Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978
Prófkjör sjálfstæð-
ismanna um helgina
PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna
vegna bæjarstjórnarkosninga í
vor verða um helgina á Selfossi
og Siglufirði.
A Selfossi fer kosning fram í
Sjálfstæðishúsinu að Tryggvagötu
8 og verður kjörstaður opinn
sunnudaginn 16. apríl kl. 14—20,
en prófkjörið er fyrir félags-
bundna sjálfstæðismenn á Selfossi
og er bindandi ef helmingur þeirra
tekur þátt í prófkjörinu.
í Siglufirði lýkur prófkjöri í dag,
sunnudag kl. 22. Úrslit sex efstu
sæta verða bindandi, en Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur 3 fulltrúa í
bæjarstjórn.
Orkumálastjóri;
„Við sjáum ekki
fram á neitt við
Kröflu eins og er”
BÍLASÝNINGIN Auto ‘78 var opnuð í fyrrakvöld fyrir almenning og kom þá þegar talsverður
fjöldi gesta á sýninguna. Sýningin er opin daglega frá klukkan 15 til 22, en heiga daga og laugardaga
er sýningin opin frá klukkan 14.
Þrír borgarmálafund-
ir á mánudagskvöldið
BORGARMÁLAFUNDIR
Sjálfstæðisflokksins halda
áfram á mánudagskvöld og
verða þá þrír fundir< um
heilhrigðismál, dagvistun
barna og húsnæðismál. Alls
verða fundirnir níu, þrír þeir
FRAMSÓKNARMENN í
Hafnarfirði hafa birt fram-
hoðslista sinn við
RKÍ efnir
til Alþingis-
getraunar
RAUÐI Kross íslands hefur ákveðið
að efna til getraunar með spá um
skiptingu pingsæta við næstu
Alpingiskosningar.
Þátttökumiðinn kostar 500 krónur,
en í vinninga fara 20% af brúttósölu-
andviröi og skiptist upphæðin jafnt
milli þeirra, sem senda inn réttar
lausnir, þó ekki á milli fleiri réttra
lausna en 50 segir í frétt frá Rauða
Krossi íslands. Ef engin rétt lausn
berst, skiptist vinningsupphæðin milli
peirra, sem hafa 4 réttar þingmanna-
tölur af 6, síðan 3 og þannig áfram
eftir líkum reglum og gilda um
knattspyrnugetraunir.
fyrstu voru á fimmtudags-
kvöld og þrír síðustu fundirn-
ir verða haldnir á þriðjudags-
kvöldið. Fundirnir hefjast
kiukkan 20>30.
Fundurinn um heilbrigðis-
mál verður á Hótel Esju,
bæjarstjórnarkosningarnar.
Listann skipa: 1. Markús Á.
Einarsson veðurfræðingur, 2. Ei-
ríkur Skarphéðinsson skrifstofu-
stjóri, 3. Inga Þ. Kjartansdóttir
fegrunarsérfræðingur, 4. Gestur
Kristinsson erindreki, 5. Jón
Pálmason skrifstofustjóri, 6.
Reynir Guðmundsson verkamaður,
7. Nanna Helgadóttir húsfreyja, 8.
Sveinn Elísson húsasmiður, 9.
Vilhjálmur Sveinsson fram-
kvæmdastjóri, 10. Pétur Th. Pét-
ursson handavinnukennari, 11.
Hjalti Einarsson trésmiður, 12.
Þorlákur Oddsson sjómaður, 13.
Ágúst Karlsson kennari, 14. Kol-
beinn Gunnarsson yfirfiskmats-
maður, 15. Sólrún Gunnarsdóttir
húsfreyja, 16. Sveinn Á. Sigurðs-
son vélstjóri, 17. Sigurður Hall-
grímsson hafnsögumaður, 18.
Garðar Steindórsson deildarstjóri,
19. Gunnlaugur Guðmundsson
tollgæzlumaður, 20. Þórhallur
Hálfdánarson skipstjóri, 21. Ragn-
heiður SveinbjÖrnsdóttir hús-
freyja, 22. Borgþór Sigfússon
sjómaður.
annarri hæð. Málshefjendur
verða Páll Gíslason borgarfull-
trúi, Margrét S. Einrsdóttir
varaborgarfulltrúi og Skúli
Johnsen borgarlæknir.
Umræðustjóri verður Úlfar
Þórðarson læknir.
Fundurinn um dagvistun
barna verður haldinn í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, kjallara.
Málshefjendur verða Markús
Örn Antonsson og Elín Pálma-
dóttir borgarfulltrúar og Björn
Björnsson prófessor.
Húsnæðismálafundurinn
verður á fyrstu hæð Valhallar.
Málshefjendur verða Magnús
L. Sveinsson borgarfulltrúi,
Hilmar Guðlaugsson vara-
borgarfulltrúi og Gunnar G.
Björnsson formaður Meistara-
sambands byggingarmanna.
Umræðustjóri verður Skúli
Sigurðsson skrifstofustjóri
Húsnæðismálastofnunar ríkis-
ins.
