Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 Prófk jör S jálfstæðisflokksins í Mosf ellss veit Sunnudaginn 9. apríl íer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellssveit vegna sveitarstjórnarkosninga. Fer kosning fram í Hlégarði kl. 10—22 og eru frambjóðendur 12. Morgunblaðið leitaði til þeirra og bað þá svara þvf í nokkrum orðum hver væru helztu verkefni næstu sveitarstjórnar. Bernhard Linn, bifreiðarstjóri, 35 ára. Maki: Dagbjört Pálmadóttir. Ég vil með öllum ráðum koma í veg fyrir að sveitin okkar verði að svefnstað fyrir Reykvíkinga, til dæmis með uppbyggingu iönaöar og þjónustu þannig að sem flestir hafi atvinnu innan sveitarinnar. Ég vil vinna að bættri gatnagerð og koma sem fyrst varanlegu slitlagi á allar götur. Einnig gangstéttir, göngubrautir og lýsingu og þá sérstaklega meðfram hraðbrautum sem gæti verulega minnkaö slysa- hættu. Ég vil að æskan okkar fái betri möguleika á að veita athafnaþrá sinni útrás á sem heilbrigðastan hátt með bættri félagsaöstöðu. Einar V. Tryggvason, 36 ára, arkitekt. Maki: Sigríður Þormar. Mosfellshreppur hefur vaxið úr fámennu bændasamfélagi í 2200 manna byggð á mjög skömmum tíma. Þessi öra uppbygging hefur að sjálfsögðu skapað óþrjótandi verkefni, stór og smá. Ég tel það brýnasta verkefni næstu hrepps- nefndar að móta ákveöna stefnu í skipulagsmálum hreppsins í beinu framhaldi af úrslitum þeirrar skipu- lagssamkeppni, sem nú stendur yfir um skipulag hreppsins. Það verður að stefna að því að þeir sem hér búa séu ekki bara næturgestir heldur að sem flestir geti séð sér og sínum farborða innan sveitarinnar. Ég tel að Mosfellshreppur eigi ekki aö byggj- ast upp sem framtíöarúthverfi Reykjavíkur heldur beri aö stefna að því að sveitin haldi sínum séreinkennum svo sem garörækt og ýmsum greinum landbúnaöar. Það þarf aö bjóða iönfyrirtækj- um hagkvæmar byggingarlóðir og samræma fjölda íbúöalóöa og uppbyggingu atvinnufyrirtækja. Þaö þarf að gera stórátak í varanlegri gatnagerö og frárennsl- ismálum sveitarinnar, einnig eru umhverfis- og æskulýðsmál verðug viðfangsefni. Ég vona aö sem flestir taki þátt í þessu prófkjöri og tryggi með því öruggan meirihluta sjálfstæðis- manna í hreppsnefnd Mosfells- hrepps næsta kjörtímabil. Hilmar Sigurösson, viðskiptafræðingur, 32 ára. Maki: Guörún Kristjánsdóttir. Mín skoðun er sú, þegar um er að ræða stjórnun sveitarfélags, að þá skipti pólitískar skoðanir manna minna máli heldur en athafnir. Þessi skoðun mín hefur reyndar mótast með mér í gegnum árin, enda hef ég reynt að hafa það að leiðarljósi, aö betri eru athafnir en orö. Þess vegna er ég alveg á móti öllu, sem flokkast getur undir kosningaloforð, því orö geta verið býsna hættuleg vopn, og ekki hvað síst þeim, sem misnotar þau. En það gefur auga leið, að í sveitarfélagi, sem hefur tvöfaldaö íbúatölu sína á örfáum árum, eru verkefnin mjög mörg, bæði hvað lýtur að uppbyggingu skólamann- virkja, gatnagerðar, fegrun um- hverfis og annarra félagslegra málefna, en þaö hljóta líka aö fara saman framkvæmdir og fjárútlát, þess vegna þarf sveitarfélagið aö nýta tekjustofna sína til hins ítrasta. Umhverfis- og skipulagsmál eru einnig mjög í brennidepli enda er landrými Mosfellssveitar um 20.000 hektarar og mjög áhuga- vert og fjölbreytilegt. En þaö sem mest er ábótavant og vinna þarf að í bráð, eru hin opinberu mál sem lúta aö löggjaf- ar- og dómsmálumþ Það er algerlega óviöunandi, aö Mosfell- ingar þurfi að sækja undir sýslu- mann, sem hefur aösetur suður í Hafnarfirði. Að lokum vil ég þakka kjörnefnd ágætt samstarf, og hvet eindregið sem flesta Mosfellinga að sýna þann áhuga á málefnum sveitarfé- lagsins aö taka þátt í væntanlegu prófkjöri. Með því er hægt að hafa áhrif á, hverjir veljast til að stjórna málefnum sveitarfélagsins næstu árin. Hilmar Þorbjörnsson, varðstjóri 43 ára. Maki: Ágústa Guóbjartsdóttir. Ég legg áherzlu á íþrótta- og æskulýðsmál og vil reyna aö glæða áhuga sem allra flestra á þeim sviðum. íþróttir eru hollar og þroskandi. Æskufólki er hollt aö taka þátt í félagslegu starfi ýmiss konar og mikið hefur verið gert í þeim málum mörg undanfarin ár hér í Mosfellssveit. Margt er samt ógert og