Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRIL 1978 Elín Pálmadóttir: Vidfangsefni í garðyrkju og skógrækt eru ómet- anleg fyrir ungt fólk Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) lagði fram tillögu á síðasta fundi borgarstjórnar þar sem segir m.a.; „borgarstjórn telur tímabaert að leggja gangstétt, sem einnig mætti ætla hjólreiðamönnum norðan Suðurlandsbrautar, en þar væri sýndur göngu- og hjólreiðastígur á korti sem fylgdi framkvæmda- áætlun um umhverfi og útivist 1974-1977.“ „Þá verði frcstað framkvæmdum við stíga frá Ægis- síðu um Fossvogsdal vegna þess, að stígarnir ættu að liggja undir flugbraut og yrðu þau göng vafalaust æði dýr“. „í staðinn verði lagður hljólreiða- og gang- stígur austan flugvallar til Naut- hólsvíkur eins og sýnt væri á umræddu korti". „Þá leggi borgar- stjórn áherzlu á að hraða verkefn- um sem auðveldað gætu blindum og öðru fötluðu fólki að njóta útivistarsvæða og ferðast um borgina samanber áður framkomna tillögu í borgar- stjórn." „Teknar verði upp áætlunarferðir í Heiðmörk að sumri til svo sem áður hefur verið rætt í borgarstjórn." Adda Bára sagðist vilja gera hættulausa leið suður í Nauthólsvík og gæti slíkt verið gott verkefni fyrir vinnu- skóla borgarinnar. Loka ætti gamla flugvallarveginum sunnan Laufásvegar að Loftleiðahóteli, gera þar gangbraut yfir og síðan göngustíg suður úr. Við Suður- landsbraut þyrfti að lagfæra göngustíg því nú væri sökkvandi for meðfram götunni. Borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnarsson (S) tók næstur til máls og sagði, að við afgreiðslu hverrar fjárhagsáætlunar hefði verið tekin ákvörðun um að veita fé í einstaka liði. Þess vegna hefðu borgarfulltrúar átt að geta fylgst með þegar framkvæmdaáætlun hafi legið frammi. Samanborið við samþykkt, sem gerð hefði verið vorið 1974 í borgarstjórn væri ekki hægt að segja annað en þegar yfir heildina væri litið hefði vel tekist til í útivistarmálum. Á þessum árum fram að síðustu áramótum hefði verið unnið fyrir 970 milljónir við málaflokkinn umhverfi og útivist. Birgir Isleifur svæðanna, ræktun og fegrun borgarinnar og gerð göngu- og hljólreiðastíga. Ef skoðað væri hvernig þeim verkefnum á sviði ræktunar og fegrunar hefði vegn- að sem þá voru nefnd í fram- kvæmdaáætlun kæmi eftirfarandi í ljós; lokið væri flestum þeim verkefnum sem þarna eru sett fram sem forgangsverkefni, önnur væru vel á veg komin og sum hver hefðu verið viðameiri en upphaf- lega var áætlað. Ennfremur hafi staðið yfir framkvæmdir á svæð- um er ekki var reiknáð með í þeirri áætlun sem gerð var um umhverfi og útivist 1974. Mætti þar nefna lóð Blindraheimilisins við Hamra- hlið, Skrúðgarð við Grundargerði og þrjá grenndarvelli í Fellahverfi í Breiðholti. Þá hefur verið eins og ráð var fyrir gert lokið við gangstéttargerð í íbúðarhverfum og grasreimar gerðar á öllum þeim stöðum, sem endanlega hefur verið gengið frá götum. Á nokkrum Birgir (sleifur Gunnarsson _ * Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Nauðsýnlegt er að sýna hugul- semi til að gera blindu og fötluðu fólki auðveldara að komast leið- ar sinnar, ekki sízt að því er varðar mannvirkjagerð Islenzkt tónverk á ISCM- hátíðinni Á IIINNI árlegu tónlistarhátið ISCM. International Society for Contemtorary Music, sem haldin verður í Stokkhólmi og Helsinki dagana 6.