Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR- 20. 'ÁPRÍL 1978 Skagfirzka söngsveitin á fyrstu samæfingunni í kirkju FíladelfiusafnaÖarins, en þar veröa tórdeikamir. SkaKÍirzka söngsveitin situr ekki auðum höndum um þessar mundir. Kúrinn er að búa sig undir flutning á kantötunni Olivet to Calvary eftir brezka tónskáldið James H. Maunder, sem ekki hefur verið flutt á tónleikum hér. En þetta er stærsta verkefni, sem kórinn hefur ráðizt f og í annað sinn sem hann efnir til kirkjutón- leika. í flutningi tekur verkið kiukkutíma og tuttugu mi'nút- ur. Tónleikarnir eru fyrirhugaðir í kirkju Fíladelfíusafnaðarins í Hátúni 2 kl. 17 laugardaginn 22. apríl og að kvöldi mánudagsins 24. apríl. Þar var kórinn á fyrstu samæfingunni með einsöngvur- um og orgelleikara, er frétta- mann Mbl. bar að garði. Árni Snæbjörg Snæbjamardóttir stjómar hluta af kómum og einsöngvurunum Margréti Matthíasdóttur, Rut Magnússon, Hjálmtý Hjálmtýssyni, Friöbimi Geir Jónssyni og Halldóri Vilhelmssyni, sem standa fremst. urðu að hlaupa frá niður í Þjóðleikhús til að syngja í Leðurblökunni. Stór hópur fólks þarf að sýna mikinn áhuga til að æfa upp slíkt verk og ekki eru kórfélagar sínkir á tíma sinn. Æfingar byrjuðu í haust og er æft tvisvar sinnum í viku í félagsheimilinu og oftar þegar dregur að hljóm- leikum. Nú orðið 3—4 sinnum. Hefur þetta verið aðalverkefni kórsins í vetur, auk hefðbund- inna verkefna, svo sem að syngja hjá Skagfirðingafélaginu og í sjúkrahúsum o.fl. — Það er gaman að reyna eitthvað nýtt, sem krefst meira en við eigum að venjast, sagði Gunnar Björnsson, formaður kórsins. Hann sagði að fólkið mætti ákaflega vel, miðað við að það væri allt áhugafólk. Og þegar spurt var hvort ekki væri dýrt fyrirtæki að flytja slíkt verk, tók Gunnar undir það. Sagði að kórfélagar fjármögn- uðu þetta sjálfir með einum eða öðrum hætti, bæði með beinum framlögum og ýmiss konar skemmtunum, fyrir utan það sem inn kæmi á tónleikunum. Og hann tók fram, að þetta væri ákaflega skemmtilegt viðfangs- efni. Rut Magnússon, sem er eins og kunnugt er ensk að uppruna, kvaðst hafa sungið verkið áður heima hjá sér í kór þegar hún var unglingur. Hún hafði aldrei sungið með söngsveitinni fyrr, en þætti ákaflega gaman að taka þátt í flutningi verksins með þessum áhugasama kór. — Verkið Olivet to Calvary er einfalt verk og ákaflega fallegt, sagði hún. Það segir píslarsög- una frá atburðunum í Getsemanegarðinum og að krossfestingunni. I sama streng tók Snæbjörg Snæbjarnardóttir, sem sagði að verkið væri ákaflega fallegt og Skagflrzka söngsvelt- in með stórverkefni Arinbjarnar leikur á orgel kirkjunnar í þessu verki. Hann hefur áður leikið með Skag- firzku söngsveitinni, en reglu- legur meðleikari kórsins hefur frá upphafi verið Olafur Vignir Albertsson. Söngstjórinn, Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir, var að fara yfir einsöngskafla með einsöngvur- utium, er okkur bar að. Ein- söngvararnir eru Rut Magnús- son, Margrét Matthíasdóttir, Hjálmtýr Hjálmtýsson, Frið- björn Geir Jónsson, Hjálmar Kjartansson og Halldór Vil- helmsson. Síðan hófst æfing með kórnum. Kórfélagar eru sextíu og ekki auðhlaupið að því að ná saman svo mörgu fólki á samæfingu. í þetta sinn var hún um kvöldmatarleytið og sumir Hluti af Skagfirzku söngsveitinni á æfingu. Lengst til hægri erformaöur kórsins, Gunnar Bjömsson. melódískt. Olivet to Calvary minni á látlausan og auðmjúkan hátt á síðustu daga frelsarans á jörðinni. Snæbjörg fræddi okkur ofur- lítið um höfundinn, J.H. Maund- er, sem fæddist 1858 í London og lézt árið 1920. Hann var organ- isti og kórstjórnandi í ýmsum kirkjum í nágrenni Lundúna- borgar og var síðar ráðinn kórþjálfari við Lyceum Theatre, sem þótti mikil viðurkenning. Af tónverkum hans eru þekkt- astar kantöturnar Penitence, Pardon and Piece og Olivet to Calvary. Hefur Olivet to Calvary notið mestrar hylli áheyrenda og er mjög oft flutt, bæði í Bretlandi og Kanada, enda hugljúft verk, sagði Snæ- björg að lokum. Hluti kórsins á æfingu á kantötunni Olivet to Calvary. Ámi Arinbjamar leikur á orgel kirkjunnar í verkinu Olivet to Calvary. AÖ baki honum má greina Hjálmar Kjartansson, sem er einn einsöngvaranna í verkinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.