Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
búvöru í áföngum eins og frum-
varp Alþýðuflokksmanna gengur
út á. En ólíklegt má telja, að
lögum verði breytt í þá átt, að
útflutningsbætur verði auknar frá
því sem verið hefur. Með það í
huga ber að hugleiða, hvað er helst
til ráða til þess að tryggja
bændum skráð verð fyrir alla
framleiðsluna. Athuga þarf hvaða
möguleikar eru til þess að lækka
framleiðslukostnað búvöru. Að
hve miklu leyti er mögulegt að
lækka rekstrarvörur landbúnaðar-
ins með niðurfellingu eða lækkun
tolla af véium og ýmsum tækjum.
Lækka ber orkuverð til heyverkun-
ar og graskögglaverksmiðja. Að
hve miklu leyti er mögulegt að
minnka fjármagnskostnaðinn og
bæta lánamálin. Finna þarf heppi-
legustu bústærð, sem gefur mest-
an arð miðað við tilkostnað. Er
unnt að nýta vélakostinn betur og
gera hann ódýrari á hverju
meðalbúi en nú hefur reynzt? Er
unnt að lækka slátrunarkostnað,
heildsölukostnað og dreifingar-
kostnað á kjötvörum og öðrum
búvörum? Er unnt að auka fjöl-
breytni í landbúnaði til hagsbóta
fyrir bændur og til þess að þóknast
neytendum enn betur en gert
hefur verið og auka tekjur bænda?
Er unnt að leiðbeina bændum
þannig að þeir geti fengið jafnari
og betri afurðir af búum sínum en
verið hefur? Er mögulegt að greiða
bændum við innlegg mestan hluta
afurðaverðsins? Það er vitað mál,
að afurðir af búunum eru mjög
misjafnar hjá bændum. Sumir
bændur fá 3500 lítra að jafnaði
eftir kúna yfir árið, en aðrir aðeins
2500. Margir bændur fá yfir 20 kg
af kjöti eftir ána, en aðrir aðeins
14—15 kg., þótt þeir kosti jafn-
miklu til í umhirðu og fóðrun
fjárins.
Má nýta
útflutningsbætur
hyggilegar?
Þá er nauðsynlegt að athuga,
hvort unnt er að nýta útflutnings-
bætur betur með því að breyta
reglum og fyrirkomulagi um notk-
un þess fjár, sem varið er í því
skyni. Kunnugt er, að nú er í
athugun hjá bændasamtökunum
hvort heppilegt er að greiða
útflutningsbætur beint til bænda.
Gæti það e.t.v. orðið til þess að
lækka útsöluverð á innlendum
markaði og þannig aukið sölu
afurðanna. Sú hugmynd er örugg-
lega þess virði, að hún sé skoðuð
vel. Nauðsynlegt er að gera allt
sem unnt er til þess að auka
verðmæti ullar og skinna auk
innmatar, beina, horna og blóðs,
sem verðmæti eru unnin úr víða
erlendis. Augljóst er, að kjötið
gæti lækkað í verði ef bændur
fengju gott verð fyrir aukaafurðir
sláturdýra.
Talið er, að sportbúskapur og
ríkisbú leggi til um 8% af
búvöruframleiðslunni. Ástæðu-
laust virðist vera að greiða bætur
úr ríkissjóði fyrir þá framleiðslu,
þegar svo er komið, að þeir, sem
stunda alvörubúskap og lifa á
landbúnaðinum, fá ekki fullar
tekjur vegna þess að útflutnings-
bætur reynast of litlar. Nú hefur
nokkuð verið nefnt sem athuga ber
til breytinga í því skyni að tryggja
bændum tekjur og fullt verð fyrir
framleiðsluna, án þess að dregið sé
úr henni. Það er ekki þjóðhagslega
hagkvæmt að banna bændum eða
öðrum að framleiða búvörur með
því að taka upp kvótakerfi eða á
annan hátt. Líklegt má telja, að
útflutningsbætur, sem nú eru í
gildi þ.e.a.s. 10% markið nægi á
næstu árum, ef breytingar verða
gerðar á framkvæmdum í þá átt,
sem nefnt er hér að framan. En
þrátt fyrir það er nauðsynlegt til
öryggis að taka jöfnunargjald af
afurðunum, sem væri endurgreitt
til bænda eftir því sem auðið er,
við endanlegt uppgjör.
