Magnússonar, íor- manns Félags ísl. stórkaup- manna, og leitaði álits hans á íram komnu frumvarpi til laga um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta við- skiptahætti. Jón sagði, að Félag ísl. stórkaupmanna hefði ekki fjallað endanlega um ofan- greint frumvarp, en greinilegt væri að lítið tillit hefði verið tekið til umsagnar Félags ísl. stórkaupmanna er unnið var að gerð frumvarpsins. Félagið fagnaði því að frumvarpið væri fram komið og að fjallað væri um þessi mál á Alþingi. Hér væri um mjög brýnt hags- munamál verzlunarinnar að ræða, og mundi félagið senda frá sér athugasemdir um frumvarpið í samráði við önn- Sauðárkróki, 6. apríl. HANNES Pétursson skáld flytur erindi í dag, laugardag, í Safnahúsi Skagfirðinga, en erindið nefnir hann „Af Pétri Eyjólfssyni og herskipum“, og segir par frá skagfirzkum manni, sem uppi var á síöustu öld og lenti í ýmsum sérstökum atburðum. Erindið flytur Hannes ■ tilefni Sæluviku Skagfirö- inga. ur samtök verzlunarinnar. Kvaðst Jón vonast til að tekið yrði tillit til þessara sjónar- miða við endanlega gerð frum- varpsins. Sæluvikan hefur gengiö mjög vel að þessu sinni. Ávallt hefur verið fullt hús á leiksýningum og sömu sögu er að segja af dansleikjum. Kirkjan á Sauöárkróki hefur verið full út úr dyrum þau tvö kvöld, sem sérstakt kirkjukvöld hefur verið. Hingað hefur drifið fjölda fólks úr öllum sveitum Skagafjarðar, veður og færð hafa verið með ágætum. Kári. Hannes Pétursson með erindi á Sauðárkróki Yður er boðið að skoða nýtt DAS hús að Breiðvangi 62 Hafnarfirði. Húsið verður til sýnis virka daga frá 6—10, laugardaga, sunnudaga og helgidaga frá 2—10. Húsið er sýnt með öllum húsbúnaði. Happdiættil HB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.