Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.APRÍL 1978
„Breytíngm
hefnr orðið
til mikllla bóía bæði fyrir lög-
regln og almenning”
— segir Guðmundur Hermannsson, ný-
skipaður yfirlögregluþjónn í Reykjavík
GUÐMUNDUR Hermannsson
var nýlejja skipaður yfirlög-
regluþjónn við iögreglulið
Reykjavíkur og mun hann
veita forstöðu nýrri rannsókna-
deild, sem stofnuð var við
embætti lögreglustjóra við þær
róttæku breytingar, sem gerð-
ar voru á rannsóknum brota-
mála í fyrrasumar með tilkomu
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Guðmundur hefur frá upphafi
verið með í ráðum við mótun
deildarinnar og er það mál
manna að vel hafi tekizt með
val hans sem fyrsta yfirlög-
regluþjóns hcnnar.
Morgunblaðið átti í vikunni
samtal við Guðmund, þar sem
hann m.a. skýrir skipulag
hinnar nýju rannsóknardeild-
ar.
— Þegar Rannsóknarlögregla
ríkisins tók til starfa 1. júlí 1977
var embætti lögreglustjóra falið
að annast vissa rannsóknar-
þætti og var rannsóknardeildin
þá stofnuð, sagði Guðmundur.
Starfssvið hennar er nánast
tilgreint í reglugerð um sam-
vinnu og starfsskiptingu milli
lögregluembættisins og Rann-
sóknarlögreglu ríkisins og þar
taldir upp þeir málaflokkar, sem
falla undir lögreglustjóra. Undir
hans embætti falla m.a. umferð-
arslys og brot á umferðarlögum,
brot á lögreglusamþykktum,
brot á áfengislögum önnur en
þau sem lúta að smygli, ölvun
við akstur og ölvun á almanna-
færi. Ymsir fleiri málaflokkar
falla einnig undir embætti
lögreglustjóra svo sem veiði-
laga- og friðunarlagabrot, brot á
skotvopnalöggjöf, iðnlöggjöf,
brot á lögum um öryggisráðstaf-
anir á vinnustöðum, heilbrigðis-
löggjöf og vinnulöggjöf, nytja-
stuldir á ökutækjum, ökugjalds-
svik, minni háttar líkamsmeiðsl
og eignaspjöll svo og önnur mál
eða málaflokkar, þar sem viður-
lög við broti geta eigi farið
framúr sektum, sem rannsókn-
arlögreglustjóri ákveður. Þá er
þess ógetið að rannsóknir fíkni-
efnamála í höfuðborginni falla
undir hina nýju deild.
Rannsóknardeild-
inni er skipt í þrennt
— Rannsóknardeildinni er
skipt í þrennt eftir málaflokk-
um. Ein deild annast rannsóknir
í ávana- og fíkniefnamálum,
önnur deild hefur með höndum
slysarannsóknir í umferðarmál-
um og þriðja deildin fer með
almennar rannsóknir. I fíkni-
efnadeildinni starfa 4 rannsókn-
arlögreglumenn auk lögreglu-
fulltrúa, við almennu deildina
starfa 7 rannsóknarlögreglu-
menn auk lögreglufulltrúa og
við slysarannsóknardeild um-
ferðarmála starfa 10 rannn-
sóknarlögreglumenn auk lög-
reglufulltrúa. Starfsmenn rann-
sóknardeildarinnar eru því 25 að
mér meðtöldum.
— Rannsóknardeildinni er
ætlað að rannsaka þau mál sem
hún fær til meðferðar að fullu
en síðan ákveður aðalfulltrúi
lögreglustjóra, William Th.
Möller, hvað gert er við málið að
lokinni rannsókn. Ýmist lýkur
málum með sáttar- eða sektar-
gerð, þau eru send saksóknara
eða dómara til meðferðar eða
þau send Rannsóknarlögreglu
ríkisins til frekari meðferðar ef
svo ber undir. Leiðir það af
sjálfu sér að lögreglan þarf að
eiga mjög góð samskipti við
fyrrnefnda aðila og þá aðallega
við Rannsóknarlögregluna og
hugsum við gott til þess sam-
starfs.
