Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 26
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 25 „Vön að vinna SVANDÍS Svorrisdóttir kvað það vera ásætt að vera í tréiðnaðardeildinni ok skipti sík ent;u máli þó hún væri eina stúlkan í deildinni. „Ég er vön að vinna úti. svo. ég tek það ekki na'rri mér. þó ég þurfi að vera dálítið úti við“, sagði Svandís. Líkt o« strákarnir fjórir i málmiðnaðardeildinni hyKK.st Svandi's taka bæði stú- dentspróf ou próf í húsasmíði. „Ék veit ekki hvað ég gcri svo. í auKnahlikinu langar mi>; mest í innanhúsarkitektúr en það getur hreyzt. Nei, það er ekkert markmið hjá mér í sjálfu sér að verða fyrsta stúlkan sem tekur próf í húsasmíði hér heima,“ sagði Svandís. „en óneitanlega væri það dálítið spennandi. „Héðan ætlum við íHáskólann " A ÞRIÐJA ári í vélvirkjun eru fjórir nemendur os við hittum einn þeirra. Einar I>orsteins- son. að máli of> spjölluðum við hann. „Étí tók landspróf úr Ilólahrekkuskóla og hinKað fór é% strax að því loknu. Við adlum okkur allir fjórir að Ijúka bæði sveinsprófi í vél- virkjun ok stúdentsprófi á fjórum ok hálfu ári og sanna að það sé ha‘Kt. Við lærum hér meira hóknám en i Iðnskólan- um ok vegna eininKakerfisins þurfum við aðeins að bæta örfáum cininKum til að ná stúdentsprófi. Héðan ætlum við í Háskólann og þar í vélaverk- fræði. Að vísu er ekki alveg víst að við fáum að fara beint í háskóla. það getur verið að við þurfum að taka einhver inn- tökupróf. en það á allt eftir að koma í ljós. I>að sem hér um ræðir er það hvort þeir meta stúdentspróf okkar til fulls við stúdentspróf úr eðlisfræðideild í menntaskóla. Við sjálfir tclj- um að það seti ekki munað miklu á. að menntaskólanem- endur hafa kannski lært heldur meira í stærðfra“ði ok eðlis- fra*ði en við. Málmiðnaðardeildin er alveg á>>æt deild. ok það er naman að vera hérna. Áð vísu voru í upphafi <>k eru enn nokkrir byrjunarörðuKleikar, en nú tel ég að deildin sé orðin nokkuð ííóð. Svo er auðvitað gaman að vera með þeim fyrstu sem útskrifast úr dcildinni, vera fyrsti áfangi í skóla.“ Þriggja sviða iðndeild við Fjölbrautaskólann Fjölbrautaskólinn í Breið- holti hefur nú starfað á þriðja ár, en hann var tekinn í notkun haustið 1975. í Fjölbrautaskólanum er hið svonefnda áfangakerfi við lýði, en það kerfi þykir eiga betur við í dag en gamla kerfið. Við skólann eru sjö svið og innan þeirra sviða eru 23 brautir. Allir nemendur skólans verða að taka fastan kjarna og er hann 22 punkt- ar en til að fá stúdentspróf verða þeir þar að taka 110 punkta til viðbótar. stæðu uppi atvinnulausir þeg- ar námi þeirra lyki. Næstan hittum við að máli Hjalta Þorvarðarson, en hann hefur umsjón með málmiðn- aðardeildinni. „Málmiðnaðar- deildin er þriggja ára gömul, en hún var sett á laggirnar fyrri hluta árs 1975. Fyrst í stað vorum við í Fellaskóla, við hliðina á Fellahelli og voru þar erfiðar aðstæður. Um áramótin í fyrra fluttum við s Námið hér skiptist í grunn- nám og tveggja ára fram- haldsnám. Fyrra árið í fram- haldsnáminu er ekki fag- greint, en á því síðara geta nemendur valið um vélvirkjun og rennismiði. Plötusmíði er ekki kennd hér, þó hún sé kennd annars staðar. Vel getur verið að plötusmíða- deildin verði stofnuð síðar, en það fer eftir eftirspurn, og ég á ekki von á að svo verði fyrr en nýja húsið kemur. eðlilegt að 10% nemenda hætti námi á fyrsta ári. Þegar þeir nemendur, er hér eru við nám, ljúka námi er ætlunin að skólinn sjái þeim fyrir vinnu úti í atvinnulífinu hjá meistara, en nemendur þurfa samt ekki að fara á samning. Þuífa nemendur að vera 18 mánuði hjá meistara, og eru þá sumarfrí ekki talin með og hefur skólinn náið eftirlit með nemendum