Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRIL 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 25 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baidvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eíntakíð. Nú er sumar, gledjist gumar, gaman er í dag... Idag er sumardagurinn fyrsti. Það er gamall ís- lenzkur siður að gefa mönnum sumargjöf á þessum degi og er það oftast vel þegið. Nú hyggst stjórn Landsvirkjunar sýna stórhug í verki og bjóða fulltrúum eigenda Lands- virkjunar, alþingismönnum og borgarfulltrúum ásamt mökum þeirra í svonefnda skoðunarferð að Sigölduvirkj- un og einnig kanna aðstæður, þar sem Hrauneyjarfossvirkj- un á að rísa, eins og segir í fréttum. Þetta er hin bezta sumargjöf og bráðnauðsynleg, a.m.k. er kominn tími til að makarnir líti dálítið í kring- um sig og andi að sér tæru fjallaloftinu með „fulltrúum eigenda". Auk þess er ekki úr vegi, að þeir segi álit sitt á væntanlegum framkvæmdum þar eystra. Þá er einnig í ráði að snæða hádegisverð á virkj- unarstað til þess að „fulltrúar eigenda Landsvirkjunar" geti áttað sig betur á aðstæðum, en á heimleið verður áð í Árnesi og haldið upp á sumar- daginn fyrsta á viðeigandi hátt. Að sjálfsögðu á starfs- fólkið við Sigöldu að vera utangátta áhorfendur.eins og vera ber, þegar höfðingjar sækja heim merka staði. Starfsfólkið hefur mótmælt þessu og haft ýmislegt að athuga við veizluhöld embættismanna og „fulltrúa eigenda", enda ekki óskiljan- legt, þegar það er haft í huga, að þeir eru ekki síður fulltrú- ar eigenda en hin fríða sveit ráðamanna. Eða lítur stjórn Landsvirkjunar svo á, að starfsfólkið, sem þarna vinn- ur, eigi einhverja minni aðild aö þessum mannvirkjum en ráðamenn? Ef svo er, þá er það misskilningur og mikil tímaskekkja. Starfsfólkið er jafnmiklir „fulltrúar eigenda" Landsvirkjunar og hvaða maki sem er og eina leiðin til að réttlæta þessa sumarferð í óbyggðir hefði verið að bjóða starfsfólkinu og mökum þess að taka þátt í gleðinni og leyfa því að gera sér einu sinni dagamun á kostnað fínheitanna. Hitt væri þó nær að fara enga slíka ferð og efna ekki til neinnar veizlu, en fagna sumri á annan og ódýrari hátt. Svona tildurferðir, sem að sögn kosta milljónir, eru í hrópandi andstöðu við þann tíma, sem við nú lifum. Stjórn Landsvirkjunar verður, ásamt öðrum fyrirmönnum þjóðar- innar, að fara að gera sér grein fyrir því, að við lifum ekki á Viktoríutímanum. Ef þessu héldi áfram færi fólk að óska þess, að nýr Jörundur hundadagakonungur tæki að sér stjórnina á útskeri þessu — a.m.k. um tíma. Starfsfólk- ið eystra segist vitanlega „mótmæla því harðlega að standa undir kostnaði af veizluhaldi sem þessu með skattfé okkar" og mundu ýmsir aðrir raunverulegir eigendur Landsvirkjunar, þ.e. ýmsir aðrir Islendingar, vilja gera slíkt hið sama, enda hafa þeir yfirleitt „nóg með að vinna fyrir daglegu brauði". Efnahagsvandi íslendinga hefur verið með þeim hætti að brýna nauðsyn hefur borið til þess að skerða vísitölubætur fólks og það er ekki ástæða til að skerða laun þess frekar með veizluhöldum í kóngastíl. Ef Bokassa keisari væri alls- ráðandi í Landsvirkjun, væri þetta kannski ekki til um- ræðu, en fyrst svo er ekki, er ástæða til að benda á þessi atriði, „fulltrúum eigenda“, mökum þeirra og stjórn Landsvirkjunar góðfúslega til athugunar. Hér verða engar sumargjaf- ir gefnar, enda er það ritstjór- um Morgunblaðsins efst í huga, að sumarið verði gott og gjöfult og án óþarfa útgjalda á kostnað skattgreiðenda og maka þeirra; og við getum alveg verið án allra stórt hundrað manna sumarferða á vegum fínna fyrirtækja — nema þá næsta ferð yrði í Kröflu. Það hefur hingað til þótt nóg að gefa fólki silkiklút eða eitthvert smáræði í sumar- gjöf. Og ekki er það góður íslenzkur siður að ganga fram hjá þeim, sem helzt ætti að bjóða til veizlu; allra sízt á sumardaginn fyrsta. Vonandi