Morgunblaðið - 23.04.1978, Page 1

Morgunblaðið - 23.04.1978, Page 1
Sunnudagur 23. apríl bls. 33 - 64 Steingrímur dregur upp um vökina. Það er vissara að hafa góð tök á veiðinni. Steingrímur Jóhannesson Elín með hluta af eggjasafninu sínu. „Sendi ég þér salta reið seinna færðu hina" ÞAÐ er alltaf sérstök stemning sem fylgir því á Mývatni að veiða í gegnum fsinn, en fjöldi manna stundar þær veiðar ár hvert, allt upp í 20 —30 ef vel veiðist. Við skruppum í veiðitúr með Steingrími Jóhannessyni á Grímsstöðum við Mývatn, en hann hefur um árabil verið með nokkur net undir ísnum og veitt silung. Þetta var fremur dræmt daginn þann, nokkrir tittir, en það var hressandi ferð að rölta út á ísinn og dudda við netin, njóta veðurblíðunnar. „Það eru áraskipti að veið- inni,“ sagði Steingrímur, „þáð fer eftir rykmýinu það hefur varla kviknað almennilegt ryk- mý síðastliðin 4—5 ár. Silungur- inn lifir mikið á mýlifrunni, en það er sú fæða sem hann fitnar mest af. Ef til vill er það mengun sem hefur þau áhrif að það hetur ekki kviknað, sumir álíta að köld vor séu ástæðan, en vorsveiflur hafa alltaf verið í þessu eins og öðru. Annars er veitt frá 1. febrúar, því vatnið er friðað frá 20. sept. — 1. feb., en á veiðitímanum leggja menn frá þrjú til 20 net hver. Þetta er aðallega bleikja og gálur, þ.e. fiskur sem hefur hrygnt eftir 20. sept. Silungur- inn er borðaður hér nýr, siginn, saltaður og reyktur. Hér þarf enginn að svelta, því menn geta veitt í soðið. Á árunum þegar hart var komu menn úr nær- liggjandi sveitum til þess að ná sér í silung. Hér eru margir sem reykja og yfirleitt reykir hver fyrir sig um sumartímann. Það tíðkast hvort tveggja hér í veiðiskap um vakir að leggja net og dorga, en það er kallað að vaka upp þegar vakir eru opnaðar. Það var Kanadamaður sem kenndi þessa veiðiaðferð hér um 1930. Fyrst eru vakir gerðar og síðan er þræðinum skotið undir ísinn í átt að næstu vök og þar er síðan vakað upp og netin fest á.“ Á heimleiðinni var rabbað um eitt og annað og auðvitað kom hin fagra fjallasýn til umræðu, Gæsafjöll, Reykjahlíðarfjall, Hverfjall/ Búrfell í austur, Bláfjöll og Sellandafjall, Vind- belgjarfjall í vestur og út yfir vatnið Háey og Geitey. Steingrímur hafði ljúf orð um lostætið sem hann var að veiða í vatninu og rifjaði m.a. upp vísu sem veiðimaður einn við Mý- vatn, Kristján Helgason, hafði sent unnustu sinni á Akureyri með vænni reið: Af því mér er engin leið opin til þfn vina. Sendi ég þér salta reið, 8einna færðu hina. Við renndum í hlað á Gríms- stöðum. Friðrik sonur Stein- grims var að sinna hestunum í Friðrik. Þorgerður og Elín. hesthúsinu. Hann grípur í að temja hesta og hefur verið með nokkra, en heima í bæ var Þorgerður Egilsdóttir húsfreyja og Elín dóttir þeirra Steingríms. Þau eiga margt muna i Grímsstöðum og kváðust haldin söfnunardellu. Þorgerður: Nei, því miður er engu hent. Þetta er gamall vani að henda engu, að sumu leyti góður en vitlaus að öðru leyti. Friðrik: Þetta er mikil söfnunarárátta hjá okkur, við söfnum vísum, stokkum, mynt og spilabökum. Þorgerður: Og grjóti úr ýms- um áttum og Elín safnar eggj- um. Þetta kemur nú líklega einnig til vegna þess að við erum hér í nánum tengslum við fjölskrúðugt náttúrulíf og njót- um þess. Hér er ávallt eitthvað hægt að finna sér til dundurs. Menn hafa gaman af að bregða. á leik hér og Steingrímur var á fullri ferð í fótbolta til 52 ára aldurs. IÍ félagslífinu er sitt- hvað, slægjufundur, jólafundur, þorrablót og hjónaball, en ýmsir liðir liggja einnig á lausu. Þessu fór hnignandi í félagslífinu með vaktavinnunni. Friðrik: Svo fær maður ein- staka jarðarför. Þorbjörg: Þetta má svo litlu muna, því það eru ekki margir sem standa fyrir félagsstarfinu. Friðrik: Svo er ungmenna- félagið með nokkuð félagsstarf hér og lengi hefur það verið siður hér í sveitinni að búa til vísur, en allt er þetta niður á við og ástæðan er ugglaust þessi mikla mötun sem á sér stað í kerfinu, fólk hættir að hugsa sjálfstætt og kyngir nær öllu sem að því er rétt. En hér er þó margt jákvætt fólk sem heldur stíl sínum og það er vonandi að slíkt viðhorf eigi eftir að ná sér aftur í íslenzku þjóðfélagi." Dagstund meó heimilisfólk- inu á Grímsstödum vid Mývatn Friðrik með sólargrímu, en slíkar hafa oft verið notaðar við störf nálægt vatninu þegar fólk er óviðbúið mikilli sól. Bátur bundinn ís við vatnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.