—14. maí n.k. verður flutt íslenzkt tónverk, Guépardes impuissantes eftir Eli'as Daviðs- son. Verk þetta hefur ekki verið flutt hér á landi, en oft erlendis. Það er hópur sænskra listamanna frá tónlistarfélaginu Fylkingen í Stokkhólmi sem flytja mun verkið. sagði rétt að endurskoða tillögu um gangstíg undir flugbrautina þá mætti og huga að gerð gangstígs frá Loftleiðahóteli í Nauthólsvík. Hins vegar bæri að geta þess, að gangstígar væru ekki ódýrar framkvæmdir og kvaðst hann ekki reiðubúinn að skera af hér og nú annars staðar til að veita fé í gangstíga. Varðandi gamla flug- vallarveginn væri það að segja, að þar hefði verið máluð sérstök lína sem afmarkaði vel göngustíg fyrir fólk og meira segja eftir undan- genginn vetur stæði nokkuð af línunni enn. Varðandi blinda vildi hann segja, að nauðsynlegt væri að sýna hugulsemi til að gera blindu og fötluðu fólki auðveldara að komast leiðar sinnar m.a. í mannvirkjagerð. Að öllu þessu athuguðu legði hann til, að málinu yrði vísað til borgarráðs. Elín Pálmadóttir (S) tók næst til máls og sagði, að heildaráætlun sem gerð hefði verið 1974 í febrúar segði, að hún skyldi vera stefnu- markandi um nýtingu útivistar- stöðum vantar frágang við aðal- brautir, á gangstéttum. Fram- kvæmdir hljólreiðastíga og fleira þess háttar hafi hins vegar dregist. Varðandi gangstíga upp í Heið- mörk væri það að segja, að gert hefði verið ráð fyrir að gerð þeirra fylgdi lagningu aðalæðar Vatns- veitu, sem nú væri unnið að og við lok þess verks myndi opnast leið milli Elliðaársvæðisins og Heið- merkur. Vegna þáttar æskufólks í verkefnum borgarinnar á sviði umhverfis og útivistar þá væri þetta ómetanlegt viðfangsefni fyrir unga fólkið svo sem upp- græðslan í Hólmsheiði. Elín Pálmadóttir sagði ágætt, að tiilag- an fengi nánari umfjöllun en hún vildi leggja áherzlu á, að upp- græðsla lands yrði látin ganga fyrir. Adda Bára Sigfúrsdóttir kvaðst fallast á, að tillögunni yrði vísað til borgarráðs og var það samþykkt. Reglur um veitingastaði til umræðu Á síðasta fundi borgarstjórnar bar Björgvin Guðmundsson fram eftirfarandi fyrirspurni „Borgar- ráð skipaði vorið 1977 nefnd til þess að fjalla um gildandi reglur um veitingastaði og hugsanlegar breytingar á 4)eim. Hvað líður störfum þessarar nefndar?" Magnús L. Sveinsson svaraði fyrirspurninni og sagði, að komið hefðu fram tillögur varðandi þetta frá borgarlæknisembættinu. Fram hefði einnig komið, að nauðsynlegt væri að kanna málið mjög náið áður en farið yrði út í breytingar. Magnús sagði tillögur ekki hafa borist frá veitinga- og gistihúsa- eigendum vegna óviðráðanlegra ástæðna. Magnús L. Sveinsson sagðist vilja leggja áherzlu á, að heildarendurskoðun á veitingalög- gjöfinni yrði flýtt. Á undanförnum árum hefðu risið upp veitingastað- ir með létta rétti og komið hefðu fram kvartanir um, að of strangar kröfur væru gerðar til þeirra en þessir staðir væru ekki í sama gæðaflokki og beztu matsölustaðir borgarinnar. Við breytingu á lögunum þyrfti að taka mið af þessari eðlilegu þróun og finna millistig milli dýrra fyrsta flokks staða og annarra sem ekki þyrfti að gera jafnmiklar kröfur til. Árið 1964 hefði verið sett reglugerð um gisti- og veitingastaði samkvæmt lögum frá 1963. Þá þegar hefði heilbrigðismálaráð Reykjavíkur haft ýmislegt við þessa reglugerð að athuga og hafi margítrekað beiðni til samgönguráðuneytisins um endurskoðun reglugerðarinn- ar. Engu af þessum erindum hafi verið sinnt. Þetta sannaði því, að ekki væri auðvelt að fá breytingar fram og því eins gott að vinna tillögurnar svo vel, að ekki þyrfti að gera ráð fyrir breytingum á löggjöfinni fljótlega eftir setningu hennar. Frá borgarstjórn Ragnar Júlíusson formaður útgerðarráðs: Er hægt ad fa hagkvæm- ari skip fyrir BÚR? Samsöngur karla- kóra á Akranesi Akranesi. 