verður þetta síðasta sumar- dagsferðin af þessu tagi. Og eitt smáatriði í lokin: hvernig væri nú að halda upp á sumarkomuna með því að afnema öll fríðindi „fulltrúa eigenda" og láta t.a.m. ráð- herra, bankastjóra og for- stjóra opinberra fram- kvæmdastofnana greiða sína bíla fullu verði og reka þá sjálfa — en borga þeim að vísu laun, sem eru í samræmi við mikla ábyrgð. Með þá ósk í huga, að einhverjum fyndist þetta ómaksins vert, óskum við landsmönnum öllum — og ekki sízt „fulltrúum eigenda" og mökum þeirra GLEÐILEGS SUMARS. SAMKVÆMT hinu nýja skatta- lagafrumvarpi eru bændur skatt- lagðir sem atvinnurekendur. í frumvarpinu segir að launatekj- ur þeirra, er landbúnað stunda, skulu miðast við launaþátt í verðlagsgrundvelli landbúnaðar- afurða, þó að teknu tilliti til aðstæðna hverju sinni, svo sem ef bóndi nær ekki heildartekjum SAMKVÆMT hinu nýja skattalagafrumvarpi verða starfsmenn utanríkisþjón- ustunnar, sem starfa er- lendis, skattskyldir sem aðrir þegnar þessa þjóð- félags. Þetta er breyting, þar sem starfsmennirnir hafa hingað til verið skatt- frjálsir af öllum embættis- launum sínum, en skatt- skyldir af öðrum tekjum. Þær hafa hins vegar oftast lent í lægst skattþrepi og hafa starfsmenn utanríkis- þjónustunnar því almennt ekki greitt neina skatta. grundvallarbúsins vegna afurða- verðs, árferðis eða annarra atriða cr máli skipta að mati ríkisskatt- stjóra. Ef svo tekjuafgangur er af búinu, er launatekjur hafa verið dregnar frá, tekjur bóndans, tekj- ur maka hans og barna, skiptist hann milli hjónanna í samræmi við vinnuframlag þeirra til búsins. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að laun utánríkis- starfsmanna skiptist í tvennt, annars vegar föst laun samkvæmt launaflokki þess stéttarfélags, sem þeir tilheyra, og af honum greiði þeir skatt og hins vegar staðaruppbót, sem er mishá eftir því hvar í heiminum þeir eru staðsettir. Er gert ráð fyrir að staðaruppbótin sé skattfrjáls. Þetta er hið sama kerfi og tekið hefur verið upp á Norðurlöndum á undan- förnum árum og Danir Skattalagafrumvarpið nýja, ef að lögum verður, tekur gildi 1. janúar 1979 og kemur til framkvæmda við álagningu skatta á árinu 1980 vegna tekna á árinu 1979 og eigna í lok þess árs. Þetta þýðir að skatta- lagafrumvarpið verður ekki notað við álagningu skatta vegna launa þessa árs, heldur hins næsta. Er þetta í samræmi við það, sem fjármálaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hefur lýst yfir, en hann hefur lýst sig andvígan því, að sett séu skattalög sem virki aftur fyrir sig. Yfirlýst er að menn eigi að geta á árinu 1978 tekið munu hafa tekið upp nú nýlega. Staðaruppbót starfs- manna utanríkisþjónust- unnar er ákveðin í upphafi hvers árs og einnig heildar- launapakki þeirra í erlendri mynt. Breytist hann ekki við gengisbreytingar, en hins vegar miinu þessi íslenzku laun, sem skatt- skyld verða, miðast við launaþrep viðkomandi í launaskala BSRB eða BHM eftir því sem við á hverju sinni. ákvarðanir í eigin málum án þess að eiga á hættu að þær séu þeim óhagkvæm- ar verði skattalagabreyt- ing. Þá vita menn einnig með góðum fyrirvara við hverju er að búast eftir 1. janúar. Réttindi til stöðugra tekna teljast til eignar í skattalagafrumvarp- inu, þar sem fjallað er um skattskyldar eignir til eignaskatts, er klausa, sem er óbreytt frá síðustu og gildandi skattalögum, sem hljóð- ar svo. „Réttindi til stöðugra tekna skal telja til eignar eftir því end- urgjaldi, sem hæfilegt væri fyrir þau í lok hvers árs. Skattstjóri getur metið verð þessara réttinda.