sínum fyrir tveimur árum og verið endurbætt í fyrra. Væri nú verið að vinna við að skipu- leggja námið með tilliti til námsskrárinnar, en þó væri áfangalýsing fyrir fimmtu og sjöttu önn enn óunnin. í tréiðnaðardeildinni er kennd húsasmíði en ekki reyndist vera grundvöllur fyr- ir húsgagnasmíði við skólann, og er hún því sem fyrr kennd í Iðnskólanum. Námið skiptist þannig að fyrstu fjórar annirnar eru 32 til 36 tímar í verklegu og fagbóklegu námi, en á fjórðu önn eru þó aðeins 16 tímar í bóklegu. A fimmtu önn eru tímarnir orðnir fjórir og enginn á sjöttu og síðustu önn. Aðbúnað kvað Leifur vera góðan á verkstæðinu, en námsgögn öll vera af skornum skammti. Þá sagði Leifur að til stæði að byggja nýtt hús og væri talað um að það yrði fokhelt á þessu ári. Nemendur á öðru ári vinna nú að því að Við skólann er starfrækt sérstök iðndeild og er hún til húsa í iðnhúsi skammt frá skólanum. Skiptist hún í þrjú svið, málmiðnaðardeild, raf- iðnaðardeild og tréiðnaðar- deild. Umsjón með rafiðnað- ardeild hefur Baldur Gíslason og tjáði hann okkur, að rafiðnaðardeildin hefði verið stofnuð nú í haust, en þá tók gildi námsskrá fyrir grunn- deild rafiðnaðar sem kennt hefur verið eftir. Rafiðnaðar- deild er þriggja ára nám, eitt ár í grunndeild og tvö í framhaldsdeild. Velja nem- endur sér svið í framhalds- deildinni og er um fjögur svið að ræða, rafvélavirkjun, raf- virkjun,. skriftvélavirkjun og útvarpsvirkjun. Við Fjöl- brautaskólann er aðeins raf- virkjun kennd í framhalds- deild, en þeir sem áhuga hafa á hinum þremur sviðunum verða að fara í Fjölbrauta- skólann á Akureyri eða í Iðnskólann. Að loknu náminu verða nemendur að öðlast sex mánaða starfsþjálfun. Alls eru um 27 nemendur í grunndeild rafiðnaðardeildar- innar og níu í framhaldsdeild rafvirkjunar. Allt eru þetta strákar, en „þetta er tilvalin deild fyrir stúlkur, því til dæmis útvarpsvirkjun er að- eins handavinna," sagði Bald- ur. Námið skiptist í verklega þjálfun og bókíegt nám, og eru aðalgreinar í bóklega náminu rafmagnsfræði, efnisfræði, stærðfræði og teiknun grunn- teikninga. Til að komast í rafiðnaðardeildina verða nem- endur að hafa grunnskólapróf, eins og raunar er um allar aðrar deildir Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti. Baldur kvað aðbúnað vera frekar lélegan en til bóta stendur í þeim efnum, því verknámshús fyrir rafiðn- aðardeildina á að vera tilbúið fyrir næstu önn. Öll kennsla í rafiðnaðardeildinni fer fram í lítilli skemmu fyrir utan sjálft iðndeildarhúsið, en bókleg kennsla fer fram í lítilli kennslustofu í iðndeildarhús- inu sjálfu. „Rafiðnaður er vaxandi starf og þörfin fer vaxandi fyrir fólk í þeirri grein, því tækniframfarir eru mestar á sviði rafiðnaðar," sagði Baldur að lokum, og kvaðst ekki óttast að nemendur hans svo hingað, en húsnæði það sem við erum í nú er þó aðeins hugsað sem byrjunarhúsnæði. Hugmyndin er að byggja annað hús, svipað þessu sem við erum nú í, en þá nær sjálfum Fjölbrautaskólanum, og hef ég heyrt að byrja ætti á byggingu í ár. Alls eru hér 20 nemendur á fyrsta ári, en 12 í framhalds- deild. Reyndar byrjuðu 26 nemendur á fyrsta ári í haust, en 6 hafa fallið út, og held ég, að óhætt sé að segja, að það séu eðlileg afföll. Til saman- burðar má benda á, að í bóknámsdeildunum er talið „Námið alveg ágætt" MEÐAL nemenda í rafiðnaðar- deildinni er Kristján BirgisKon. en hann er 17 ára varnall ok á fyr.sta ári. „Éx hafði hara áhu>>a á að fara í þetta nám og ég sé ekki eftir því. námið hérna er alveK á(>a“tt. Nei það er ekki þunjjt, og é>? held að það sé nokkuð almenn ánæsja með námið.