Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 71. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 8. APRIL 1978 Prentsmiöja Morgunblaösins. Beinar kosning- ar til Evrópu- þingsins 1979 Kaupmannahöfn, 7. apríl. Reuter. ADILDARRÍKI Efnahags- bandalagsins ákváðu í dag að fyrstu beinu kosningarn- ar til Evrópuþingsins skyldu fara fram í júní á næsta ári. Þar með er lokið margra mánaða þófi og ósamkomulagi og mikilvægt skref hefur verið stigið í átt til einingar Evrópu. Æðstu menn bandalagsins náðu einnig skjótu sam- komulagi á fyrsta degi fund- ar síns í Kaupmannahöfn um grundvallaryfirlýsingu sem er birt samtímis því sem umsóknir um aðild að bandalaginu berast frá þremur löndum sem lutu einræðisstjórnum þar til nú fyrir skemmstu — Grikk- land, Portúgal og Spáni. Virðing fyrir lýðræði og mann- réttindum er mikilvæg forsenda fyrir aðild að EBE segir í þessari yfirlýsingu. Frakklands- forseti aldrei vinsælli París, 7. apríl. Reuter. VINSÆLDIR Giscards d'Estaing Frakklandsforseta hafa stóraukizt eftir sigur mið- og hægriflokkanna í kosningunum í fyrra mánuði að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem var birt í dag í blaðinu France Soir. Þar kemur fram, að 59% Frakka kváðust vera ánægð með störf forsetans í marz- mánuði og hinir óánægðu voru nú 30% en voru 38% í febrúar- mánuði. Vinsældir forsetans hafa ekki í annan tíma verið meiri síðan hann var kjörinn Frakk- landsforseti í maí 1974. Aðalumræðuefni fundarins sem stendur í tvo daga eru leiðir til að endurvekja hagvöxt, barátta gegn atvinnuleysi og sú hætta sem Vestur-Evrópu er búin af völdum umróts í alþjóðagjaldeyrismálum og lækkandi gengis dollarans. Valerv Giscard d'Estaing Framhald á bls. 28 Peking: Gagnrýni á Wu Teh eykst Peking, 7. apr. Reuter. FJÖLDI manns safnaðist saman á götum Peking í dag til að lesa þar á veggspjöldum hinar harð- vítugustu árásir á Wu Teh. borgarstjóra. reyndan kínversk- an leiðtoga sem nefndur hefur verið upp á síðkastið sem stuðn- ingsmaður „bófanna fjögurra". Wu sem á sæti í stjórnmálaráð- inu virðist eiga í vök að verjast og hafa átt það um hríð, en þessar veggspja'daatlögur að honum nú eru þær mestu sem hafa verið gerðar að honum síðan árið 1976 er ekkja Maos og þrír aðrir fylgismenn hennar voru hreinsað- ir. Wu hefur þó nokkrum sinnum sætt gagnrýni áður þótt ekki hafi hún verið jafn mögnuð og nú. Hann er varaformaður þings alþýðunnar. Frá fundi forystumanna Efnahagsbandalagsríkja sem hófst f Kaupmannahöfn í gær. Á myndinni ræðir Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, við Helmut Schmidt, kanzlara V-Þýzkalands, og Giscard d'Estaing. Frakklandsforseti hlustar á. Norskir hermenn fyrir árás Palestínumanna Beirut, Metula, Tel Aviv, 7. apr. AP. Reuter. OPINBERAR heimildir skýrðu frá því í kvöld, að hermenn frá Noregi í gæzlu- sveitum Sameinuðu þjóð- anna í Suður-Líbanon hefðu orðið fyrir skothríð og eld- Brezkir íhaldsmenn: Vilja kvóta á hörunds- dökka innflytjendur London 7. apríl. Reuter BREZKI íhaldsflokkurinn gerði í dag heyrum kunnar mjög einarð- ar tillögur sem miða að því að draga úr innflutningi fólks af öðrum kynþætti en þeim hinum hvíta. William Whitelaw varafor maður flokksins greindi frá tillög- unum sem gera ráð fyrir ákveðn- Gutenberg-biblía á 508 milljónir New York, 7. apríl Reuter. GUTENBERG-biblía, ein af sjald- gæfustu bókum heims, var seld á uppboði hjá Christie í New Yörk í kvöld fyrir tvær milljónir dollara (um 508 millj. ísl. kr.) Biblían er í tveimur bindum og hefur ekki verið gefið upp nafn eiganda hennar. Martin Breslau- er, bóksali í New York, sem keypti bókina, sagði að hann hefði verið staðráðinn í því að kaupa biblíúna, hvað sem hann hefði þurft að greiða fyrir hana. