Morgunblaðið - 20.04.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR' 20. APRÍL 1978
13
Aðalfundur Fuglaverndarfél.:
Yfirvöld vöruð við
„fálkaunga-þjófum”
Á AÐALFUNDI Fuglaverndar-
félags íslands. sem haldinn var
um síðustu helgi, skýrði formað-
ur félagsins, prófessor Magnús
Magnússon, frá því að það væri
álit sérfræðinga að landsmönnum
hefði tekizt að koma í veg fyrir
frekari fækkun arnarins í land-
inu. — Og hefðu ernir sézt í
landshlutum. sem þeirra hefði
ekki orðið vart áður um margra
áratuga skeið. Myndu þessir
ungu ernir væntanlega vera að
kanna aðstæður til hreiðurgerðar
á nýjum stöðum. Væri nauðsyn-
legt að áfram yrði haldið á þeirri
braut að hlúa að erninum. Gnn
væri arnarstofninn veikur og
ekki úr hættu. Lagði formaður-
inn áherzlu á áframhaldandi gott
samstarf við bændur landsins um
þessi mál.
Tali sínu vék formaðurinn einn-
ig að öðrum íslenzkum fuglum,
sem yfirvofandi hætta virðist vera
á að geti horfið með öllu, m.a.
keldusvínið, haftyrðillinn og æ
sjaldséðari verður snæuglan. Eins
er það álit manna að fálkanum
fari fækkandi í landinu.
Fór formaðurinn nokkrum orð-
um um þá hættu, sem fálkanum
stafar af mönnum, sem vilja gera
sér hann að féþúfu. Minnti hann
í því sambandi á það atvik er varð
suður á Keflavíkurflugvelli fyrir
tveimur árum, er upp komst um
tilraun til að smygla fálkaungum
úr landi. Varaði formaðurinn
eindregið við þeirri hættu sem
stafaði af „erlendum fálkaunga-
þjófum", eins og hann komst að
orði. — Hefði Fuglaverndar
félagið bréflega vakið athygli
löggæzluyfirvalda á nauðsyn þess
að herða eftirlit með erlendum
ferðamönnum sem fara hér um
fjöll og firnindi, einkum þeim sem
eru á bílum. Hefði Fuglaverndar-
félagið t.d. bent á nauðsyn þess að
herða eftirlitið með bílum ferða-
manna sem aka frá borði og beint
um borð aftur að ferðalagi loknu,
á færeyska skipinu Smyrli. Það
væri einmitt hætta á því að þessi
leið yrði reynd af „fálkaunga-þjóf-
um“, að nota bíl til að smygla
ungunum úr landi eða ungum
annarra ísl. fugla.
Gat prófessor Magnús þess er
hanrt vék aftur tali að „fálkaunga-
málinu" að um síðir hefði tekizt að
upplýsa það suður í Þýzkalandi
þar sem „fálkaungaþjófarnir" eiga
heima.
Nokkrum orðum fór formaður-
inn um nauðsyn aukinnar fugla-
verndar í landinu og óhjákvæmi-
lega aukinni þátttöku fjárveit-
Þakkir
fyrir
Turninn
Innilcgar kveðjur og þakkir
til borgarstjócnar, borgarráðs
og allra, sem hjálpuðu til við
endurbyggingu á gamla sölu-
turninum mínum. Mér þykir
staðsetningin á Turninum góð.
Þegar ég stend hjá honum sé ég
langt'til allra átta.
Þakkir íyrir birtinguna.
Gleðilegt sumar!
Ólafur Sveinsson
frá Mælifellsá.
ingavaldsins í því starfi, sem nú
væri mjög óveruleg. Gat hann þess
að á síðasta ári hefði bankastjórn
Seðlabankans fært félaginu að
gjöf 300.000 krónur. Færði for-
maðurinn bankastjórninni þakkir
fyrir hina höfðinglegu gjöf.
Er póf. Magnús ræddi um starf
Fuglaverndarfélagsins fór hann
viðurkenningarorðum um
dr. Finn Guðmundsson. — Það
er alltaf eftir því tekið og tillit
tekið til þess er dr. Finnur kveður
sér hljóðs um fuglaverndarmál
Einn fálkaunganna, sem smygla átti úr landi, á Keflavíkurflugvelli.
okkar Islendinga, sagði formaður-
inn. Færði hann dr. Finni þakkir
fyrir mikil störf í þágu fugla-
verndarmála.
Á aðalfundinum voru gerðar
nokkrar samþykktir. Meðal þeirra
var áskorun til ráðamanna
Þörungavinnslunar á Reykhólum
um að gæta varúðar og sýna
tillitssemi þegar starfsmenn eru
við þangskurð á þeim stöðum sem
nærri liggja arnabyggð þar vestra.
— Var því beint til þeirra er
yfirumsjón hafa með þangskurði
hvort ekki séu möguleikar á því að
þangskurður á þessum slóðum fari
fram á haustin í stað þess að skera
á vorin.
Á aðalfundinum tóku þrír menn
sæti sem meðstjórnendur í félags-
stjórninni en það eru þeir Jón
Baldur Sigurðsson líffræðingur,
Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræð-
ingur og Hjörtþór Ágústsson
rafvirkjameistari.
Eru
íslendin
útíaöa
Já margir hverjir, það fer ekkert milli mála - þó eru þeir
sérstaklega úti að aka ásumrin - þáskipta þeir þúsundum.
Ástæðan?
Jú ástæðan er einföld, hún er sú að afsláttarfargjöld
okkar gera öllum kleift að komast utan ísumarleyfi til þess
að sjá sig um, kynnast frægum stöðum - og gista
heimsborgir.
Þeir sem þannig ferðast ráða ferð-
inni sjálfir - sumir fara um mörg
lönd - aðrir fara hægar yfir og
halda sig lengst þar sem
skemmtilegast er.
Það þarf engan að undra
þótt margir séu úti að aka á
sumrin - á eigin bílum eða
leigðum bílum.
Kynntu þér afsláttarfargjöld
okkar - þau gætu komið þér
þægilega á óvart - og orðið til
þess að þú yrðir líka úti að aka í
sumar.
fíf/fí££lc LOFIMBIR
/SLA/VDS