Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978
VtK> /C.V
MORöUN-
K'AFf/NO * 1
pi -r
4ö-
••rO
Reyndu þetta. vinur, það nota
þeir í lúðrasveitunum!
Ólæsiicgi kaflinn í bréfinu til
hennar systur minnar, þótti
mér beztur!
\ ' 525
v r *
"*■ Djw. -
N
Ég vissi ekki að hjúskaparvott-
orðið gæti fallið úr gildi?
Því sagði mér enginn að þessi
hurð væri læst!
Verðhækkanir og
gengislækkanir
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Fleiri bækur hafa verið skrifað-
ar um bridge en nokkurn annan
leik að skákinni undanskilinni. Því
mætti halda, að skráðar hafi verið
allar hugsanlegar stöður og spila-
aðferðir. En svo er nú ekki. Varla
líður svo ár að ekki komi fram
nokkrar nýungar. Og hér er ein.
Norður
S. ÁK875
H. KD1097
T. 6
L. 42
Á dögunum barst Velvakanda
fyrirspurn frá manni ér vildi
nefna sig Þorgeir og fjallaði hún
um verðlagsmál. Fer fyrirspurn
hans hér á eftir og síðan fylgir
svar frá skrifstofu verðlagsstjóra:
„Verðlagsmál. Ég þykist hafa
veitt því athygli, að suinar bóka-
búðir, sem selja erlendar bækur,
hafa eftir gengislækkun hækkað
verð á eldri birgðum til samræmis
við hið nýja gengi. Þetta gildir
aðallega um þær bókabúðir, sem
ekki hafa verðmerkt erlendar
bækur í íslenskum krónum. Hið
sama gildir um ýmsar hljómplötu-
verslanir og e.t.v. eru fleiri
tegundir verslana undir sömu sök
seldar í einhverju formi. Nú
langar mig að biðja blaðið um að
afla um það upplýsinga hjá
verðlagsstjóra hvort framan-
greind háttsemi í álagningu sé
heimil? Og hvað gerir verðlags-
stjóri til að koma í veg fyrir
þennan verslunarmáta? Það er
nefnilega útilokað að þessi álagn-
ingaraðferð fái staðist sem almenn
regla. Ef þetta er óheimilt, er um
ólögmætan hagnað að ræða er
skiptir tugum milljóna hjá hverju
fyrirtæki, svo hátt er verðlag nú
orðið á erl. bókum, hljómplötum
og kassettum. Ef þetta er látið
viðgangast, er jafnframt verið að.
refsa þeim heiðarlegu bóksölum,
sem verðmerkja vöru sína, en þeir
ættu frekar skilið hrós en að
keppinautar þeirra séu verðlaun-
aðir fyrir slælegri þjónustu og að
öllum líkindum ólögmæta álagn-
ingu.
Þorgeir.“
Velvakandi hafði samband við
skrifstofu verðlagsstjóra og fékk
þar eftirfarandi svar:
• Álagning
frjáls
„Vegna fyrirspurnar sem
beint er til Verðlagsskrifstofunnar
vegna meintrar hækkunar á birgð-
um af erlendum bókum og hljóm-
plötum í kjölfar gengislækkunar-
innar á dögunum, vill skrifstofan
taka fram eftirfarandi:
1. Álagning á bókum og hljóm-
plötum hefur verið frjáls um langt
árabil.
Vestur
S. DG63
H. 84
T. ÁD4
L. G976
Austur
S. 109
H. G32
T. 987532
L. 85
Suður
S. 42
H. Á65
T. KG10
L. ÁKD103
Vestur doblaði lokasögnina, sex
grönd spiluð í suður, og spilaði út
hjartaáttu, tíu, gosa og ás. Sagn-
hafi gat talið tíu slagi beint. Dobl
vesturs staðsetti á hendi hans
tígul ÁD og hann hlaut einnig að
stöðva báða svörtu litina.
Sagnhafi tók hjartaslagina en
ekki var sama hvað spil hann lét
af hendinni. Hann fann furðulega
lausn á vandanum. Lét spaðana
tvo og rauf með því samband sitt
við blindan.
En vestur átti eftir að láta í
fimmta hjartað og var í vanda
staddur. Hann átti á hendi þrjá
spaða, laufin fjögur og tígul ÁD.
Ekki kom til greina að láta spaða
og lauf gæfi sagnhafa þar fimm
slagi. Hann vár því neyddur til að
láta tíguldrottninguna. En hann
fékk þá næsta slag á tígulás og var
þar með dauðadæmdur. Átti að-
eins spaða og lauf og sama var
hvoru hann spilaði. Unnið spil.