“ saxði Kristján. Kristján saiíði að miðað við hvað dcildin væri ung, þá væri aðstaðan sæmile>>. „Ég hef mestan áhuga á að fara í útvarpsvirkjun þessa stundina en það ifotur auðvitað breyzt. Þá færi ég í Iðnskólann í Reykjavík. Atvinna held ég að verði nóg, allave>fa kvíði ég ekki atvinnuleysi. eftir að skólanámi þeirra lýkur. I vetur eru allir nemendur í málmiðnaðardeild strákar, en fyrsta árið sem deildin var starfrækt hófu þrjár stelpur nám. Ein þeirra hætti fljót- lega en hinar tvær héldu áfram til vors en þá hættu þær einnig, og held ég að þær hafi báðar ætlað í gullsmíði, en námið hér er ágætur undirbúningur undir hana. Námsefnið hér er svipað og í Iðnskólanum og Fjölbrauta- skólanum á Akureyri, en allt nám hér fer fram eftir náms- skrá Iðnfræðsluráðs. Þá hefur nemendum úr öðrum deildum Fjölbrautaskólans verið boðið upp á logsuðu og rafsuðu sem valgreinar og eru allmargir í þeim valgreinum, bæði strák- ar og stelpur. Aðstaðan hérna er góð, en hún mun þó stórbatna með tilkomu nýja hússins." Að síðustu tókum við tali Leif ísaksson, en hann sér um tréiðnaðardeild Fjölbrauta- skólans. Leifur sagði að námið við tréiðnaðardeild væri þriggja ára nám, og eins og í hinum iðndeildunum er fyrsta árið grunndeild. Væri náms- efnið í grunndeildinni mjög bundið við námsskrá iðn- fræðsluráðs. Sagði Leifur að námsskráin hefði komið út smíða tvær hreyfanlegar kennslustofur en ein slík var smíðuð í fyrra. Sagði Leifur að efni í þá stofu hefði kostað tvær milljónir en stofan full- búin verið metin á fimm milljónir. Þegar þess væri gætt að nemendur fengju ekkert kaup fyrir vinnu sína, væri augljóst að Reykjavíkur- borg gæti sparað mikið fé með því að sjá nemendum fyrir nægri vinnu, enda hefði borg- in verið hjálpleg í þessum efnum. Nemendur þeir sem eru á öðru ári innréttuðu í vetur mötuneyti í skólanum en auk þess hafa þeir verið fengnir til að smíða glugga í Arnarholti á Kjalarnesi. „Nemendur skól- ans vinna mikil framleiðslu- störf í námi sínu, og finnst mér að skólinn ætti að njóta góðs af vinnu þeirra,“ sagði Leifur. Leifur kvað alla nemendúr í tréiðnaðardeild vera stráka utan einnar stelpu, Svandísar Sverrisdóttur sem væri á öðru ári. Kvaðst Leifur telja að þetta væri í fyrsta sinn sem stúlka legði húsasmíði fyrir sig hér á landi, en hann vissi um eina er hefði lært það nám úti í Kaupmannahöfn. „Hún lætur ekki á sig fá þó svo hún verði að vera úti við vinnu um hávetur og gefur þeim ekkert eftir hvað varðar smíðina sjálfa," sagði Leifur að lokum. Úthlutun í Seljahverfí: „Góð tilraun að láta landslagið halda sðr" IJirKÍr Blöndal og Áslaujr Steingrímsdóttir með tvö harna sinna. Emil (t.v.) og Önnu Sigríði. Nýlega var úthlutað í Selja- hverfi við Hvannkotshóla rúm- lega 40 einbýlishúsalóðum. Með- al þeirra sem úthlutað var lóð er Birgir Blöndal, en hann býr nú í Bræðratungu í Kópavogi ásamt konu sinni Áslaugu Steingrímsdóttur og þremur börnum. í viðtali við Mbl. sögðu þau Birgir og Áslaug að lóðin sem þau hefðu fengið úthlutað væri við Þúfusel þrjú og væru lóðirn- ar í þessu hverfi frá 700 til 1150 fermetrar að stærð. Leyfilegt væri að byggja allt að 300 fermetra einbýlishús á lóðinni, en sennilega yrði einbýlishúsið um 140 fermetrar að stærð. „Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að lóðin verði tilbúin til afhendingar í október. Ári síðar ætti húsið að geta orðið fokhelt, en ég tel æskilegt að við getum flutt inn í það að tveimur árum liðnum," sagði Birgir. „Ég held að við eigum eftir að kunna prýðilega - við okkur í Breiðholtinu," sagði Áslaug. „Að vísu er lengra að sækja vinnu þaðan, en það eru greiðfærar götur nærri því alla leið, og sífellt er verið að bæta sam- göngur úthverfa við miðborgina. Tvö barna okkar eru á barna- skólaaldri og munu þau stunda nám í Ölduselsskóla, svó að stutt er fyrir þau að fara í skóla.