“ Morgunblaðið spurðist fyrir um það, hvað þessi klausa þýddi og sam- kvæmt upplýsingum Sig- urbjörns Þorbjörnssonar ríkisskattstjóra er hér átt við réttindi til stöð- ugra tekna, sem skipt geta um eiganda, svo sem einkaréttur, einkaleyfi, hugverkaréttur seldur á leigu, þannig að eigandi eða sá er í hans stað kemur fái umsamdar fjárgreiðslur fyrir afnot- in miðað við tiltekið tímabil, framleiðslumagn eða notkunareiningu. Bóndi er eigin atvinnurekandi Frumvarpið tekur til tekna ársins 1979 Skattfnðindi starfemanna utanríkisþjónustu afnum- in samkvæmt frumvarpinu Tekjur og gjöld af sameign hjóna leggjast á tekjuhærri makann EINS og getið var í Morgunblaðinu í gær eiga skattþegnar þess kost að velja sér 10% launafrádrátt í stað fjögurra frádráttarliða, sem eru iðgjöld af lífeyri, iðgjöld til stéttarfélaga, vaxtagjöld, verðbætur, afföll og gengistöp og einstakar gjafir til menningarmála. Velji annað hjóna 10%-regluna verða bæði að hlíta henni, þ.e.a.s. þau verða að velja sömu frádráttarreglu. í 30. grein frumvarpsins eru taldir upp mismunandi frádrættir í 5 liðum, A, B, C, D og E. Liðir A, C og D eru persónubundnir og er ekki unnt að færa þá milli hjóna. í lið A eru eftirtaldir frádrættir: skyldusparnaður, fargjöld vegna ferða á vegum atvinnurekenda, útgjöld vegna móttekins risnufjár, hlunninda af fæði, fatnaði, húsnæði o.fl., launatekjur embættismanna sem starfa hjá alþjóðastofnunum, þar sem samningar kveða á um skattfrelsi, endurgjald til annars aðila fyrir þjónustu, sem skattfrjáls er samkvæmt sérlögum, og helmingur greiddra meðlaga með barni innan 17 ára aldurs. Undir B-lið frádrátta falla: vaxtatekjur umfram vaxtagjöld, verðbætur og afföll, vaxtatekjur barna innan 16 ára aldurs, fenginn arður að hámarki 10% af nafnverði eða 250 þúsund fyrir einstakling og 500 þúsund fyrir hjón, vaxtatekjur af stofnsjóðseign og fé, sem fært hefur verið félagsmanni í félagi í stofnsjóði hans á árinu. I C-lið eru: sjómannafrádráttur, fiskimannafrádráttur, námsfrádráttur og kostnaður vegna stofnunar heimilis. í D-lið eru iðgjöld af lífeyri, iðgjöld til stéttarfélaga, og í E-lið eru: vaxtagjöld, verðbætur, afföll og gengistöp og einstakar gjafir til menningarmála. Eins og sést af þessu eru það liðirnir D og E, sem falla niður, ef hjón velja launafrádráttinn. Liðir A, C og D eru persónubundnir og geta ekki færzt á milli hjóna, en liðir B og E, sem varða tekjur af sameiginlegum eignum þeirra og útgjöld velna eigna þeirra, svo sem vaxtagjöld, eru með þeirri kvöð að þeir fylgja alltaf þeim makanum, sem hærri hefur launatekjurnar. Er þetta ákvæði sett inn í til þess að hjónin geti ekki leikið það, að það sem lægri hefur launin, geti þar með komið tekjum af sameign þeirra í lægra skattþrep. Skemmdir á Rauðanúp TOGARINN Rauðinúpur frá Raufarhöfn var tekinn upp í slipp í Reykjavík í gær. Kom í ljós eins og óttazt var, að miklar skemmdir eru á botni skipsins og mun viðgerð taka langan tíma. Sjóþpróf vegna strands togarans fara fram í Reykjavík á morgun. Ljósm. Friðþjófur. Hrólfur Sigurðs- son hlaut fyrsta Minningarsjóðsstyrk Barböru Arnason I GÆR. miðvikudaginn 19. aprfl, var úthlutað í fyrsta sinn styrk úr Minningarsjóði Barböru heit- innar Árnason, hinnar ágætu og fjölhæfu listakonu. Hrólfur Sig- urðsson listmálari hlaut styrk- innt var nafn hans dregið úr nöfnum tuttugu umsækjenda. Af þessu tilefni bauð sjóðs- stjórnin blaðamönnum til fundar svo og stjórn Félags íslenzkra myndlistarmanna, en það er skil- yrði að styrkþegi hafi fengið inngöngu í FIM. Magnús Árnason, listmálari, sagði að hann og Vífill sonur þeirra Barböru hefðu stofn- að sjóðinn sumarið 1976 eftir að haldin hafði verið yfirlitssýning á verkum Barböru á Kjarvalsstöð- um. Var öllum ágóða þeirrar sýningar varið til að mynda sjóðinn og nam sjóðurinn við stofnun einni milljón króna. Að þessu sinni er nú veitt úr honum 300 þús krónur. Magnús sagði að vonandi yrði það föst ver.ja að veitt yrði úr sjóðnum á afmælis- degi Barböru konu sinnar, sem hefði verið 19. apríl. í sjóðsstjórn- inni sitja nú þeir feðgar Magnús og Vífill og frá FÍM er Hjörleifur Sigurðsson. Hrólfur Sigurðsson sagðist vera mjög glaður yfir því að hafa