Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 1
78. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Lithái í 10 ára þrælkun Moskvu. 15. apríl — Reuter. BALIS Gayauskas. sem hefur að undanförnu úthlutað fé úr Solzhenitsyn-sjóðnum til fjöl- skyidna andófsmanna, sem eru í haldi. hefur verið dæmdur til 10 ára þrælkunar. Gayauskas, sem er frá Litháen. lauk afplánun 25 ára fangelsisdóms fyrir „and- sovézka starfsemi" árið 1973. Að þessu sinni var honum gefið Pramhald á bls. 30. Ljósmynd Mbl. ÖI.K.M. Söngfólk víðs vegar að af landinu hefur sett svip sinn á Reykjavík síðustu daga, en mörg hundruð félagar úr kórum á landsbyggðinni sækja sönghátíðina Söngleika '78 sem Landssamband blandaðra kóra stendur fyrir með tónleikum og hátíðahaldi í Háskólabíói og Laugardalshöll. Myndin var tekin í gær í Laugardalshöll þegar kórarnir voru að æfa samsöng undir stjórn Garðars Cortes söngvara og stjórnanda. Nkomo og Mugabe f all- ast á aUsherjarráðstefnu Fischer stendur í ströngu Los AnKolcs. ir>. aprfl. Ileutcr. DÓMARA í skaðahótamáli Bobby Fischers, fyrrum heims- meistara í skák. hefur borizt bréf þar sem Fischer lýsir gagnaðilum málsins sem djöfl- um. bá sakar Fischer þrjá lögfræðinga sem hann hefur haft í þjónustu sinni vegna skaðabótamálsins, um sam- særi gegn sér, og krefst þess að einn þeirra verði dæmdur í fangelsi fyrir meinsæri. Bobby Fischer hefur krafizt 3,2 millj. dala í skaðabætur fyrir að hafa orðið að þola átroðning í einkalífi sínu, en ákæra hans beinist fyrst og fremst að útgefendum tímarits trúarsafnaðar, sem hann er meðlimur í. Tímaritið birti á sínum tíma viðtal við Fischer þar sem hann gagnrýndi starf- semi safnaðarins, og telur skákmeistarinn viðtalið hafa verið birt í leyfisleysi. Dar es Salaarn. Tanzaníu. 15. apríl. AP. RHÓDESÍSKU skæruiiðaleiðtog- arnir Joshua Nkomo og Robert Mugabe féllust í dag á að sækja allsherjarráðstefnu um lausn Rhódesíumálsins. Frá Salisbury hefur enn ekkert heyrzt um undirtektir bráðabirgðastjórnar- innar, en næsta verkefni Cyrus Vance. utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, verður að fá hana til að fallast á þátttöku í slíkri ráð- stefnu. Að því er virðist hafa þeir Nkomo og Mugabe ekki sett nein Viðurkenna morðið á fangaverðinum Tórínó. 15. apríl. Rrutor. RAUÐA herdeildin á ítalíu hefur sent írá sér nýja orðsendingu þar sem viður- kennt er að hryðjuverka- samtökin hafi staðið á bak við morðið á fangaverðin- um Lorenzo Gutogno á þriðjudaginn var. Vika er nú liðin síðan hryðjuverkasamtökin létu síðast frá sér heyra, og kemur fram í orðsending- unni að Cristoforo Pian- cone, einn þeirra sem stóðu að árásinni á Gutogno, sé virkur félagi í Rauðu her- deildinni. Ekki er minnzt á Aldo Moro, fyrrum forsæt- isráðherra ítalíu, sem hryðjuverkasamtökin hafa enn á valdi sínu. Hinn myrti fangavörður fær það hins vegar óþvegið, og ástæðan fyrir morðinu sögð sú að Cutogno hafi verið óþokki, haldinn kvalalosta. skilyrði fyrir þátttöku siimi. en vonir standa til að ráðstefnan Skotinn í svefni Belfast. 15. apríl. AP. 27 ÁRA gamall maður, tveggja barna faðir, var í nótt skotinn til bana þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu við hlið eiginkonu sinnar. Atburður þessi átti sér stað í Newtown Abbey, sem er um 20 kílómetra norður af Belfast. Maðurinn fékk skot í höfuðið. Morðingjarnir komust undan. Maðurinn var 1.833 fórnarlamb ofbeldisaðgerðanna á Norður-ír- landi síðan þær hófust fyrir rúmum átta árum. verði haldin síðar í þessum mánuði eða í maí. Samkvæmt heimildum af fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Bretlands með Mugabe og Nkomo í Dar es Salaam hafa skæruliðaforingjarnir enn sem komið er ekki fallizt á að hefja samningaviðræður um vopnahlé í Rhódesíu, en þar hafa skæruliðar og stjórnarherinn barizt í sex ár. Að loknum viðræðum sínum við Botha, utanríkisráðherra S- Afríku, í Pretóríu á morgun, munu þeir Vance og Ovven eiga fund með Ian Smith, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Rhó- desíu. Sophia Loren nú kærð fyrir listaverkasmygl Rómahorg. l.Y apríl. AP. SOPHIA Loren. sem þegar hefur verið gefið að sök að vera vitorðsmaður í broti eiginmanns hennar á ítölskum gjaldeyrisrcgl- um, var í gær ákærð fyrir að hafa flutt listaverk úr landi. ítólsk lög frá 1976 banna fjár- magns- eða listaverkaflutning til útlanda og eru viðurlög við broti á þeim allt að sex ára fangelsi. Ponti og Sophia Loren eru nú franskir þegnar og frönsk stjórn- völd munu ekki framselja þau vegna málsins gegn þeim á ítalíu. Tillögur bandaríska flugráðsins: „Þak"og 50% lækkun Washinirtun. 15. aprfl. AP. FLUGRÁÐ Bandarfkjanna hefur lagt fram tillögur sem miða að verulegri lækkun fargjalda í áætlunarflugi. Þær fela meðal annars í sér að „þak" verði sett á fargjöld, jafnframt því sem flugfélögunum verði heimilað að lækka fargjöld um allt að 50% án þess að samþykki flugráðsins þurfi fyrst til að koma. Verði tillögurnar samþykktar ið að þegar til lengdar láti sé má á næstunni búast við mikl- um sviptingum á þessum mark- aði, en ráðgert er að hin nýju fargjöld geti gengið í gildi þegar á þessu ári. 1 greinargerð með tillögum sínum segir bandaríska flugráð- frjáls samkeppni vænlegasta leiðin til að tryggja skynsamleg- an og arðbæran rekstur og að tryggja þjónustu við almenning. Núgildandi reglur um fargjöld standi í vegi fyrir slíkri sam- keppni og tillögurnar séu lagðar fram í því skyni að ryðja úr vegi hindrunum fyrir eðlilegri verð- myndun. Undanfarin 40 ár hafa far- gjöld ráðizt af ákveðnum þátt- um í samræmi við opinbera reglugerð, sem m.a. gerir ráð fyrir því að 12% hagnaður flugfélagsins sé reiknaður með í fargjaldinu. Þetta hefur gert að verkum að um fargjaldasam- keppni hefur nánast ekki verið að ræða. Undanfarna 18 mánuði hefur bandaríska flugráðið slak- að verulega á reglum um fargjöld með þeim afleiöingum að ýmis flugfélög hafa tekið að bjóða viðskiptavinum sínum afsláttarfargjöld. Slíkur afslátt- ur hefur þó til þessa verið háður ýmsum skilyrðum, svo sem því að farmiðar séu keyptir með alllöngum fyrirvara, en sam- kvæmt hinum nýju tillögum flugráðsins yrðu slík skilyrði úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.