Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
21
Miklar
verð-
hækkanir
í Portúgal
Lissabon, 7. apríl AP.
BASILIO Horta, viðskiptaráð-
herra Portúgais greindi frá því í
dag að Portúgalar myndu neyð-
ast til að skammta matvæli á
næsta ári, ef ekki tækist að auka
framleiðsluna. Hann sagði þetta
samtímis því sem hann greindi
frá gríðarlegum verðhækkunum
á matvælum og ýmsum nauð-
synjavörum. Sagði Horta að
ríkisstjórnin myndi nú vinna að
því að takmarka innflutning eins
og stæði og birgðir myndu því
fljótlega ganga til þurrðar ef
ekki tækist að efla framleiðsluna.
Verð á ýmsum nauðsynjavörum
hækkuðu um 10—38 prósent, og
eru þar í einnig vörur sem
framleiddar eru í landinu. Þá
mun innflutt kjöt hækka, þar sem
niðurgreiðslum verður algerlega
hætt. Ginnig hækkaði verð á
grasi og rafmagni um allt að
helming og leigubflafargjöld um
þriðjung.
Öflug mótmæli
geta hjálpað
Agapovu
Stokkhólmi, 7. apríl, AP, Reuter
SOVÉZKI flóttamaðurinn
Valentin Agapov sagði í dag, að
einungis öflugur alþjóðlegur
stuðningur við málstað eiginkonu
hans gæti forðað henni frá því að
lenda í klónum á sovézku leynilög-
reglunni, KGB.
I Moskvu tjáði eiginkona Valen-
tins, Lyudmila Agapova, vestræn-
um fréttamönnum að hún mundi
halda áfram tilraunum sínum til að
komast frá Rússlandi.
Agapova sagði, að hún, dóttir
hennar og tengdamóðir hefðu komið
l‘/i klukkustundu of seint á staðinn
þar sem sænski flugmaðurinn átti
að hitta þær.
Eastem
kaupir
breiðþotu
Miami, 7. apríl, AP.
BANDARÍSKA flugfélagið East-
ern Airlines tilkynnti í dag að
það hefði samið um kaup á 23
breiðþotum af A-3008 gerð af
evrópska-Þýzka fyrirtækinu Air-
bus Industrie. Með kaupunum
ætlar félagið að endurnýja flota
sinn af Boeing 727 þotum sem það
segir óhagkvæmari en nýju
vélarnar.
Samningur Eastern Airlines er
fyrsti meiri háttar samningur um
flugválakaup bandarísks flug-
félags utan Bandaríkjanna. Alls
hljóðar samningurinn upp á 778
milljónir Bandaríkjadála, eða um
200 milljarða íslenzkra króna.
Fyrr í vikunni gerði bandaríska
Framhald á bls. 28 .
Elísabet
drottning
f ékk 9%
launa-
hækkun
London, 7. apríl. Reuter.
BREZKA konungsfjölskyldan
fékk í dag níu prósent launa-
hækkun og einn pingmanna
Verkamannaflokksins William
Hamilton sem heldur uppi mjög
kröftugri gagnrýni á konungs-
fjöldkylduna sagöi aö paö væri
hneyksli ef eitthvað pessara
fjármuna rynni til Margrétar
prinsessu.
Samtals nam hækkunin til
fjölskyldunnar 240 þúsund sterl-
ingspund (eða um 117 millj.
króna) og hefur hún þá sér til
framfærslu um 2.9 millj. sterl-
ingspunda. Megniö af þessari
upphæð rennur til drottningar
sjálfrar og er ætlaö til að greiða
launakostnað hins fjölmenna
þjónustuliðs og fl. Sú upphæð
sem ætluö er fyrir eina einstöku
meðlimi fjölskyldu drottningar
og helztu skyldmenni veröur
ekki ákveðin fyrr en eftir nokkrar
vikur og verður það gert á fundi
forsætisráðherrans, fjármála-
ráðherrans og fjársýslumanns
drottningar. Auk þessa hefur
drottningin miklar tekjur af
verðbréfum og lendum sínum.
Sú uþþhæð hefur ekki verið
gefin upp, en drotfningin er talin
eiga aö minnsta kosti jafnvirði
um 100 milljón sterlingspunda.
Hald lagt á 5
hús Glistrups
Kaupmannahöfn, 7 apríl. Reuter.