fengið þennan styrk. Hugsanlegt væri að hann færi til útlanda fyrir féð, en einnig gæti vel verið að hann Rafmagns- truflanir í Borgarfirði Hvanneyri 19. aprfl RAFMAGN í Borgarfirði sló út af hvað eftir annað á föstudaginn. Talið er að veður hafi verið slíkt á Skarðsheiði, þar sem byggðalínan liggur, að línunum hafi slegið saman. - Fréttaritari. notaði peningana til að kaupa liti og léreft og vonandi yrði þetta honum til framdráttar sem lista- manni. Hrólfur nam hjá Nínu Tryggva- dóttur og síðan í fjögur ár við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn. Hann hefur tekið þátt í langflestum samsýningum FÍM um árabil, og einnig haldið einka- sýningar. Magnús Árnason, listmálari, afhendir Hrófli Sigurðssyni styrk úr Minningarsjóði Barböru Árnason. Beðið eftir viðræðum í Nígeríu: 300 kr. innflutningstollur af hver ju kílói af skreið? „ÞAÐ eina sem hefur frétzt af fulltrúum skreiðarseljenda í Lagos, er að þeir bíða eftir að fá viðtöl við fulltrúa nígerískra stjórnvalda og hefur þeim verið lofað viðtölum öðru hvoru megin við helgina," sagði Hannes Ilall á skrifstofu Samlags skreiðarfram- leiðenda þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Þeir Bragi Eiríksson frá Skreiðarsamlaginu, Bjarni Magnússon frá Sameinuðum fram- leiðendum og Magnús Friðgeirsson frá Sambandinu eru nú staddir í Lagos til að ræða við Nígeríumenn um skreiðarkaup frá íslandi. Eins og Morgunblaðið hefur áður skýrt frá hafa nígerísk stjórnvöld í huga að setja innflutningstolla á skreið, en það hefur ekki verið gert enn, en rætt hefur verið um að tollurinn verði 30—35%. Skilaverð á hvert kíló á skreið var 700 kr. fyrir þorsk og keilu þegar síðast var selt til Nígeríu, en ef gengissig og gengislækkun íslenzku krónunnar eru tekin með í dæmið, ætti skilaverð að verða kringum 1000 kr. á kíló nú. Ef hins vegar innflutningstollurinn verður ofan á hjá Nígeríumönnum, og að hann verður 30—35% er ljóst að allt að 300 kr. eiga að greiðast í tolla af hverju kílói. Hannes Hall hjá Skreiðarsam- laginu sagði að það væri ljóst að íslenzkir skreiðarframleiðendur gætu ekki staðið undir svo háum innflutningstollum. Hins vegar væri ekkert hægt að segja um þessi mál, þar sem stjórnvöld í Nígeríu hefðu engar ákvarðanir tekið enn að því er virtist. Kanadískur skákmaður krefst heimsmeist- aratitilsins í fjöltefli KANADÍSKUR skákmaður, Branimir Brebrich, hefur krafizt viðurkenningar sem heimsmethafi í fjöltefli í stað Vlastimil Horts, sem setti fjölteflisheimsmet sitt hér á landi í fyrra. „Mér sýnist af þeim fréttum, sem ég hef, að þetta fjöltefli Kanada- mannsins sé alls ekki sambærilegt við fjöltefli Horts," sagði Jóhann Þórir Jónsson, útgefandi Tímarits- ins Skákar í samtali við Mbl. í gær. „Branimir Brebrich hefur 2081 Elo-skákstig, sem þýðir að hann er ekki meðal sterkustu skákmanna. Fjöltefli hans fór fram dagana 27. og 28. janúar sl. og tefldi hann við 30 andstæðinga í einu, alls 575 skákir, og mér sýnist að hann hafi i hæsta lagi teflt við um 200 manns, þannig að hann hefur teflt allt upp í margar skákir við suma. Af þessum skákum vann hann 533, gerði 27 jafntefli og tapaði 15, sem er um 95% árangur. Þá virðist mér einnig sem hann hafi teflt við mjög slaka andstæðinga, því í skákblaði því sem ég hef undir höndum er þess sérstaklega getið, að sterkari skákmenn hafi sýnt honum þá tillitssemi að taka ekki þátt í fjölteflinu." Þegar Hort setti heimsmet sitt í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi tefldi hann við 201 andstæðing í einu, 550 í allt og lauk fjölteflinu á 24 klukkustundum og 25 mínútum. Hort vann 477 skákir, gerði 63 jafntefli og tapaði 10, þannig að heildarvinningshlutfall hans var 92,4%. Meðal andstæðinga Horts í fjölteflinu voru margir þekktir skákmenn, þar á meðal meistara- flokksmenn og landsliðsflokks- menn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.