mætti betur fara. Skapa þarf sem allra flestum atvinnu hér á staðnum og er brýn þörf á að gera stórátak í atvinnu- málum. Mosfellshreppur er ekki hluti af höfuðborgarsvæöinu, held- ur sjálfstætt sveitarfélag. Hlynna þarf aö öldruöum og að skapa þeim rólegt ævikvöld. Ingunn Fínnbogadóttir, húsmóóir, 48 ára. Maki: Ásbjörn Sigurjónsson. Meðal annars vegna starfa minna í fegrunarnefnd Mosfells- hrepps eru mér efst í huga umhverfis- og skipulagsmál sem eru ákaflega aðkallandi í okkar ört vaxandi byggöarlagi. Ánægjulegt hefur verið aö fylgjast meö þeirri miklu vinnu og framförum sem oröið hafa hin síðari ár og með aukinni gatnagerð má vænta þess aö það verði hvati fyrir húseigend- ur að hefjast handa um frágang Ipða. Við bindum miklar vonir viö íþróttamiðstöðina að Varmá þar sem er sundlaug og íþróttahúsið nýja. Öll aðstaða er þar með ágætum og þyrfti að hefjast handa sem fyrst við ræktun Varmársvæð- isins alls, sem er eitt fegursta útivistarsvæði sveitarinnar. Málefni aldraöra hafa of lengi beðið úrlausnar og vona ég að á þeim málum verði vel haldiö. Að lokum vil ég fagna samkeppni um aðal- skipulag hreppsins sem nú fer fram og verður þaö áhugavert verkefni fyrir næstu sveitarstjórn. Jón Guömundsson, oddviti, 57 ára. Maki: Málfríóur Bjarnadóttir. Ég legg áherslu á útivistar-, landnýtingar- og skipulagsmál með náttúruvernd í huga. Vonir eru bundnar við tillögur í samkeppni um aöalskipulag Mosfellshrepps en skilafrestur er 17. maí 1978. í útboöslýsingum dómnefndar móta heimamenn nokkrar meginhug- myndir en keppendum ætlaö frjáls- ræði til aö koma hugmyndum sínum á framfæri með hliösjón af víöáttu og fjölbreyttu landslagi hreppsins. Mosfellshreppur er hluti höfuð- borgarsvæðisins en ekki höfuð- borginni sjálfri heldur sjálfstætt sveitarfélag og ber að stefna að öðru og manneskjulegra umhverfi. Ég legg áherslu á að íbúar hreppsins njóti meir en nú er orku frá Hitaveitunni, þessu stærsta orkuveri landsins, en verömætin eru tekin úr iörum jaröar í hreppn- um. Efla ber landbúnað, t.d. garð- yrkju, fugla- og svínarækt ásamt iðnaði sem tengdur er . þessum búgreinum og afgangsorka Hita- veitunnar nýtt í þessu skyni. Efla ber þann iðnað sem fyrir er t.d. á Álafossi og Reykjalundi, skapa þeim aðstööu og landrými til stækkunar og þar með aukin atvinnutækifæri hreppsbúa. Ég legg áherslu á eflingu frjálsrar félagsstarfsemi, íþróttalífs og íþróttasvæöisins aö Varmá. Um- hverfis- og uppgræöslumál veröi tengd skólunum svo kennsluskyldu grunnskólalaga veröi fullnægt á því sviði. Sýslumannsembætti Kjósarsýslu verði skiliö’ frá bæjarfógetaem- bætti í Hafnarfiröi og sérstakur sýslumaöur verði skipaöur fyrir sýsluna meö aösetri í Mosfells- hreppi. Magnús Sigsteinsson, ráðunautur, 33 ára. Maki: Marta Siguröardóttir. Skipulagsmálin eru mér eölilega efst í huga vegna starfs míns í skipulagsnefnd hreppsins undan- farið. Mosfellshreppur hefur verið að breytast úr bændasamfélagi í þéttbýlissamfélag og íbúum hefur aö mínu mati fjölgað of ört á síöustu árum þannig aö uppbygg- ing ýmissa þjónustuliöa hefur ekki fylgt nægilega vel í kjölfarið. Til dæmis er allt skólahúsnæðið nú gjörsamlega fullnýtt og brýnt aö gera stórátak í þeim efnum. Nú stendur yfir hugmyndasamkeppni um aöalskipulag Mosfellshrepps og ég vænti mikils árangurs af henni. Ég vil ekki aö Mosfellssveit veröi svefnbær fyrir Reykjavík og tel þess vegna brýnt að byggja hér upp iðnað og þjónustustarfsemi og viðhalda landbúnaði og garöyrkju í ákveönum hlutum hreppsins. Einnig býöur Mosfellshreppur uppá mjög fjölbreytta möguleika til útivistar. Salóme Þorkelsdóttir, gjaldkeri, 50 ára. Maki: Jóel Kr. Jóelsson. íbúatalan í Mosfellshreppi hefur tvöfaldast á kjörtímabilinu sem nú er að Ijúka. Mörg þau mál, sem verða í brennidepli á næsta kjörtímabili eru í beinu framhaldi af þessari öru fólksfjölgun. Helztu málin sem mér koma í hug og veriö er að undirbúa um þessar mundir eru t.d. varanieg gatnagerö, götu- lýsing og leikvellir. Stórátök bíða úrlausnar í húsnæöismálum skól- anna og að hluta veröur að leysa þau fyrir haustiö. Fullgera þarf íþróttahúsið, þörfin í dagvistunar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.