Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRIL 1978 VALUR er Islandsmeistari í handknattleik árið 1978. Eítir einn æsilegasta leik í handknattleik, sem farið hefur fram á fjölum Laugardalshallarinnar, vann Valur 14«13 sigur á Víkingum. Þar með náði Valur 20 stigum í þessu íslandsmóti og íslandsbikarinn verður því í eitt ár enn á Hliðarenda Það þarí ekki að hafa mörg orð um það hve mikil gleði var meðal Valsmanna að leiknum loknum. Liðið hafði byrjað íslandsmótið illa og í rauninni var búið að afskrifa liðið í haráttunni um titilinn þegar siðari umferðin byrjaði. En Valsmenn klifu bratt- ann jafnt og þétt á sama tíma, sem Víkingar misstu dýrmæt stig í mörgum leikjum. í gærkvöldi nægði Víkingum jafntefli, en Valur þurfti sigur. Það gekk þó ekki átakalaust, en iítum á gang mála síðustu mínútur leiksins. Valur var yfir 11:6 rétt fyrir miðjan seinni hálfleikinn, fimm marka munur og sigurin blasti við liðinu að því er virtist. En það voru miklar sveiflur í þessum leik allan tímann. Víkingar náðu upp mikilli baráttu, skoruðu þrjú mörk á jafn mörgum mínútum. Allt gat gerzt í leiknum og er hér var komið sögu þoldu Valsmenn greinilega illa spennuna og það að vera yfir i leiknum. Þó svo að Olafi Einarssyni væri vikið af leikvelli tókst Víkingum að jafna og staðan var 12:12 þegar 8 mínútur voru eftir. Jón H. Karlsson fyrirliði Vals hafði verið utan vallar um tíma og er hann kom inn á að nýju breyttist leikur Vals á ný til hins betra. Þó svo að Jón væri eltur hafði hann greini- lega góð áhrif á sína menn. Valur komst yfir 13:12, en Björgvin Björgvinsson jafnaði 13:13. Þá voru tvær mínútur eftir og Magnúsi Guðmundssyni, Víkingi, var vikið af velli. Þar má segja að úrslit hafi ráðist í leiknum. Að vísu mis- heppnaðist næsta sóknarlota hjá Val og Víkingar fengu knöttinn. Þeir höfðu aðeins leikið með knöttinn í um hálfa mínútu er Páll Björgvinsson, sá leikreyndi maður, reyndi markskot úr erfiðu færi. Knötturinn fór framhjá og Valur sneri vörn í sókn, þá- voru 45 sekúndur eftir. Spenningurinn var orðinn gífur- legur í Höllinni, áhorfendur beggja liða skulfu eins og lauf í vindi, sekúndurnar tifuðu. Víking- ar bökkuðu ekki upp að línunni, heldur héldu þeir áfram að koma út og trufla Valsmennina. Það varð afdrifaríkt. Valsmennirnir, sem voru einum fleiri, áttu allt í einu mann í dauðafæri á miðri línunni, sá var Þorbjörn Jensson. Hann fékk knöttinn, metri í næsta mann. Þorbjörn stökk inn í teiginn og gat ekki annað en skorað. Þar Það var mikil gleði í búningsklefa Valsmanna að loknum sigurleiknum í gærkvöldi. Eiginkonur leikmanna, unnustur þeirra og vinir fögnuðu meisturunum og kampavínið flaut í stríðum straumum. (Ljósm. Friðþjófur). VANNVIKING 14:131 ÆSISPENNANDI LEIK með hafði þessi leikmaður, sem kom frá Akureyri í fyrrasumar, fryggt Val íslandsmeistaratitilinn. Víkingar byrjuðu á miðju þegar 15 sekúndur voru eftir. Þeir reyndu hvað þeir gátu, Valsmenn tóku hraustlega á móti og þó svo að Víkingur fengi tvö aukaköst um það bil, sem leiktíminn var að renna út, þá tókst liðinu ekki að skora. Sigurinn og meistaratitill- inn var Valsmanna. Sá elzti og sá yngsti björguðu deginum hjá Val Allt Valsliðið átti góðan leik að þessu sinni, það verður ekki af liðinu tekið. Tveir leikmenn Vals voru þó öðrum betri, þeir Gísli Blöndal, elzti leikmaður Valsliðs- ins, og Brynjar Kvaran, yngsti leikmaðurinn í liðinu. Gísli Blön- dal gerði 3 mörk í þessum mikilvæga leik og ævinlega skap- aði hann hættu þegar hann var á ferðinni með knöttinn. Gísli hefur e.t.v. oft verið betri en hann er um þessar mundir, en hann hefur aldrei kunnað meira en einmitt núna. Brynjar Kvaran varði tvö vítaköst frá Víkingum í leiknum og meira en það. Hann varði vel þegar mest á reið og án hans er erfitt að segja hvernig þessi leikur hefði farið. Annars byrjaði Valsliðið þennan leik mjög