Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 19 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Skíðaráð Reykjavíkur fái 10% af hlut borgarinnar vegna tekna af skíðalyftum til að halda uppi kennslu fyrir almenning málum, bæöi yngstu og elztu aldurshópanna mun aukast á næstu árum, samgöngumál verður að leysa með auknum feröum almenningsvagna, símamál eru í ófremdarástandi og löng bið eftir símum. Að vísu hefur hreppsnefnd ekki á valdi sínu aö leysa þau mál nema með þrýstingi sem samnefn- ari íbúanna. Þjónusta sýslumannsembættis- ins í Hafnarfirði viö íbúana er óviöunandi. Núverandi hrepps- nefnd hefur árangurslaust reynt aö fá útibú frá embættinu flutt heim í hérað, svo menn þurfi ekki að aka gegnum þrjú lögsagnarumdæmi til að fá veöbókavottorð, þinglýsing- ar, útgáfu vegabréfa, ökuskírteina o.s.frv. Næsta hreppsnefnd hlýtur að halda áfram að vinna að lausn málsins. Að lokum vil ég minnast á stærsta málið þegar litiö er til framtíðarinnar: Samkeppnina um aðalskipulagið, sem nú stendur yfir, og mun bíöa úrlausnar þeirra sem við taka. Svanhildur Guðmundsdóttir, húsmóðir, 46 ára. Maki: Sveinbjörn Guðlaugsson. Með aukinni fólksfjölgun í Mos- fellssveit er býsna margt sem veröur aökallandi en íbúatala hefur tvöfaldast á síðastliðnum 4 árum. Vinna þarf aö því að fá nauðsyn- legustu þjónustu sem sækja þarf til sýslumanns og skattstjóra í Hafn- arfiröi afgreidda innan hreppsins. Fjölga þarf svo um munar farþega- feröum til og frá Reykjavík. Gera þarf áhugavert fyrir fyrirtæki að hefja rekstur hér til þess að skapa aukna atvinnu og síðast en ekki sízt góöar og varanlegar götur sem gera íbúöarhverfin aölaöandi. Sæberg Þórðarson, framkvæmdastjóri, 44 ára. Maki: Magný Kristinsdóttir. í ört vaxandi byggöarlagi eru mörg verkefni aökallandi sem brýna nauösyn ber til að úr verði leyst, og hreppsnefndinni ber að vinna að. Það mál sem brýnast er að vinna aö á næsta kjörtímabili er aö ganga frá götum og gangstéttum meö varanlegu slitlagi, en þaö hefur oröið útundan vegna kostn- aðarsamra, en nauösynlegra skólamannvirkja. Eftir aö aöalskipulag liggur fyrir þá hlýtur að verða unnið að því í samræmi við tillögur skipulagsins svo hér skapist mannlegra um- hverfi. Nauðsynlegt er að efla iðnað og skapa honum lífvænleg skilyröi og um leið aö auka fjölbreytni í atvinnumálum hreppsins. Öryggismálum verði komiö í betra horf, löggæsla efld og sýslumanhsembættið komi hér upp skrifstofu til þjónustu viö hreppsbúa. Símamál eru í miklum ólestri, biðtími eftir símum langur, auk þess sem viö njótum ekki sömu gjaldskrár og aðrir íbúar Stór-Reykjavíkursvæöisins. Þetta eru aðeins lítil brot þeirra mörgu verkefna, er blasa við næstu hreppsnefnd. Örn Kærnested, rafvirkjameistari, 29 ára. Maki: Hildur Einarsdóttir. Hin öra fólksfjölgun, sem orðið hefur á seinustu árum, hefur valdiö því að ýmis vandamál hafa komiö upp, en þau veröur aö leysa málefnalega og bæði eldri og yngri íbúar þessa sveitarfélags þurfa aö vinna saman Skipulagsmál hafa veriö hér í frekar lausum böndum, en þar á ég við aö einstaka landeigendur hafa verið að selja lóðir úr löndurh sínum. Ég tel þaö eölilegra aö hreppsnefnd láti skipuieggja byggðarkjarna og úthlutun lóða fari fram í