Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978
_____________________ . _______
Þórir Steingrímsson og Sigurveig Jónsdóttir í hlutverkum.
Sigur
Ég get ekki látið hjá líða að
skrifa nokkrar línur um leikritið
Hungangsilmur U»A Taste of
Honey"), sem frumsýnt var sl.
föstudag á Akureyri. Þetta leikrit
var samið af 19 ára gamalli stúlku
af írskum ættum, Shelagh
Delaney. Það var frumflutt í
Theatre Workshop árið 1958.
Þetta leikrit hefi ég séð utan-
lands og innan þrisvar sinnum
áður, og að auki lesið það. Það var
því með hálfum huga að ég rölti
í fallega gamla leikhúsið okkar til
að horfa á sjónleikinn í fjórða
sinn. Hélt satt að segja að það ylli
mér vonbrigðum. En það varð nú
annað upp á teningnum. Ég held,
að sjaldan hafi ég notið betur
leiksýningar. Allir leikarar stóðu
sig með slíkri prýði, að áhorfend-
um fannst í raun að þeir væru
þátttakendur í þessu harmskopi,
og hvað er betra í leikhúsi?
Aðalhlutverkið lék Kristín
Ólafsdóttir með óvæntum tilþrif-
um, og vil ég bera henni sérstakar
þakkir fyrir aðdáunarverða
frammistöðu.
Sigurveigu Jónsdóttur þarf ekki
að lýsa. Það er sama í hvaða
hlutverki hún er, öllu skilar hún
jafnvel. Ætti að vera á stærra
sviði — til skiptis ljót og fögur —
eins og hún getur alltaf verið.
Aðalsteinn Bergdal var ágætur
sem blámaðurinn — lítið hlutverjc
en vel gert — hann var bara ekki
nógu dökkur. Ef til vill ljósum að
kenna — eða farða.
Þá kem ég að öðru aðalhlut-
verki. Það er Gestur E. Jónasson.
Hann lék forkunnarvel vin ungu
stúlkunnar, bar einkar fallega
umhyggju fyrir henni. Hann
gegndi erfiðu hlutverki og stóð sig
með prýði, eins og í Kristnihaldinu
um árið. Það er strákur sem ætti
að láta meira bera á sér á sviði.
Þórir Steingrímsson hefir oft
verið á leiksviðinu, misgóður í
hlutverkum, en á þessari sýningu
fer hann með köflum á kostum.
Hefi ekki séð hann betri í annan
tímá.
Leikstjóri var Jill Brooke Árna-
son, og á hún miklar þakkir skilið
fyrir mjög athyglisverðan þátt
sinn í þessari sýningu. Lýsing var
sómasamleg, leikmynd einnig.
Búningar í samræmi við tímann,
svo og tónlist.
Þýðing Ásgeirs Hjartarsonar
var létt, lipur og eðlileg, eins og
hans var von og vísa.
Ég skrifa þessar línur fyrst og
fremst til þess að þakka fyrir mig
og mitt fólk, en einnegin vil ég
vekja athygli á því, að það er til
gott leikhús líka utan Reykja-
víkur, og mætti gjarna hygla því.
Gott og menntað fólk hefir lagt á
sig að koma til Akureyrar, dvalið
þar marga mánuði, kennandi og
gefandi „hunangsilm" okkur sem
öndum löngum að okkur annarri
og hversdagslegri angan. Þökk sé
Brynju Ben. og Erlingi fyrir að
hafa komið til Akureyrar. Einnig
öðrum sem áður voru hér.
Með ósk um að listunnendur sjái
sóma sinn í því að fallega gamla
leikhúsið okkar Akureyringa koðni
ekki niður.
Bryndís Jakobsdóttir.
Kristín Ólafsdóttir og Aðalsteinn Bergdal í hlutverkum.
Fáanlegir aukahlutir
1. Hakkavél
2. Pylsufyllir
3. Grænmetis- og ávaxtakvörn
4. Sítrónupressa
5. Grænmetis- og ávaxtajárn
6. Stálskál
7. Ávaxtapressa
8. Dósahnifur
Hér er ein lítil
systir..
CHEFETTE
KENWOOD
HEKLA HP
Laugavegi 170-172, — Sími 21240
3 mismunandi litir
Fáanlegir aukahlutir
9. Grænmetis- og ávaxtarifjárn
10. Kaffikvörn
11. Hraógengt grænmetis- og
ávaxtajárn
12. Baunahnífur og afhýóari
13. Þrýstisigti
14. Rjómavél
15. Kartöfluafhýóari
16. Hetta
....oghér er önnur
Nl
"CITROEN^"
TÆKNIBÚNAÐ
SLÆR ENGINN ÚT
CITROÉNAGS FÆST BÆÐI SEM
FÓLKSBÍLL OG STATIONBÍLL
Síðasta sending af CITROÉN GS seldist upp en nú er komln
ný sending. Hægt er að velja um margvíslega liti, áklæði og
aukabúnað.
Talið við sölumenn okkar um verð og hina hagkvæmu greiðsluskilmála.
SJÁIÐ - REYNSLUAKIÐ
G/obus?
LAGMULI 5. SIMI81555
SANNFÆRIST