Ýmsir hafa talað um að tak-
marka útflutningsbætur við
ákveðna bústærð, t.d. 40 kúgildi
eða 800 ærgildi. Til samanburðar
má geta þess, að vísitölubúið er nú
440 ærgildi. Takmörk á bústærð til
17 -
Ráðstefna um verk-
menntun og jafnréttí
fullra útflutningsbóta má alls ekki
setja nema brýna nauðsyn beri til.
Greina þarf á milli mjólkurfram-
leiðslu og sauðfjárframleiðslu í
útflutningsbótum og bústærð, ef
til þessara framkvæmda kemur.
Þar sem útflutningsbætur með
mjólkurframleiðslu eru miklu
minni í kjötframleiðslunni. Ef svo
fer að takmarka verður útflutn-
ingsbætur við vissa bústærð er
rétt að hafa í huga að það er betra
fyrir bóndann að fá mikinn
afrakstur af búinu þótt ekki fáist
fullt verð fyrir alla framleiðsluna,
heldur en að hafa minni fram-
leiðslu sem fæst fullt verð fyrir. Ef
rétt er að framleiðslunni staðið
munu síðustu mjólkurlítrarnir og
toppurinn í kjötframleiðslunni
kosta minna en byrjunarfram-
leiðslan. Vinnuafl, vélar og annað
búinu tilheyrandi mun nýtast
betur á margan hátt ef framleiðsl-
an er mikil. Stærra búið gæti því
borgað sig þótt ekki fengist fullt
verð fyrir alla framleiðsluna. En
auðvitað ákveður bóndinn sjálfur
hversu stórt bú hann vill hafa.
Atvinnuvegirnir
hornsteinar
þjóðfélagsins
I vetur hefur verið rætt um að
leggja á 25% fóðurbætisskatt í því
skyni að draga úr framleiðslunni.
Hugmyndin er að mynda sjóð, sem
ætlað er það hlutverk að greiða
bændum það sem kann að vanta á
sex manna nefndarverð. Með því
að gera þetta yrði fjármagn flutt
frá mjólkurframleiðslunni yfir til
sauðfjárbænda. Fóðurbætisskatt-
ur á ekki mikinn rétt á sér og sízt
í þessu formi. Innflutningsverð á
fóðurkorni fer nú hækkandi. Ef
fóðurbætisskattur yrði lögfestur
væri það aðeins réttlætanlegt með
því að nota skattinn til niður-
greiðslu á áburði. Gæti það komið
innlendri fóðurbætisframleiðslu
til góða. Margs konar vandi
steðjar nú að íslenzkum landbún-
aði um sinn. Það á einnig við um
ýmsar aðrar atvinnugreinar í
landinu.
Landbúnaðurinn á góða framtíð
fyrir sér í landinu. Það er
nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið að
hafa þróttmikinn landbúnað sem
skilar þeim, sem við hann vinnur,
sambærilegum tekjum og aðrar
atvinnustéttir hafa. Það er skoðun
mín, að það nöldur og úrtölur, sem
nú eru all háværar um landbúnað-
inn hætti bráðlega og að almennt
gildi landbúnaðarins verði að fullu
viðurkennt.
Það er til skammar hvernig
ýmsir tala og skrifa um landbún-
aðinn. Gildi landbúnaðarins er
vanmetið af mörgum. Það má ekki
gleymast að atvinnuvegirnir eru
hornsteinn þjóðfélagsins, þess
vegna ber að efla þá með aukinni
framleiðslu og traustum reksturs-
grundvelli.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
u <;i,ysi\<. \
SÍMINN KR:
22480
Kvenréttindafélag íslands
gengst fyrir ráðstefnu um „Verk-
menntun og jafnrétti“ í Norræna
húsinu laugardaginn 8. apríl n.k.
kl. 13.00-19.00
Á landsfundi K.R.F.Í. í júní 1976
var aðalumræðuefni „Jöfn staða
karla og kvenna til menntunar og
starfsvals". Einn starfshópur á
fundinum fjallaði sérstaklega um
verkmenntun í þessu tilliti. í
niðurstöðum sínum beindi hópur-
inn tilmælum til stjórnar K.R.F.I.
um að gera þessu máli frekari skil.