Deildin fullmótuð
— Rannsóknardeildin hefui
verið í mótun síðan í júlí í fyrra
og hefur William Th. Möller
haft veg og vanda af því verki
og að sjálfsögðu í nánu samráði
við Sigurjón Sigurðsson lög-
reglustjóra. Þá hef ég frá
upphafi verið með í ráðum. Ég
tel að deildin sé nú fullmótuð og
ég ■ tel að vel hafi tekizt með
skipulagningu hennar. I mínum
huga er það mikilvægast og
ánægjulegast að nú fullvinnum
við málin en áður var aðeins
frumvinnan unnin hér á lög-
reglustöðinni en málin síðan
send áfram til rannsóknarlög-
reglu. Þetta tel ég heppilegt
bæði fyrir lögreglumennina og
þá borgara, sem unnið er fyrir
hverju sinni. Nú er þetta unnið
á einum stað. Breytingin er
vafalaust til mikilla bóta og það
styður t.d. reynslan af slysa-
rannsóknardeildinni. Nú er mál-
um sem koma upp vegna um-
ferðaróhappa venjulega lokið á
vettvangi eða aðilar eru í mesta
lagi boðaðir einu sinni til viðtals
áður en málin eru send trygg-
ingafélögunum eða dómstólum
en áður var þetta miklu meiri
fyrirhöfn bæði fyrir lögreglu-
menn og aðila að umferðar-
óhöppum.
Guðmundur Hermannsson er
52 ára gamall og löngu lands-
þekktur fyrir íþróttaafrek sín á
fyrri árum. Hann gekk í lög-
reglulið Reykjavíkur í óktóber
1953 og varð 3. várðstjóri á vakt
Pálma Jónssonar 1958 og síðan
1. varðstjóri þeirrar vaktar 1.
desember 1961. Þegar skipulags-
breyting varð 1. febrúar 1963
varð Guðmundur aðalvarðstjóri
og 1. febrúar 1966 varð hann
aðstoðaryfirlögregluþjónn við
almenna löggæzlu og gegndi
hann því starfi þar til hann var
skipaður yfirlögregluþjónn 1.
apríl s.l. Aðspurður um þá
breytingu, sem orðið hefur á
starfsháttum ög starfsaðstöðu
lögreglunnar þessi ár, sem hann
hefur verið í lögregluliðinu,
svaraði Guðmundur:
Löggæzlan hefur
gjörbreytzt
— Löggæzlan hefur gjör-
breytzt og starfsaðstaða hefur
stórbatnað með tilkomu nýju
lögreglustöðvarinnar. Menntun
lögreglumanna hefur stórlega
fleygt fram og nú er miklu
meira um það að mál eru
fullunnin hér hjá embættinu.
Það er mín skoðun að lögreglu-
liðið hafi aldrei verið skipað
jafn hæfum og menntuðum
lögreglumönnum og í dag. Ég
get vel um þetta dæmt því ég fæ
á hverjum degi til yfirlestrar
skýrslur lögreglumannanna og
þær hafa stórbatnað með árun-
um. Þá má einnig nefna að vel
menntað fólk hefur í auknum
mæli sótt til okkar á seinni
árum. Það hefur líka gert okkur
auðveldara fyrir að rækja okkur
störf að viðhorf fólks til lögregl-
unnar hafa breytzt mikið. Nú er
ekki lengur litið á lögregluliðið
sem samansafn kraftajötna,
sem allir eiga að vera hræddir
við, og sú tíð er liðin að
lögreglan sé notuð sem grýla á
börnin. Það er okkar markmið
að vera þjónustuaðili við íbúa
borgarinnar og við lítum á
okkur sem slíka jafnt sem
löggæzlumenn. Við erum ákaf-
lega ánægðir með þessi breyttu
viðhorf.
— Það fer auðvitað ekki hjá
því að ýmislegt valdi okkur
áhyggjum og mestar áhyggjur
hef ég af aukinni fíkniefna-
neyzlu og hárri tölu umferðar-
slysa og ölvunar við akstur.
Þessir málaflpkkar tilheyra
rannsóknardeildinni og við
munum kappkosta að draga hér
úr eins og frekast er unnt. Ég
hlakka til þessa nýja starfs
undir góðri stjórn yfirmanna
minna. Það hefur valizt gott fólk
til starfa í deildinni og vænti
góðrar samvinnu við Rannsókn-
arlögreglu ríkisins. Það héfur
stundum andað köldu á milli
þessara tveggja arma löggæzl-
unnar en ég vona innilega, að
það sé nú úr sögunni, sagði
Guðmundur Hermannsson að
lokum.