Síðustu fundirnir á þriðju-
dagskvöld verða um íþrótta-
mál, fræðslumál og æskulýðs-
mál.
VIÐ SENDUM tillögur frá
Orkustofnun í desember
varðandi hugmyndir um
áframhaldandi boranir
við Kröflu, en ráðamenn
hafa enga afstöðu tekið til
þeirra og ég lít svo á að
ráðamenn hafi ekki treyst
sér til þess að útvega
peninga í verkið en sam-
kvæmt tillögum okkar er
um að ræða 1000—2000
milljónir króna,“ sagði
Jakob Björnsson orku-
málastjóri í samtali við
Morgunblaðið.
Jakob kvað það ekki mega
dragast að taka ákvarðanir í
þessum efnum mjög lengi. „Útlitið
er þannig," sagði orkumálastjóri,
„að ég er ekki mjög bjartsýnn á að
málið nái fram nú og þá er sýnt
Óku út-
af ölvuð
BIFREIÐ fór útaf Álftanesvegi
um fimmleytjð á föstudagsmorg-
uninn. I bifreiðinni voru þrjú
ungmenni, öll undir áhrifum
áfengis og þegar óhappið varð sat
réttindalaus stúlka undir stýri.
Eigandi bifreiðarinnar hafði
skömmu áður ekið henni og var því
um að ræða tvöfalt ölvunarbrot
við akstur. Bifreiðin skemmdist
töluvert mikið.
Lauk brottfarar-
prófi í píanóleik
Listi framsóknar-
manna í Hafnarfirði
JÓHANNES Ó. Vigfússon
píanóleikari frá Akureyri
hefur nýlega lokið brott-
fararprófi í píanóleik frá
Tónlistarháskólanum í
Ziirich, þar sem hann hef-
ur stundað nám að undan-
förnu undir handleiðslu
Sava Savoffs. í svissnesk-
um blöðum kemur fram lof
á frammistöðu Jóhanns á
lokaprófinu. Hér heima á
íslandi lærði Jóhann hjá
Kristni Gestssyni á Akur-
eyri.
Ingolf Olsen leikur
í Norræna húsinu
DANSKI tónlistarmaðurinn
Ingolf Olscn heldur tvenna tón-
leika í Reykjavík í vikunni, þar
sem hann leikur á lútu og gítar
jafnframt því sem hann syngur.
Fyrri tónleikarnir verða í Norr-
æna húsinu miðvikudagskvöld
klukkan 20.30 en hinir seinni í
Háteigskirkju á laugardag
klukkan 17.00.
Ingolf er fæddur 1943 í Dan-
mörku. Hann hefur stundað tón-
listarnám bæði þar og hjá Julia
Bream í Englandi. Hann hlaut 2.
verðlaun í alþjóðlegri gítarkeppni
í París 1966. Hann hefur auk
gítarleiks lagt stund á söngnám og
hefur ferðast víða um Evrópu og
sungið og leikið á gítar og
hvarvetna hlotið góða dóma, segir
í frétt frá Norræna húsinu.
að Krafla verður ekki starfrækt
um sinn a.m.k., við sjáum ekki
fram á neitt við Kröflu eins og er.“
Jakob kvað engan bor vera við
Kröflu nú, en hins vegar er hluti
af Jötni við Mývatn en Jötunn mun
væntanlega hefja borun á Reykja-
víkursvæðinu í sumar fyrir Hita-
veitu Reykjavíkur. Um 10 menn
starfa nú við vélar Kröfluvirkjun-
Siglufjörður:
Brotist inn
í íþrótta-
miðstöðina
á Hóli
Siglufirði. 15. apríl.
BROTIZT hefur verið inn í
íþróttamiðstöðina að Hóli hvað
eftir annað í vetur og nemur
tjónið af þessum innbrotum nú
tugum, ef ekki hundruðum
þúsunda króna.
Miklar skemmdir hafa verið
unnar á innanstokksmunum,
rúður brotnar og hurðir eyði-
lagðar, auk þess sem sælgæti
hefur verið stolið.
Innbrotin eru óupplýst.
Fréttaritari.
Stofnfundur
leigjendasamtaka
OPINN stofnfundur leigjenda-
samtakanna verður haldinn
mánudaginn 17. apríl og hefst
fundurinn klukkan 20.30 í Al-
þýðuhússkjallaranum við Hverf-
isgötu.
Á fundinum verða kynnt lög,
sem vernda hagsmuni leigjenda í
nágrannalöndunum og hlutverk
verkalýðshreyfingarinnar í þess-
um efnum. Þá verða almennar
umræður.
Mikil ölvun
í Reykjavík
ÓVENJU mikil ölvun var í
Reykjavík í fyrrinótt og
hrökk fangageymslan við
Hverfisgötu hvergi til að
hýsa þá, sem lögreglan
varð að taka úr umferð.
Mikil umferð var í borg-
inni og voru brotnar rúður
að Kjarvalsstöðum, Mið-
bæjarmarkaðnum við Aðal-
stræti og Landsbankanum,
Austurstræti, en fjölmargir
unglingar héldu sig á Hall-
ærisplaninu og þar í kring
fram eftir nóttu.