Morgunblaðið - 20.04.1978, Page 45

Morgunblaðið - 20.04.1978, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 2. Ákveðnar reglur gilda um heimildir til þess að hækka vörubirgðir í kjölfar gengisfell- inga, og til þess að hægt sé að svara fyrirspyrjanda verður því að kanna þetta mál sérstaklega. 3. Um leið og Verðlagsskrifstofan þakkar ábendinguna tekur hún það fram, að umrætt mál er nú þegar í athugun." Velvakandi þakkar verðlags- stjóra svarið og vonar að það hafi orðið fyrirspyrjanda nokkur upp- lýsing. Þá er hér næst fjallað nokkuð um fyrirbæri ef nefnist • Fyrirburðafræði „Til Velvakanda. Það er algeng skoðun að A. Einstein og S. Freud hafi verið á móti því sem nefnt er fyrirburða- fræði (parapsychology), en það er nú mikill misskilningur eins og m.a. eftirfarandi saga sýnir: Árið 1915 var A. Einstein í Vínarborg og hafði fundið mikið miðilsefni, þar sem var ungur maður frá Póllandi að nafni W. Messing. Lét Einstein Messing koma heim til sín samtímis því sem Freud kom þar, í því skyni að sanna hinum síðarnefnda hæfi- leika unga mannsins. Freud vék til hliðar og skipaði í huganum unga manninum að reyta þrjú hár úr yfirskeggi Einsteins með töng, sem lá inni í baðherbergi. Ungi maðurinn varð hálfvandræðaleg- ur, en sagði þó við Einstein um leið og hann kom með tengurnar: „Ég verð að fá að reyta þrjú hár úr yfirskeggi yðar.“ Trúr og dyggur málstað vísindanna lét Einstein þetta eftir honum, enda gat hann með þessu sannað Freud hæfileika piltsins. — En það að Einstein gat aldrei komið þessum hæfileikum saman við kenningu sína er önnur saga, sem gerðist á öðrum vett- vangi. W. Messing mun vera enn á lífi í Moskvu, 78 ára gamall, og á að baki sér sögulegan feril. Það er haft eftir honum að hann geti gert óáreiðanlegan mann gagnheiðar- legan með dáleiðsluáhrifum — en það standi þó aðeins í þrjár mínútur. Hversu heiðarlegur W. Messing er yfirleitt, skal ég ekki fullyrða neitt um, en fáir munu verða til að rengja hæfileika hans. borsteinn Guðjónsson.“ Þessir hringdu . . . • Aðstoð við aldraða Guðrún. — Sem kunnugt er býr margt gamalt fólk í sínu eigin húsnæði og nú er rekin t.d. á vegum félags- málastofnunar Reykjavíkur sér- stök heimilishjálp við aldraða. Felst hún í því að starfsfólk þessarar þjónustu vitjar gamla fólksins, þrífur fyrir það og fer ef til vill í búðir og aðstoðar á ýmsan hátt. Mig langar að varpa fram einni hugmynd, sem ég held að sé nokkuð athugandi, en það er að einhver aðili taki að sér að veita gömlu fólki aðstoð við viðhald á húseignum sínum. Oft þurfa þess- ar húseignir mikið viðhald sem er erfitt í framkvæmd og ef þær drabbast niður vegna viðhalds- leysis þá geta þær orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Væri ekki hægt að virkja starfskrafta æskulýðsráðs eða annarra slíkra aðila til að koma hér til sögunnar og væri það ekki verðugt verkefni fyrir unglinga eða aðra innan t.d. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Lone Pine í Bandaríkjunum, sem lauk fyrir stuttu, kom þessi staða upp í skák þeirra Balinas, Filippseyj- um, sem hafði hvítt og átti leik, og P. Whiteheads, Bandaríkjunum. 14. b4! - Bxb4,15. Rd5 - Bxd2. (Skárra var 15... exd5, þó að hvítur hafi vinningsstöðu eftir 16. Dxb4 - Re5, 17. Bxe5 - dxe5, 18. exd5) 16. Rxc7+ og svartur gafst upp, því að hann verður óum- flýjanlega heilum hrók undir. æskulýðsráðs og slíkra félagahópa að taka að sér að huga að þessu verkefni. Mér finnst það vissulega verðugt verkefni að sinna þessu gamla fólki okkar á einhvern hátt, það er 'um margt ósjálfbjarga þótt ekki beri mikið á því og er áreiðanlega mikil þörf á að svona aðstoð sé fyrir hendi. HÖGNI HREKKVÍSI Við hefðum gaman af því að þú kæmir með hundinn þinn! 0r mCt\\ Umboðsmenn um land allt. HANSPETERSENHF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER S: 20313 S: 82S90 S: 36161 r Eigum > fyrirliggjandi hina viöurkenndu Fagertum gólfdúka s, frá Noregi. GÓLFDÚKAR FRIÐRIK BERTELSEN, LÁGMÚLA 7, SÍMI 86266 Hagstætt verð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.