18. aprfl. LAUGARDAGINN 15. aprfl s.l. var samsöngur kariakóranna frá Keflavík, Selfossi og Svana frá Akranesi f íþróttahöllinni hér í bænum. Kórarnir sungu hver í sínu lagi og einnig allir saman og var söngskráin mjög fjölbreytt. íöngstjórar kóranna voru Sigur óli Geirsson hjá Keflavíkurkórn- um, Ásgeir Sigurðsson hjá Sel- fosskórnum og Jón Karl Einars- son hjá Svönum. Undirleikarar voru Ragnheiður Skúladóttir á píanó, Njáll Sigurjónsson á kon- sertbas! a, Ágúst Ármann bor láksson á harmoniku og Agnes Löve á pi'anó. Raddþjálfarar voru Guðmunda Elíasdóttir og Guð- mundur Guðjónsson. f fþróttahöliinni var ágætur hijómburður og var hún þéttskip- uð fagnandi áheyrendum. Ólafur F. Sigurðsson, sem hefur sungið í Svönum í s.l. 40 ár við góðan orðstír var gerður að heiðursfélaga kórsins á 75 ára afmæli Ólafs hinn 23. marz s.l. Þá kom kórinn í heimsókn til Ólafs og söng við hús hans. —Júlíus. Eins og kunnugt er af fréttum var fyrir skömmu rætt um sölu á stóru skuttogurum BÚR og kaup á minni gerðinni í staðinn. A fundi borgarráðs 21. marz lét Björgvin Guðmundsson bóka, að hann teldi ekki koma til greina að selja alla stóru togara BÚR því togaraflotinn ætti að ,vera samsettur af stórum og smáum skipum. Hins vegar taldi Björgv- in, að athuga mætti sölu á hluta stóru togaranna og kaupa smærri togara f staðinn. Á fundi borgarstjórnar 6. apríl gerði Björgvin Guðmundsson mál þetta. að umtalsefni. Þar vitnaði hann m.a. í tillögu sem hann flutti í borgarráði 28. marz sem hljóðar svo: „Borgarráð heimilar BÚR að selja einn af Spánartogurunum ef viðunandi verð fæst, enda verði tveir notaðir skuttogarar af minni gerðinni keyptir í staðinn." Björgvin sagðist vilja vekja at- hygli á því, að menn hefðu slæma reynslu af því að taka gildar yfirlýsingar meirihluta útgerðar- ráðs um að ný skip yrðu keypt í •stað eldri skipa, sem seld væru. Þetta kom m.a. fram í ræðu Björgvins svo og bókun hans í borgarráði. Hann sagði, að helztu rök fyrir sölu umræddra skipa væru óhagkvæmur rekstur. Hins vegar lægi ljóst fyrir að annars staðar á landinu hefði rekstur skuttogara af stærri gerðinni sums staðar gengið með ágætum. Nú mætti vænta að umræddir togarar myndu seljast fyrir 900—1000 milljónir. Hins vegar hefði tilboð í togara numið um 600 milljónum króna. Augljóst mætti því vera, að fráleitt væri að selja togarana við slíkar aðstæður vegna þess þá myndi borgin þurfa að gefa hundruð milljóna með þeim. Hann sagðist telja koma til greina að selja einn togara en væri hins vegar algerlega á móti sölu allra stóru togara útgerðarinnar. Ragnar Júlíusson (S) formaður útgerðarráðs tók næst til máls og gat þess í upphafi, að engin formleg ákvörðun hefði verið tekin um sölu á togurunum. Hins vegar væri svo, að ósk um að selja þrjá Spánartogara og kaupa fjóra af minni gerðinni væri til komin vegna þess hve útgerðarkostnaður þeirra stærri er ógurlegur miðað við minni skipin, sem þó kæmu með svipað aflaverðmæti að landi. Sannleikurinn væri sá, að stóru togararnir eyddu olíu fyrir 125.500.- kr. meira á dag en Hjörleifur. Ragnar Júlíusson sagði, að þegar á þessar tölur væri litið mætti það vissulega teljast ábyrgðarhluti að draga það að kanna hvort ekki fengist hag- kvæmari skip í rekstri en þessi. Rétt er að geta þess, að tillaga Björgvins Guðmundssonar fékk ekki stuðning í borgarráði. Á umræddum fundi borgarráðs lét Kristján Benediktsson (F) bóka, að ekkert væri athugavert við að gera verðkönnun í stóru togara BÚR því í slíku fælist engin ákvörðun um sölu eða skipti í minni togara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.