gegnum hana. Ég tel aö gera þurfi ungu fólki kleift að eignast eigið húsnæði — með því gerum við þaö efnahags- lega sjálfstætt. Það þarf aö styðja viö þá atvinnugrein sem hefur verið stunduð hér í mörg ár, en þar á ég viö ræktun í gróöurhúsum. Ég er þeirrar skoöunar aö kanna beri hagkvæmni þess að rækta mat- jurtir allt árið um kring. Stuöla ber að því aö hér rísi byggingarfélög, sem hafi stöðug verkefni, því þannig getum við lækkaö byggingarkostnað og tryggt atvinnuöryggi þeirra sem vinna við þau. Morgunblaöinu tókst ekki aö ná í Pál Aðalsteinsson. Á fundi borgarstjórnar 6. apríl fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins eftirfarandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að upphæð sem svarar 10% af hlut Reykjavíkurborgar vegna tekna af skíðalyftum í skíðalönd- um Reykvíkinga skuli renna til Skíðaráðs Reykjávíkur, aðallega til að hálda uppi kennslu fyrir almenning. Samþykkt þessi komi til framkvæmda þannig, að í fjárhagsáætlun ársins 1979 verði tekin upp fjárveiting sem svarar 10% af tekjum ársins 1978 og þannig áfram frá ári til árs.“ I greinargerð með tillögunni segir, að áhugi almennings á skíðaíþrótt- inni hafi verið mjög mikill á undanförnum árum. Reykjavík og , önnur sveitarfélög í nágrenninu hafa stuðlað að þeirri þróun með því að bæta aðstöðuna í Bláfjöll- um. Skíðaráð Reykjavíkur, en það er samband þeirra íþrótta- félaga,sem hafa skíðaíþrótt á dagskrá sinni, er hins vegar mjög fjárvana. Æskilegt er að styðja skíðaráðið þannig, að það geti unnið að framgangi skíðaíþróttar- innar og er fjárframlag þeirra fyrst og fremst ætlað til að gera því kleift að efna til námskeiðs fyrir almenning. Á s.l. ári voru brúttótekjur borgarinnar af rekstri skíðalyftna kr. 5 milljónir, þannig að í hlut Skíðaráðs Reykja- víkur hefði komið 500 þús, ef slík samþykkt hefði verið í gildi: Formaður íþróttaráðs Sveinn Björnsson (S) tók fyrstur til máls og sagði, að síðan skíðalyftur hefðu verið reistar hér í nágrenn- inu og almenningur hefði tekið að iðka skíðaíþróttina í þeim mæli sem raun ber vinti, hefði mikið borið á óskum um kennslu í þessari íþróttagrein. Það væri þess vegna æskilegt að koma til móts við þessar óskir, enda myndi það vafalaust enn auka á áhuga almennings og fækka slysum, en þau hefðu verið of tíð á undanförn- um árum. Með aukinni þátttöku almennings í skíðaíþróttinni og útivistariðkunum er fenginn þýðingarmikill þáttur í heilsu- vernd og hollustuháttum almennings. Meðal annars vegna þess væri þessi tillaga flutt, en hún fæli einmitt í sér aukinn möguleika almennings til að iðka skíðaíþrótt- ina sagði Sveinn Björnsson. Hann kvað æskilegt að fela skíðaráði Reykjavíkur að stjórna og skipuleggja kennslu og nám- skeið, auka og bæta aðstöðuna á hverjum tíma og efla um leið félagsstarfsemi skíðadeilda íþróttafélaganna. Skíðaíþróttin væri í nokkurri sérstöðu sagði Sveinn. Ástæðan væri fyrst og fremst hversu mikinn kostnað hún bæri. Byggingarframkvæmdir væru dýrar og rekstur skíðaskála kostnaðarsamur. Allur skíðaút- búnaður væri dýr, flutningur til og frá skíðalöndum þyrfti að koma til. Á móti væru litlir tekjumögu- leikar af skíðakeppnum. Sveinn Björnsson sagði fáar deildir innan íþróttahreyfingarinnar sem