- SS.
Síðastliðinn laugardag opn-
uðu hvorki meira né minna en
6 sýningar hér í borg. Ein af
þessum sýningum er sýning
þeirra Friðriks Þórs
Friðrikssonar og Steingríms
Eyfjörðs Kristmundssonar í
Gallerí Suðurgötu 7. Þar er
ýmislegt á ferð, sem er tákn-
rænt fyrir marga hluti í þjóð-
félaginu. Þeir félagar nota alls
konar fyrirbæri til að tjá sig,
Ijósmyndir, gips, teikningar og
einstaka hluti. Sumt virðist
nokkuð pólitískt, annað eru
athugasemdir við þjóðsögur og
loftandar koma einnig við sögu.
Sýnist- mér nokkur leikur í
verkum þeirra félaga, og líkleg-
ast verð ég að játa, að sumt fer
fyrir ofan og neðan garð hjá
mér. En eins og allir vita, er
enginn svo vel af guði gerður, að
hann sé alvitur, og einnig er það
alkunna, að einmitt á sviði lista
getur margt farið öðruvísi í fólk,
en ef til vill er ætlast til.
Ekki get ég sagt, að ég hafi
orðíö fvrir miklum áhrifum af
þeim verkum, er þeir félágar
bafa til sýnis í Suðurgötu 7. Satt
hóf starfsemi sína 1930 eða um
það leyti. Þessi sýning hefur án
nokkurs efa sums staðar smell-
inn, gamansaman tón, en hann
grípur afar lítið inn í minn
hugsunargang. Svona geta sum-
ir verið miklir þverhausar og
sljóir í sálínni.
Þegar Jóhannes Sveinsson
Kjarval skrifaði unt það, sem
honum var ekkert um, notaði
hann alls konar útúrdúra til að
forðast að minnast á það, sem
máli skipti. Hann skrifaði eitt
sinn gagnrýni um kollega sinn
og lagði þá útaf hvaladrápi og
Tveir sýna að Suðurgötu 7
að segja fundust mér heldur lítil
tilþrif í þessum verkum, en nú
má ekki skilja þessar línur svo,
að ég hafi ekki rekið augun í
neitt, sem mér þótti sniðugt.
Síður en svo, en ef til vill ekki
nægilega sniðugt. Það er annað
mál. Fyndni eða humor eins og
við stundum segjum hefur mikið
með sinn tíma að gera og er
bundinn samtíð sinni meir en
margan grunar. Það, sem þótti
f.vndið í mínu ungdæmi, er ef til
vill ekki sérlega sniðugt í augum
yngra fólks í dag. Það er líka til
sú tegund gamansemi, sem á sér
engan tíma eða réttara sagt á
sér allan tíma. Það er það, sem
við köllum klassíska hluti, eins
og fjárans symfóníurnar í út-
varpinu, sem hrellt hafa ís-
lenska þjóð ailt frá því útvarpið
vildi friða hvalinn. Ég er að
hugsa um að stela ekki þessari
hugmynd frá Kjarval vini mín-
um og skrifa ekki um hvalinn að
sinni. En ég gæti eins vel skrifað
um hvalinn eins og það, sem
þessir tveir heiðursmenn eru
með á sýningu sinni í Suðurgötu
7. Það getur verið mér sjálfum
að kenna, að ég sé ekki meira í
þessari list, sem átti sitt blóma-
Mynúllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
skeið og hafði mikil áhrif rétt
upp úr fyrri heimsstyrjöld.
Við þessir gömlu fauskar, sem
höfum verið að streða við að
koma saman málverki upp á
gamla mátann, eigum sjálfsagt
eftir að verða fyrir áhrifum af
þessum ungu mönnum, sem eru
ekki að tvínóna við að gera grein
fyrir skoðunum sínum. Allt, sem
kemur fram í myndlist, hefur
sín áhrif, og hver veit' nema
maður eigi eftir að vera þessum
heiðursmönnum þakklátur fyrir
loftanda og annað góðgæti, sem
þeir eru að fást við á þessari
sýningu sinni. Hver veit, enginn
veit sína lífsreisu fyrr en öll er.
Mér finnst alltaf gaman að sjá,
hvað ungir listamenn eru að
gera, en það þarf ekki endilega
að vera gott fyrir því.