Gerum ráð fyrir, að sagnhafi
láti spaða og lauf í hjörtun. Vestur
gæti þá haldið tígulháspilunum og
látið lauf í síðasta hjartaslaginn.
Sagnhafi tæki þá laufslagina en
vestur réð við hann. Léti tígul-
drottningu í síðasta laufið og
aðeins ellefu slagir væru fáanlegir.
Að vísu fellir spaðaútspil í
byrjun spilið. En þá hefði Ika
skemmtileg lokastaða dáið í fæð-
ingu.
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaya eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaói
2 4
hefði lokið dagsverkinu eins og
venjuiega.
Konu hans hafði ekki grunað
neitt. Né heldur dóttur hans.
mágkonurnar né svilana. sem
báðir störfuðu við járnbraut-
irnar. Allt benti til þess að
engan hefði grunað neitt.
Og loks skýtur honum svo
upp kollinum í Rue de Clingan-
eourt með peningana sem hann
skuldaði fröken Leonc ásamt
með gjöf til hennar og smáveg-
is sælgæti handa aldraðri móð-
ur hennar.
Og var þá klæddur í brúna
skó!
Var það vegna þessa að
Maigrct hafði fengið áhuga á
manninum? Hann vildi ekki
viðurkenna fyrir sjálfum sér að
svo væri. En þó hafði hann
sjálfan árum saman dreymt um
að eiga skó í þessum lit. Þeir
höfðu verið í tízku í dcn tíð.
Skömmu eftir að hann gift
sig hafði hann ákveðið að
kaupa sér ljósbrúna skó og
hann var miður sín af feimni
þegar hann mjakaði sér inn í
skóbúðina. Hann hafði ckki
vogað sér að fara í þá 5g þegar
hann tók þá upp úr kassanum
hafði kona hans rekið upp
skellihláturt
— Þú ætlar vonandi ekki að
fara í þessa skó?
Reyndin hafði orðið sú að
hann fór aldrei í skóna. Síðar
hafði kona hans skilað þeim og
sagt þcir væru of þröngir.
Louis Thouret hafði einnig
keypt sér Ijósbrúna skó og í
augum Maigret var það mikils-
háttar merki.
í fyrsta lagi var það tákn um
ákveðið frelsi sem hann tók sér.
Þegar hann var með þessa
makalausu skó á fótunum hlaut
hann að hafa innra með sér
einhverja alveg sérstaka til-
finningu um að hann væri
frjáls og sjálfstæður maður
sem léti cngan segja sér fyrir
verkum hvorki til eins né neins.
Það þýddi einnig að fram til
þess augnabliks að hann setti
aftur svörtu skóna á fæturna
hafði hvorki kona hans, mág-
konur eða svilar nokkuð yfir
honum að scgja.
Þetta hafði einnig aðra merk-
ingu. Daginn sem Maigret
hafði keypt skóna sína hafði
fulltrúinn í hverfinu, þar sem
hann starfaði þá. tilkynnt
honum. að hann myndi fá tiu
franka kauphækkun.
Louis Thourct hafði einnig
átt pcninga. Hann hafði gefið
gamla bókhaldaranum pípu og
endurborgað skuld sína og
geíið vinum sínum gjafir. Nú
gat hann aftur farið að venja
komur sínar til þeirra og
spjallað við þá, fyrst og íremst
til fröken Leone.
Hvers vegna spurðu þau
hann aldrei um hvað hann
hefði fyrir stafni?
Af tilviljum hafði húsvörður-
inn komið auga á hann að
morgni dags, um ellefu-Ieytið
hvar hann sat á bekk á
Boulcvard Saint Martin. Hún
hafði ekki talað við hann og
hafði tekið á sig krók til að
hann kæmi ekki auga á hana.
Maigret gat vel skilið hana.
Henni hafði hrugðið að sjá
hann sitja þarna eins og iðju-
og auðnuleysingja. Mann á
borð við hr. Louis, sem alla sfna
ævi hafði unnið tíu tíma á
sólarhring og allt í einu sat
hann þarna á bekk um hábjart-
an dag mcðan allir ærlcgir
menn voru við störf! Ekki að
það væri að kvöldlagi! Eða um
helgi!
Saimbron hafði einnig hitt
sinn gamla starfsfélaga á bekk
nýlega. Það hafði verið á
Boulevard Bonne Novelle,
steinsnar frá Bouievard Saint
Martin og Rue de Bondy.
Saimbron hafði ekki orðið
jafn mikið um þetta. Þeir höfðu
hitzt síðdegis og auðvitað gat
vel vcrið að það hefði vcrið
Thouret sem hefði séð hann á
undan.
Var Thouret þá að fara á
stefnumót við einhvern? Og
hver var maðurinn sem hafði