Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
MORötllv- V
MFf/NO
11
(0 <5>_
w
Q| H III
W I n m tn
2.1 1 III
m n II
Réttu mér nokkur lök!
í dag er ekki skrifað upp á
víxla!
Þetta er nýjasta gerðin, frú
mín!
Nóg af gjaldeyri?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Kvikmyndaleikarinn Oraar
Sharif er áhugasamur bridgespil-
ari. Og þegar hann tekur þátt í
mótum fjölgar ávallt áhorfendum
af veikara kyninu, sem þykir
eðlilega ánægjulegt. En vegna
anna við starf sitt er hann ekki
jafn virkur þátttakandi í stórmót-
um og hann gjarna vildi.
En þó tók hann þátt í Philip
Morris Evrópubikartvímenningn-
um. sem haldinn var í Crans-
sur-Sierre í Sviss í síðasta mán-
uði. En eftir góða byrjun í
keppninni endaði hann í 10. sæti
ásamt félaga sinum. Frakkanum
Mari.
I spili dagsins, se'm er frá keppni
þessari, valdi Omar rétta leið af
tveimur, sem til greina komu.
Norður gaf og allir voru á hættu.
Norður
S. K643
H. ÁKD76
T. G4
L. G6
Vestur Austur
S. D102 S. 87
H. 954 H. G83
T. 92 T. KD873
L. Á9432 L. K107
Suður
S. ÁG93
H. 102
T. Á1065
L. D85
Á flestum borðanna varð suður
sagnhafi í fjórum spöðum og var
Omar einn þeirra. Og varnar-
spilararnir eiga ekki örugga leið
til að taka sína fjóra líklegu slagi.
Vestur spilaði út tígulníu, fjarki,
drottning og ás. Leikarinn tók
síðan ás og kóng í trompi og sneri
sér að hjartanu. í drottninguna lét
hann lauf af hendinni og þegarí
ljós kom, að þau lágu 3—3 spilaði
hann fjórða hjartanu og í það fór
annar gjafaslagurinn í laufinu. Og
þar með gat vörnin aðeins fengið
þrjá slagi.
Reyndar spiluðu margir spilið á
sama hátt eftir sama útspil. En
aðrir reyndu spaðasvíninguna,
sem var nokkuð lakari leið. Og
töpuðu þeir því spilinu. Prósentu-
lega séð var vinningsleiðin betri.
Eitt smáspil með drottningunni
dugði og ef ekki þá var nóg, að
hjörtun skiptust 3—3, sem þau og
gerðu.
7670
COSPER
Á að ganga í augun á einhverri núna — með að
lita hárið?
Þessa spurningu bar upp maður
nokkur í bréfi er barst fyrir stuttu
og fer það hér á eftir:
„Ég hef um nokkuð langa hríð
verið að furða mig á því hversu
mikinn gjaldeyri við Islendingar
hljótum að eiga úr því innflutning-
ur er svo mikill sem raun ber vitni.
Það er ekki að sjá að nokkurn hlut
skorti, allt er flutt inn hversu
merkilegt eða ómerkilegt sem það
er og svo mikið jafnvel að helzt er
svo að sjá sem allar vörugeymslur
og port séu yfirfull.
Mikið er nú rætt um efnahags-
málin og kjaramálin og í því
sambandi er alltaf talað um að við
ættum ekki að safna frekari
skuldum erlendis, heldur reyna að
grynnka eitthvað á þeim og hefja
sparnað. Allir vilja reyna þetta
a.m.k. í orði, en sjálfsagt færri á
borði. Hver vill í rauninni leggja
eitthvað á sig, hver vill herða
sultarólina og hver vill í raun og
veru bera minna úr býtum en
hann hefur gert undanfarin ár eða
misseri? Að sjálfsögðu vill það
enginn, en hitt er svo samþykkt af ,
öllum að eitthvað verður að gera. |
Ekki má flytja minna inn, því þá
missa innflytjendur spón úr aski
sínum og ekki má draga úr
ferðalögum, því þá minnka umsvif
ferðaskrifstofanna og svo mætti
lengi telja. Þetta allt væri svo talið
koma niður á hinum almenna
borgara, sem hefði minni þjónustu
á allan hátt og gæti ekki hreyft sig
vegna sparnaðar og fátæktar.
Þetta er e.t.v. sú grýla sem menn
sjá þegar talað er um að spara á
einhverju sviði.