illa. Víkingur komst í 3:0 "Húrra fyrir beztu og ódýrustu þjálfurunum og í vörninni tókst liðinu að klippa sóknarleik Vals í sundur með því að koma vel út og á milli. Virtust leikmenn Vals vera yfir sig spenntir og óðagotið var mikið á þeim til að byrja með. Víkingarnir virtust ætla ða brjóta þá niður og Valsliðið skoraði ekki mark fyrr en eftir 12 mínútna leik. Þá fór líka ð syngja í netmöskvum Víkingsmarksins. Staðan breyttist úr 3:0 fyrir Víking í 6:3 fyrir Val, 6 Valsmörk í röð og Víkingar skoruðu ekki í 16 mínútur í fyrri hálfleiknum. Á þessum tíma var bekkstjórnin herfileg hjá Víkingum. Tilraun var gerð til að nota Olaf Einarsson í leiknum og hann settur inn um miðjan fyrri hálfleik. Með honum komu aðrir nýir. menn, sem Víkingur hafði ekki áður notað í leiknum. Það var ekki fyrr en menn eins og Páll, Viggó og Ólafur Jónsson komu inn á að hjólið fór VALUR ISLANDSMEISTARI „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með sigurinn í mótinu," sagði Gunnsteinn eftir leikinn. „Leikurinn einkenndist af tauga- spennu í byrjun en það lagaðist þegar á leikinn leið. Fyrir leikinn klufum við Víkingsliðið niður í einstaklinga en reyndum að byggja heild á móti þeim og það heppnaðist fullkomlega." „Um mótið sjálft er hægt að verða fáorður. Það var algerlega eyðilagt með landsliðsæfingunum og hinu langa hléi vegna mótsins í Danmörku. Reykjavíkurmótinu var frestað fram yfir áramót og það bitnaði illilega á okkur í byrjun mótsins að hafa ekki féngið Reykjavíkurmótið sem upphitun og þess vegna gekk okkur svona illa. Ég vil að lokum þakka Víkingunum fyrir drengilegan leik,“ sagði Gunnsteinn. Markverðinum mest að þakka „Ég tel að við Valsmenn eigum Brynjari markverði mest að þakka áð við unnum," sagði Stefán Gunnarsson fyrirliði, sem að sjálfsögðu var í sjöunda himni yfir sigrinum. „Þetta var dæmigerður úrslita- leikur," sagði Stefán. „Víkingarnir byrjuðu mjög vel og þeir spiluðu mjög yfirvegað alveg eins og þeir hafa gert þegar við höfum tapað fyrir þeim í síðustu leikjum. Ég var um tima orðinn hræddur um að þetta ætlaði að fara illa hjá okkur en svo náðum við þessu upp með góðri vörn og góðri mark- vörzlu. Um mótið sjalft get ég verið fáorður. Það hefur verið slitrótt og leiðinlegt og það er alger fásinna að slíta það svona í sundur eins og gert hefur verið," sagði Stefán. HM-undirbúningurinn kom niður á liðnu „Ég er að sjalfsögðu sáróánægð- ur með úrslitin," sagði Karl Benediktsson þjálfari Víkings eftir leikinn, en stemningin í herbúðum Víkinganna var skiljan- lega heldur lítil að loknum leik. „Það vantaði ekki að Víkingur byrjaði vel en eftir 3:0 ætluðu menn sér of mikið og það kom okkur í koll. Skipulagning leik- tímabilsins og undirbúningurinn fyrir Heimsmeistarakeppnina kom illa niður á Víkingsliðinu í vetur og tveir af toppmönnum þess, Olafur R. Einarsson og Kristján Sigmundsson voru lengi frá vegna meiðsla. Liðið var gott og samstillt í upphafi mótsins en eftir Heims- meistarakeppnina gekk þetta bara ekki upp hjá okkur.“ Betra liðið vann „Staðreyndin er sú að betra liðið vann í þessum leik en ég er ekki viss um að bezta liðið hafi unnið mótið," sagði Björgvin Björgvins- son fyrirliði Víkings. „Það er auðvitað mjög svekkj- andi að verða alltaf númer tvö. í þessum leik náðum við tveimur góðum leikköflum en duttum niður þess á milli. Góðu kaflarnir komu í byrjun og í lokin og við hefðum átt að geta haldið jöfnu ef við hefðum ekki verið of bráðir. Heimsmeistarakeppnin hefur óneitanlega sett strik i reikning- inn í vetur og hún kom verr niður á okkur en öðrum liðum. Við, sem tókum- þátt í HM-stússinu, vorum óneitanlega orðnir anzi leiðir á þessu í lokin. En það þýðir ekkert að gráta heldur stefna að því að gera betur næst. Ég vil að lokum koma á framfæri hamingjuóskum til Valsmanna frá okkur Víkingum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.