Morgunblaðið - 20.04.1978, Page 14

Morgunblaðið - 20.04.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 íþróttavöllurinn er mikið notaður af drengjunum í Vatnaskógi og í baksýn sést í hinn nýja íþróttaskála. Ymsar framkvæmdir í Vatnaskógi í sumar HAFINN er undirbúningur að starfrækslu sumarbúða Skógar- manna KFUM í Vatnaskógi en í ár er það 56. sumarið sem þær eru starfræktar. Árleg kaffisala Skógarmanna verður í dag, sum- ardaginn fyrsta, í húsi KFUM og K að Amtmannsstig og verða frá kl. 14 bornar fram kökur og kaffi sem velunnarar starfsins f Vatna- skógi hafa lagt fram. í kvöld kl. 20:30 er síðan Skógarmannakvöldvaka á sama stað og er efni hennar bundið sumarbúðunum í Vatnaskógi í ta.li og söng. Er kvöldvaka þessi öllum opin, ekki sízt foreldrum drengja er dvalið hafa í Vatnaskógi. Innritun er hafin í sumarbúðirnar en alls verða 10 dvalarflokkar og fer sá fyrsti hinn 31. maí. Fer innritunin fram á skrifstofu KFUM og K að Amtmannsstíg. Á undanförnum árum hefur verið unnið að ýmiss konar fram- kvæmdum í Vatnaskógi, t.d. end- urnýjun girðingarinnar og í sumar verður því verki haldið áfram. Þá verður einnig haldið áfram við byggingu íþróttaskólans eftir því sem fjármagn aflast til byggingar- innar," en undir öllum kostnaði verðum við að standa þar sem sjóðir hins opinbera, sem styrkja slíkar byggingar annarra, eru okkur lokaðir," eins og segir í frétt frá Skógarmönnum KFUM. Þriðja stóra verkefnið er breyt- ing og endurbót á rafmagnsheim- taug staðarins og lagning jarð- strengja. Gefur þetta möguleika á að taka upp rafmagnshitun sem talin er bót í staðinn fyrir olíukyndingu og vatnskerfi. Ágóði kaffisölunnar í dag verður látinn ganga upp í þessi verkefni, svo og önnur sem þörf er á að unnið verði að. Góðir gestir Sæluviku / a KÓR Menntaskólans við Hamra- hlíð var þátttakandi í nýliðinni Sæluviku okkar á Sauðárkróki og hélt opinbera hljómleika laugar- daginn 8. apríl. Sú söngskrá, sem kórinn hafði fram að færa, meðferð laganna og framkoma kórfélaga í hvívetna gerir þessa heimsókn að meiri- háttar menningarviðburði. Þeim, sem eitthvað fylgjast með fram- vindu tónlistarlífs í landinu, er kunnugt um það góða orð sem af Hamrahlíðarkórnum fer og þá ágætu dóma, sem hann hefir hlotið hér á landi og erlendis fyrir hinn þjálfaða og fagra söng. Það eitt að fá í heimsókn kór sem slíkt orð fer af er menningarviðburður. En fleira kemur til. Hin ljúfa, frjáls- mannlega en þó háttvísa fram- koma hins unga söngfólks gerir þessa stund sem hljómleikarnir stóðu mjög eftirminnilega. Þá má ekki gleymast hin óvænta en skemmtilega heimsókn kórsins á sjúkrahúsið, vinnustaði og í skóla. Fyrir það mun ýmsum vera meira þakklæti í huga en auðvelt er að móta í hversdagslegum orðum. Hið unga söngfólk er mikillar hamingju aðnjótandi að eiga þess kost að ástunda hina göfugustu list allra lista undir stjórn jafn mikilhæfs listamanns sem Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Þær augljósu ytri aðstæður, þ.e. hve félagarnir hafa tiltölulega skamma viðdvöl í kórnum — og það að þurfa að taka inn á hverju ári allstóran hóp af nýju og lítt vönu söngfólki, gerir árangur stjórnandans enn at- hyglisverðari. Hafa oft verið notuð hástemmd lýsingarorð af minna tilefr.i. Ég tek mér leyfi til að færa félögum þessa góða kórs og stjórnanda hans hjartans þakkir fyrir Sæluvikuheimsóknina til Sauðárkróks. Og þá á ekki síður þakkir skildar það fólk, sem gerði þessa heimsókn mögulega með undirbúningsvinnu og móttökum. Ég vona, að þau kynni, sem sköpuðust milli Sauðárkróksbúa og Hamrahlíðarkórsins megi ?ndurnýjast í svipuðu formi sem fyrst. Jón Karlsson Nýuppgerður bátur til Eyrarbakka Stykkishólmi. 