“ „Þetta nýja hverfi við Hvannakotshóla á að vera ein- býlishúsahverfi og lízt okkur ágætlega á skipulag þess,“ sögðu þau hjónin. „Það er í halla og lóðirnar eru allar frekar stórar og því verða húsin ekki mjög nálægt hvort öðru. Ofan við hverfið er gert ráð fyrir friðuðu svæði með skemmtilegum lyng- gróðri og stórgrýti og er það góð tilraun að láta landslag halda sér inni í íbúðarhúsahverfi. Þá er samkvæmt skipulaginu gert ráð fyrir að allri gatnagerð í hverfinu verði lokið áður en lóðirnar verða afhentar." „Að mínu áliti er byggða- þróunin í borginni ekki eins og bezt verður á kosin og á ég þar við aldursskiptinguna milli hverfa. Þyrftu borgaryfirvöld og aðrir þeir, sem hlut eiga að máli, að grípa til þeirra aðgerða sem þarf, meðal annars aukinnar lánafyrirgreiðslu til eldri íbúða, til að breyta þessari þróun. Væri það öllum til ánægju bæði eldri og yngri,“ sagði Birgir að lokum. „Verðum að geta flutt inn eins fljótt og mögulegt er" í Seljahverfi í Breiðholti rís nú hvert húsið á fætur öðru og húsb.vggingariðnaðurinn stend- ur þar með miklum blóma. Yfirleitt er hér um einbýlishús að ræða og vinna eigendur húsanna baki brotnu við að koma þeim upp. Sigurður Magnússon er einn af mörgum, sem eru að reisa hús í Selja- hverfinu, og við hittum hann og konu hans, Önnu Davíðsdóttur, að máli sunnudag einn er hjónin voru að vinna i húsinu. Sigurður sagði að þeim hefði verið úthlutuð lóð við Vaðlasel 10 1976 og væri húsið nú vel á veg komið. Gerðu þau hjónin ráð fyrir að flytjast inn í það með vorinu. „Við erum núna alveg húsnæðislaus, höfum fengið fyrir mestu náð að dvelja hjá ættingjum okkar undanfarinn mánuð, en þar áður bjuggum við í Smáíbúðahverfinu. Við verðum því að geta flutt inn eins fijótt og mögulegt er, en við erum skráð til lögheimilis hér, og fáum allan okkar póst sendan hingað.“ Hús þeirra hjóna er alls um 125 fermetrar að grunnflatar máli, en þar við bætist 70 fermetra trésmíðaverkstæði og bílskúr. Ibúðarhúsið er alls þrjú svefnherbergi, húsbóndaher- bergi, stofa, eldhús og bað. Sigurður sagði að þegar þeim hjónum hefði verið úthlutað lóðinni til byggingar hefði þeim þótt heimskulegt að byggja stórt einbýlishús, sem þau hefðu ekkert að gera við og það orðið úr að þau byggðu verkstæðið áfast sjálfu íbúðarhúsinu. Kvaðst Sigurður aðeins vita um eitt annað verkstæði í hverfinu og það væri hugsað sem málara- aðstaða, en ekki undir iðnað. Verkstæði kvaðst Sigurður hafa haft áður, en það hefði verið fyrir allmörgum árum. „Ég geri ráð fyrir að vinna sem mest einn á því,“ sagði Sigurður, „en annars verð ég að sækja alla vinnu niður í bæ. Ja, það má segja að verkstæðið sé hugsað sem mitt elliheimili." Hjónin bjuggu í Smáíbúða- hverfinu þangað til fyrir mán- uði síðan, og sagðist þeim hafa líkað ágætlega þar. En þeim lízt ekki síður vel á að búa í Breiðholtinu og segjast ekki telja sig hafa yfir miklu að kvarta. „Hérna hinum megin við götuna er búið aö reisa verzlun- arsamstæðu, svo það er stutt fyrir okkur að fara að kaupa inn,“ sagði Sigurður. „Það eina sem okkur finnst hagalegt er að börnin okkar tvö eru í Réttar- holtsskóla og þangað er langt að fara. Það er enginn skóli í hverfinu hérna, þó þörfin sé brýn.“ „Eg held að okkur eigi eftir að líka vel að búa í Breiðholtinu," sagði Anna og horfði yfir að Esjunni, „og svo er útsýnið héðan svo fallegt." Sigurður og Anna vígreií fyrir framan hús sitt. Grunnurinn fremst á myndinni er vísir að bflskúr sem eftir á að byggja. Trésmíðaverkstæðið er lága byggingin áföst sjálfu ibúðarhúsinu vinstra megin á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.