Morgunblaðið - 20.04.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 20.04.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Ung kona stór- slasast í bílslysi UNG kona, 32ja ára gömul, liggur stórslösuð á gjörgæzlu- deild Borgarspítalans eftir um- ferðarslys, sem varð á Hafnar- fjarðarvegi við Garðabæ um | áttaleytið í gærmorgun. Konan ók Volkswagenbifreið og kom hún akandi suður Hafnar- fjarðarveg og ætlaði að beygja til vinstri upp Vífilsstaðaveg. Beið bifreið hennar kyrrstæð þegar Volvo-vörubifreið kom aðvífandi og ók harkalega aftan á bíl i konunnar. Hentist Volkswagen- bíllinn fyrir Mazda-bifreið, sem kom á móti og síðan langt út fyrir veg. Konan klemmdist í bílnum og tók nokkurn tíma að ná henni út. Hún var strax flutt á slysadeild Borgarspítalans og við skoðun þar kom í Ijós, að konan var hrygg- brotin. Atti hún að gangast undir mikla aðgerð í gær. Allir bílarnir skemmdust, mest þó Volkswagen-bíllinn. Bæði fram- hjólin brotnuðu undan Volvobíln- um og Mazda-bíllinn skemmdist töluvert. Ekki meiddust aðrir í þessu slysi en kónan. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglunnar í Hafnarfirði tók bílstjórinn á vörubílnum ekki eftir kyrrstæða bílnum fyrr en of seint. Hann hemlaði snögglega en gat ekki afstýrt árekstrinum, sem varð mjög harður. Sædýrasafnið í Hafnarfirði hefur fengið þrjár kengúrur og verða þær í fyrsta skipti til sýnis í dag. Jón Gunnarsson, forstöðumaður safnsins, sagði Mbl. að um væri að ræða eitt karldýr og tvö kvendýr, ársgömul, og eru þau keypt frá Dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Hingað komu dýrin fyrir þremur vikum, en hafa verið í sóttkví þar til nú. Það var fyrirtækið Rafha hf., sem gaf fé til kengúrukaupmanna, en dýrin kostuðu um 480 þúsund krónur. Mikill meiri- hluti starfs- fólks vill fagna gestum -segir Halldór Eyjólfsson, starfs- maður við Sigöldu „VIÐ SKRIFUÐUM líka nokkrir undir önnur mótmæli við mót- mælunum,* sagði Halidór Eyjólfs- son, starfsmaður Landsvirkjunar við Sigöldu, er hann hafði sam- band við Mbl. í gær vegna fréttar blaðsins af mótmælum starfsfólks við Sigöldu við „veizluhöldum Landsvirkjunar“. „Við teljum það ekkert eftir þótt gestum sem eru langt að komnir sé gefið að borða,“ sagði Halldór. Halldór sagði, að í hádeginu á þriðjudag hefði verið komið upp vegg í mötuneytinu orðsendingu til starfsfólksins við Sigöldu þess efnis að til stæði að senda „eftirfarandi mótmæli til fjöl- miðla seinnipartinn í dag“. Síðan sagði, að ef einhverjir væru því mótfallnir að ályktunin yrði send skyldu þeir skrifa nöfn sín á blaðið fyrir klukkan 16. „Við tókum þessu flest sem einhvers konar gríni, enda vanari því að skrifa undir eitthvað til samþykktar," 3agði Framhald á bls. 39. Yfirnefnd ákveður 10.80 kr. fyrir kílóið af kolmunna: „Meirihluti gegn stefnu r áðherra’ ’ -segir Kristján Ragnarsson og Ingólfur Ingólfsson VERÐ á kolmunna og spærlingi var ákveðið á fundi Yfirnefndar sjávarútvegsins í gær og var FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur gefið út nýja reglugerð um innflutningsgjald af bifreiðum og bifhjólum. sem íelur í sér að afnumið er 25% innflutnings- gjald af tollverði almenningsbif- rciða fyrir 18 farþega og fleiri, dráttarbifreiða svo og vörubif- reiða með burðarþol 6 tonn og þar yfir. Að öðru leyti eru ákvæði þessarar reglugerðar óbreytt. Samkvæmt upplýsingum er Mbl. fékk hjá Ágúst Hafberg, forstjóra eins umboðsins fyrir tæki sem þarna um ræðir, felur reglugerðar- breytingin í sér lækkun á verði á stórum vörubifreiðum, 6 tonn og þar yfir, og getur verið allt á bilinu frá 1,4 milljónum upp í 2,2 milljónir króna þegar innflutn- ingsgjaldið hefur verið afnumið. Verð á dýrustu bifreiðum af þessu tagi var um 16 milljónir króna. Það