BORGARDÓMSTÓLLINN í
Kaupmannahöfn hefur gefið
út skipun um að fimm hús í
eigu Mogens Glistrups, leið-
toga Framfaraflokksins og
skattaandstæðinga, skuli
teknar eignarnámi til að
mæta kostnaði við málaferl-
in gegn Glistrup út af
skattamálum hans.
Málaferlin gegn Glistrup hófust
|HH
Mogens Glistrup.
fyrir tveimur árum og hann var
dæmdur í sekt að upphæð 1.5
milljónir danskra króna í febrúar.
Málskostnaður hefur numið um
fjórum milljónum danskra króna.
Bæði Glistrup og sækjandinn í
málinu hafa áfrýjað úrskuðinum
til hæstaréttar.
Glistrup kallar eignarupptöku-
úrskurðinn enn eina sönnun um að
valdi og ofbeldi sé óspart beitt
gegn erfiðum stjórnarandstæð-
ingi. „Þetta er liður í tilraun til að
láta mig fá magasár og gera mig
gjaldþrota," sagði hann.
Dómar í
Pretoriu
Pretoriu, 7. apríl. AP.
DÓMARI í Pretoriu dæmdi í
dag sex blökkumenn í sjö til
25 ára fangelsi fyrir hryðju-
verkastarfsemi og vísaði á
bug kröfu sækjanda um
dauðarefsingu.
Veður
víða um heim
Amsterdam 8 bjart
Apona 20 skýjað
Berlín 12 bjart
Brússel 12 sói
Chicago 18 bjart
Kaupmannah. 5 skýjaó
Frankfurt 8 bjart
Genf 14 skýjaó
Helsinki 5 bjart
Jóhannesarb. 20 sól
Lissabon 17 sól
London 12 sól
Los Angeles 18 rigning
Madrid 14 sól
Miami 25 bjart
Moskva 2 bjart
New York 15 rigning
Osló 5 bjart
París 12 hólfskýjað
Rómaborg 14 skúrir
San Francisco 13 skýjað
Stokkhólmur 8 skýjaó
Tel Aviv 24 bjart
Tókíó 15 bjart
Vancouver 11 sól
Vtnarborg 5 sól
Brezhnev harðorður
í garð Bandarikjanna
Moskvu, 7. apríl, AP Reuter
LEONID Brezhnev forseti
Sovétríkjanna sagði i dag að
það væri ásetningur Banda-
ríkjamanna að draga á
langinn nýtt samkomulag
þjóðanna um takmörkun
kjarnorkuvopna.
í ræðu sem Brezhnev hélt
í herskóla í Vladivostok
sagði hann, að áætlanir
Bandaríkjamanna um fram-
leiðslu nifteindasprengjunn-
ar ykju hættuna á kjarn-
orkustyrjöld, stofnuðu í
Brezhnev.
Carter frestar smíði
á nifteindasprengju
hættu viðræðunum um tak-
mörkun vígbúnaðar (SALT),
og jafnvel slökunarstefn-
unni milli Rússlands og
vestrænna þjóða.
Brezhnev sagði, að búið væri að
jafna að mestu leyti þann
ágreining Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna sem tafið hefði
nýtt SALT-samkomulag í þrjú ár,
en samt virtist enn sem samningar
væru ekki í augsýn.
„Ef samkomulag dregst úr
hömlu er augljóst að það er af
pólitískum ástæðum. Það er
Bandaríkjanna að stíga þau skref
sem eftir eru til að samkomulag
geti tekizt," sagði Brezhnev.
Cyrus Vance utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og Andrei
Gromyko utanríkisráðherra
Sovétríkjanna hittast í Moskvu 19.
Framhald á bls. 28
Washington, 7. apríl. Reuter.
CARTER forseti sagði í dag
að hann hefði ákveðið að
fresta smíði nifteinda-
sprenjgunnar. Hann sagði í
yfirlýsingu að hvort ákveðið
yrði síðar að hefja fram-
leiðslu á sprengjunni færi
eftir því hve Rússar sýndu
mikla stillingu í vígbúnaðar-
kapphlaupinu og hernaðar-
umsveiflur í Evrópu.