Með ráðstefnunni vill félagið
fylgja þessum málaflokki nokkuð
Telex-skákkeppnin:
Uppástungu
A-Þjóðverja
var hafnað
SKÁKSAMBAND ísland hefur
svarað Skáksambandi Aust-
ur-Þýzkalands og hafnað þeirri
uppástungu að ísland tefli ekki
fram öðrum stórmeistara sínum í
telex-landskeppninni gegn því að
Þjóðverjarnir hafi ekki tvo af
sínum stórmeisturum í sínu liði.
Hefur Skáksambandið ítrekað
að Island vilji að keppnin fari
fram seinni hluta aprílmánaðar,
samkvæmt því sem Einar S.
Einarsson forseti sambandsins
tjáði Mbl. í gær.
eftir, opna umræðuvettvang og
gefa fólki færi á skoðanaskiptum.
Tilhögun ráðstefnunnar verður í
stórum dráttum sú að kl. 13.00 er
ráðstefnan sett, síðan hefjast
framsöguræður, að þeim loknum
taka umræðuhópar til starfa og
hafa allt að einni og hálfri
klukkustund til umráða. Þá verður
stutt hlé, en síðan gera starfshóp-
ar grein fyrir niðurstöðum um-
ræðna og að því búnu verða
almennar umræður.
Frummælendur verðai Stefán
Ólafur Jónsson. deildarstjóri í
Verk- og tæknimenntunardeild
menntamálaráðuneytisins; Þórir
Sigurðsson, námsstjóri mynd- og
handmenntasviðs grunnskóla;
Sveinn Sigurðsson,
aðstoðarskólastjóri Iðnskólans í
Reykjavík; Ingólfur Haildórsson,
konrektor Fjölbrautaskóla Suður-
nesja; Gunnar Guttormsson,
deildarstjóri í iðnaðarráðuneyti;
Guðrún Halldórsdóttir,
skólastjóri Námsflokka Reykja-
víkur; Fulltrúar Iðnnemasam-
bands íslands.
Til að fá sem flest sjónarmið
fram varðandi umræðuefni ráð-
stefnunnar — verkmenntun og
jafnrétti og hvað veldur vali ungs
fólks til náms og starfs — er
ýmsum stofnunum og félagasam-
tökum og öðrum sem áhuga kunna
að hafa gefinn kostur á þátttöku
meðan húsrúm leyfir og er hægt
að tilkynna þátttöku til Hallveig-
arstaða. Undirbúningsnefnd skipa
Björg Einarsdóttir, Esther Guð-
mundsdóttir og Guðrún Sigríður
Vilhjálmsdóttir.
Frá útisýningu iðnkynningar í
Reykjavík á liðnu hausti, en á
ráðstefnu Kvenréttindafélags ís-
lands verður rætt um verkmennt-
un og jafnrétti.
Fundur í Mynt-
safnar afélaginu
Myntsafnarafélag íslands held-
ur fund í dag klukkan hálf þrjú í
Templarahöllinni. Á uppboðinu eru
óvenju margir peningar. Þar á
meðal eru margir silfurpeningar
danskir, kóngaskipta og júbilpen-
ingar. Ennfremur verður nú boðinn
upp 500 krónu gullpeningurinn
íslenzki frá 1961, Jóns Sigurðssonar
peningurinn. Bíða margir spenntir
eftir því að sjá á hvað sá peningur
verður sleginn.
Látið draumim netast.
Jil suðurs með SUNNU
VELKOMIN
SUNNUHÁTÍÐ
* GRÍSAVEISLA
FEGURÐARSAMKEPPNI
ÍSLANDS
Sjálfstæöishúsinu Akureyri
Sunnudagskvöldiö 9. apríl.
Halli og Laddi skemmta.
Pantiö tímanlega í síma: 22970.
Fjölbreytt dagskrá.
SUNNA
Sjá nánar í götuauglýsingum.