kom fram hjá Ágústi Hafberg að þessi reglugerðar- breyting hefur um skeið verið baráttumál Bílgreinasambands- ins, enda verðþróun á þessum bifreiðum verið mjög óhagstæð nú ÉG reikna með um 115 gestum í þessa ferð, en Landsvirkjun bauð þingmönnum og borgarstjórnar- fulltrúum ásamt mökum þeirra. Ætli kostnaðurinn verði ckki um tvær milljónir krónat bílar, mat- ur og áfengi, en hádegisverður verður snæddur að Sigöldu og síðan verður boðið upp á hress- ingu á heimleið í Árnesi,“ sagði Eiríkur Briem, framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar, er Mbl. spurði hann í gær um boðsferð Landsvirkjunnar að Sigöldu og á svæði fyrirhugaðrar Hrauneyja- fossvirkjunar. Þegar Mbl. spurði Eirík, hvað verðið ákveðið af oddamanni og fulltrúum kaupcnda. Eftir þessa verðákvörðun gáfu fulltrúar selj- um 2ja ára skeið, bílverðið liðlega tvöfaldast á þessum tíma og frá því í nóvember sl. hefði það Framhald á bls. 39. DÓMUR féll í gær í bæjarþingi í Reykjavíkur í máli dr. Braga Jósepssonar gegn fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs vegna meintrar ólöglegrar brottvikn- ingar úr starfi deildarstjóra menntamálaráðuneytisins. Var fjármálaráðherra dæmdur til þess að greiða dr. Braga 1800 þúsund krónur f bætur auk vaxta. Dr. Braga var vikið úr starfi honum fyndist um framkomin mótmæli gegn boðsferðinni, svar- aði hann: „Mér finnast þau órétt- mæt. Ég sé ekkert athugavert við það að fulltrúum eigenda sé gefinn kostur á því sjöunda hvert ár að kynna sér rekstur fyrirtækisins, ekki hvað sízt þegar ný virkjun er nú framundan." Eiríkur kvaðst vilja taka fram, að ekki væri hægt að bjóða mönnum í slíkt ferðalag án þess að leggja til bílakost og bjóða upp á máltíð og rétt hefði þótt að bjóða einnig upp á hressingu á heimleiðinni og yrði því áð í Árnesi, þar sem boðið yrði upp á hanastél. enda, þeir Kristján Ragnarsson íormaður Landssambands ísl. útvegsmanna og Ingólfur Ingólfs- son forseti F.F.S.Í., út yfir- lýsingu, þar sem þeir telja að með verðákvörðuninni hafi meirihluti yfirnefndar stefnt því í hættu að Islendingar veiði kolmunna og spærling á þessu vori. Verð það sem ákveðið var fyrir kíló af kolmunna er kr. 10.80 og fyrir kíló af spærlingi kr. 10.30. Til samanburðar má geta þess að gildandi hráefnisverð í Færeyjum deildarstjóra í desember 1974. Höfðaði hann mál og krafðist bóta, þar sem hann taldi að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Dómur gekk í málinu árið 1976 og var ríkissjóð- ur þá dæmdur til þess að greiða dr. Braga 3,5 milljónir króna. Dómi þessum var áfrýjað tiT Hæstaréttar og í byrjun ársins 1978 var dómur þar upp kveðinn og málinu vísað á ný til héraðsdóms, þar sem láðst hefði að láta málið fara fyrir sáttanefnd áður en dæmt var. I röksemdum hins nýja dóms segir að nú séu aðrar forsendur en þegar fyrri dómurinn var kveðinn upp, þar sem dr. Bragi hafi á ný tekið við stöðu hjá ríkinu sem námsráðgjafi við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti. Er því bótaupp- hæðin lækkuð. Dóminn kvað upp Emil Ágústs- son borgardómari. 35% hækkun fargjalda Landleiða HEIMILUÐ hefur verið 35% hækkun á fargjöldum Land- leiða. Nú kostar einstakt far- gjald Reykjavík-Hafnarfjörður 170 krónur fyrir fullorðna en fer væntanlega í 230 krónur eftir hækkun. Samkvæmt upp- lýsingum Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra er þetta sama hækkun og Strætisvögnum Reykjavíkur var heimiluð 1. febrúar s.l. Stórir bílar lækka um allt að 2,2 millj. Framkvæmdastjóri Landsvirkjunar: r Aætlaður kostnaður við boðsferðina ei tvær milljónir króna Framhald á bls. 26 Dr. Braga dæmdar l,8millj.íbætur Bætur lækkaðar þar sem Bragi er byrjaður að vinna hjá ríkinu að nýju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.