Ég held að við íslendingar
verðum að fara að taka okkur sjálf
og stjórnmálamenn okkar alvar-
lega, það þýðir ekki að vera með
sífellda tortryggni og tala um að
þessi eða hinn beri meira úr býtum
en annar. Það verður e.t.v. aldrei
hægt að koma í veg fyrir að
misbrestur sé í okkar þjóðfélagi á
einhverjum sviðum, það er víða
pottur brotinn í einhverjum efn-
um, en við verðum að hætta að
leika okkur og reka þjóðarbúskap-
inn af alvöru, hætta lántökum,
minnka við okkur og bara bíta í
það súra epli að við getum bara
ekki gert alla hluti strax, það
verða einhver verkefni að sitja á
hakanum og við verðum e.t.v. að
fresta einni eða tveim utanlands-
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaga eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði
17
— K«na?
Það var miskunnarlaust að
segja þetta eftir að hafa skynj-
að tilfinningar hennar, en
hann komst ekki hjá því.
— Kannski það.
— Sagði hann yður nokkuð?
— Nei.
— Heíur hann aldrei reynt
til við yður?
Hún mótmælti ákaft.
— Nei. nei, aldrei! Ég sver
það. Ég er viss um að það hefur
honum aldrei dottið ( hug.
Hann vissi ekki hvort sér
væri óhætt að taka upp pípu-
stertinn og kveikja í.
— Ég get ímyndað mér það
hafi verið sár vonbrigði fyrir
ykkur öll þegar Kapian skýrði
ykkur frá því að hann ætlaði að
leggja fyrirtækið niður.
— Já, það getið þér bókað.
— Kannski sérstaklega fyrir
Louis Thouret?
— Hann var sá sem virtist
hafa hvað sterkust tengsl við
fyrirtækið. Hann. hafði verið
þar alla sína tíð. Þér verðið að
muna að hann hafði byrjað þar
við sendlastörf þegar hann var
aðeins fjórtán ára gamall!
— Hvaðan er hann ættaður?
— Frá BelleviIIe. Eftir því
sem hann sagði mér var móðir
hans ekkja og það var hún sem
fór einn góðan veðurdag á fund
gamia Kaplans með hann, Þá
varð hann að hætta í skóla.
— Er móðir hans dáin?
— Já, fyrir löngu.
Hvers vegna læddist sú hugs-
un að Maigret að hún dyldi
hann einhve'rs? nún hljómaði
fjarska einlæg, horfði beint í
augu honum og þó skynjaði
hann ákveðna varfa>rni, eins og
þegar hún hafði komið hljóð-
laust fram á filtskónum sínum.
— Mér hefur skilizt það hafi
reynzt honum nokkrum erfið-
leikum bundið að finna nýja
vinnu?
— Hver hefur sagt það?
— Ég dró þá ályktun af því
sem húsvörðurinn sagði mér.
— Það er auðvitað ailtaf
erfitt þegar fólk er komið yfir
fertugt, ég tala nú ekki um
þegar fólkið hefur enga sér
staka menntun. Sjálf var ég...
— Þér voruð líka í
erfiðleikum.. ?
— Tja, ég leitaði fyrir mér í
nokkrar vikur. •
— Og hr. Louis?
— Miklu lengur.
— Er það hugboð yðar eða
vitið þér það?
— Eg veit það.
— Heimsótti hann yður
þann tíma?
- Já.
— Ifjálpuðuð þér honum?
Hann var rcyndar öidungis
hárviss um að hún hafði gert
það.
— Hvers vegna spyrjið þér
um það?
— Vcgna þess að mcðan ég
hef ckki ítarlega mynd af
manninum sem hann var sið-
ustu árin sem hann lifði, hef ég
enga möguleika á því að hafa
upp á morðingjanum.
— Það er rétt, viðurkenndi'
hún eftir nokkra umhugsun.
— Ég hjálpaði honum. Ég skal
scgja yður allt af létta, en helzt
kysi ég það yrði milli okkar.
Umfram allt má kona hans
ekki íá að vita um það. Hún er
svo stolt.
— Þekkið þér hana?
— Nei, hann sagði mér frá
málavöxtum. Svilar hans eru í
góðum stöðum og þeir hafa
allir byggt sér sín eigin hún.
— Það gerði hann líka.
— Hann var tilneyddurr,
vegna þess kona hans linnti
ekki látunum. Það var hún sem
krafðist þess þau byggju í
Juvisy eins og systur hennar.
Hún talaði ekki alveg eins
rólega og áður. hann fann
niðurbælda ólgu sem haíði búið >
um sig lengi innra með henni.
~ Var hann hræddur við
konu sina?
— Hann vildi engum gera
mein. Þegar við misstum störf