legðu fram jafnmikla sjálfboðavinnu og skíðadeildirnar gerðu, en innan þeirra væri fjölmenn sveit vaskra manna og kvenna, sem ynni skipulega að uppbyggingu sinnar íþróttagreinar. Með tilkomu svo- kallaðra snjótroðara sem væru í eigu borgarinnar og K.R. hefði dregið verulega úr slysum í skíðalöndum Reykvíkinga. Æski- legt væri að slík tæki kæmu sem víðast. Sveinn Björnsson sagði tekjur af skíðalyftum í Bláfjöllum á síðastliðnu ári hafa verið sjö milljónir og þar af hefði hlutur Reykjavíkur verið fimm milljónir. Það bæri að taka fram, að þá hefði verið með öllu snjólaust í Hvera- dölum. í ár mætti ætla að tekjur af skíðalyftum í Hveradölum verði þrjár milljónir og hlutur Reykja- víkur af skíðalyftum í Bláfjöllum níu milljónir, þannig að á næsta ári yrði samkvæmt tillögunni áætlaður styrkur til skíðaráðsins 1,2 milljónir. Sveinn Björnsson sagði, að sér væri ljúft að skýra frá því, að á fundi Skíðaráðs Reykjavíkur sl. mánudag hefði verið mikill vilji og samhugur fyrir því að verja sem svaraði 5% af tekjum félaga 6em rækju skíðalyftur í skíðalöndum Reykr víkinga til að efla skíðakennslu í skíðalöndum þeirra. Það hefði einkum verið á árun- um 1930—1940, sem hið unga fólk í bæjum og kaupstöðum hefði orðið snortið af hinni töfraridi skíðaíþrótt og fór að iðka hana sér til heilsubótar og skemmtunar. I fyrstu hefði þátttaka ekki verið mikil, en í dag ættu Islendingar mikið af dugmiklu fólki er stund- áði skíði af miklum áhuga og festu. Glæsileg aðstaða sem væri að skapast í skíðalöndum Reykvík- inga hefði fært skíðaíþróttina upp til vegsemdar og skapað henni sess í íþróttalífinu. I lok máls síns sagði Sveinn, að enginn deildi um hvílík hollusta það væri fyrir ungan mann og konu að sækja til fjallanna í góðu veðri og góðu skíðafæri og auka þar lífsþrótt sinn og skemmta sér um leið, hann legði því eindregið til, að tillagan yrði samþykkt. Alfreð Þorsteinsson (F) tók næstur til máls og kvað tillöguna ágæta. Hins vegar hefði hann gjarnan viljað hafa framlagið meira en 10% en hins vegar mætti byrja með þetta og hækka það síðar. í máli sínu lagði Alfreð sérstaka áherzlu á að gera þyrfti endurbætur á veginum í Bláfjöl). Elín Pálmadóttir (S) talaði næst og sagði Reykjavíkurborg hafa unnið markvisst að því að vekja áhuga borgarbúa á að leita út undir bert loft og njóta þess olnbogarýmis, sem gæfist til dvalar í ósnortinni náttúru landsins. Nú hefði um árabil bætzt við varanleg skíðalyfta á hverju ári í skíðalöndum Reykvíkinga og útlit væri fyrir, að á þessu ári myndu bætast við 3 afkastamiklar skíðalyftur þar. Á sl. ári hefði vegurinn inn eftir verið stórbætt- ur fyrir yfir tuttugu milljónir og sveitarfélögin hefðu fram að því ein orðið að kosta hann. Þetta væri 12 km vegur sem hefði verið slóð árið 1972. Auðvitað ætti ríkið að taka þátt í lagningu slíks vegar. Nokkuð hefði áunnist í þessum efnum í fyrra, en þá hefðu fengist þrjár milljónir í hann úr fjallvega- sjóði. Nú væri verið að skipta vegafé og eindregið væri vonast til, að fjármagn fengist í Blá- fjallaveg. Framhald vegarins, sem endanlega yrði hringvegur niður í Kaldársel væri í athugun. Elín Pálmadóttir sagði, að skíðaíþrótt- in hefði eínkum náð því markmiði að vekja áhuga og laða