Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐÍÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 t-w, ■ Sögur frá lesendum: Prakkarinn Eftir Hildi Gylfadóttur, 9 ára, Hafnarfirdi Einu sinni var stelpa. Hún var með rauðuhundana. Hún varð að liggja í rúminu sínu, þangað til henni batnaði. En hún mátti ekki fara upp úr rúminu af því að hún var svo rauð af bólum. Systir hannar var fjögurra ára. Hún var prakkari. Mamma var búin að gera köku fyrir saumaklúbb. Og vitið þið, hvað systir mín gerði? Mamma hafði sett súkkulaði á kökuna. Nú fékk systir mín sér skeið og skóf súkkulaðið af og borðaði það allt. Vitið þið svo hvað mamma gerði? Hún setti hana inn á klósett. En það hefði mamma ekki átt að gera. Systir mín skrúfaði frá krananum og lét vatn flæða út úr vaskinum. Það var allt gólfið á kafi í vatni. Systir mín kallaði á mömmu, hún kom og sagði: Hvað er að? — Það var strákur, sem henti vatni inn um gluggann! Mamma opnaði, og systir mín hljóp út! akstur Skógarsvæðið á myndinni er nokkurs konar völundarhús, og bifreiðin efst til vinstri þarf að komast að húsinu neðst. Hvaða leið á hún að aka? Teiknaðu leiðina laust með blýanti, þá getur þú þurrkað út, ef þú lendir í ógöngum. Merkileg bænheyrsla Saga um sannan atburð eftir Friðrik Friðriksson Æskulýðsleiðtoginn, Friðrik Friðriksson, bjó um nokkra ára skeið í Danmörku. Á stúdentsár- um sínum bjó hann í Kaup- mannahöfn og tók hann þá meðal annars að sér ungan dreng, sem Hans hét. Hann gekk honum í föðurstað og segir hér frá einu atviki, sem gerðist þar ytra á þessum tíma. - • - Komið var fram í júni og þröngt í húi hjá okkur. Ég átti ckki grænan eyri og óttaðist mest að verða borinn út þá og þegar. Ég hafði einu sinni lofað Hans því. að ég skyldi fara með hann í skógarferð á þjóðhátíðardag- inn 5. júní. Nú var dagurinn runninn upp og ég átti ekki eina krónu í fórum minum. Ég var frammi í eidhúsi að taka til eftir matinn. I>á kom Hans til mín og sagðii „Eigum við ekki að fara í skógarferð í dag?“ „Nei, Ilans minn.“ svaraði ég. „bú mátt ekki láta þér leiðast það. Ég á enga peninga, hvorki fyrir húsaleigu né mat, og það kostar tvær krónur að fara í skógarferð.“ Hans þraut heilann um þetta ofurlitla stund, en sagði si'ðani „Ég kann ráð til þess að fá peninga.“ „Reyndu það þá,“ svaraði ég. Hann fór inn. Að lítilli stundu liðinni heyrði ég mannamál inni. Ég hélt. að einhver gestur væri kominn. fór inn í svefnherbergið og gægðist inn ístofuna. Þar lá drengurinn á hnjánum við stól og ég heyrði hann segjai „Góði Guð, þú verður að hjálpa pabba með húsaleiguna. og gleymdu svo ekki að gefa okkur tvær krónur til að kom- ast í skóginn.“ Ég læddist varlega fram aftur. Hans kom von bráðar fram og sagðii „Eru pcningarnir komnir?“ „Nei, ekki cnnþá.“ svaraði ég. „l>eir koma áreiðanlega, þvf að eg er búinn að biðja um þá.“ Ég hugsaði sem svoi Barnið má ekki vcrða fyrir vonbrigðum með traust sitt. Við verðum að komst út í skóg. Hitt verður að fara sem fara vill. Ég ákvað að hlaupa niður f bæ og hiðja kaupmann, sem ég þekkti, um tvær krónur. Ég hafði ákveðið að biðja engan um lán meðan svona væri ástatt fyrir mér, að ég sæi ekki fram á að geta borgað það. En þessi kaupmaður var góður kunningi minn, og ég ætlaði að biðja hann um að gera mér þennan greiða. A þennan hátt ætlaði ég að hjálpa Guði að uppfylla bæn barnsins. Ég sagði Hans að leika sér úti meðan ég skryppi niður í bæ. Ég hljóp því næst af stað, en á leiðinni mætti ég presti nokkrum, er Steen hét. Þegar hann sá mig nam hann staðar og rétti mér höndina. Hann sagði, að rétt áður en við hittumst hefði hann hitt prúð- búinn mann, sem hefði sagt honum, að fyrir mörgum árum hefði hann fengið lánaðar hjá honum ti'u krónur. „Presturinn hefur víst ekki búist við því að fá peningana aftur, því að þá leit ég út eins og flækingur,“ hafði maðurinn sagt. „En nú vil ég biðja prcstinn um að taka við peningunum aftur.“ Séra Steen sagðist ekki muna neitt eftir þessu, en maðurinn ncyddi hann til þess að taka við peningunum. „Nú sá ég yður,“ hélt prestur- inn áfram, „og þá datt mér 1' hug, hvort þér þyrftuð ekki á pcningunum að halda.“ Ilann gaf mér tíu krónurnar. Nú þurfti ég ekki að fara lengra. En þá hitti ég kunningja minn og gekk með honum spottakorn. Á heimleiðinni var mér geng- ið fyrir götuhorn. Á horninu var sælgætisverslun og átti hana kunningi minn, sem starfaði með mér í sunnudaga- skóla. Hann hafði ávallt reynst mér mjög vel. Og hann hafði boðið mér að leita til sín, ef mér lægi á. Ég hafði samt aldrei notfært mér boð hans. Hann var sjálfur staddur í búðinni og kallaði á mig, er ég gekk fram hjá. Ég gekk inn og ræddum við saman dálitla stund, en þá sagði hanni „Þér leitið aldrei til mín, en ég vildi mjög gjarna verða yður að einhverju liði. Get ég ekki gert citthvað fyrir yður núna?“ Ég svaraðii „Þér munduð gera mér mikinn greiða, ef þér vilduð hjálpa mér um tíu krónur, sem þér fáið ef til vill aldrei aftur.“ Ilann tók strax upp tólf krónur og rétti mér. Ég flýtti mér af stað til húseigandans og borgaði húsa- leiguna. Þvínæst fór ég heim og við Hans bjuggum okkur af stað í skógarferðina. „Kom Guð sjálfur með peningana?“ spurði Hans. „Nei, hann sendi þjóna sína með þá,“ svaraði ég.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.