Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 23 Myndir frá Laugalandsskóla, Holtum, Rang. Barna- og fjölskyldusíðunni hafa nú börist myndir víða að af landinu, og viljum við færa ykkur okkar bestu þakkir fyrir framtakssemi ykkar. Hins vegar væri skemmtilegt, ef þið gætuð samið stuttar sögur líka og ort ljóð, eins og sum ykkar hafa gert. Sjö og átta ára börn í Laugalandsskóla, Holtum, Rangárvallasýslu hafa sent okkur margar skemmtilegar myndir og birtum við þær á næstu vikum. Jóna Sigurðardóttir, 7 ára, Laugalandsskóla Linda Rós, Laugalandsskóla Hutí. —<—■ \ yu,:h :~~Hou.^x raG-ulmunJj J. Lilja Huld Guðmundsdóttir, Laugalandsskóla, 7 ára. Um krossgátur Allir þekkja krossgátur. Þær eru óhemju vinsælar um mestan hluta heims og mjög algengar í alls kyns dagblöðum og tímaritum. Bandaríkjamaðurinn Arthur Wynne fann þær upp, og fyrsta krossgátan var birt lesendum blaðsins „New York World" hinn 21. desember 1913. Síðan hafa víst orðið til óteljandi svipaðar tegundir. Til gamans Þetta er mjög sjaldgæít frímerki frá því árið 1492. Nú, en voru þeir farnir að nota frímerki á þeim tíma? Nei, nei. En það er einmitt það, sem gerir þetta svo sérstakt! Lyfjafræðingurinn var að setja nýju afgreiðslustúlkuna inn í hlutverk hennar í afgreiðslunni. „Og þegar lyfseðlarnir eru mjög ógreini- legir eða alveg ólæsilegir, þá notum við alltaí úr þessari flösku hérna!“ Geturðu fundið tvíburana? Hérna sérðu nú Ulf Refsson og bræður hans — átta víkinga, eina af þeim, sem komu fyrstir til landsins (þeir þorðu samt ekki að setjast hér að). En þegar þú virðir þá fyrir þér, þá sérðu fljótt, að þeir eru nokkuð líkir. Á myndinni geturðu fundið tvíbúra, sem eru alveg eins! Ekki gefast upp!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.