upp í skíðalöndin fólk á öllum aldri, fjölskyldur, börn og aldraða jafnt sem hraust íþróttafólk. Það hefði verið mjög skemmtilegt að sjá hve Bláfjallafólkvangur drægi að alla aldurshópa. Elín sagði að þó gaman væri að leika sér í snjó væri skíðaíþróttin þeirrar náttúru að læra þyrfti viss undirstöðu- atriði til að öðlast nauðsynlegt öryggi og fára sér ekki að voða. Skíðafélögin hefðu haft nokkra kennslu, sem hefði verið vel þegin, en að sjálfsögðu réði þau sjálf illa við að halda uppi óstyrktri reglu- bundinni kennslu fyrir alla sem þyrftu þegar ásóknin væri orðin svona mikil. Þess vegna yrði gagnlegt að fá afmarkaðan styrk frá borginni til þessa verkefnis. Elín sagði, að þótt rekstur væri í höndum fólkvangsstjórnar, m.a. til að tryggja hann, þá hefði alltaf verið ætlunin að leyfa skíðafélög- unum sem þess óskuðu að reka lyftur með þeim skilyrðum að halda þeim opnum fyrir alla og byggja sér aðstöðu samkvæmt skipulagi. Nú ynni arkitekt við að gera tillögur um mannvirkjagerð og frjálsu félögin ættu því líka að geta haft starfsaðstöðu sem sam- rýmdist fólkvanginum. Leiðbeiningar og kennsla væru verkefni sem hentuðu þeim vel og ættu að vera á vegi frjálsra félaga. Elín sagðist fagna tillög- unni og vonast til að kennslu yrði haldið uppi í skíðaíþróttinni. Valgarð Briem (S) mælti næstur. Hann kvaðst hafa óttast, að tillagan gæti valdið samkeppni við aðra er lagt hefðu stund á skíðakennslu árum saman svo sem Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum. Námskeiðin þar hefðu verið nær full og að þeim hefðu staðið miklir dugnaðar- og bjartsýnismenn. Þeir hefðu ásamt fjölskyldum sínum lagt gífurlega vinnu fram. Það væri svo sannarlega heilsubót í dvöl í Kerlingarfjöllum og það að renna sér á skíðum eða ganga um hlíðar fjallanna á fögrum sumar- degi yrði ekki metið til fjár. Nemendur Skíðaskólans hefðu stofnað með sér nemendasamband til stuðnings við skólann. Það sýndi viljann við að styðja við bakið á brautryðjendum. Sam- þykkt umræddrar tillögu mætti þess vegna ekki verða til að hefta framtakið í Kerlingarfjöllum sem annars staðar er skíðakennsla færi fram. í vissu um að svo yrði ekki styddi hann því umrædda tillögu. Tillagan var síðan samþykkt með fimmtán samhljóða atkvæðum. Tekur Reykja- víkurborg upp notkun rafbíla? Á FUNDI borgarráðs 28. marz flutti Albert Guðmundsson eftir- farandi tillögu: „Borgarráð sam- þykkir að fela stjórn og forstjóra SVR að kanna á hvaða stigi þróun rafknúinna almenningsvagna er nú og skila greinargerð til borgar- ráðs um málið. Könnun þessari verði hraðað". I borgarráði var tillagan samþykkt. Á fundi borg- arstjórnar 6. apríl flutti Guð- mundur G. Þórarinsson (F) eftir- farandi tillögu: „Borgarstjórn fel- ur borgarráði að láta kanna hvar unnt sé að koma við notkun rafbíla í stað bensín- og díselbíla í rekstri borgarinnar“. Með tillögunni las Guðmundur greinargerð, all ítar- lega. Borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, kvaðst samþykkur tillögunni sem og áður fram kominni tillögu Alberts Guð- mundssonar, Elín Pálmadóttir tók einnig í sama streng. Tillagan var síðan samþykkt, en áður hafði tillaga Alberts fengið staðfestingu á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.