18. aprfl. Á LAUGARDAGINN var í Stykk- ishólmi afhentur nýuppgerður vélbátur, 52 lestir að stærð, sem skipasmíðastöðin Skipavík í Stykkishólmi hefir að undanförnu endurbyggt. Báturinn er eikarskip og búinn nýjustu tækjum. Hann hlaut nafnið Bakkavík ÁR 100 og er hann seldur til Eyrarbakka og kemur í stað samnefnds báts, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum á Stokkseyri í vetur. Eigendur eru Þórður og Sigfús Markússynir á Eyrarbakka og verður Þórður skipstjóri á bátnum, sem heldur nú þegar á togveiðar. — Fréttaritari Leikvallanefnd Reykjavíkur rekur 33 gæsluvelli um alla borgina og er þar séð um gæslu barna á aldrinum 2—6 ára. Einnig eru starfræktir 8 starfs- vellir á vegum Leikvallanefndar og er sú starfsemi fyrst og fremst ætluð börnum á aldrin- um 6—12 ára. Sumarstarf Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur kynnt hverfi verða leiðbeinendur sem starfa með börnum í hverfinu að skipulagningu leikja og ýmiss konar útistarfs. Á kvöldin verð- ur svo opið hús, leiktæki og diskótek fyrir unglinga. í Fella- helli verður svipuð starfsemi og í Bústaðahverfi. Á vegum íþróttaráðs Reykja- víkur verða haldin sundnám- skeið fyrir börn 1971 og eldri. Námskeiðin 'fara fram í fimm sundlaugum borgarinnar. Iþrótta- og leikjanámskeið verða einnig starfrækt á vegum Iþróttaráðs. Þau verða fyrir börn á aldrinum 6—12 ára og lýkur með íþróttamóti á Mela- velli hinn 15. júní. Siglinganámskeið verða haldin í Nauthólsvík eins og undanfarin sumur og er ekki að efa að margir munu sækja þau. BÆKLINGURINN „Sum- arstarf fyrir börn og ungl- inga 1978“ er kominn út og var dreift til allra aldurs- hópa á skyldunámsstigi í skólum Reykjavíkurborgar ; gær. í bæklingi þessum er að finna framboð borgar- stofnana í starfi og leik fyrir börn og ungiinga í borginni sumarið 1978. Þessar stofnanir erui Fræðsluskrifstofa Reykja- víkur, Æskulýðsráð Reykjavíkur, Leikvalla- nefnd Reykjavíkur, íþróttaráð Reykjavíkur, Skólagarðar Reykjavíkur og Vinnuskóli Reykjavíkur. Þeir starfsþættir sem kynntir eru í bæklingnum eru fyrir börn og unglinga á aldrinum 2—16 ára og eru með svipuðu sniði og undanfarin ár. Siglinganám- skeið verður haldið í Nauthóls- vík bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Kynnis- ferð í sveit er fyrir börn á aldrinum 10—12 ára. Dvalið verður í þrjá daga á sveitaheim- iium í Austur- og Vestur-Land- eyjum og er sú dvöl ókeypis. Reiðskóli verður starfræktur í Saltvík í samvinnu við Hesta- mannafélagið Fák. Þar verður hafður sami háttur á og áður en þó eru fleiri starfsmenn til leiðbeiningar. Að Fríkirkjuvegi 11 verður aðstaða til fundar- halda og námskeiða fyrir æsku- lýðsfélög og samtök. I Bústaða- Vinnuskóli Reykjavíkur er starfræktur fyrir þá nemendur sem sátu í 7. og 8. bekk grunnskóla í borginni skólaárið 1977—1978. Síðastliðið sumar var tímakaup nemenda um 55% af taxta Dagsbrúnar fyrir sömu aldursflokka en það er tiltölu- lega minna en t.d. í Kópavogi. Skólagarðar borgarinnar starfa í sumar á fjórum stöðum í borginni. Garðarnir geta veitt 11 —1200 börnum viðtöku á aldrinum 9—12 ára. Með börn- unum starfa aðallega kennara- nemar sem leiðbeina þeim við ræktunina og fara með þeim í náttúruskoðunarferðir. Sumarstárfsemi Æskulýðs- ráðs Reykjavíkurborgar er mið- uð við börn og unglinga á aldrinum 6—16 ára. Sagði Hin- rik Bjarnason formaður Æsku- iýðsráðs á blaðamannafundi í i gær að það hefði sýnt sig að eldri unglingar tækju ekki þátt 1 í starfseminni að marki. Borðtennismót gagnfræðaskóianna var haldið í Fellahelli 8. apríl s.l. en mót þetta fer fram árlega að loknum tómstundanámskeiðum Æskulýðsráðs Reykjavíkur í skólúnum. Sigurvegari að þessu sinni varð A-sveit Hagaskóla. Fyrir skömmu var skákmót gagnfræðaskólanna 1978 haldið á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur og bar Álítamýrarskóli þar sigur úr býtum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.