Forsetinn kvaðst jafnframt hafa
gefið fyrirmæli um að endurbætur
yrðu gerðar á Lance-kjarnaoddum
og átta þumlunga stórskotavopn-
um þannig að hægt yrði að nota
þær undir nifteindasprengju ef svo
færi að síðar yrði ákveðið að hefja
framleiðslu á sprengjunni, sem
drepur allt kvikt en veldur ekki
tjóni á mannvirkjum.
Carter forseti sagði að samráð
hefði verið haft við bandalags-
þjóðirnar í NATO um ákvörðunina
og að haldið yrði áfram viðræðum
við þær um ráðstafanir til að hafa
eftirlit með vígbúnaði sem reynt
Þetta gerðist
1977
Vestur-Þjóðverjar leyfa
sðlu kjarnaofna til
Brazilíu.
1973 — Picasso deyr, 91
árs gamall. Indverjar
taka vió stjórn Sikkim.
1970 — 30 skólabörn’
bíða bana og 70 óbreytt-
ir borgarar særast í
loftárás ísraelsmanna á
Bahr El-Bakr í Egypta-
landi.
1961 — Samningur um
frið í Alsír samþykktur
við þjóðaratkvæði í
Frakklaudi.
1953 — Jomo Kenyatta
og fimm aðrir leiðtogar
Mau Mau dæmdir í
Kenya.
1939— Zog Albaníukon-
ungur flýr úr landi eftir
innrás ítaia.
1913 — Fyrsta þing
kínverska lýöveldisins
sett.
1906 — Samningurinn í
Algeciras undirritaður:
F’rakkar og Spánverjar
fá raunveruleg yfirráð í
Marokkó.
1898 — Liðsafli
Kitcheners fer með sig-
ur af hólmi við ána
Atbara i Súdan.
1886 — Gladstone legg-
ur fram frumvarp um
írska heimastjórn.
1759 — Brezkur liðsafli
tekur Masulpitam,
Madras, Indlandi.
1513 — Spánverjinn
Ponce de Leon stígur á
land í Florida.
Afmæli dagsins:
Phineas Fletcher enskt
skáld (1582-1650). Ian
Smith, forsætisráðherra
Rhodesíu (1919--).
Franco Corelli, ítalskur
tenórsóngvari (1923-).
Orð dagsins. Heiðvirður
maður er göfugasta
sköpunarverk guðs. —
Alexander Pope, enskt
skáld (1688-1744).
yrði að fá Rússa til að samþykkja.
Hann sagði að með endurbótum
á Lance-flaugum og stórskotafall-
byssum væri þeirra leið haldið
opinni að nota nifteindasprengju
síðar. „Við munum halda áfram í
samvinju við bandamenn okkar að
endurbæta og efla hernaðargetu
okkar bæði á sviði venjulegra
vopna og kjarnorkuvopna," sagði
Carter. „Við erum staðráðnir í að
tryggja sameiginlegt'öryggi okkar
og framvarnir Evrópu," sagði
hann.
I Brússel sagði Josef Luns,
framkvæmdastjóri NATO, að
bandalagsríkin skildu ákvörðun
Carters forseta. Hann sagði þetta
við blaðamenn að loknum tveggja
tíma fundi með sendiherrum
NATO-ianda þar sem bandaríski
sendiherrann, W. Tapley Bennet,
skýrði þeim opinberlega frá
ákvörðun .Bandaríkjaforseta.
Luns sagði að sendiherrarnir
hefðu ítrekað ugg sinn vegna
áframhaldandi aukningar víg-
búnaðar Rússa og lagt áherzlu á
nauðsyn nútímaendurbóta á
hernaðargetu NATO. Hann kvað
þá hafa veitt því eftirtekt að
Bandaríkin ætluðu að endurbæta
Lance-eldflaugar og átta þumlunga
fallbyssuna.
Herforingjar NATO vilja nift-
eindasprengju til að vega upp á
móti hinum öfluga her Varsjár-
bandalagsins í Mið-Evrópu.
Ford fer
fram 1980
Washington, 7. apríl. AP.
GERALD Ford, fyrrum
Bandaríkjaforseti, sagði í
Washington í garkvöldi, að
hann yrði líklega í framboði
við forsetakosningarnar
1980.
Ford lét þessi orð falla í
ræðu þar sem hann gagn-
rýndi embættisstörf Carters
forseta. Jafnframt sagði Ford
að meðal repúblikana væru
fjölmargir stjórnmálamenn
sem væru óumdeilanlega
hæfari forsetar en Carter.