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bók á slíku uþpboði. Það sem áður var hæst í Banda- rikjunum var fyrir „Birds of America" eftir J.J. Audubon og voru fyrir hana dreiddir 360 þús. dollarar. Talið er að nú séu ekki nema um 47 Gutenbergbiblíur til í öllum hcimi. Brcslau mun hafa keypt biblíuna fyrir ríkisbókasafnið í Stuttgart í V-Þýzkalandi. í fréttum um uppboðið segir að meðal þeirra sem hefðu komið áður en uppboðið hófst að skoða Guten- bergbiblíuna, sem er talin einhver fegursta bók sem prentuð hefur verið, hafi verið Hans nokkur Kraus, sem átti sína eigin Guten- bergbiblíu þar til fyrir tveimur vikum, að hann seldi hana Guten- bergsafninu í Mainz í Vest- ur-Þýzkalandi. fyrir 1.8 millj. dollara. um kvóta innflytjenda sem verði leyft að koma til Bretlands. Þar er einnig lagt bann við að eiginmenn og unnunstar kvenna frá Samveld- islb'ndunum sem komhar eru til Bretlands fái leyfi til að koma inn f landið. Þá cr almennt í tillögun- um gert ráð fyrir að fólk af öðrum kynþætti fái helzt ekki atvinnu- leyfi í Bretlandi. Stjórn Verkamannaflokksins sagði í gær, að hún myndi ekki beita sér fyrir neinum róttækum breytingum á lögum um inn- flytjendur, en málið hefur verið mjóg til umræðu síðan formaður íhaldsflokksins, Margaret Thatc- her, kvað upp úr með það fyrir skömmu að takmarka ætti inn- flutning hörundsdökkra manna til Bretlands. Þó svo að hún séetti gagnrýni fyrir „kynþáttahatur" kom í ljós í skoðanakönnunum skömmu síðar, að fylgi íhalds- flokksins hafði aukizt að mun og stuðningur fólks við hugmyndir Thatchers muh meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ýmsir talsmenn samtaka erlendra innflytjenda af Asíu-þjóð- um hafa látið í ljós mikla gremju með tillögur íhaldsflokksins og segja vítavert að íhaldsflokkurinn sé að kynda undir kynþáttahatur og telji sér verða það til framdrátt- ar í næstu kosningum. flaugaárás af hálfu Pale- stínumanna. Einn Norð- maður mun hafa særzt. Þetta gerðist í Kawkabahér- aði í suðausturhluta gæzlu- svæðisins. Mjög takmarkað hefur enn verið sagt frá þessu af hálfu opinberra aðila en vitað er að Emman- uel Erskine, yfirmaður gæzlusveitanna í Suður-Líb- anon, fór um Kawkaba í dag til að kanna málið. Norsku hermennirnir hafa lent í hinum mestu þrengingum því að hægri sinnaðir her- flokkar Líbana skammt frá Metula, undir stjórn Sad Haddads majors, hafa hótað að gera að þeim hríð, ef þeir vikju ekki frá ákveðnum stöðum á þessu svæði, þar sem Líbanir kváðust vita að Palestínumenn hefðu búið um sig. Sad Haddad er mjög andvígur veru gæzlusveita Sameinuðu þjóð- anna í Suður-Líbanon og segir að sínir menn — þ.e. kristnir hægri- sinnar — kjósi að ísraelar útkljái málin og augljóst sé að gæzlusveit- irnar muni aldrei geta haft hemil á skæruliðum Palestínumanna. Róttækir Palestínumenn í suð- austurhluta landsins hafa og velgt eftirlitssveitunum undir uggum með því að halda uppteknum hætti og gera hríð að stóðvum sem ísraelar ráða enda þótt gæzlu- Framhald á bls. 28 11 ára móðir í Argentínu Mar del Plata, Argentínu 7. apríl. Reuter. ELLEFU ára gömul telpa ól fyrir fáeinum dögum barn scm vó 3.5 kg og var hcilbrigt og vcl skapað. Fæðingin er-sögð hafa gengið að óskum og hcilsast móður og barni vcl. Nafn telpunnar hcfur ekki vcrið geíið upp. Heimildir Reuterfréttastofunnar sögðu. að móðir stúlkunnar hcfði fyrir nokkrum mánuðum kært til iögreglu að dóttur sinni hcfði verið nauðgað. Skotid á ið juhöld í Genúa í gær - frá Moro heyrist Rómaborg, 7. apríl. AP. í BRÉFI írá ciginkonu Aldo Moros sem birt er á forsíðu blaðsins U Giorno á ítalíu í morgun scgir að hún vonist til þess að eiginmaður hennar verði lcystur úr haldi en hún bætti við. að „því er verr. að cnn hefur ekkcrt gerzt, scm hcfur getað vakið með okkur vonir og bjart- ekkert sýni". Elenoura Moro scgir í bréíinu að fcgin vildu hún að maður sinn vissi að beðið væri fyrir honum þessar löngu stund- ir. Frá ræningjum Moros heyrðist ekki í dag varðandi framsal hans. En í morgun réðust tveir byssu- bófar með hl.jóðdeyfi á vopnum ¦ Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.